Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 46
46 C MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hringbraut Glæsileg og mikið endurnýjuð 2ja herb. íbúð í góðu fjölbýli á þessum sívinsæla stað. Parketlagt hol. Allt nýtt í eldhúsi. Stofan er parketlögð með út- gangi út á góðar suðursvalir. Svefnherberg- ið er parketlagt og nýr skápur. Baðherberg- ið er flísalagt, sturtuklefi, ný innrétting. Glæsileg eign. Verð 11,9 millj. Freyjugata Tvær nýstandsettar íbúðir. Íbúðirnar eru með nýjum gólfefnum, innrétt- ingum, pípum og raflögnum. Eignir á frá- bærum stað í miðbænum. Verð 7,5 millj. Urðarstígur Vorum að fá í einkasölu 2ja herbergja séreign á Urðarstíg. Með hús- inu er fylgieign, 27,9 fm, en húsið sjálft er 37,5 fm. Húsið skiptist í stofu, herbergi, salerni og eldhús ásamt fylgieign. Skemmti- leg staðsetning í hjarta borgarinnar. Eignin þarfnast standsetningar Verð 9,9 millj. Lautasmári Um er að ræða 3ja her- bergja íbúð á þriðju hæð. Hol með góðum skápum úr beyki. Rúmgott hjónaherbergi með stórum skápum úr beyki sem og barnaherbergi. Snyrting með flísum. Eldhús með ljósri eldhúsinnréttingu með beyki- köntum. Inn af eldhúsi er þvottahús Rúm- góð og björt stofa með svölum í vestur. Þetta er björt og mjög snyrtileg íbúð í góðu hverfi þar sem leikskóli, skóli, verslanir og öll önnur þjónusta er innan seilingar. Verð 12,6 millj. Engihjalli 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í lyftuhúsi. Gengið upp nokkrar tröpp- ur. Íbúðin skiptist í forstofu með parketi. Sér sjónvarpshol. Eldhús með upprunalegri innréttingu. Stofa með parketi. Baðherbergi flísalagt. Tvö svefnherbergi með skápum og viðargólfum. Þvottahús á stigagangi með tækjum. Sérgeymsla fylgir íbúðinni. Snyrtileg sameign. Húsið hefur verið tekið í gegn að utan. Verð 11,9 millj. Kríuhólar Glæsileg 3-4ja herbergja íbúð í litlu fjölbýli. Íbúðin er öll mikið endur- nýjuð með parketi á gólfum, fallegum inn- réttingum og flísalögðu baði með nuddbað- kari. Eign sem vert er að skoða. Á eigninni hvíla 7,4 millj, Verð 12,5 millj. Tjarnargata Glæsileg sérhæð og kjall- ari á góðum stað. Hæðin sjálf er 153 fm og kjallari er 169 fm með sérinngangi. Alls 322 fm. Allar lagnir hafa verið endurnýjaðar að sögn seljanda. Verð 34 millj. Fífusel Björt, falleg og rúmgóð 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Suðvestursvalir. Íbúðin skiptist í gott hol, 3 svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherb. og þvottahús. Hjónaher- bergi með nýjum fataskápum og nýju park- eti á gólfi. Parket á stofu og holi. Flísalagð- ar svalir. Falleg eign Áhv, 4,7 millj. Verð 12,7 millj Svarthamrar Góð íbúð með sérinn- gangi á annarri hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er 106,0 fm. Komið er inn í forstofu, með skápi og flísum á gólfi. Parket á stofu. Eld- húsið er rúmgott með góðum borðkrók. Svalir eru að hluta til yfirbyggðar og þar er gólf flísalagt. Mjög rúmgóð íbúð og björt. Verð 13,7 millj. Hjallahlíð - Mosf. Einbýlishús um 180 fm ásamt 30 fm bílskúr og byggingarétti á séríbúð eða vinnustofu. Stór lóð, um 2670,8 fm. Staðsetning er mjög góð og stór innkeyrsla er að húsinu. Lóðin er gró- in með trjám og klöppum sem húsið heitir eftir. Stórt opið eldhús með Alno-innréttingu. Í garðinum er heitur pottur. Áhv ca 16 millj. greiðslubyrði ca 125 þús. á mánuði, ekkert greiðslumat. Verð 27,5 millj. Byggðarendi Glæsilegt 234,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum á vinsælum stað í rólegum botnlanga með fallegu út- sýni yfir sjóinn og Elliðaárdalinn auk 25,3 fm bílskúrs. EIGN Í SÉRFLOKKI. Verð 37,8 millj. Suðurhús Stórglæsilegt einbýlishús, 299,2 fm ásamt ca 50 fm aukarými á frábær- um stað í Grafarvogi. Húsið stendur á jaðri óbyggðs svæðis og er útsýnið óviðjafnanlegt til austurs og vesturs. Um er að ræða skemmtilegt skipulag þar sem forstofa, borðstofa, stofa, eldhús og sólstofa eru á efri hæðinni ásamt bílskúr sem er innréttaður sem íbúð. Á neðri hæð er síðan stórt bað- herbergi, og a.m.k. 6 herbergi þar með talinn tvö herbergi í ósamþykktu rými. Húsið þarfnast einhverrar standsetningar. Verð 35,9 millj. Lindarberg - Hafnarf. Glæsilegt 206,4 fermetra parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, vel staðsett, fallegt útsýni, góð staðsetning í Hafnarfirði. Gólfefni eru náttúrusteinn og massíft merbau- parket. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Hellulagt bílaplan ásamt glæsilegum garði. Verð 27,9 millj. Þorláksgeisli Stórglæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum útsýnisstað rétt hjá golfvellinum. Húsið skilast í nú- verandi ástandi þ.e. fokhelt að innan og ómúrað að utan. Nánari uppl. á skrifstofunni. Grænlandsleið Glæsilegar efri og neðri sérhæðir til sölu á frábærum stað í Grafarholti. Húsin skilast fullbúin að utan, hraun- uð en ómáluð. Lóð verður grófjöfnuð. efri hæð er 111 fm en sú neðri 117,4 fm. Verð frá 17,4 millj. Höfum til sölu fjölda fasteigna á Spáni Upplýsingar á www.eignir.is eða á skrifstofunni Grænlandsleið Stórglæsileg raðhús á tveimur hæð- um, 215 fm að stærð auk 21 fm auk- arýmis á neðri hæð. Raðhúsin af- hendast fokheld að innan en fullbúin að utan, hraunuð, með hvítmáluðum gluggum og hurðum. Lóð er grófjöfn- uð. Húsin eru sérlega björt og bjóða upp á skemmtilega innanhússhönnun. Sjón er sögu ríkari. Verð 16,5 millj. KRISTJAN „Sjana“ Sigurðardótt- ir er hönnuður að mennt. Hún er dóttir Sigurðar Geirssonar arki- tekts, – hann stofnaði versl- unina Persíu ár- ið 1989 en lést 1997. „Ég hóf snemma störf við fyrirtæki föður míns og enn starfa ég af og til við Persíu við hönnun, en bróðir minn Sig- urður Sigurðsson er eigandi Per- síu nú. Smekkur föður míns hafði mikil áhrif á mig og mína hönnun. Það má því segja að hann hafi kynnt mig fyrir þeirri miklu menningu sem liggur að baki gerð austurlenskra teppa,“ segir Krist- jana. „Austurlensk teppi hafa verið hnýtt í aldanna rás og í kringum þau hefur skapast mikil hefð. Upphaflega voru teppi hnýtt til þess að gera heimili hirðingja hlý- legri en þeir ferðuðust mikið. Þau eru handhnýtt úr náttúrulega lit- aðri ull eða silki. Það kemur fyrir Hefðbundin austurlensk teppi á Íslandi Austurlensk teppi einkennast oft af sterkum litum og hefðbundnum munstrum. Kristjana Sigurðardóttir hefur um árabil unnið við inn- flutning austurlenskra teppa á Íslandi og hefur hún í gegnum starf sitt öðlast mikla þekkingu á þeim. Fyrir nokkrum árum var hún beðin um að sérhanna teppi fyrir íslenskan markað. Perla Torfadóttir ræddi við Kristjönu um hennar eigin hönnun og austurlensk teppi almennt. Kristjana, „Sjana“, Sigurðardóttir hönnuður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.