Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ J æja, nú fer að koma að því, gamla mín. Þetta fer að skella á. Héðan af er þetta bara allt „down hill“. Karlmennirnir hverfa og hrukkurnar koma í staðinn. Svona er lífið. Þú getur ekki látið sjá þig á bar lengur. All- ir yngri en þú! Best þú farir bara að kynna þér bingókvöldin, vinan. Ekki kaupirðu föt í þessum búð- um í Kringlunni? Þú verður bara að fara að fá þér pöntunarlista, það gera gamlingjar. Ekki finnst þér Justin Timberlake sætur? Já, en hann gæti verið sonur þinn! Ha ha!“ Já, ha ha. Það er sko hægt að gera endalaust grín að einhleypri konu sem er að verða þrítug. Brandararnir eru óteljandi og snúast flestir um að útlitið sé svart fram- undan. Lífið sé búið. „It’s all down hill from here.“ Ég hef fengið minn skammt af bröndurum sem snúast um aldur undanfarið ár eða svo. Ástæðan er sú að innan örfárra daga skríð ég yfir hápunktinn, þrítugasta af- mælisdaginn og inn í svartnætti, eymd og einmanaleika, ef marka má skotin sem dunið hafa á mér. Eftir örfáa daga verð ég ekki við- ræðuhæf um neitt sem skiptir ungt fólk máli, enda verð ég þá komin úr þeirra hópi, inn í vetur ævi minnar. Það er vissulega nap- urleg tilhugsun. Héðan af verð ég litin hornauga ef ég fer á tónleika með Scooter. Mig dauðlangaði nefnilega á tónleika með Scooter um daginn en vissi ekki hvert vin- konurnar ætluðu. „Oh my god, Sunna. Þú ert að verða þrítug!“ Ég lét þessi ummæli sem vind um eyru þjóta en hætti snarlega við að kaupa miða þegar ég komst að því að tónleikarnir áttu víst að höfða sérstaklega til ungs fólks á aldrinum 18–28 ára (og þaðan af yngra). Þetta unga fólk gat tekið þátt í alls kyns skemmtilegum netleikjum og unnið miða á tón- leikana. En við gamla fólkið, sem vorum orðin 29 ára, áttum þess ekki kost. Ég hef líka nýlega verið spurð að því hvort sautján ára systir mín sé dóttir mín og trúið mér, sá aðili fékk að mæta augna- ráði sem drepur. Svo finnst mér líka undarlegt hvað ungt fólk er farið að gera það gott í ýmum störfum. T.d. Auddi, annar þátta- stjórnenda Popptíví, sem er fædd- ur 1980. Ég hélt að hann hlyti að vera undrabarn (mjög líkamlega þroskað undrabarn) þar til mér var bent á að hann væri ekkert svo ungur, fólk fætt 1980 væri jú komið með bílpróf og gott betur en það, orðið 23 ára. Ég heyrði líka af dýralækni um daginn sem var fæddur 1970 og krossbrá. „Svona ungur dýralæknir? Hann hefur tekið þetta á hraðferð!“ Nei, aftur var ég leiðrétt, fólk fætt 1970 er 33 ára gamalt og í þeirra hópi er því vissulega lang- skólagengið fólk. Að því er virðist. Þetta er svolítið sjokkerandi fyrir unga konu eins og mig að heyra … Smám saman hefur sem sagt safnast í sarpinn hjá mér tilefni til að hafa örlitlar áhyggjur af því að nú sé ég að verða þrítug. Þegar saman koma endalaus skot frá vinum og kunningjum, höfnun vegna aldurs á tónleika, misskiln- ingur varðandi skyldleika svo ekki sé talað um að ég er löngu komin úr hópi þeirra sem geta ferðast á sérlega ódýrum flugfar- gjöldum, hef ég orðið þess áskynja að eitthvað stórt, eitthvað ótrúlega magnað, er í uppsigl- ingu. Hef eiginlega komist að því að það hljóti að vera algjör út- skúfun úr samfélaginu. Í það minnsta samfélagi ungs fólks. Það hefur undanfarið verið inn- prentað í mig í gegnum ofantalið að ég eigi hreint og beint að hafa áhyggjur af aldri mínum. Ég á að vera með það sem í daglegu tali er kallað „aldurskomplexar“. Og það er alveg sama hversu mikið ég berst á móti, set upp kæruleys- islegan svip og segist fagna áfang- anum, þroskanum sem ég hef öðl- ast, fólk samhryggist mér samt sem áður innilega. Síðast í fyrra- dag ræddi ég við vinkonu mína sem spurði mig hvernig mér liði að vera að verða þrítug. „Vel,“ svaraði ég um hæl. Hún átti varla orð: „Í alvöru? Ég er nú bara 27 en er þegar orðin kvíðin. Þú ert algjör hetja.“ Já, ég er algjör hetja. Því að þrátt fyrir að vinir mínir séu dug- legir við að minna mig á um- skiptin framundan, (hamskipti er í raun nærri lagi) þá er það helst ég sem geri grín að þessu. Mér finnst brandarar um aldur og áhyggjur sem honum fylgja fyndnir. Mér finnst sniðugt að ég hafi ekki getað tekið þátt í „skemmtilegum leik“ til að kom- ast á Scooter-tónleikana. Mér finnst jafnvel svolítið sætt að ein- hverjum finnist við Odda systir svo líkar að við gætum verið mæðgur. Eða já … svona næstum því! Það allra fyndnasta er að mér finnst ég ekkert hafa breyst eða þroskast síðan ég var tvítug. Mér finnst ég sami kjáninn, hef jafn- gaman af djamminu um helgar og hugmyndir um að stofna fjöl- skyldu (þ.e. stækka fjölskylduna!) eru jafnfjarri mér í dag og þær voru þá. Og hvað segir þetta mér? Að það skiptir ekki máli hversu gamall maður er í árum talið held- ur hvernig manni líður í hjartanu. Ég fékk samt smáuppreisn æru um daginn í Vínbúðinni. Ég kom að kassanum, rétti fram veig- arnar og afgreiðslukonan leit snöggt á mig og spurði: „Ertu með skilríki?“ Í eitt andartak hlýt ég að hafa ljómað eins og sól í heiði og gerði mig líklega til að draga upp ökuskírteinið, aldri mínum og þroska til staðfest- ingar. En Adam var ekki lengi í Paradís (eða Eva …) „Æ, fyr- irgefðu, þú þarft ekkert að sýna skilríki,“ sagði afgreiðslukonan, sem hafði fengið betri tíma til að virða mig fyrir sér. Ég eyddi dá- góðum tíma fyrir framan speg- ilinn það kvöldið að rýna í andlit mitt. Er það þroskinn sem ég ber svona utan á mér? Eða eru það einfaldlega hrukkur? Áhyggjur af aldri Ég eyddi dágóðum tíma fyrir framan spegilinn það kvöldið og rýndi í and- lit mitt. Er það þroskinn sem ég ber svona augljóslega utan á mér? Eða eru það einfaldlega hrukkur? VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á TÍBRÁR-TÓNLEIKUM í Saln- um í kvöld kl. 20 leikur gleðisveitin Rússíbanar. Að sögn Guðna Franz- sonar, klarinettuleikara Rússíbana, hefur sveitin ekki spilað mikið sam- an að undanförnu, en er nú komin á fullt skrið aftur og með nýjan gít- arleikara, Kristin H. Árnason, inn- anborðs. „Segja má að tónleikar kvöldsins séu nokkurs konar „come- back“ sveitarinnar,“ segir Guðni og bætir við: „Við ætlum að bregða út af vananum og spila talsvert af nýju efni, en við höfum nánast ekkert spil- að af frumsömdu efni eftir hljóm- sveitarmeðlimi áður. Þannig munum við t.d. frumflytja tvö ný lög eftir Kristin, tvö lög eftir Tatu harmon- ikuleikara okkar og lag eftir Einar Kristján Einarsson, fyrrverandi gít- arleikara sveitarinnar, sem kvaddi í fyrra,“ segir Guðni. „En auðvitað verðum við líka með gamla slagara á prógramminu og munum t.d. taka nokkra ungverska dansa eftir Brahms, auk þess að vera með klezmer, balkanmúsík og eitt búlgarskt lag þar sem við túlkum búlgarskan kvennakór með hljóð- færum okkar,“ segir Matthías Hem- stock slagverksleikari. „Auk þess verðum við með tvö ný lög eftir dul- arfullan mann sem ekki má nafn- greina,“ segir Kristinn H. Árnason gítarleikari leyndardómsfullur. „Við munum flytja dansa eftir tónsmið sem betur er þekktur að því að gagn- rýna verk annarra en að opinbera sín eigin. Annars er spurning hvort tón- skáldið sjálft geti þekkt lögin sín í okkar útfærslu,“ segir Guðni og hlær. Stíllinn býður upp á ákveðið frelsi Spurðir hvernig það leggist í þá að spila frumsamið efni virðast hljóm- sveitarmeðlimir á einu máli um að það hafi komið þeim þægilega á óvart hve vel það hafi gengið. „Við höfum náttúrlega aldrei unnið svona áður, þ.e. verið að semja hver ofan í annan, en það hefur reynst mjög skemmtilegt. Það er mun meira að gerast á æfingum og við prófum fleiri hluti, en auðvitað hefur sá sem samdi verkið úrslitavald á endanum. Hinir geta þó verið býsna frekir og haft ákveðnar skoðanir á hlutunum,“ segir Guðni. „Síðan er nýskipaður hljómsveit- arstjóri okkar, Tatu, náttúrlega séní í útsetningum og hefur komið með hverja snilldarútsetninguna á fætur annarri,“ segir Matthías. „Samt, eins og Guðni segir, þá eru menn svolítið frekir. Ég skrifa aðeins hluta út og síðan finna hinir út úr því hvað þeir vilja gera,“ segir Tatu Kantomaa harmonikuleikari. „Enda býður þessi músík náttúrlega upp á það, því það er ekki eins og við séum að spila tónsmíðarnar algjörlega nótu fyrir nótu. Stíllinn býður upp á ákveðið frelsi,“ segir Matthías. „Og þreifing- ar með form,“ bætir Kristinn við. Dansað með andlitinu „En þótt við séum að spila nýtt efni þá fellur nýja tónlistin vel að tónlistarstíl okkar,“ segir Guðni og Jón Skuggi bassaleikari tekur undir þetta. „Ég held að þessi nýja músík okkar sé ekki samin vísvitandi til þess að passa inn í fyrri stíl okkar, það vill bara þannig til að hún pass- ar,“ segir Jón. „Á tímabili vorum við einmitt að spekúlera í því hvort áheyrendur, sem eru vanir ákveðinni Rússíbana-tónlist, fengju sjokk þeg- ar við kæmum með frumsmíðar. Ég held samt að svo sé ekki. Ég held að enginn þurfi að verða fyrir neinu áfalli við að heyra nýju Rússíbana- lögin,“ segir Guðni og bætir við: „Og auðvitað skiptir mestu máli að við semjum tónlist sem við „fílum“ en séum ekki bara að reyna að þóknast einhverjum áhangendum.“ Inntir eftir því hvort hljómsveit- armeðlimir hafi ekki áhyggjur af því að áheyrendur muni eiga erfitt með að sitja kyrrir í sætum sínum meðan hin rytmíska og hressa tónlist dunar glotta félagarnir hver til annars. „Áheyrendum er náttúrlega frjálst að dansa uppi á stólum og sveifla sér í ljósakrónunum,“ segir Kristinn og hlær. „Reyndar verð ég nú að taka ofan fyrir íslenskum áheyrendum fyrir hvað þeir geta oft haldið sér fast í stólana. Fyrir stuttu spilaði ég á tónleikum þar sem leikin var kúb- önsk tónlist og þar sátu allir sem fastast, en þörfin fyrir hreyfingu kom greinilega út í brosinu á andlit- um áheyrenda. Fólk hreinlega dans- aði með andlitinu,“ segir Matthías. Morgunblaðið/Jim Smart Rússíbanarnir Guðni Franzson, Kristinn H. Árnason, Matthías Hemstock, Tatu Kantomaa og Jón Skuggi spila á tónleikum í Salnum í kvöld. Rússíbanar á nýrri braut silja@mbl.is SÝNING Ólafs Elíassonar í Tate Modern-listasafninu í London heldur áfram að kalla á já-kvæð viðbrögð breskra gagnrýnenda og sagði Guardian í gær verkið þegar orðið að goðsögn. „Ekkert býr mann undir þá nánast geðleitnislegu umbreytingu á mannlegri hegðun sem nú á sér stað þar sem túrbínur raforkustöðvarinnar við Bankside drundu áður. „Verkefni um veðrið“ [sýning] Ólafs Elíassonar var opnuð fyrir aðeins hálfum mánuði en er þegar orðin að goðsögn. Sýningargestir virðast telja að þeir séu á sögulegri hátíð frá sjöunda áratugnum – varnir bresta og stífnislegri kurteisi er skipt út við innganginn fyrir kjánalega dulspeki og ást, ást, ást. Undir logandi stórri sólu í þurrísskýjum liggja þeir sem njóta þess og horfa upp á nokkuð sem hlýtur að teljast stærsta speglaloft í heimi og komast að þeirri niðurstöðu að, hey, kannski séum við öll raunverulega búin til úr stjörnum. Skalinn er svo stór að það er erfitt að skynja verk [Ólafs] Elías- sonar sem list – það líkist meira náttúrunni sjálfri, og við sem erum fyrir neðan gerum úr því list,“ segir í um- fjöllun blaðsins. Að mati Guardian er list í dag að breytast í eins kon- ar andlegan fjöldaviðburð og segir blaðið eitthvað raun- verulega að gerast á sýningu Ólafs. „List á tíunda ára- tugnum var árásarkennd einstaklingshyggja og í helgimyndastíl – henni var ætlað að fræða um líf og til- finningar skapara hennar,“ segir gagnrýnandinn. Hann tekur „Rúmið mitt“ eftir Tracy Emin sem dæmi og heldur því næst áfram, „kannski fjallar list við upphaf 21. aldarinnar meira um áhorfendur en listamanninn.“ Guardian telur þannig að túlkun á verki Ólafs bygg- ist ekki á þekkingu á listamanninum. Verksins megi njóta án þess að hafa hugmynd um hver höfundurinn er. „En áhugaverðara er að lýsingin á „Verkefni um veðrið“ í sýningarskránni, sem Tate Modern gefur út, á lítið sameiginlegt við þá upplifun sem svo margir heill- aðir áhorfendur skynja. Okkur er ætlað að yfirgefa sal- inn uppfull af hugleiðingum um náttúruna og menningu og að skynja að á meðan [Ólafur] Elíasson skapar sýn sem líkist því að ganga inn í rómantískt málverk eftir Turner eða Friedrich þá sýnir hann okkur að það er allt gert með þurrís, gulleitri flúorlýsingu og speglum. Áhorfendur hafa hins vegar sjálfkrafa sammælst um að þetta sé ekki, eins og Tate Modern heldur, gagnrýni á rómantíska list. Þetta er einfaldlega rómantísk list.“ Guardian um Verkefnið um veðrið í Tate Modern-safninu Verk Ólafs þegar orðið goðsögn Ljósmynd/Ari Magg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.