Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ein með öllu Spektro www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Multivitamín, steinefnablanda ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Vesti Jakkar Stakkar Loðskinn Stuttkápur Samkvæmisklæðnaður Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Kringlumýri 20 Ágæt 4ra herb. stórglæsilegt einbýlishús með bílskúr, 218 fm. Parket á öllu. 2 flísal. baðherb., kamína í stofu, eldhús með gasi og stór verönd með potti. Heiðarlundur 1D Mjög gott raðhús á tveimur hæðum með stórum stakstæð- um bílskúr. 4 svefnherb. Rúmgott eldhús. Parket á gólfum. Góð staðsetning. Furulundur 5A Mjög gott 4ra herb. 117 fm raðhús á einni hæð. Flísar á gólfum. Nýtt baðherbergi. Íbúðin er laus fljótt. FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins ÓSKAR Pétursson tenórsöngvari hefur sent frá geisladiskinn „Aldrei einn á ferð,“ þar sem hann syngur 12 dægurlög eftir innlenda og erlenda höfunda. Óskar er betur þekktur sem einn Álftagerðisbræðra, sem hafa heillað landsmenn sem söng til fjölda ára. Hann skiptir þarna um gír og er ekki hægt að segja annað en að nýju plötunni hafi verið vel tekið, því hún trónir þessa vikuna í efsta sæti Tónlistans, yfir sölu- hæstu plötur landsins. Í næstu sætum listans eru svo Hljómar, Bubbi Morthens og Sálin og Sinfóníuhljómsveitin. „Ég var fyrirfram skít- hræddur við viðtökurnar en þær hafa verið framar öllum vonum,“ sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að lögin á plötunni væru frekar í rólegri kantinum en með góðum textum. „Ég hef oft sungið svona lög með öðrum lögum sem ég hef verið að syngja í gegnum tíðina en aldrei lagst jafnvel yfir þau og nú. Það er virkilega gaman að syngja þessi lög og ekki hvað síst að túlka þau, þar sem maður þarf ekki alltaf að vera uppi á háa C-inu.“ Óskar valdi lögin á plöt- una að mestu sjálfur en það var Karl Olgeirsson sem sá um upptökustjórn og hann á jafnframt eitt lag á plötunni. Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi Í svörtum fötum syngur eitt lag með Ósk- ari, sem og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Spurður um tilurð plötunnar sagði Óskar, „það var hringt í mig að sunnan. Friðþjófur Sig- urðsson, fyrrverandi útgáfustjóri Skífunnar, hafði samband við mig og ég lét til leiðast eftir nokkra umhugsun en það er Skífan sem gefur plötuna út.“ Fjölmargir þekktir hljóðfæraleik- arar leika undir hjá Óskari, auk þess sem fríður flokkur karla og kvenna syngur bakraddir á plötunni. Þrátt fyrir að Óskar hafi stigið þetta hlið- arspor frá bræðrum sínum, eru Álftagerðis- bræður enn að skemmta landsmönnum. „Við bræður erum sprelllifandi og vorum síðast að syngja saman í vikunni. Eins og í öðrum góðum sambúðum eða hjónaböndum er smáframhjáhald fyrirgefið, svona þegar um fyrsta brot er að ræða. Og ég verð ekki var við annað en að það liggi fyrirgefning í loftinu,“ sagði Óskar. Geisladiskur Óskars Péturssonar sá söluhæsti á landinu Viðtökurnar fram- ar öllum vonum Morgunblaðið/Kristján Númer eitt. Óskar Pétursson ekur um á Merce- des-Benz-bifreið með einkennisstafina A 1 og það þótti því vel við hæfi að taka mynd af honum við bílinn, í tilefni þess að hann situr nú í efsta sæti Tónlistans með nýju plötuna sína. EINN vinsælasti skemmtistaður landsins, Sjallinn, fagnar 40 ára af- mæli sínu nú um helgina. „Við horf- um bara mjög björtum augum til framtíðar og ég er sannfærður um að Sjallinn verður við lýði eftir 40 ár í viðbót,“ sagði Elís Árnason sem ásamt Þórhalli Arnórssyni rekur Sjallann og er þetta níunda árið sem þeir félagar sjá um reksturinn. „Reksturinn hefur gengið mjög vel, við erum enn með hann á sömu kenni- tölu og í upphafi, árið 1995,“ sagði Elís og kvað það m.a. til marks um gott gengi. Skemmdist mikið í eldsvoða Sjallinn eða Sjálfstæðishúsið eins og það hét var tekið í notkun haustið 1963, en það voru sjálfstæðisfélögin á Akureyri sem byggðu húsið og ráku það fyrsta kastið. Aðrir tóku svo við rekstrinum síðar, hlutafélagið Akur sá um reksturinn frá uppbyggingu hússins árið 1981, en þá skemmdist það mikið í eldsvoða. Tók það liðs- menn slökkviliðs marga klukkutíma að ná tökum á eldinum og ráða nið- urlögum hans. Skemmdir urðu það miklar að menn efuðust margir um að það myndi borga sig að endurbyggja það. Þær raddir höfðu þó betur sem vildu ráðast í það stórvirki og fáum mánuðum síðar var húsið opnað á ný. Fært í upprunalegt horf í fyrra Ólafur Laufdal tók við rekstrinum af Akri og rak staðinn í nokkur ár og þá má nefna Gísla Jónsson sem var húsbóndi í Sjallanum um árabil. Þeir Elís og Þórhallur hófu um- fangsmiklar endurbætur á húsinu á síðasta ári og færðu það til uppruna- legs horfs. Dansgólfið var stækkað, og opnað á milli hæða, en tilgangur þess var m.a. að bjóða upp á nýja möguleika, varðandi notagildi og fjöl- breytni hússins. Hægt er að taka á móti allt að 1.000 manns, en þar af er borðpláss fyrir um 400 manns í mat. Lostæti sér nú um veislu- og veit- ingaþjónustu í Sjallanum og sagði Elís það hafa gefið góða raun, „fólk er mjög ánægt með matinn og hælir þeim Lostætismönnum á hvert reipi,“ sagði hann. Sjálfur hóf hann sinn feril fyrir 20 árum í uppvaskinu hjá Valmundi Einarsyni í Lostæti, sem var yfir eldhúsi Sjallans. Elís sagði að Sjallinn hefði enn mikið aðdráttarafl og það væri troð- fullt hús öll laugardagskvöld, en þá er kappkostað að bjóða upp á stórhljóm- sveitir. „Sjallastemningin er enn á sínum stað,“ sagði hann. Hljómsveit Ingimars Eydal er tengd Sjallanum órjúfanlegum bönd- um, var húshljómsveit á fyrstu árun- um og um langt árabil. Nú á næst- unni gefst gömlum Sjallagestum færi á að upplifa stemningu fyrri ára því út ef að koma diskur, Sjallaball, tek- inn upp á dansleik þar fyrir hartnær 40 árum. Mikill áhugi á viðhafnardansleik Haldið verður upp á afmæli þessa fornfræga skemmtistaðar með pompi og pragt nú um helgina. Írafár leikur á afmælisdansleik í kvöld, föstudags- kvöld, og kynnir lög af væntanlegri plötu sinni, en annað kvöld stíga drengirnir í Hljómum á svið á við- hafnardansleik. Hátíðarmatseðill verður í boði og veislustjóri er Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Elís sagði að svo gott sem uppselt væri í matinn, þannig að hann var ánægður með undirtektir. „Svo höldum við bara áfram, bjóð- um upp á fína dagskrá út árið og eftir áramót er þegar farið að bóka mikið af árshátíðum og öðrum slíkum stærri veislum, bæði hjá fyrirtækjum og félagasamtökum í bænum og eins kemur margt fólk að austan, vestan og sunnan norður til Akureyrar með sínar árshátíðir,“ sagði Elís. Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Gamla húshljómsveitin. Hljómsveit Ingimars Eydals ekki sérlega hippaleg árið 1968. Fremri röð f.v. Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson. Aftari röð f.v. Hjalti Hjaltason, Ingimar Eydal og Friðrik G. Bjarnason. Margar stórhljómsveitir hafa fetað í fótspor Ingimars og hljóm- sveitar hans og leikið fyrir káta Sjallagesti um árin. Einn vinsælasti skemmtistaður landsins 40 ára Gamla góða Sjalla- stemningin enn við lýði ÆVINTÝRADANSLEIKHÚS barnanna verður með sýningu í búð- arglugga Pennans/Bókvals í dag, föstudag, 31. október kl. 17.00. Fjölmörg börn taka þátt í Æv- intýradansleikhúsi barnanna, sem þær Arna Valsdóttir og Anna Richardsdóttir standa nú fyrir ann- að árið í röð. Hópurinn hefur þegar sett upp eina sýningu, en ætlunin er að Ævintýradansleikhúsið sýni í búðarglugga í miðbæ Akureyrar einu sinni í mánuði, síðasta föstu- dags hvers mánaðar auk þess sem vegleg jólasýning verður í desem- ber. Markmið Ævintýradansleikhúss- ins er að vera sýnilegt almenningi og stuðla að auknu menningarlífi í miðbæ Akureyrar. Börn í búðarglugga flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.