Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 C 47 Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Kristnibraut - 4ra herb. Vönduð og vel skipulögð, 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu í litlu fjölbýlis- húsi. Vandaðar innréttingar, mjög mikið og fallegt útsýni. Verð 17,8 millj. Álfaheiði - 4ra herb. Til sölu mjög góð 139 fm, 4ra herb. íbúð, með sérinngangi, á tveimur hæðum. Bílskúr með millilofti. Parket og flísar á gólfum. Mikið og gott útsýni. Verð 19,9 millj. 2ja-3ja herbergja Barðastaðir - 3ja herb. Mjög vönduð 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í lyftu- húsi. Stæði í bílageymslu. Þessi íbúð er öll hin vandaðasta. Laus eftir samkomulagi. Verð 15,4 millj. Fensalir - 2ja herb. Mjög stór og góð 100 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Beykiparket á allri íbúðinni og vandaðar mahóní-innréttingar. Baðherbergi með sturtu og baðkari. Stór timburverönd með skjólveggjum og miklu útsýni. Verð 14,3 millj. Ljósalind - 2ja herb. Góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Parket og flísar á gólfum, góðar innréttingar. Stór sólverönd með skjólveggjum. Verð 11,7 millj. Laugarnesvegur - 3ja herb. Mjög góð, ca 80 fm, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi á þessum góða stað. Nýleg og falleg eldhúsinnrétting, góð gólf- efni. Hús í mjög góðu ástandi. Verð 11,5 millj. Engjasel - 4ra herb. Góð 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt stæði í bíl- ageymslu. Barnvænt hverfi, fallegt útsýni, góðar innréttingar, flísalagt baðherbergi, sólríkar svalir. Laus fljótlega. Naustabryggja 12-18-20-22 - NÝTT Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“- íbúðir á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á bað- herbergi og í þvottahúsi verða flísar. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum. „Penthouse“-íbúðir verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja öllum íbúðunum. Að utan verða húsin álklædd. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppl. hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110. Nýjar og vandaðar, 2ja til 6 herbergja íbúðir. Íbúðirnar verða frá 81 fm upp í 147 fm með rúmgóðum suður- eða vestursvölum. Þær verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum inn- réttingum með möguleika á stæði í bílageymslu. Öllum íbúðum fylgir sérþvottahús. Að utan verður húsið álklætt. Afhending í maí 2004. Byggingaraðili er Byggingafé- lag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfest- ingar. Póstnr. 113. Kirkjustétt 15-21 - Grafarholti - NÝTT NÝTT Höfum hafið sölu á vönduðum og rúmgóðum 3ja og 4ra herb. íbúðum í 15 hæða álklæddu fjölbýlishúsi. Í húsinu verða 2 lyftur, sjónvarpsdyrasími, vand- aðar innréttingar og möguleiki á stæði í bílageymslu. Mjög fallegt útsýni. Góð staðsetning og stutt í alla verslun og þjónustu. Byggingaraðili er Bygginga- félag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönn- um Fjárfestingar. Póstnr. 201. Rjúpnasalir 14 - Glæsilegt álklætt lyftuhús Vantar eignir fyrir kaupendur – Mikil sala Seljendur hafi samband við sölumenn okkar Atvinnuhúsnæði - Til leigu Hlíðarsmári 11 Nýtt og fallegt húsnæði. Hentar vel fyrir skrifstofur, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150- 350 fm. Síðumúli 24-36 Nýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Stærðir frá 150- 300 fm með stórum gluggum, innréttað að óskum leigutaka. Mörkin 4 Mjög glæsilegt og fullinn- réttað ca 340 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð, sem hægt er að skipta niður í tvær einingar. Vegmúli 2 Fallegt og gott atvinnu- húsnæði á góðum stað. Stærðir frá 50- 300 fm. Askalind 2 Mjög glæsilegt 215 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði með innkeyrsluhurð. Fullbúið með tölvulögn- um og lýsingu. Stutt frá Smáralindinni. Borgartún 31 Nýtt skrifstofuhús- næði samtals 700 fm, skiptanlegt í minni einingar. Innréttað eftir þörfum leigutaka. Frábær staðsetning. Einbýli, parhús og raðhús Vesturholt - Hafnarf. Fallegt og einstakt 213,8 fm einbýlishús á þremur hæðum á frábærum stað. Fallegt útsýni, glæsilegar innréttingar, falleg gólfefni, stór innbyggður bílskúr og góðar geymslur. Brúnastaðir - einbýli Til sölu mjög gott og vandað, 191 fm, nýtt og mjög fallegt einbýlishús á einni hæð, ásamt stórum flísal. bílskúr. Parket og flís- ar á allri íbúðinni, fallegar innréttingar. Prestbakki - raðhús Gott palla- byggt raðhús með innbyggðum bílskúr. Mjög vel skipulagt hús, möguleiki á að hafa litla aukaíbúð með sérinngangi. Verð 21 millj. Dalatangi - einbýli Mjög stórt, 414 fm, vandað, tvílyft einbýlishús, með tvö- földum bílskúr. Húsið skiptist í stórar stof- ur, svefnherb., eldhús, bað o.fl. á efri hæð, en í kjallara er stúdíó-íbúð, eða 5 stór svefnherb. Einnig er vinnuaðstaða undir bílskúr. Gróinn garður með stórri verönd ásamt heitum potti. Verð 33,5 millj. Langamýri - einbýli Mjög gott, 210 fm einbýlishús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr. Fallegar innréttingar, flísar og parket á gólfum. Húsið mjög vel umgengið og í góðri umhirðu. Stór sólpall- ur og heitur pottur. Verð 28,9 millj. Starengi - raðhús Mjög fallegt hús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúr, 4 svefnherbergi, mjög vel frágengin suð- urgarður með stórri verönd. Húsið er fal- legt að utan sem innan. Sérhæðir Miðtún - sérhæð Til sölu við Mið- tún, góð íbúð með sérinngangi, hæð og ris samtals 123 fm. Stór stofa, hjónaherb. og eldhús á hæðinni og 3 herb. í risi. Íbúð- in er nýmáluð, gólfefni nýlegt, snyrtilegar innréttingar. Útgangur úr stofu út á sólpall og garð. Góð eign í rólegu hverfi. Verð 17,9 millj. 4ra-6 herbergja íbúðir Kristnibraut - lyftuhús Ný, 4ra herbergja íbúð ca 120 fm ásamt tilheyr- andi sameign. Vandaðar innréttingar og góður frágangur, til afhendingar í lok okt- óber 2003. Verð 15,8 millj. Vesturberg - 3ja herb. Vel skipulögð ca 78 fm, 3ja herb. íbúð á jarð- hæð, ásamt sérgeymslu. Nýlegar innrétt- ingar, flísar og parket á gólfum. Góð suð- vesturverönd. Atvinnuhúsnæði - Til sölu Vagnhöfði Vorum að fá til sölu 172 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð með inn- keyrsluhurð, allt í góðu ástandi. Til af- hendingar fljótlega. Verð 13,5 millj. að blanda af ull og silki er notuð í sama teppi, það gefur einstaklega fjölbreytilega áferð. Munstrið á teppunum er oft sótt í sjálfa nátt- úruna, og einnig sögu og menn- ingu hverrar þjóðar fyrir sig,“ seg- ir Kristjana ennfremur. Getur tekið allt að ár að fullgera teppi „Mislangan tíma tekur að full- gera teppi, það fer meðal annars eftir þéttleika þeirra. Hvert og eitt teppi getur tekið allt að þrjá mán- uði til eitt ár í vinnslu,“ heldur hún áfram. „Teppin eru mislitrík eftir því hvaðan þau eru. Það eru tískusveiflur í þessu líkt og öðru. Klassísk teppi eins og Qashgai og Hamadan frá Íran eru framleidd eftir ævafornri hefð, þau eru litrík og oft í skærum litum. Undanfarið hefur framleiðsla þess- ara teppa minnkað mjög mikið þar sem nú er eftirspurn eftir heldur fábrotnari teppum. Afgönsk og indversk teppi vinsæl Afgönsk Turkman-teppi höfðu aftur á móti „legið í dvala“ lengi en eftirspurn eftir þeim er að aukast mjög. Þau eru jarðlituð og fremur stílhrein. Afganar hafa einnig hafið á ný framleiðslu á Zigler-teppum. Þetta eru afar vönduð teppi og er ekkert til spar- að í grunnvinnu á þeim,“ segir Kristjana. „Ullin sem fer í þessi teppi er sérvalin, hún er af kindum hátt uppi í fjöllum Afganistan en þar eru miklar hita- og kuldabreyt- ingar. Ullin er handspunnin en það er afar sjaldgæft nú. Að lokum er ullin náttúrulega lituð. Litirnir eru ljósir og máðir. Við þetta líta tepp- in út fyrir að vera úr dýrasta silki en fá samt sem áður grófleika- áferð ullarinnar. Indversk teppi hafa haldið vinsældum sínum og eru afar eftirsótt í dag. Indverjar fylgja þeim tískustraumum sem eru við lýði hverju sinni og fram- leiða það sem markaðurinn biður um. Dæmi um þetta eru rýjamott- ur og einlit nútímahönnuð teppi,“ heldur hún áfram. „Indverjar hafa tekið upp á þeirri nýung að nota hnútaaðferð færustu handverks- manna frá Nepal, við þetta fá teppin betra útlit og endast mun lengur,“ segir Krisjana Hannaði teppi fyrir íslenskan markað Kristjana hannaði fyrir nokkr- um árum teppi sérstaklega fyrir íslenskan markað. „Það vildi þannig til að hingað komu menn frá verksmiðju sem framleiddi teppi. Þeir sáu hönnun eftir mig og leist vel á, svo þeir báðu mig að hanna fyrir sig teppi. Ég kynnti mér vel form og liti ís- lensks vefnaðar og hélt mig við það í minni hönnun. Teppið er stílhreint, ég hannaði það eftir geometrískum formum. Í því eru þrjár litasamsetningar,“ segir Kristjana. „Teppið var framleitt í Belgíu og fékk ég tækifæri til þess að fylgjast með ferlinu frá upphafi til enda. Teppið seldist upp á Íslandi og ég heyrði einnig að Spánverjar hefðu verið mjög hrifnir af því. Austurlensk teppi njóta sín vel á hvaða gólffleti sem er og mér finnst alveg dásamleg tilfinning að geta borað tánum ofan í mjúkt teppi á köldum vetrarkvöldum,“ segir Kristjana að lokum. Teppi í ljósum litum skapa góðan grunn fyrir húsgögn. Þetta teppi er dæmi um nútímalega hönnun í mildum jarðlitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.