Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar PAJERO-KLÚBBURINN stóð fyrir haust- ferð í Landmannalaugar fyrsta vetrardag. Í flokknum voru alls liðlega 50 bílar og nærri 200 manns og sögðu Heklumenn það góða þátttöku. Enginn hefur séð eftir þeirri ferð því logn og blíða var allan daginn og landið skartaði sínum fegursta haustsvip. Áð var á nokkrum stöðum á leið í Land- mannalaugar, fyrst við Bitru, vegamót Skeiðavegar og Suðurlandsvegar, við Hjálparfoss og Stöng, Bjallavað við Tungnaá og Ljótapoll. Jarðvísindamaður- inn Ármann Höskuldsson fræddi leiðang- ursmenn um eldfjöll og jarðfræði og þegar í Laugar var komið buðu þrír fararstjórar Útivistar hópnum til skoðunarferða um Laugahraun eða Bláhnúk eftir kakóhress- ingu. Enn var sama blankalognið nema hvað nokkuð næddi um þá sem héldu á Bláhnúk þegar komið var upp. Reyndar luku ekki nema þrír þeim leiðangri, tíu lögðu af stað en smám saman heltust menn úr lestinni og tóku af afsaka sig með heimaverkefnum. Yfir 600 félagar í Pajero-klúbbnum Pajero-klúbburinn var stofnaður í febr- úar á þessu ári og eru kringum 600 eig- endur slíkra bíla skráðir í klúbbinn. Reynd- ar eru örfáir félagar án þess að eiga slíkan vagn en það er heimilt; nóg er að hafa áhuga á Pajero og kannski hafa á döfinni að eignast jeppa frá Mitsubishi enda af ýmsu að taka allt frá pallbílum og upp í lúxusjeppa. Eigendur jeppa frá Mitsubishi eru um hálft þriðja þúsund. Klúbburinn stóð fyrir Þórsmerkurferð snemmsumars og tók einnig þátt í jeppahópferð klúbbsins 4x4. Blaðamaður fékk til fararinnar svo til nýjan Pajero með 3,5 lítra og 202 hestafla bensínvél. Slíkur bíll líður hljóðlaust um slitlagsvegi sem grófar fjallaleiðir og fjöðr- unin og þægileg sætin fara mjúkum hönd- um um farþega sem bílstjóra. Haustblíða og logn í Land- mannalaugum Blíðuveður var allan daginn og nauðsynlegt að staðnæmast sem oftast og njóta þess. Hér hlýðir hópurinn á mál Ár- manns við Hjálparfoss. Sjá mátti jeppa af öllum stærðum og gerðum í ferðinni. Morgunblaðið/jt Það gat teygst úr lestinni enda liðlega 50 bílar á ferð. joto@mbl.is Ármann Höskuldsson jarðvísinda- maður fræddi þátttakendur um eld- virkni svæðanna sem farið var um. Einn áningarstaðurinn var við Ljótapoll þar sem sjá mátti í átt að Vatnajökli. HALLSTEINN Sigurðsson mynd- höggvari keypti árið 1973 tíu ára gamlan Willys-jeppa og eftir 30 ára akstur á bílnum seldi hann Willys- bílinn aftur sama manninum og hann keypti bílinn af þremur áratugum fyrr. Reyndar auglýsti Hallsteinn fyrst eftir varahlutum í bílinn en fyrri eigandi hafði þá samband og falaðist eftir bílnum. Eftir stutta umhugsun ákvað Hallsteinn að láta bílinn frá sér eftir langa samvist og góða þjónustu, enda var jeppinn farinn að brenna óhóflega miklu af olíu, að sögn Hall- steins. Hann segist hafa byrjað að byggja sér hús í Breiðholti tveimur árum eftir að hann keypti Willys-jeppann. „Ég flutti allt byggingarefnið í þetta hús mitt á kerru aftan í jeppanum, það var rétt stálgrindin og steypan í sökklana sem ég ekki flutti á bílnum, annað var flutt á honum. Síðan er ég myndhöggvari og allt mitt efni hef ég flutt á bílnum hingað á kerru og síðan myndir upp í holtið hjá Gufunesi. Hann er búinn að standa fyrir sínu, þessi skrjóður, og er nú orðinn fertug- ur. Aðalvandinn er að hann er farinn að brenna svo mikilli olíu og vissu- lega er ég líka fyrir í umferðinni. Það kemur að því að maður verður þreyttur á þessu og gefst upp. En ég hef sparað mér peninga og hef getað notað þá í staðinn til að kaupa mér efni til að smíða úr,“ sagði Hallsteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur nú eignast nýjan bíl í fyrsta skipti í 30 ár eða frá því hann keypti Willysinn 5. október 1973. „Willys-jeppinn var tíu ára gamall þegar ég keypti hann árið 1973 og nýi bíllinn, Nissan-pallbíll, er líka tíu ára en það voru ekki áform um að gera það endilega aftur. Það var svo mikið af þessum fjögurra dyra bílum með stuttan pall, en loks fann ég tveggja dyra bíl með lengri palli. Það er ágætt, þá þarf ég sjaldnar að hafa kerru,“ segir Hallsteinn. En skyldi honum ekki þykja sem hann væri að sjá á bak góðs vinar eftir þessi mörgu ár jeppa og manns? „Jú, vissulega. Síðan fór ég eitt kvöldið í Sigurjónssafn og hitti þar skólasystkini mín, og þau sögðu; Hallsteinn, þetta gerir þú ekki. Guð minn almáttugur, það verður ótrúlegt að sjá þig á nýjum japönskum bíl.“ Willys-jeppi fór á ný til fyrri eiganda eftir 30 ár í Breiðholtinu Morgunblaðið/Kristinn Hallsteinn og gamli Willys-jeppinn áður en hann fór til fyrri eiganda á ný. Jeppi og maður skilja eftir 30 ára sambúð MERCEDES Benz áformar nú að hefja sölu á lúxusjepplingi á næsta ári sem framleiddur verður undir heitinu R-týpa. Fyrirheit hafa verið gefin um að nýi bíllinn setji nýja staðla fyrir 4x4 jepplinga með stórkostlegri blöndu af nýrri tækni, aksturseiginleikum og innra rými. Bílnum er m.a. ætlað að keppa við Range Rover í Bretlandi og víðar og verður sannkallaður lúxus- jeppi. Ekki hafa ennþá borist nánari útlistanir á fjórhjóladrifi bílsins en búist er við að vél bílsins verði svipuð og nú þekkist í S-týpunni. Þar er um að ræða nýja 3,7 lítra V6 vél, en einnig verður í boði 5,0 lítra V8 auk tveggja öflugra dísilvéla. Sú stærri, sem verður 4,0 lítra V8 og skilar 252 hest- öflum, mun einnig verða sett í framtíðarútgáfu af E- og S-týpunum, auk hins nýja CLS Coupé. Líkt og í öllum bílum frá Mercedes Benz mun tæknin leika stærsta hlut- verkið í hönnun bílsins. Hátæknibúnaður eins og Keyless Go, Tailback Ass- ist – en það er búnaður sem virkar á bremsurnar þegar stigið er af bens- íngjöfinni í hægri umferð – og Distronic Cruise Control verður án efa í nýja Benz-jepplingnum. Hins vegar mun hönnun bílsins fylgja gamalkunnum stefjum í hönnun Mercedes-bíla með klassískum framenda. Hins vegar verður hægt að velja um glerþak í fullri lengd, það er framrúða sem nær frá vélarhlífinni og aftur í skottið, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Bíllinn verður gríðarlega rúmgóður með sjö sætum og myndir sem náðst hafa af tilraunabílum benda til þess að hann verði mun stærri en ML- týpan, sem verður jafnframt seld meðfram nýja bílnum. Nýr Mercedes R-lúxusjeppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.