Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.10.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Glerá 2 Einbýlishús á tveimur hæðum 226 fm. Í húsinu er rekið gistiheimili. Á efri hæð eru 5 herb. ásamt setustofu, eldhúsi og baði. Verð 15,0 millj. Nánari uppl. á skrifstofu. Víðilundur 2 Mjög vel staðsett stór 3ja herb. íbúð á 1. hæð, 101 fm. Parket á stofu, holi og eldhúsi, spraut- ulökkuð eldhúsinnrétting, mikið skápapláss. Íbúðin er LAUS. Verð 10,3 millj. FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins Fyrirlestur | Þórir Guðmundsson, upplýsinga- fulltrúi Rauða krossins, flytur fyrirlestur á Fé- lagsvísindatorgi í dag, miðvikudag. Hann nefnist Hjálparstarf á hættutímum og verður í Þing- vallastræti 23, stofu 14, og hefst kl. 16.30. Starf Rauða krossins á vígvell- inum byggist á því að stríðandi fylk- ingar virði mannúðarlög en á því verður oft misbrestur. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi fjallar Þórir m.a. um hvernig óöryggi, fjárskortur og virðingarleysi fyrir mannúðarlögum ógnar hjálparstarfi. Þórir Guðmundsson Efnið loforðið | Sjálfstæðisflokk- urinn í Norðausturkjördæmi skorar á ríkisstjórnina að standa við gefin loforð um gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og tryggja að byrjað verði á fram- kvæmdum eigi síðar en árið 2004. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi Kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins í Norðausturkjördæmi sem haldinn var á Akureyri um helgina. „Þessi samþykkt end- urspeglar óánægju manna og gremju með málalyktir í þessu jarð- gangamáli,“ sagði Gunnar Ragnars formaður kjördæmisráðs. „Það er enn þungt í mönnum vegna þessa.“ NÁTTÚRUVERNDARNEFND samþykkti á fundi sínum nýlega að beina því til framkvæmdaráðs að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorphirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur. Ingimar Eydal formað- ur náttúruverndarráðs sagði að hér á landi væri um að ræða nefskatt á hvert heimili og þá skipti fjölskyldu- stærð eða það magn sem hver íbúð lætur frá sér af sorpi ekki neinu máli. Hann sagði að víða á Norðurlöndum væri búið að þróa leiðir til þess að fólk borgaði sorphirðugjald í sam- ræmi við það magn sem það lætur frá sér. „Okkar hugmyndir ganga út á það að hægt verði að magntengja gjaldið og þá líklega miðað við rúmmál eða fjölda daga sem þarf að losa sorpið. Tilgangurinn er tvíþættur, annars vegar að fólk fái betri vitund um að það skipti máli hversu miklu sorpi það hendir frá sér, sem þá aftur get- ur hvatt fólk til að flokka sorpið bet- ur og fara þá sjálft með það á gáma- stöð. Og hins vegar þá að umbuna þeim sem ekki láta frá sér mikið sorp. Aðalkostnaðurinn við sorpið er hirðingin sjálf, auk þess sem það þarf að finna pláss fyrir sorpið og urða það, sem einnig kostar peninga. Eins og staðan er í dag er ekkert land til fyrir sorpurðun í Eyjafirði. Við erum að renna út á tíma uppi á Glerárdal en það vill enginn taka við sorpinu. Það er því fyrirsjáanlegt að kostn- aðurinn við sorpið mun aukast.“ Ingimar sagði að víða erlendis stæði fólki til boða að vera með minni sorpílát og borga þá lægra gjald. „Við erum að borga algjört lág- marksgjald fyrir sorphirðu og erum að borga með þessu með öðrum sköttum. Á Norðurlöndunum eru dæmi um að fólk hafi verið að borga allt að 100.000 krónur á ári í sorp- hirðugjald, miðað við dýrasta kost- inn. En þar getur gjaldið verið á bilinu 10.000-100.000 krónur á ári. Við getum hæglega lent í þessari að- stöðu hér. Ef við komust að þeirri niðurstöðu að hér í firðinum finnist ekki staður til að urða sorp og við förum í samlag með sveitarfélögum af stærra svæði á Norðurlandi og þurfum að fara flytja sorpið um lengri veg, verður þetta allt dýrara. Maður getur ekki endalaust grafið ruslið í garðinum hjá sér, það kemur einhvern tíma að því að maður verð- ur uppiskroppa með pláss og þá þarf að leita annarra leiða.“ Ingimar sagði að í dag væru gerð- ar mun strangari kröfur um með- höndlun sorps en áður fyrr og hefði umhverfi sorphauganna lagast mik- ið. „Menn eru að reyna gera eins vel og þeir geta í dag.“ Síðastliðið vor var hafin gjaldtaka fyrir móttöku úrgangs frá fyrirtækj- um á urðunarstað á Glerárdal en markmiðið með gjaldtökunni er m.a. að minnka það magn sem kemur til urðunar. Áætlaðar tekjur af gjald- tökunni á þessu ári eru 23 milljónir króna. Heimilin á Akureyri borguðu um 28 milljónir króna í sorphirðu- gjald á síðasta ári. Ingimar sagði að ekki hefði borið á mikilli óánægju með þessa gjaldtöku af fyrirtækjun- um en þau greiða eftir vigt. „Þetta hefur í raun gengið miklum mun bet- ur en nokkur þorði að vona.“ Morgunblaðið/Kristján Oft fjörugt Jóhann Emilsson, starfsmaður gámasvæðisins, t.h., tekur á móti sorpi frá Ara Jónssyni. Á gáma- svæðinu er sorpið flokkað og sagði Jóhann að oft væri þar mjög líflegt, sérstaklega seinni part dags og um helgar. Gámasvæðið er opið kl. 12.30–18.30 virka daga og kl. 10–16 um helgar. Gjald taki mið af magni sorps Sorphirðugjald 23 milljónir í ár    Mjög sýktur þorskur í trollið hjá Kleifaberginu þar sem skipið var að veiðum utan á Deildargrunni Fiskurinn lifandi en sýk- ingin kraumaði í holdinu sýktir þorskar komu þá upp í einu holi og voru þeir ekki fallegir á að líta, alsettir opnum sárum þar sem sýkingin hreinlega kraumaði í hold- inu og var með ólíkindum að þeir hefðu lifað með þessi sár,“ segir Björn Valur Gíslason, stýrimaður á Kleifabergi, í grein á heimasíðu sinni, www.bvg.is. Björn Valur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði sent myndir af hinum sýkta fiski til Haf- rannsóknastofnunar og þar verið vísað á rannsóknastofuna á Keldum. „Þetta þótti býsna athyglisvert, en ekki hægt að segja neitt um hvað SKIPVERJAR á Kleifabergi frá Ólafsfirði fengu á milli 20 og 30 mjög sýkta þorska í trollið nú á dögunum þar sem þeir voru að veiðum utan á Deildargrunni. „Stundum kemur það fyrir að einn og einn sýktur fiskur slæðist með í trollið. Þetta eru þá fiskar með ein- hvers konar kýli eða sýkingu sem annaðhvort sést utan á þeim eða kemur í ljós þegar fiskurinn er flak- aður. Það kemur þó afar sjaldan fyr- ir að margir slíkir komi í einu en það gerðist þó á dögunum hjá Kleifa- berginu þegar það var að veiðum ut- an á Deildargrunni. 20–30 mjög þarna er á ferðinni fyrr en búið er að rannsaka fiskinn,“ sagði Björn Val- ur. Skipverjar geymdu nokkra fiska og verða þeir sendir til rannsóknar syðra nú á næstu dögum. „Það er mjög sérstakt að sjá þetta, sá fiskur sem verst var farinn var bókstaflega étinn inn að dálki, en það furðulega var að þeir voru á lífi, þetta var bara spriklandi fiskur,“ sagði Björn Val- ur. Hann sagði að síðar hefðu fundist nokkrir ufsar og hlýrar sem einnig voru með ljót sár á sér þannig að þessi sýking einskorðaðist greini- lega ekki við þorskana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.