Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.10.2003, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ .   /  0 1 2 3  41 1 5! 3                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLT frá dögum Egils Skalla- grímssonar hefir íslensk ljóðagerð verið stuðluð. Án stuðla mjög oft rugl. Svona ein- föld hefir lengst- um verið upp- skriftin að því að reyna að teljast ljóðskáld. Um miðja síð- ustu öld ákváðu alls konar bögu- bósar að þetta „stuðla fargan“ væri bæði þvingandi og úrelt! Sam- tímis dundu yfir þjóðina holskeflur af óstuðluðu rugli undir yfirskrift- inni „Ljóð“. Ein okkar merkasta menningararfleifð skyldi kistulögð, án tafar! Engu að síður er þessi af- siðun svipuð því að rjómi sé út- þynntur í undanrennu! Hvernig ætti fögur rós að springa út í leir- pytti? Það furðulega er að „menningar vitarnir“ og ýmsir menntamenn sáu enga ástæðu til mótmæla eða gagn- sóknar. Í stað þess gerðust nokkrir þessara garpa þátttakendur í þess- ari aðför að ljóðhefðinni og svo er enn! Að þessu tilefni vill svo til að ég tel mig luma á eins konar „tíma- sprengju“, sem ég ætla hér og nú að varpa fram íslenskri ljóðhefð til stuðnings! Nóbelsskáldið okkar Halldór Laxness upplýsti orðrétt: „Það ljóðskáld, sem ekki á sér stað í hjörtum þjóðarinnar er ekki ljóð- skáld.“ Þessi ádrepa er margverðskuld- uð og nær að sjálfsögðu til allra ruglukollanna, sem hika ekki við að titla sig „ljóðskáld“, þótt þeir virð- ist vera gjörsamlega fákunnandi um okkar klassísku ljóðhefð! Jafnframt blasir við sú staðreynd að enginn – ég segi og skrifa eng- inn – nennir að læra eitt einasta „ljóð“ þessara vafasömu snillinga! Blessað menntamálaráðuneytið er byrjað að misstíga sig örlítið og veita örfáum bögubósum smá styrki. „mjór er mikils vísir“. Þannig er niðurrifsöflunum smám saman að heppnast að rústa okkar gagnmerku ljóðmenningu! Lengstum mátti treysta „Lesbók Mbl.“ að undir titlinum „Ljóð“ væri stuðluð ljóðagerð. Einnig þar sem annars staðar hafa hortittasmiðirn- ir iðulega tekið völdin. Ömurlegt kjaftaþrugl birtist þar undir þess- um áður virðulega titli. Ljóðagerð sem fáir lesa og eng- inn lærir er sláandi tákn afsiðunar. Fjölgun „ljóðskálda“ er nær tak- markalaus um þessar mundir. Af- raksturinn er oft ömurlegur. Sam- tímis er því miður verið að eyðileggja brageyra yngstu kyn- slóðarinnar, sem er grafalvarlegt mál og krefst gagnsóknar! Stuðlasetning auðveldar öllum að læra ljóð og er börnum hvað dýr- mætust til að auka orðaforða þeirra eins og margsannað er! Kenn- araháskólinn tekur því miður þátt í afsiðun ljóðhefðar, sem furðulegt hlýtur að teljast og til skammar! Á nýrri öld er full ástæða til að ræða rækilega stöðu ljóðhefðar og hefja gagnsókn gegn niðurrifsöfl- unum til vegsemdar og verndar okkar ómetanlegu 1jóðmenningu! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22, 107 Reykjavík. Niðurlæging ljóðagerðar Frá Guðmundi Guðmundarsyni SÍÐUSTU áratugina hefur það verið leiðarstef í menntakerfi Íslendinga að öllum standi menntun til boða án þess að þurfa að greiða fyrir hana með skólagjöldum. Þessi stefna hef- ur verið mikilvæg til þess að jafna stöðu fólks en einnig hefur hún verið skynsamleg vegna þess að hún léttir til muna fjárhagslegar byrðar ungs fólks og barnafólks. Síðustu daga hefur umræðan inn- an Háskóla Íslands verið með þeim hætti að full ástæða er til að óttast að skólayfirvöld fari fram á að það við Alþingi að samþykkt verði lög sem myndu veita skólanum heimild til að innheimta allt að 300 hundruð þús- und krónur á ári í skólagjöld. Flestir háskólanemar myndu þurfa að taka lán til að greiða þessi gjöld. Fyrir 5 ára nám yrði skuldsetningin 1,5 milljónir króna sem þyrfti svo að greiða til baka með vöxtum og verð- bótum. Þessi lán myndu bætast ofan á þau framfærslulán sem margir námsmenn þurfa að taka en endur- greiðsla þeirra er nú þegar mjög íþyngjandi. Ungt samfylkingarfólk í Reykja- vík hvetur ykkur alþingismenn ein- dregið til að samþykkja ekki hug- myndir um upptöku skólagjalda heldur bregðast við fjárþörf Háskól- ans með því að veita meira fé til hans á fjárlögum. Við teljum að menntakerfið verði ekki eflt til framtíðar með því að senda námsmönnum háa gíróseðla. SVERRIR TEITSSON, formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Opið bréf vegna hug- mynda um upptöku skólagjalda við HÍ Frá Sverri Teitssyni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.