Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                                !" #$%& '!  ( $     &* #+, (                                                               !   "       STJÖRNU-ODDI hf. hefur hafið framleiðslu og markaðssetningu á rafeindamerkjum til merkinga á fiski sem búin eru GPS-staðsetning- arbúnaði. Unnið hefur verið að þró- un rafeindamerkja hjá Stjörnu-Odda í nærri fjögur ár og segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda, merkin hafi nú þegar verið seld til 27 landa víðs vegar um heiminn. GPS-merkin eru þróuð í samstarfi við norska fyrirtækið Simrad og hafa þau nú nýverið verið sett á markað. Staðsetningarbúnaðurinn til merk- inga á fiski virkar þannig að fiskur er merktur með merkjum Stjörnu- Odda, merki sem geta tekið á móti hljóðbylgjum sem sónarbúnaður frá Simrad sendir frá sér. Með því að móta útsend sónarmerki með GPS- staðsetningu, tekur merkið á fiskin- um á móti staðsetningu skipsins og skýrir það sem staðsetningu fisks- ins. Merkin skrá einnig dýpi og hita- stig sjávar sem fiskurinn fer um. Dregur a.m.k. 4 kílómetra Sigmar segir að farið hafi fram um- fangsmiklar prófanir á búnaðinum áður en markaðssetning hans hófst. Markaðssetningin sé mjög öflug enda njóti fyrirtækið þar samstarfs- ins við Simrad og öflugs sölunets Norðmannanna um allan heim. „Merkið var meðal annars prófað í Oslóarfirði í Noregi og þar var það að taka á móti sónarsendingu frá skipi í fjögurra kílómetra fjarlægð. Sennilega tekur merkið við sendingu í talsvert meiri fjarlægð, því aðstæð- ur í lokuðum fjörðum eru ekki eins góðar og út á opnu hafi. Norska haf- rannsóknastofnunin mun gera próf- anir með merkið úti á rúmsjó í lok þessa árs.“ Sigmar segir mikla vinnu liggja í að gera merkið eins lítið og mögulegt er, án þess að draga úr getu þess. Þannig sé merkið aðeins 15 milli- metrar í þvermál og 46 millimetra langt og því geti meðalstór fiskur auðveldlega borið það. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð frá rann- sóknahópum og stofnunum víða um heim og það er ljóst að notkunar- möguleikanir liggja á ýmsum svið- um,“ segir Sigmar. Hafrannsóknastofnunin hefur nokkuð komið að þróun rafeinda- merkjanna og segir Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur á Hafrann- sóknastofnuninni, að með þeim opn- ist möguleikar á að fá betri og ít- arlegri upplýsingar um göngur og útbreiðslu fisks. „Þannig væri til dæmis hægt að merkja þorsk á hrygningarstöðvum fyrir sunnan land og fylgjast síðan með því hversu hratt hann gengur norður eða austur fyrir landið, hvar hann heldur sig á helsta fæðutímanum og hvernig hann gengur síðan til baka á hrygn- ingarstöðvarnar. Merkin gætu líka gefið upplýsingar um atferli fisksins, svo sem hvar hann heldur sig í sjón- um, hvort að hann er uppi í sjó eða niðri við botn. Eins mætti þá lesa úr þessum upplýsingum mismunandi vaxtarhraða eftir fæðustöðvum svo dæmi séu tekin.“ Ólafur segir að sá böggull fylgi þó skammrifi að þessi merki séu mjög dýr og kosti um 50 þúsund krónur stykkið. „Fyrri gerð rafeindamerkja kostar um 20 þúsund krónur og merki af hefðbundinni gerð aðeins um 50 krónur. Tækniþróunin kostar því sitt. Þar að auki er ekki nóg að merkja fiskinn, heldur verður að sjá til þess að „fóðra“ merkin með stað- setningum. Á þessu stigi verður það helst gert með rannsóknaskipum sem senda út staðsetningar sem merkið nemur og geymir þar til fisk- urinn endurheimtist. Rannsókna- leiðangrar kosta einnig mikið fé. Verkefni sem nýtir þessa gerð merkja myndi því kosta tugi milljóna króna,“ segir Ólafur. GPS-merki fær góðar viðtökur Stjörnu-Oddi kynnir nýtt rafeinda- merki í samstarfi við Simrad Mikil áhersla er lögð á stærð, eða öllu heldur smæð, rafeindamerkj- anna. GPS-rafeindamerkið er neðst þeirra merkja sem sjást á mynd- inni. A LLT frá því að útflutningur á ferskum fiskflökum hófst hér á landi í lok 8. áratugarins hefur hann aukist nánast stöðugt frá ári til árs. Og ekki að ósekju, á okkar helstu mörkuðum fyrir sjáv- arafurðir fer áhugi á kældum vörum inn á smásölumarkaðinn vaxandi, eink- um í Evrópu. Þá hefur Ísland í raun færst nær mikilvægustu mörkuðum með aukinni tíðni flugferða með fersk fiskflök á undanförnum ár- um. Tros ehf. í Sandgerði er eitt stærsta sölu- og markaðsfyrirtæki landsins á sviði ferskfisks, annast sölu á nálægt fjórðungi allra ferskra flaka sem flutt eru út frá landinu. Tros var stofnað árið 1977 af Loga Þormóðs- syni sem kalla má einn af frumkvöðlum í út- flutningi á ferskum fiski hér á landi. Fyrst í stað flutti Tros einkum út ferskan fisk í flugi til Bandaríkjanna en á síðari árum hefur útflutn- ingur til Evrópu aukist jafnt og þétt, bæði á meginlandinu og í Bretlandi. Tros flutti til að byrja með einkum út fisk úr eigin vinnslu en árið 1997 keyptu Íslenskar sjávarafurðir 80% hlut í fyrirtækinu og við það jókst mjög umboðssala fyrirtækisins. Í kjölfar sameiningar ÍS og SÍF komst Tros alfarið í eigu SÍF og er í dag í raun ferskfiskdeild SÍF- samstæðunnar. Umboðssala Tross hefur þann- ig aukist jafnt og þétt á síðustu árum og í dag nemur útflutningur úr eigin vinnslu aðeins um fjórðungi af heildarútflutningi fyrirtækisins. Á sama tíma hefur velta fyrirtækisins aukist verulega, hefur reyndar fjórfaldast á síðustu 5 árum. Veltan á síðasta ári var um 2,1 milljarður króna en þá flutti Tros út rúmlega 3.000 tonn af fiski sem var töluverð aukning frá fyrra ári. Tros er eitt fárra fyrirtækja á landinu sem sérhæfir sig í vinnslu á ýsuflökum. Alls vinna um 20 manns hjá Trosi en hjá vinnslunni eru að jafnaði unnin um 10 tonn af fiski á dag, í vinnslu þess í Sandgerði allt árið um kring. Tros flytur auk þess út ferskan fisk frá vel á þriðja tug framleiðenda, meðal þeirra eru mörg af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Kaupendur ferskra fiskflaka frá Íslandi eru einkum stórir dreifingaraðilar sem dreifa vör- unni inn í verslunarkeðjur beggja vegna Atl- antshafsins, keðjur á borð við Ahold og Shaws í Bandaríkjunum, Sainsburys, Marks og Spenc- er og Tesco í Bretlandi og Auchan og Carrefour tonn fyrir um 4,2 milljar útflutningurinn tæp 12 mætið um 6 milljarðar. flutt út af ferskum flöku alls 13.561 tonn og ekke útflutningnum á þessu á ársins voru flutt út 9.26 um á erlenda markaði 5.413 milljónir króna. Þ magni talið frá sama tím mætin hafa hinsvegar d an. Hafa ber í huga a jafnan sá tími sem hv ferskum fiski og hefur Níelsar verið óvenju g Það stefnir því í að útf verði meiri á þessu ári e Athygli vekur að útf hlutfallslega meira til E Þannig fóru um 38% fer Bretlands á fyrstu 8 má 21% til Bandaríkjanna. 2000 fóru um 35% ferskr rúm 30% til Bandaríkja ingur til Þýskalands og talsvert á allra síðustu hygli að á síðasta ári flökum til Belgíu og he nokkuð á síðustu árum. Hérlendis hefur m undanfarið verið í útfl hnakka og segir Níels virðist vera þyngri nú um meira tengdur framb heimamiðum. Hann segir að vöxtu hérlendis endurspegli b irspurn kaupenda erlen irspurn sprettur væntan á meginlandi Evrópu. Auk þess fer hluti fersk- fisksins í dreifingu til veitingahúsa og mötu- neyta. Kvótakerfið er styrkur Ferskfiskvinnsla er stöðugt kapphlaup við tím- ann, stuttur tími frá veiðum til vinnslu og út- flutnings þýðir einfaldlega meiri ferskleika, meiri gæði og hærra verð. Hraði einkennir því ferskfiskútflutninginn, það líða oft varla meira en tveir sólarhringar frá því að fiskur er dreg- inn úr sjó á Íslandsmiðum þar til að hann er kominn í hillur verslanakeðja út í heimi. Níels Rafn Guðmundsson er framkvæmdastjóri Tross. Hann viðurkennir að stundum taki á taugarnar þegar mikið liggi við en það geri þetta starfsumhverfi jafnframt lifandi og skemmtilegt. „Það getur oft gengið mikið á þegar tíðin er slæm og sjósókn stopul, enda fær ferskfiskvinnslan mikið hráefni af smábátum. Þá fara kaupendur stundum að ókyrrast og það bitnar vitanlega á okkur. En þó að hér á landi sé umhleypingasamt og allra veðra von allan ársins hring, höfum við búið þannig um hnút- ana að framleiðendum, einkum þeim stærri, er gert kleift að dreifa veiðunum á allt árið og halda uppi stöðugri vinnslu. Þannig getum við tryggt meiri stöðugleika í framboði en sam- keppnisaðilarnir og það kunna kaupendur að meta. Norðmenn veiða til að mynda stærsta hluta kvótans á örfáum mánuðum en síðan dett- ur framboðið niður. Að því leyti er íslenska fisk- veiðistjórnunarkerfið styrkur fyrir ferskfisk- vinnsluna.“ Sífellt meira til Evrópu Útflutningstölur sýna svo ekki verður um villst að spurn eftir ferskum flökum frá Íslandi hefur aukist. Árið 1998 voru flutt héðan út um 9.522 Alls vinna um 20 manns í fiskvinnslu Tross í Sandgerði sem sérhæfir sig í vinnslu á ferskum ýsuflökum. Allur fiskur sem unninn er í vinnslu Tross er flakaður í höndunum, að k Tros starfa nú sex handflakarar sem láta sig ekki muna um að flaka 10 t Styrkurinn stöð Tros ehf. í Sandgerði hefur dafnað vel á undanförnum árum, Margir eru þeirrar skoðunar að vaxtar- broddur íslenskrar fisk- vinnslu liggi í útflutn- ingi á ferskum flökum. Helgi Mar Árnason heim- sótti Tros ehf. í Sand- gerði og ræddi málin við framkvæmdastjórann, Níels Rafn Guðmunds- son. VERÐ á eldislaxi í Bandaríkj- unum hefur fallið í haust og er nú með því lægsta sem verið hefur á þessu ári. Skýringin er meðal ann- ars verkfall í smásölu í Kaliforníu, litlar birgðir og lítil eftirspurn. Þriggja til fjögurra kílóa lax frá austurströnd Norður-Ameríku er að seljast á ríflega 212 krónur kílóið og hefur lækkað um fjórar krónur frá því í síðustu viku. Verðið á þessari stærð af Atlants- hafslaxi fór hæst í mars í 340 krónur kílóið. Skýringin er eins og áður sagði lítið framboð vegna mikilla kulda síðasta vetur við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada og mikill þörungablómi á sömu slóðum í sumar. Verð á laxa- flökum frá Chile hefur einnig lækkað og er það um þessar mundir tæpar 390 krónur á kílóið. Svo lágt hefur verðið á flökunum ekki farið síðan í nóvember á síð- asta ári. Hæst fór verðið á þessu ári í um 460 krónur. Lágt verð á laxinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.