Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 2003 B 7 bílar RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Pro-Clip VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Vanda›ar festingar fyrir öll tæki í alla bíla. Festingar sérsni›nar fyrir flinn bíl. Engin göt í mælabor›i›. w w w .d e si g n .is © 2 0 0 3 SNEMMA beygist krókurinn og ekki síður hjá ungum bíla- áhugamönnum en öðrum. Þessi ungi ökumaður kom við á frumsýn- ingu á nýjum Audi A3 um síðustu helgi í húsnæði Heklu við Lauga- veg. Snáðanum þótti þó öruggara að setjast undir stýrið á örlítið minni bíl en hinum glæsilega Audi A3, sem gestir á frumsýningunni skoðuðu af athygli. Þessi nýi bíll er talsvert breyttur og endurbættur og er nú fáanlegur í þriggja dyra útgáfu en verður síðan fáanlegur fimm dyra á næsta ári, en bíllinn þykir vel smíðaður og vandaður. Snemma beygist krókurinn Ljósmynd/Teitur Jónasson DÓMNEFND sem velur fólksbíl ársins annars vegar og jeppa ársins hins vegar í Bandaríkjunum hefur nú gefið út lista með þeim kandídöt- um sem til greina koma við valið. Til greina í val á fólksbíl ársins 2004 í Bandaríkjunum koma Acura TSX, Acura TL, Audi A8L, BMW 5 serían, Cadillac XLR, Chevrolet Malibu, Chrysler Crossfire, Chrysler Paci- fica, Jaguar XJ8/XJR, Mazda RX-8, Nissan Maxima, Nissan Quest, Pontiac GTO, Toyota Prius, Toyota Scion xB, Toyota Sienna og Volkswagen Phaeton. Þeir 13 jeppar sem tilnefndir eru sem jeppi ársins 2004 í Bandaríkj- unum eru BMW X3, Cadillac SRX, Chevrolet Colorado, Chevrolet SSR, Dodge Durango, Ford F-150, GMC Canyon, Infiniti FX35/45, Lexus RX 330, Nissan Pathfinder Armada, Nissan Titan, Porsche Cayenne S/ Cayenne Turbo og Volkswagen Touareg. Dómnefndin mun í byrjun desem- ber velja þrjá bíla í hvorum flokki sem keppa munu um tilnefninguna. Nefndin er skipuð 50 blaðamönnum í Norður-Ameríku sem eru sérhæfðir í skrifum um bíla og bílaiðnaðinn, en þessi viðurkenning á bíl og jeppa ársins hefur farið fram árlega síðan 1994. Tilnefningar í bíl ársins í Ameríku NÝTT tölublað FÍB-blaðsins er komið út en meðal efnis í blaðinu er frásögn af athugun sem FÍB lét gera á viðgerðum tjónabílum í eigu félagsmanna, greint er frá ítarlegri árlegri könnun á eiginleikum vetr- ardekkja og frá könnun sem gerð var meðal eigenda nýlegra bíla á því hvernig þeim fellur við bílinn og við- mót og þjónusta viðkomandi bílaum- boðs. Þessi síðastnefnda könnun var gerð í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku samtímis og eru niður- stöður mjög forvitnilegar. Af öðru efni í blaðinu má nefna ferðaþátt sem að þessu sinni er um San Francisco og Norður-Kaliforn- íu, sagt er frá Frankfurt bílasýning- unni og austur-þýska plastbílnum Trabant sem nú er að fara í fram- leiðslu á nýjan leik, í Suður-Afríku að þessu sinni. Í blaðinu er auk þess sagt frá nið- urstöðum hagfræðinga á því hvort sé hagstæðara að taka bílalán og kaupa bíl, eða að taka bíl á rekstr- arleigu. Nýtt hefti FÍB-blaðs- ins komið út Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.