Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 4
 #  #$ # %  #  #$ %  #  #$ %     #  #$ %  &'() *&(+ ,-'(. &&(& +-(* ,&*(/ .(+ ,.(* &&*() -(* -/() .+()                    0 "1 21   3     3      3     ,*) ,+) ,,) ,)) &.) &*) &+) &,) &)) &*) &+) &,) &)) .) *) +) ,) ) &*) &+) &,) &)) .) *) +) ,) ) +)) -') -)) ,') ,)) &') &)) ') ) *$ (  - #$,*$ (  .$ $/-&#$#$  &$ ( #4 #4 #4                                                      %,5-(* 11  1      ,5# 36#   ,&, #4 ( &,' #4  ,*/ #4 1 #  78       !  %&.5(&  1   9 +-# #1&')(+ 1   &*, #4  ,)(+ 1   *- #4    -  -  -    0$   ,.* ,,& &-) &*/ &,- .+ ,-+ &., /& ATHYGLISVERÐ umræða um fiskveiðistjórnun á sér nústað á Nýfundnalandi. Þar eru kosningar framundan ogfiskveiðistjórnunin meðal þess sem rætt er um. Nýfund-lendingar urðu fyrir miklu áfalli fyrir rúmum áratug, þeg- ar þorskstofninn við landið hrundi og hefur hann enn ekki náð sér á strik, þrátt fyrir veiðibann síðan þá. Það er því ekki úr vegi að glugga hér í grein eftir Jeffrey Simpson í blaðinu Globe and Mail: Með kreppunni gafst tækifæri. Tækifærið var því miður ekki nýtt. En það er samt ekki of seint að endurskoða hvernig stjórna eigi sjávarútveginum á Nýfundna- landi og annars staðar í Kanada. Þegar þorskveiðibannið skók Ný- fundnaland 1992 svipti það tugi þús- unda manna vinnunni og ákveðnir lífshættir liðu undir lok. Alrík- isstjórnin eyddi nærri 2 milljörðum kanadískra dollara, um 116 millj- örðum íslenzkra króna, til að draga úr sársaukanum, en nýtti ekki tækifærið til grundvallarbreytinga í fiskveiðistjórnun. Sjávar- útvegurinn lifir enn og nú á skelfiski, sem í raun skilar meiri tekjum en útvegurinn gerði fyrir bannið. Engu að síður eru sömu gömlu vandamálin enn við lýði. Vertíð- arbundin vinna, pólitískar deilur um aflaúthlutanir, veruleg hætta á ofveiði, sjávarútvegur sem er að hluta til rekinn með arðsemi að leiðarljósi og hluta til sem félagsmálastefna. Sama vandamálið hrjáir nánast allar veiðar í sjó við Kanada. Nú vilja Nýfundlend- ingar að alríkisstjórnin sjái um fiskveiðistjórnun með sér, en það er ekki mergurinn málsins. Vandinn snýst um það að fyrir kyn- slóð fram af kynslóð hafa auðlindir hafsins verið sameiginleg eign, í raun eign stjórnvalda og sótt í þær af einstaklingum og fyrir- tækjum. Afleiðingin hefur verið atvinnuvegur sem stýrzt hefur fremur af pólitík en viðskiptalegum sjónarmiðum. Þannig var sjávarútveginum stjórnað á Íslandi og Nýja- Sjálandi, eylöndunum tveimur. Þessar þjóðir voru flæktar í sömu vandamálum og tröllríða kanadíska útveginum. Svo báðar þjóð- irnar söðluðu um snemma á níunda áratugnum. Kerfið sem byggðist upp á framseljanlegum aflaheimildum hvarf þá frá því að vera sameign til þess að vera í raun til ráðstöfunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þeir geta átt aflahlutdeild og þeir geta selt hana. Sjávarútvegurinn er fjöregg íslenzku þjóðarinnar. Hann skilar nærri helmingi þjóðartekna beint eða óbeint. Ef kvótakerfið sem Íslendingar tóku upp að fullu árið 1990 hefði ekki virkað, hefðu þeir verið fljótir að kasta því fyrir róða. Þess í stað blómstrar sjávarútvegurinn … Auðvitað urðu harðvítugar pólitískar deilur, þegar kvótakerfið var tekið upp, en svæðisbundnar lokanir, fiskistofnar í hættu og dugleysi eins og markað hefur kanadíska sjávarútveginn neyddu Íslendinga loks til að snúa við blaðinu. Hugmyndir um fiskveiðistjórnun með framseljanlegum afla- heimildum eru ekki alveg ókunnar Kanadamönnum. Slíkt kerfi er notað við hörpuskelveiðar suðvestur af Nova Scotia. Kvótakerfið hefur annars staðar á sér slæmt orð, en vegna rótgróins fylgis við goðsögnina um frjálsan aðgang þorir enginn stjórnmálamaður að mæla kvótanum bót. Nú standa fyrir dyrum fylkiskosningar á Nýfundnalandi og loforð stjórnmálaflokkanna eru meira og minna þau sömu, að hlutur fylkjanna í fiskveiðistjórnun verði aukinn. Vandamálið snýst hins vegar ekki um það hvaða stjórnvald ræður ferðinni, heldur hvaða leið er farin. Framsýnn og hugrakkur stjórnmálaleiðtogi myndi reisa sér minnisvarða með því að segja að kvótakerfið væri stjórnskipulag framtíðarinnar. Hann myndi hafa frumkvæði að víðtækum al- mennum umræðum um hugmyndina, sem næði til allra þátta sjáv- arútvegsins, myndi senda fólk til Íslands til að kynna sér hvernig staðið er að verki og móta stefnu stjórnvalda til breyttrar fisk- veiðistjórnunar. Slíkur stjórnmálamaður yrði umsvifalaust settur í gapastokk- inn og þessa vegna verður ekkert úr neinu. En færi svo yrðu kom- andi kynslóðir þakklátar og eins og á Íslandi yrði þá ekki snúið til baka. Vissulega athyglisverð umræða. Það má af henni ráða að grein- arhöfundur og fylgjendur hans telji að betur hefði farið, hefði póli- tíkin ekki ráðið ferðinni við fiskveiðistjórnunina. Það er ljóst að síðustu árin fyrir hrun þorskstofnsins var leyfð miklu meiri veiði en ráðlegt var, hvort sem um er að kenna röngu mati fiskifræð- inga á stofnstærð eða pólitískum ákvörðunum um of mikinn heild- arafla. Þá skiptu stjórnlausar veiðar Portúgala á „Halanum“ og „Nefinu“ á Mikla banka gífurlegu máli. Það er að sjálfsögðu ólík- legt að kvótakerfi hefði breytt einhverju þá, en er hugsanlegt að það gæti flýtt fyrir uppbyggingunni?Um það skal ekkert fullyrt hér en mikil pólitísk afskipti og byggðasjónarmið fara illa saman við kröfur um arðsemi sjávarútvegsins. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Vertíðarbundin vinna, pólitík og hætta á ofveiði Atvinnuvegur sem stýrzt hefur fremur af pólitík en við- skiptalegum sjón- armiðum. hjgi@mbl.is ÞAÐ er hætt við því að fiskkaup- endur í Grimsby reki upp stór augu á mánudagsmorguninn þegar upp- boðið hefst á markaðnum þar. Þar verður nefnilega boðið upp um eitt og hálft tonn af eldisþorski frá Grundarfirði, en mest af þorskinum er ríflega 10 kíló óslægður. Bara hundrað fiskar í tonninu. Það er lík- lega fátítt að svo stór þorskur sjáist á brezka markaðnum, alla vega veiðist hann ekki í Norðursjó leng- ur. Þessi þorskur er úr fyrstu slátr- un hjá Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði, en þorskinum var safnað í kvíar inni á firðinum seinnipart vetrar og síðastliðið sum- ar. Notaðar voru leiðigildrur, fengnar frá Kanada, til að veiða fiskinn og segir Runólfur Guð- mundsson, þorskeldismaður, að það hafi verið lyginni líkast hve vel gekk að veiða fiskinn. Með þessu móti er fiskurinn nánast leiddur inn í kvíarnar þar sem hann er alinn og verða afföll við veiðarnar því lítil sem engin. „Við ætluðum að slátra meiru á þriðjudaginn, en það gerði á okkur vitlaust veður svo við urðum að hætta. Að þessu sinni sendum við fiskinn slægðan og ísaðan utan í 90 lítra frauðplastkössum, sem fara í gámi til Grimsby. Það verður gam- an að sjá á hvaða verði hann fer, en við byrjum á þessari leið og sjáum svo hvort við náum að komast inn á markaðina í Skandinavíu, sem borga hátt verð fyrir þorskinn, sem er vinsælasta „jólasteikin“ hjá þeim Svíum, segir Runólfur. Hann segir að fiskurinn hafi ver- ið vel haldinn. 66% hans hafi verið ríflega 10 kíló að þyngd slægður, 32% 6,8 kíló og 1,5% 4,6 kíló. Þetta þýði hins vegar ekki að allur fisk- urinn sé svona stór, því þeir hafi notað sérstakan flokkara frá Hjalt- landi til að flokka smærri fiskinn frá og taka þann stóra. „Það fóru 65 tonn í kvíarnar í vetur og sumar og þá var fiskurinn að meðaltali 2,3 kíló í kvínni sem slátrað var úr núna. Við verðum ánægðir með tvöföldun, þannig að við fáum upp ú 120 til 130 tonn. Hvort svo verður kemur bara í ljós, við vitum ekki fyrir víst hvað er í kvíunum af fiski. Fiskurinn hefur verið alinn á loðnu þennan tíma og er honum gefið að éta annan hvern dag að meðaltali. Runólfur hefur séð um fiskinn og fóðrunina og tekið hálf- gerðu ástfóstri við „gullfiskana“ sína. Í sumar sagðist hann líklega verða að heiman, þegar slátrun hæfist, en gamli togaraskipstjórinn lét sig nú hafa það samt að ná í þann gula í kvína líkt og í greipar Ægis áður. „Þetta lítur bara vel út,“ segir Runólfur Guðmundsson. Stærstu þorskarnir voru um 10 kíló óslægðir, en megnið af þorskinum sem var slátrað nú var svo stórt. 100 fiskar í tonni Fyrsti eldisþorskurinn frá Grundarfirði verður seldur á fiskmarkaðnum í Grimsby næstkomandi mánudag Morgunblaðið/Hjörtur Runólfur Guðmundsson með einn af „gullfiskunum“ sínum. Gissur hvíti flytur fiskinn að landi frá eldiskvíunum úti á firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.