Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 49 NÚ þegar Ríkarður þriðji er sett- ur á svið í Þjóðleikhúsinu í nýstár- legri birtingarmynd Rimas Tum- inas langar mig til að benda á, að ekki hafa allir verið á einu máli um afstöðu og túlkun Shake- speares á þessum dularfulla prinsi. Til gamans má fyrst geta þess að skotzka skáldkonan Elizabeth MacKintosh (skáldanafn Jos- ephine Tey) skrifaði fínan glæpa- róman um það, hvort Ríkarður hafi verið sá erkidjöfull sem Shakespeare vill vera láta, eða fórnardýr leikskáldsins og harð- stjórnarinnar sem þá réð Eng- landi. Hún kemst að þeirri niðurstöðu í þessari sögu sinni, The Daughter of Time, að Ríkarður hafi aldrei verið til eins og hann er kynntur í leikgerð Shakespeares og að öllum líkindum hafi annar gráðugur arf- taki brezku krúnunnar komið óorði á hann þegar fram liðu stundir, og þá með því orðspori að Ríkarður hafi látið drepa bróð- ursyni sína tvo til að ná krúnunni eftir Játvarð fjórða, föður þeirra. Það hafi sem sagt verið keppi- nautar Ríkarðs, túdorar, sem ódæðin frömdu. Og þeir hafi stjórnað áróðrinum næstu áratug- ina. Prinsarnir voru í haldi í Tower- kastala, þegar þeir voru myrtir. Þar hafði jarlinn af Worcester, John Tiptoft, lyklavöldin, en sjálf- ur var hann síðar drepinn eins og tízka var í slíku umhverfi. Þess má geta, einnig til gamans, að hann var einn helzti menningarviti Bretlands um sína daga, þýðandi bæði Cesars og Cícerós, og svo velvirkur höfundur, að páfinn mun hafa tárazt, þegar hann las enskan texta verka þeirra – og þurfti tals- vert til! Þannig voru þessar heimsbók- menntir tilreiddar Bretum með flekkuðum höndum hins konung- lega böðuls. Hinrik Tudor sigraði Ríkarð 3ja í orrustu og tók við konungdómi þarna á blóðugum vígvellinum; að viðstöddum Ríkarði dauðum. Þannig upphófst túdor-ættin með Hinriki 7unda. Shakespeare hefði því ekki leyft að skopstæla hann (jarlinn af Ríkmond). Vel mætti leiða getum að því hvort Elísabetu fyrstu hafi ekki verið túlkun Shakespears þóknan- leg og afstaða hennar ýtt undir skáldið. Og því hafi hann skrifað leikritið með þeim hætti sem raun ber vitni. Það er hægt að afgreiða leikskáld með ýmsu öðru en þögn- inni. Leikhús voru fjölmiðlar þess tíma, ekki sízt. Og þar var hægt að níða mann- orðið af hverjum sem var, ef vilji stóð til. Með Ríkarði 3ja voru hendur túdoranna hvítþvegnar um aldur og ævi. Þannig er ekki úr vegi að skáld- ið hafi verið áróðurstæki einvald- ans í hásæti Bretaveldis og búið til djöfullegan kroppinbak og illvirkja úr Ríkarði til að losa túdor-ættina undan ámæli. Þessu til stuðnings er einnig leikrit Shakespeares um Hinrik 8unda. Ríkarður var fastur í sessi og þurfti ekki að losna við frændur sína, þótti heiðarlegur og sumar heimildir segja elskaður af al- menningi. En það þurfti að eyða tortryggni í garð túdora. Og losna við allar fyrirstöður. Synir Ját- varðs 4ða voru auðvitað efstir á blaði í þeim hópi. Elísabet systir þeirra játvarðsdóttir lenti í hjóna- sæng Hinriks 7unda og átti það með öðru að tryggja stuðning jór- víkinga við túdorinn. Jafnvíst hún hafi lítið sem ekkert vitað um ör- lög bræðra sinna, að minnsta kosti ekki annað en það sem einveldinu þóknaðist. Allt minnir þetta á lævíst and- rúm Kremlar á stalínstímanum, þegar kónguló alþjóðakommún- ismans spann vef sinn og enginn vissi um afdrif annars; allra sízt Svetlana, dóttir harðstjórans. Þá voru einnig skrifaðar miklar bók- menntir í Rússlandi eins og Eng- landi Shakespeares fyrr á öldum. Eða ógnaröld sturlunga á 13. öld, þegar Sturla Þórðarson skilaði okkur öld sinni og umhverfi, bæði í sagnaritum og skáldskap. Þess er þá einnig að geta að Hinrik konungur 8undi, sonur fyrsta túdorsins, þess sjöunda með sama nafni og faðir Elísabetar drottningar hinnar fyrstu, var sízt af öllu neinn engill; hendur hans löðrandi í blóði eins og allir vita, morðingi eiginkvenna sinna og annarra nábýlinga; jafnvel vina og samstarfsmanna eins og Thomasar Mores sem var um sína daga öðr- um fremri að andlegu atgervi. Og hendur Elísabetar fyrstu, dóttur hans, að öllum líkindum jafnblóðugar og þær sem Makbeð- frúin var að reyna að þvo sýknt og heilagt! En hún hafði konungs hjarta (að eigin sögn). Og karla- heimurinn skalf! En allt þótti þetta valdgráðuga slekti til fyrirmyndar sem land- stjórnendur og þess má geta að óvæntur friður ríkti á Bretlands- eyjum öll stjórnarár Hinriks 7unda, en það var kærkomin breyting eftir rósastríðin. Í öðru lagi má benda á það sem kanadíska skáldið Robertson Dav- is hefur eftir Graham Greene í rit- dómi um verk hans; að Shake- speare hafi verið einhvers konar fulltrúi einveldisins, hlaupatík túdor-kapítalismans með auga á gjöfulum fjárfestingum, landeign- um og öðru sem fylgifiskum ein- veldisins hlotnaðist. Eins og kapítalistar (og pólitík- usar) nú á dögum gína helzt yfir öllum fréttablöðum og fjölmiðlum, þannig reyndu túdor-kapítalistar að leggja leikhúsin að fótum sér á dögum Shakespeares. Mikil skáld hafa að vísu horft framhjá skuldbindingum sínum við valdhafa, segir Davis, en það hafi aldrei hvarflað að Greene, þegar hann hugsaði til Shakespeares. Hann hafi að dómi Greenes ekki verið neinn málsvari lítilmagnans eða utangarðsfólks og af honum hafi það aldrei neinn stuðning haft; né skilning eða samúð. Í verkum Shakespeares er draumkennt ævintýri, eða annar heimur, oftast á næstu grösum við veruleikann. Þessi annar heimur veitir verkunum oftar en ekki þann lífskraft sem þau búa yfir. Hróður skáldsins snýst ekki um andúð eða samúð, heldur færni og skáldlegt innsæi; einstæða, mælska ljóðlist sem er einskonar aðalpersóna í öllum verkum hans. Hún sómir sér vel í óvæntum sær- ingum Rimas Tuminas; þessu skopstælda og grátbroslega sjón- arspili Dauðans. Ríkarður 3ji þótti heldur ólík- legur til ódæðisverka, þótt margir telji hann óforbetranlegan morð- ingja, eins og ýmsar heimildir benda til; að vísu. En sekt hans féll í kramið hjá krúnunni og Shakespeare slátraði mannorði hans og orðstír með velþóknunar- þögn Elísabetar túdor Hinriks- dóttur. Það rykti reisir enginn við; aldr- ei. Þetta er 500 ára gömul pólitísk glæpasaga. En hún hefur hitann úr deiglu Shakespeares. Lífið er stutt, sagði Hippokrates, en listin löng. Og að sannleika hennar þarf ekki að færa nein rök. Ríkarður sögunnar er dauður og gleymdur, en Ríkarður Shake- speares lifir; það er allt og sumt! MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, 107 Reykjavík. Var Shakespeare túdor-kapítalisti? Frá Matthíasi Johannessen Á HAUSTINU sem nú er að líða hefur verið mikil aðsókn að hjóna- og sambúðarnámskeiðum þjóð- kirkjunnar og eru þátttakendur um 6.700 talsins. Námskeiðin eru ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hin- um líka sem vilja styrkja samband sitt. Hafa námskeiðin verið haldin allt frá árinu 1996. Námskeiðin eru haldin reglulega yfir vetrartímann í Hafnarfjarðarkirkju og sækir þau fólk af öllu landinu. Í samvinnu við Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar hafa námskeiðin auk þess farið fram á Selfossi (3x), Eyrarbakka, Eskifirði, Höfn í Hornafirði, Akur- eyri (4x), Hvammstanga, Egilsstöð- um (2x), Borgarnesi (2x), Akranesi (3x), Suðureyri, Þingeyri, Ólafsvík, hjá íslenska söfnuðinum Osló, í Hveragerði, Hruna, Keflavík, Sel- tjarnarnesi, í Reykjavík og í Árnesi í Árnessýslu. Fyrir jól verða þau einnig haldin á Húsavík og Kirkju- bæjarklaustri. Leiðbeinandi á nám- skeiðunum er sr. Þórhallur Heim- isson. Á námskeiðunum er farið í gegn- um helstu gildrur sambúðarinnar, hvernig fjölskyldumynstrum hægt er að festast í, fjallað um vænting- ar, vonir og vonbrigði þeirra sem tilheyra fjölskyldunni. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjöl- skyldunnar. Einnig eru ýmsar fjöl- skyldugerðir skoðaðar og hvað hægt er að gera til þess að fyrir- byggja deilur og samskiptaörðug- leika. Svo er rætt um hláturinn, kynlífið, trúna, gleðina, hamingjuna og margt, margt fleira. Námskeiðið fer fram í formi sam- tals milli þátttakenda og leiðbein- anda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni saman og hvert fyrir sig. Tekið skal fram að nú er fullt á öll námskeið haustsins í Hafnarfjarðarkirkju. Skráning hefst á ný eftir áramót. Allar nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju, hafnarfjard- arkirkja.is. ÞÓRHALLUR HEIMISSON, sóknarprestur, Hafnarfjarðarkirkju. Mikil aðsókn að hjóna- og sambúð- arnámskeiðum þjóðkirkjunnar Frá sr. Þórhalli Heimissyni Í tilefni af 20 ára afmæli lungnaendurhæfingar á Reykjalundi og 65 ára afmælis SÍBS verður opið hús á Reykjalundi föstudaginn 31. október kl. 16:00 til 18:00. Starfsfólk okkar tekur á móti gestum og kynnir starfsemi þessarar stærstu og fullkomnustu endurhæfingarstofnunar landsins. Reykjalundur - endurhæfingarmiðstöð SÍBS Opið hús á Reykjalundi föstudaginn 31. október kl. 16:00 - 18:00 Sjálfskiptur, varadekk í fullri stærð, stöðugleikastýrikerfi, barnasæti í setu aftursætis, hraðastillir, leðurgírstöng, metis diesel, air quality system, áláferð á innréttingu, ecc tölvustýrð miðstöð, málmlitur, þjófavörn, þokuljós að framan, raffellanlegir hliðarspeglar, gsm sími innbyggður, minni í hliðarspeglum, 13 hátalara dolby surround hljómkerfi, rafdrifið ökumannssæti með minni, select sport leður, 16" metis álfelgur, auka fyrir vetrardekk, aftengjanlegt dráttarbeisli, auka inniljós, vindskeið aftan. Ekinn: 58.000 km. • Ásett verð 3.790.000. • Tilboðsverð 3.490.000. Möguleiki á 100% láni! • Frá ca 68.900 kr. á mánuði. Ráðgjafar notaðra bíla Brimborgar veita nánari upplýsingar um lán. Öruggur staður til að vera á Brimborg notaðir bílar • sími 515 7000 Búnaður: Volvo V70 Diesel Turbo - Skrd. 20.03. 2002 TÚNFISKSTEIK 1.500,- STÓR HUMAR 3.600,- STÓRLÚÐU- STEIK 1.690,- Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 • sími 587 5070f • í i Verð á kg ATVINNA mbl.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.