Morgunblaðið - 31.10.2003, Side 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 21
It’s how you live
Suðurströnd | Vegagerðin leggur til að veg-
lína nýs Suðurstrandarvegar verði með
ströndinni en ekki í ofar í landinu eins og einn-
ig hefur verið kannað. Skipulagsstofnun hefur
sent skýrslu um umhverfismat til kynningar.
Í umhverfismatsskýrslunni sem Línuhönn-
un hf. vann fyrir Vegagerðina eru bornir sam-
an fjórir kostir. Núverandi vegur er krókóttur
og illfær að vetri og ekki er talið svara kostn-
aði að gera við hann. Svokölluð bláa veglína
liggur næst núverandi vegi af þremur nýjum
línum sem athugaðar voru. Þrátt fyrir það nýt-
ist núverandi vegur einungis að litlu leyti því
hann þarf að uppfylla nútímakröfur vega um
90 kílómetra hámarkshraða. Er þessum kosti
hafnað í umhverfismatsskýrslunni.
Styttist um 13 kílómetra
Þá eru eftir tvær veglínur, sú gula og sú
rauða. Þær liggja saman á um 9 km kafla næst
Grindavík og á um 34,5 km kafla frá austur-
jaðri Krýsuvíkurheiðar að Þorlákshöfn. Valið
snýst um 15,5 km kafla þar á milli þar sem gul
veglína liggur ofar í landinu, víða skammt
sunnan fyrrgreindrar blárrar veglínu, en rauð
veglína er mun nær ströndinni. Báðar þessar
leiðir stytta veginn milli Grindavíkur og Þor-
lákshafnar um rúma þrettán kílómetra, þannig
að hann verði rúmir 58 kílómetrar í stað 72 km.
Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður sá
sami, eða um 1.500 milljónir kr.
Í upphafi voru nokkuð skiptar skoðanir um
hvora veglínuna ætti að velja. Fram kemur í
skýrslunni að fulltrúar Grindvíkinga hafi viljað
að farið yrði eftir rauðu veglínunni sem liggur
næst ströndinni. Hafnarfjarðarbær hafi hins
vegar viljað láta færa veginn nær Krýsuvík og
hafi rauða veglínan af þeim sökum verið færð
til norðurs á móts við Krýsuvík. Einnig hafi að
ráðum fuglafræðinga verið ákveðið að færa
hann fjær Krýsuvíkurbjargi til þess að tak-
marka umferð um bjargið.
Í upphafi stóð til að rauða veglínan myndi
fara um Húshólma í Ögmundarhrauni en þar
eru merkar fornminjar sem ekki hafa verið
rannsakaðar til hlítar og var ákveðið að flytja
hana norður fyrir hólmann vegna ábendinga
Fornleifaverndar og fleiri aðila. Mun vegurinn
sveigja milli Húshólma og Óbrennishólma en
þar mun hún samkvæmt skýrslunni ekki raska
neinum fornleifum.
Að þessu sögðu ákvað Vegagerðin formlega
að leggja fram rauðu veglínuna sem aðal-
valkost í umhverfismati en gulu línuna sem
annan valkost.
Ekki umtalsverð áhrif
Það mat Vegagerðarinnar kemur fram í
matsskýrslunni að rauða veglínan sé vænlegri
framkvæmdakostur en sú gula. Þar er sér-
staklega horft til hæðarlegu vegarins auk þess
sem neðri leiðin er talin gefa ferðafólki betri
yfirsýn yfir landslag svæðisins. Nálægðin við
sjóinn og sú staðreynd að fjöll, skriður og
hraunfossar njóti sín betur í fjarlægð hafi áhrif
á ákvörðunina. Auk þess sé það talinn kostur
að ferðafólk geti farið á hestum eða reiðhjólum
um gamla veginn, nokkuð fjarri hinum nýja
Suðurstrandarvegi.
„Þess vegna er talið vænlegast að leggja
nýjan og öruggan veg á milli Grindavíkur og
Þorlákshafnar, eftir rauðu veglínunni. Sá veg-
ur yrði opinn allt árið og myndi leyfa allt að 90
km/klst skiltaðan hámarkshraða,“ segir í
skýrslunni.
Þar er einnig farið yfir ýmis áhrif á um-
hverfið, svo sem fuglalíf, fornminjar, gróður,
samfélag og fleira og niðurstaða umhverfis-
matsskýrslu Vegagerðarinnar er að fram-
kvæmdin muni ekki hafa umtalsverð áhrif á
umhverfið.
Áformað er að áfangaskipta framkvæmdinni
og að hún hefjist á næsta ári og standi allt til
ársins 2014. Í fyrsta áfanga er áætlað að leggja
um 23,5 km kafla frá Þorlákshafnarvegi að
Herdísarvík og frá Hrauni, austan við Grinda-
vík, verði jafnframt lagður 5,7 km vegur við
Festarfjall og að Ísólfsskála. Jónas Snæ-
björnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á
Reykjanesi, segir að ónotaðar fjárveitingar
vegna þessa verks fyrir árin 2002 og 2003 séu
samtals 450 milljónir og að auki séu ætlaðar
250 milljónir í það á næsta ári. Hann tekur þó
fram að ákvörðun um upphaf framkvæmda
verði ekki tekin fyrr en endanleg niðurstaða sé
komin í umhverfismatsferlinu.
Umhverfismatsskýrslan liggur frammi til
kynningar til 10. desember á bæjarskrifstofum
og bókasöfnum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og
Þorlákshafnar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagsstofnun. Hún er einnig aðgengileg á
vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is.
Frestur til að gera athugasemdir rennur út 10.
desember næstkomandi.
Suðurstrandarvegar mun sveigja hjá Ísólfsskála til strandar. Áætluð ásýnd vegarins við Ísólfsskála sést á tölvugerðri mynd sem birt er í umhverfismatsskýrslunni. Gamli vegurinn sést til vinstri.
Lagt til að veglínan verði með ströndinni