Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 37 SAMSPIL ríkis og markaðar er eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Kreddufullir hægri menn og þeirra fylgifiskar hafa lengi stillt upp markaði sem and- stæðu ríkis. Þeir hafa fært flókið samspil viðskipta, stjórnmála og menningar í ein- faldan trúarlegan búning þar sem ríkið er hið illa en markaðurinn af guði sendur. En fátt í okkar samfélagi er svo einfalt eins og sjá má af verkum núverandi rík- isstjórnar Davíðs Oddssonar þar sem Sjálfstæðismenn hafa talað um óþurftareðli ríkisins, – og vissulega staðið fyrir nauðsynlegri einkavæð- ingu, – en á sama tíma hefur ríkið þan- ist út sem aldrei fyrr. Sú þensla hefur hins vegar verið ómarkviss og án alls leiðarljóss um hvaða þætti í starfi ríkisins beri að styrkja og hverja ekki. Í augum jafn- aðarmanna hefur verið sýnilegt hversu núverandi ríkisstjórn, þrátt fyrir sífellt öflugri ríkissjóð, hefur grafið undan máttarstólpum hinnar samfélagslegu velferðar sem er heilsugæsla og menntun. Ljóst er því að skýr sýn á ríki og markað hlýtur að vera einn af horn- steinum í stefnu sérhvers stjórn- málaflokks. Öfugt við hægri menn eru jafnaðarmenn ekki reiðubúnir að gera lítið úr hlutverki ríkisins í atvinnulífi og á markaði þó svo þeir telji að ríkið eigi ekki að vera virkur þátttakandi í samkeppnisrekstri. Markaðurinn þarfnast ríkisins. Fyrir utan að setja markaði lög og reglur og reka stofn- anir sem annast aðhald og eftirlit er nauðsynlegt að ríkið taki virkan þátt í að gera einstaklingum og fyrirtækjum í vexti það kleift að takast á við sam- keppni á markaði. Þessi sýn birtist í sannfæringu fyrir því að ríkið eigi að leggja mikið af mörkum til þekking- arsköpunar jafnt í skólakerfinu, rann- sóknarstofnunum sem og í þeim fyr- irtækjum sem sinna rannsóknum og þróunarvinnu. Í alþjóðavæddu nú- tímasamfélagi þar sem sérþekking er forsenda velfarnaðar er slíkt framlag ríkis ekkert annað en samfélagsleg fjárfesting. Sú fjárfesting skapar ný og spennandi tækifæri fyrir ein- staklinga og skilar sér margfalt til ríkisins í formi aukinnar veltu og skatttekna. Öfugt við hægri menn sem telja að ríkið sé í besta falli lög- regla á markaði, víggirðing eða strangur faðir, þá álíta nútímalegir jafnaðarmenn að auk aðhalds á mark- aði eigi ríkið að tilreiða hann og búa hann upp. Vera honum í senn faðir og móðir. John Kay er kunnur breskur hag- fræðingur, sem starfað hefur við London Business School, London School of Economics og við virta hag- fræðistofnun í Oxford á Englandi, hefur vakið umtalsverða athygli fyrir skrif sín um ríki og markað. Auk bóka sem hann hefur sent frá sér er hann reglulegur dálkahöfundur í hinu kunna blaði Financial Times. Kjarn- inn í hugmyndum hans eru að hag- kerfið og markaður byggist á fé- lagslegum, pólitískum og menningarlegum stofnunum og því sé í raun tómt mál að tala um einhvern aðskilnað ríkis og markaðar. Kay þessi er gestur Samfylking- arinnar á landsfundi flokksins nú um helgina. Hann mun flytja erindi á málstofu og taka þátt í umræðum. Hann er hvalreki á fjörur íslenskra áhugamanna um stjórnmál því sýn hans og hugmyndir um ríki og mark- að eru í senn ögrandi og vel rök- studdar. Heimsókn John Kays er lið- ur í mótun framtíðarstefnu Samfylkingarinnar en það er metn- aður flokksins að hafa skýra afstöðu til hlutverka ríkis og markaðar. Markaður þarfnast ríkis Eftir Ásgeir Friðgeirsson Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. MENN deila um stöðu löggjaf- arvaldsins gagnvart framkvæmda- valdinu, og sýnist sitt hverjum, sem verða vill. Um það ættu menn þó að geta verið sammála, að framferði fram- kvæmdavaldsins með setningu bráða- birgðalaga sl. sumar um breytingu á lög- um um lax- og silungsveiði sé fyrir neðan allar hellur. Frumvarp þessa efnis lá fyrir alþingi sl. vetur. Sam- komulag um afgreiðslu þess náðist ekki; enda þverpólitísk andstaða við óbermið. Samt sem áður gerir land- búnaðarráðherra frumvarpið að lög- um, þótt til bráðabirgða væru. Slíkt gerir ríkisstjórn ekki nema hún hafi öruggan meirihluta á þingi, sem stað- festa muni bráðabirgðalögin. Þess hefir greinilega ekki verið gætt að því sinni. Á sínum tíma þóttu stjórnvöld ágeng við setningu bráðabirgðalaga í tíma og ótíma. Fyrir því var stjórn- arskránni breytt á þann veg, að þing skyldi sitja allt árið, svo kalla mætti það saman fyrirvaralaust til um- ræðna og afgreiðslu á brýnum mál- um, sem ekki þyldu bið. Með stjórn- arskrárbreytingunni var því í raun verið að afnema ósiðinn um setningu bráðabirgðalaga. Hvað þá heldur að setja bráðabirgðalög um málefni, sem alþingi hafði synjað um af- greiðslu á fyrir skemmstu! Um hvað snýst svo þetta dæma- lausa mál? M.a. um leyfi til að flytja inn laxfiska erlendis frá og hefja eldi þeirra í sjókvíum. Sá háski, sem kann að steðja að villta íslenzka laxastofninum, virðist blasa við allra augum nema ráð- stjórnarmanna og taglhnýtinga þeirra. Sá fræðimaður er ekki finn- anlegur, sem ekki geldur varhuga við. Og aðvaranir streyma að úr öll- um áttum, en stjórnvöld daufheyrast. Járnkanslarinn Bismark sagði eitt sinn, þegar honum ofbauð: ,,Þetta er verra en glæpur. Þetta er heimska.“ Vilja menn reyna að gera sér í hug- arlund að íslenzka laxastofninum yrði spillt, eða honum jafnvel útrýmt? Á það er hætt með uppátækinu um innflutning eldisfisks erlendis frá. Kannski þeir sem nú vilja freista gæfunnar hugsi sem svo: Fallið kem- ur eftir minn dag. Önnur hlið á þessu máli er ámóta óskiljanleg. Hvers vegna eru hafnar eldistilraunir með lax við Íslands- strendur nú, eftir þá reynslu, sem við keyptum dýru verði fyrir áratug eða svo? Ævintýri, sem kostaði milljarða íslenzkra króna. Þessu er erfitt að svara, nema þarna séu lénsherrar aðallega á ferð- inni, sem vilji fá sér nýja og betri „ímynd“ í augum alþjóðar? Að þeir séu framfarasinnaðir fullhugar, sem séu reiðubúnir að verja miklu fé í nýj- ungar? Að vísu á almenningur mestallt það fé, sem þeir hafa handa á milli, en það er önnur saga. Á hitt ber að líta, að eldi laxa á Íslandi verður ekki arð- vænlegur atvinnuvegur í náinni fram- tíð, og kannski aldrei. Við getum með engu móti keppt við þær þjóðir, sem lengst eru komnar í greininni, og ráða mörkuðum. Einnig vegna fjar- lægðar okkar og mikils flutnings- kostnaðar. Það er einkennilegt, þegar ég leiði hugann að þessum málum og að fyr- irsvarsmanni þeirra, landbún- aðarráðherranum, stendur mér æv- inlega skýrt fyrir hugskotssjónum þessi vísa Káins: Kýrrassa tók ég trú traust hefir reynzt mér sú. Í flórnum fæ ég að standa fyrir náð heilags anda. Skáldið hefir af langsýni og á hug- arflugi sínu séð fyrir sér Framsókn- arflórinn, þar sem kýrnar standa í klyftir í mútum gripdeildarmanna. Glæpur eða heimska? Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. ÞEGAR fólk er komið á hinn löglega og virðulega aldur 67 ára, hugsa menn ennfrekar um baráttumál sinnar kynslóðar en ella. Reyndar má segja að undirritaður hafi allt frá því er hann varð sextugur fyrir um 7 árum hugsað mikið um þessi mál og finnst hafi vantað í landsmálaumræðuna baráttu fyrir þennan aldurshóp, fólk sem þekkir málin af eigin raun. Markmið nútíma fólks á og hlýtur að vera að geta sem lengst haldið sitt eigið heimili og lifað með reisn. Til að þessum markmiðum sé náð verður heilsan að vera í lagi, sem vissulega er númer eitt, tvö og þrjú, menn geta misst heilsuna á öllum aldri. Ég minnist þess ávallt, að sumir mestu stjórnmálaskörungar tuttugustu aldar, þ.e.a.s. Churchill, Adenauer og de Gaulle voru um áttrætt er þeirra frami var sem mestur í pólitík, því er aldrei of seint að byrja í pólitík. Margir hafa spurt mig, hvað ertu skipta þér af pólitík kominn á eftirlauna- aldur. Svarið er: ég hef svo gaman af þessu og eins ég tel mig hafa eitthvað að segja og miðla af minni lífsreynslu. En til að fólk geti sem lengst verið heima þarf að uppfylla viss skilyrði, það þarf að vera ávallt til hentugt húsnæði fyrir fólk er það eldist hvort sem leigu eða eignahúsnæði, er það vill minnka við sig. Það þarf að vera góð heimahjúkrun til staðar er menn verða lasburða. Sem þýðir aftur á móti að í mörgum tilfellum er eldra fólk veikara er það fer á hjúkrunarheimili, hjúkrunin verður þyngri, sem kallar á nægt starfsfólk, af faglærðu fólki, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru hjálparliði og að sjálf- sögðu nægt hjúkrunarrými. Ekki skal ræða um málefni ellilífeyrisþega án þess að minnast á skattlagn- ingu ellilífeyris/efirlauna sem er að mínu mati smánarblettur á íslensku þjóð- félagi. Að staðgreiðsla skatta af ellilífeyri/eftirlaunum sé 38,54% er hreint ótrúlegt, en á sama tíma er fjármagnstekjuskattur 10%, þessu verður að breyta og ekki seinna en í gær, eins og stundum er sagt. Þetta er tvísköttun eða jafnvel þrísköttun, burt með þessa fáránlegu skattheimtu. Fasteignaskattur er einnig stórt mál fyrir þá sem á eftirlaun/ellilífeyrir eru komnir, farnir að minnka við sig vinnu eða jafnvel farnir af vinnumark- aði. Í þeim málum þarf vissulega að taka til hendinni og hafa jafnræði í hlut- unum hvar sem menn annars búa á þessu landi. Það þarf að tryggja öllum lágmarkslífeyri til að geta lifað mannsæmandi lífi, sú tala er sérfræðingar tala um er í dag 140 þúsund og veitir ekki af. Mér er sem ég sjái marga lifa á 60 - 90 þúsund krónum á mánuði, en það er sú upp- hæð sem margir verða að láta sér nægja á mánuði til framfæris. Nei góðir samlandar, við þurfum að hugsa vel um þá er á efri ár koma, hugsa um náungann, ekki einungis um sjálfan þig. Hugsaðu um þinn minnsta bróður og systur er á efri ár kemur, svo allir getið lifað með reisn, að því markmiði vil ég starfa á meðan þrek og heilsa leyfir. Að lifa með reisn Eftir Jón Kr. Óskarsson Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. UNGIR sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að ríkisvaldið hætti afskiptum af fjölmiðlarekstri og til að minna á það bar- áttumál hefur Heim- dallur ákveðið að til- einka þessa viku Ríkisútvarpinu. Með RÚV-vikunni er ætl- unin að vekja athygli á því að ríkisreknir fjöl- miðlar eru tímaskekkja. Flestum þætti væntanlega fráleitt ef hið opinbera tæki upp á því að gefa út ríkisdagblað með skylduáskrift. Nákvæmlega sömu rök eiga við þeg- ar kemur að Ríkisútvarpinu. Einka- aðilar eru fullfærir um að reka fjöl- miðla og ríkisrekstur skekkir því augljóslega samkeppnisstöðuna á þeim markaði. Samkvæmt lögum um Ríkisútvarp- ið skal það m.a. veita almenna frétta- þjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Þá skal það flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Er virkilega einhver ástæða til að óttast að fjölmiðlar hætti að veita fréttaþjónustu og flytja fjölbreytt skemmtiefni þótt ríkisvald- ið dragi sig út af fjölmiðlamarkaðn- um? Það er von Heimdallar að þing- menn átti sig á þessum augljósu sannindum hið fyrsta. Seljum einka- aðilum Ríkisútvarpið og frelsum það úr viðjum hins opinbera. Það er löngu tímabært. Vika Ríkis- útvarpsins hjá Heimdalli Eftir Ragnar Jónasson Höfundur er lögfræðingur og varaformaður Heimdallar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.