Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 30.10.2003, Side 1
30. október 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Útflutningur á ferskum fiskflökum með flugi, merkingar á fiski og eldis- þorskur frá Grundarfirði til Grimsby Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu ÚTFLUTNINGUR Skota á laxi til Banda- ríkjanna hefur aukizt töluvert á síðustu mán- uðum. Þeir gera þó ekki ráð fyrir langtíma landvinningum á markaðnum vestan hafs. Framkvæmdastjóri samtaka skozku fram- leiðendanna, Scottish Quality Salmon, Brian Simpson, segir í samtali við fréttavefinn IntraFish, að salan til Bandaríkjanna hafi gengið vel, en rétt sé að ganga hægt um gleð- innar dyr, því markaðurinn geti breytzt mjög snögglega og bendir á að gengi gjaldmiðla geti ráðið úrslit- um. Einnig hafi Chilemenn átt í erfiðleikum með gæði og afhendingar og það hafi komið Skotum til góða. „Við ættum ekkert að vera að blekkja okk- ur. Chilemenn munu endurheimta forystu sína á þessum markaði, því hann er þeim svo gríðarlega mikilvægur. Ég veit ekki betur en skozkir út- flytjendur séu að hagnast af sölu sinni vestur um haf eins og er. Þeir eru engu að síður að horfa í kringum sig því hlutirnir eru fljótir að breytast,“ segir Simp- son. Vegna þess hugsa skozku framleiðendurnir fyrst og fremst um að víkka út markaði sína í Evrópu, en útiloka ekki markaðssókn í Bandaríkjunum og Austurlöndum fjær. Simpson segir ennfremur að ítök norskra framleiðenda í skozka laxeldinu hjálpi því að sækja inn á aðra markaði eins og Japan. Eftir því sem alþjóðavæðingin aukist í laxeldinu aukizt aðgangur fleiri framleiðenda að hinu alþjóðlega söluneti sem Norðmenn hafi byggt upp. Því sé það nú orðinn raunhæfur kostur fyrir skozka framleiðendur að leita með fram- leiðslu sína til Japans. Skotar selja lax til Bandaríkjanna VILJIR þú fá gott verð fyrir fiskinn þinn á Spáni eða í Frakk- landi skaltu fyrir alla muni ekki segja að hann sé norskur. Þetta er ráðlegging Carls Johans Pett- ersen, sem undanfarin tíu ár hefur verið að selja saltfisk frá norska framleiðandanum West Fish til þessara landa. Hann ætlar í fram- tíðinni ekki að nota norsku merk- inguna, heldur selja fiskinn sem merkjavöru án þess að flagga norska upprunanum. Ekkert stenzt Norðmenn hafa slæmt orð á sér á saltfiskmörkuðum þessara landa og er skýringin sú að kaupendur fá sjaldnast það sem þeim hafði verið lofað, hvorki gæðin, stærðin og magnið stenzt. Þar fyrir utan passar vertíðin í Noregi illa við helztu neyzlutímabilin, en þegar föstunni er lokið og það dregur úr fiskátinu, hefst vertíðin í Noregi. „Kaupendur á þessum slóðum borga glaðir 135 krónum meira fyrir fiskinn frá Færeyjum en fisk- inn frá mér,“ segir Pettersen í samtali við norska sjávarútvegs- blaðið Fiskaren. „Þess vegna reyn- um við hjá West Fish að vinna fiskinn á sama hátt og Færeying- arnir gera. Draumur minn er að komast í samvinnu við 5 til 7 fram- leiðendur í Noregi þar sem við myndum selja fiskinn undir sam- eiginlegu merki og tryggja gæðin og bæta afhendinguna.“ Ekki nógu stór Pettersen segir að reynslan sýni að það sé ekki hægt að þjóna þeim mörkuðum, sem hæsta verðið borgi, með fiski frá Noregi, alla vega ekki fyrr en eldisþorskurinn komi til sögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hafa verið með ágætis fisk, gangi dæmið ekki upp, meðal annars vegna þess að fisk- urinn sé ekki nógu stór. Á vissum tímabilum sé þó hægt að fá fisk frá Lofóten og Vesteraalen, sem geti keppt við íslenzka og fær- eyska fiskinn í lit og þykkt, en staðreyndin sé einfaldlega sú, að það sé ókostur að vera norskur í saltfisksölunni. Nú séu það aðrir framleiðendur sem þjóni þessum mörkuðum og fái bezta verðið fyr- ir fiskinn, en það leiði til verri samkeppnisstöðu norskra fram- leiðenda, sem eigi mjög erfitt með að ná endum saman í rekstrinum vegna hás hráefnisverðs. Það þurfi samvinnu og markaðs- hugsun frá veiðum til sölu. Sjó- mennirnir verði að koma með úr- vals fisk að landi og þeir verði að vita hvað það er sem markaðurinn vill frá. Það þurfi fiskverkafólkið líka að vita. Þá sé nauðsynlegt að vera í föstum viðskiptum við kaup- endur og kappkosta að uppfylla óskir þeirra. Þeir sem vinni þann- ig muni verða ofan á, hinir sitji eftir. Ókostur að vera norskur ENN hafa ekki verið gerðir samningar um sölu á saltsíld á yf- irstandandi vertíð og hefur lang- stærsti hluti þeirrar síldar sem unn- inn er til manneldis verið frystur. Útlit er fyrir umtalsverða lækkun á síldarafurðum á vertíðinni, einkum vegna lágs verðs á norskri síld. Síld- arsöltun hefur þó verið hafin hjá framleiðendum á Djúpavogi og Fá- skrúðsfirði. Teitur Gylfason, sölustjóri upp- sjávarafurða hjá SÍF, segir stöðuna á saltsíldarmörkuðum afar við- kvæma um þessar mundir. Ekki hafi enn verið gerðir neinir umtalsverðir samningar um sölu á saltsíld, enda hafi verðhugmyndir kaupenda lækk- að verulega frá því í fyrra. „Við eig- um í viðræðum við saltsíldarkaup- endur í Skandinavíu. Þeir hafa fengið mjög ódýra saltsíld frá Nor- egi í haust, enda hafa Norðmenn lækkað lágmarks hráefnisverð á síld til manneldis því staða framleiðenda þar var orðin mjög slæm. Verðið var því lækkað til að framleiðendur gætu aukið framlegð í vinnslunni. En svo virðist sem framleiðendurnir hafi nýtt lægra hráefnisverð til að lækka afurðaverðið út á markaðinn. Vinnslan getur því varla haft meira út úr framleiðslunni nú en þegar hráefnisverðið var hærra.“ Teitur segir að verð á frosinni síld hafi einnig lækkað nokkuð frá því í fyrra og ekki bæti út skák að er- lendir gjaldmiðlar séu veikari gagn- vart íslensku krónunni. Auk þess sé sú síld sem nú veiðist fremur smá. „Það hefur engu að síður verið góð sala á frosinni síld en verðið hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir,“ segir Teitur. Stemmning á Fáskrúðsfirði Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðir sölusamningar um teljandi magn af saltsíld á vertíðinni, hefur verið sölt- uð síld á bæði Djúpavogi og Fá- skrúðsfirði síðustu vikur. Að sögn Gísla Jónatanssonar, framkvæmda- stjóra Loðnuvinnslunnar á Fá- skrúðsfirði, er nú þegar búið að salta um 10 þúsund tunnur af síld, þar af um 7 þúsund tunnur af flök- um. Þá sé einnig verið að flaka og frysta síld hjá fyrirtækinu, enda bú- ið að taka á móti nærri 6 þúsund tonnum á vertíðinni. „Við viljum helst bæði frysta síldina og salta til að halda okkur inni á mörkuðunum, jafnvel þó verðið hafi lækkað. Hér hefur svo sannarlega ríkt síldar- stemmning og allir sem vettlingi geta valdið komið og unnið í síldinni. Reyndar vantar okkur fólk í vinnsl- una og höfum þurft að kalla til skólafólk í vinnu um helgar,“ segir Gísli. Prýðisveiði er enn á síldarmiðun- um fyrir austan land og landa skipin nánast daglega afla til vinnslu. Sam- kvæmt upplýsingum Samtaka fisk- vinnslustöðva hafa nú borist tæp 30 þúsund tonn af síld á land á vertíð- inni og hefur nærri helmingur aflans farið til manneldisvinnslu. Enn ósamið um sölu á saltsíld Útlit fyrir verðlækkun vegna ódýrrar síldar frá Noregi Morgunblaðið/Sigurður Mar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.