Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AFKOMA af flutningastarfsemi Eimskipa- félags Íslands, Eimskip ehf., batnaði veru- lega á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er eink- um sögð sú að flutningsmagn félagsins hafi aukist á fjórðungnum og nýting siglingakerf- is félagsins hafi batnað. Auk þess hafi að- halds- og hagræðingaraðgerðir félagsins á undanförnum misserum farið að skila sér. Eimskip ehf. skilaði 368 milljóna króna hagnaði af rekstri á fyrstu níu mánuðum árs- ins 2003. Afkoma starfseminnar batnaði verulega á þriðja ársfjórðungi en á fyrstu sex mánuðum ársins nam hagnaðurinn 117 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld, EBITDA, jókst ennfremur verulega á þriðja ársfjórðungi og fór úr 570 milljónum í 1.167 milljónir króna. Afskriftir Eimskips á níu mánaða tímabilinu námu hins vegar 742 milljónum en veltufé frá rekstri var rétt rúm- ur einn milljarður króna. Eimskipafélagið gerir ráð fyrir að um við- varandi bata sé að ræða á flutningastarfsemi félagsins vegna aukins innflutnings og lækk- unar kostnaðar hjá félaginu. Afkoma Eimskips batnaði verulega  Eimskipafélagið/4 UNGUR drengur og kona létust þeg- ar fólksbifreið fór út af veginum og valt nokkrar veltur skammt frá bæn- um Viðvík í Hjaltadal á fimmta tím- anum síðdegis í gær. Fimm voru í bílnum; þrjár konur og tveir drengir. Móðir piltanna ók bílnum þegar slys- ið varð. Konan sem lést var að öllum lík- indum þýsk en það hafði ekki verið staðfest í gærkvöldi. Drengurinn sem dó var á aldrinum 6–8 ára en bróðir hans er eldri. Hann og móðir hans sluppu tiltölulega lítið meidd. Þriðja konan var flutt með sjúkraflugvél frá Sauðárkróki til Reykjavíkur og lögð inn á Landspítalann mikið slösuð. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki voru konurnar nemendur í Hólaskóla, líklega á leið suður til Reykjavíkur. Engin hálka var á veg- inum þegar slysið varð. Þar er tví- skipt blindhæð en ekki er vitað um orsök útafakstursins. Morgunblaðið/Björn Björnsson Fólksbifreiðin stöðvaðist á hvolfi nokkru frá veginum eftir velturnar. Drengur og kona létust í bílveltu HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Sölufélag garð- yrkjumanna, Banana ehf. og Eignarhaldsfélagið Mötu í alls 47 milljóna króna sekt fyrir brot á samkeppnislögum með ólögmætu samráði um verð og markaðsmál. Sölufélag garðyrkjumanna fékk hæstu sektina, 25 milljónir króna, Bananar 17 milljónir og Mata 5 milljónir króna. Í héraði voru fyrirtækin dæmd til að greiða 20, 14 og 3 milljónir króna. Hæstiréttur telur að samkeppnisráð hafi nægilega sannað að fyrirtækin þrjú hafi gripið til samstilltra aðgerða í andstöðu við þá grein sam- keppnislaga sem kveður á um bann við hvers konar samvinnu milli fyrirtækja á sama sölustigi, sem ætlað er að hafa áhrif á eða geti haft áhrif á verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Þá stað- lækkaði sektirnar um 55% eða niður í 47 milljónir króna. Þegar málinu var skotið til héraðsdóms lyktaði því með staðfestingu á því að fyrirtækin hefðu átt með sér ólöglegt samráð en sektirnar voru lækkaðar alls um 10 milljónir króna. Hæstiréttur féllst ekki með grænmetisfyrir- tækjunum á að málsmeðferðarreglur stjórn- sýslulaga hefðu verið brotnar við meðferð máls- ins fyrir samkeppnisyfirvöldum þannig að ógilda ætti málsmeðferðina. Taldi Hæstiréttur að við meðferð málsins fyrir samkeppnisráði hefði ver- ið brotið gegn andmælarétti Sölufélags garð- yrkjumanna og Ágætis en úr því hefði verið bætt. festi Hæstiréttur einnig þá niðurstöðu héraðs- dóms að Sölufélag garðyrkjumanna og Ágæti, sem síðar sameinaðist Banönum, hefðu brotið gegn þeirri grein samkeppnislaganna sem bann- ar fyrirtækjum og stjórnarmönnum þeirra að ákveða samkeppnishömlur eða hvetja til hindr- ana. Samfelld brotastarfsemi til 1999 Hæstiréttur segir fyrirtækin hafa stundað samfellda brotastarfsemi, sem ekki hafi lokið fyrr en við upphaf rannsóknar samkeppnisyfir- valda 24. september 1999. Samkeppnisráð lagði alls 105 milljóna kr. stjórnvaldssektir á fyrirtæk- in árið 2001 og staðfesti áfrýjunarnefnd sam- keppnismála í meginatriðum þá niðurstöðu, en Hæstiréttur telur ólöglegt samráð grænmetisfyrirtækjanna sannað 47 milljóna kr. sekt fyrir brot á samkeppnislögum  Samkeppnisbrot/6 STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar- innar, segir það hafa komið sér nokk- uð á óvart að Margrét Frímannsdótt- ir hafi hug á að bjóða sig fram á móti honum í embætti formanns fram- kvæmdastjórnar á landsfundi flokks- ins. Hann hafi haldið að ákvörðun Margrétar, að sækjast ekki eftir því að sitja áfram sem varaformaður stjórnar Samfylkingarinnar, hafi bent til að hún vildi létta af sér álagi sem fyrsti þingmaður Sunnlendinga. Eng- inn hafi boðið sig fram gegn henni í það embætti. Margrét segist ætla að tilkynna það í dag hvort hún hyggist bjóða sig fram. Hún hafi ekki gert upp hug sinn og sé að skoða málið. Töluvert stór hópur fólks hafi hvatt hana til þess að fara í framboð því það vilji ekki að hún láti af störfum í forystu flokksins. Vilji Margrét vera áfram í forystu- sveit Samfylkingarinnar bendir Stef- án á að verði lagabreyting, sem liggi fyrir landsfundi, samþykkt muni nýtt embætti ritara stjórnar fá umtals- verða pólitíska vigt. Það sé ákjósan- legri vettvangur fyrir Margréti en að vera formaður framkvæmdastjórnar- innar. Margir líti einnig á fram- kvæmdastjórnina sem vettvang al- mennra flokksfélaga til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og tryggja ákveðið jafnvægi við þing- flokkinn. Þessi aðskilnaður milli al- mennra flokksmanna og forystusveit- ar á Alþingi sé mörgum mjög dýrmætur. Hinir sömu segi ekki rétt að þingmaður öðlist þar svo mikla vigt að vera einnig formaður fram- kvæmdastjórnarinnar. Samstarfsmaður Margrétar Stefán segist hafa verið mikill sam- starfsmaður Margrétar um árabil. Hann hafi starfað með henni að stofn- un flokksins og stutt hana í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Fyrir það hafi hann hlotið nokkur pólitísk högg. Að sjálfsögðu muni hann hlusta á forsendur hennar en hafi ekki ennþá áttað sig á tilgangi framboðs- ins. Margrét telur að áskoruninni sé ekki beinlínis beint gegn Stefáni Jóni. Fólk vilji einfaldlega sjá meiri breidd í forystunni og bendi á að ekki sé gott að þar séu allir úr sama kjördæmi, Reykjavík norður. Aðspurður segir Stefán kært á milli sín og Margrétar og því erfitt að sjá þetta beinast gegn sér persónu- lega. Sumir vilji láta þetta líta út sem eitthvert uppgjör við arm Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur innan flokksins. Það sé andstætt stöðu hans innan Samfylkingarinnar því hann hafi ekki talið sig húskarl hjá neinum. Stefán minnir á að landsfundar- fulltrúar velji fólk í trúnaðarstörf og ákveði framvindu mála. Hann vilji ekki gera samninga fyrirfram fyrir hönd þeirra þó að einhverjum detti það í hug. Ekki enn ljóst hvort kosið verður um formann framkvæmda- stjórnar á landsfundi Samfylkingarinnar á morgun Embætti ritara ákjós- anlegra fyrir Margréti FYRSTI sameiginlegi blaðamanna- fundur Landsvirkjunar og verk- taka sem standa að Kárahnjúka- virkjun var haldinn í vinnubúðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka í gær. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði framkvæmd- ina standast tímaáætlun að mestu. Hjáveitugöng við stífluna eru að mestu tilbúin og styttist í að ánni verði veitt þar í gegn. Unnið er við gangagerðina á sólarhringsvökt- um. Nýjar vinnubúðir og vélahús Impregilo eru á lokastigi og vinna við stíflustæðið er líka í fullum gangi. Impregilo hefur um 800 starfsmenn á sínum snærum, þar af um 300 Íslendinga en aðrir eru frá 24 ólíkum þjóðlöndum.Morgunblaðið/Sunna Hjáveitu- göngin á lokastigi KONA var flutt með sjúkrabifreið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Ísafirði seint í gærkvöldi eftir bílveltu á Hjallavegi við Suðureyri. Ekki var ljóst hversu alvarlega konan var slösuð en hún kastaðist út úr bíl sínum þegar hann valt út af veginum og stöðvaðist ekki fyrr en eftir margar veltur. Lögreglunni var tilkynnt um slysið klukkan 22:24. Fljúgandi hálka var á veginum þegar slysið varð en mjög brattur vegkantur er þar sem bíllinn fór út af. Stað- næmdist hann í húsgarði neðan við veginn. Slasaðist í bílveltu við Suðureyri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.