Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 9

Morgunblaðið - 31.10.2003, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31|10|2003 | FÓLKÐ | 9 Skíragull og silfur er ekki það eina sem hægt er að nota í skartgripi. Plast hefur átt vin- sældum að fagna að undanförnu í bæði arm- böndum og eyrnalokkum enda er það í stíl við tísku sjöunda áratugarins en föt í þeim anda hafa fengið nýtt líf þetta haustið. Plast- ið er ódýrt efni og þarf ekki að kosta miklu til að lífga upp á gömul föt með nýjum fylgi- hlutum úr plasti. Ágætis úrval er af glingri af þessum toga í versluninni Ice in a bucket. Plastskartgripir eru kannski ekki fyrir al- vörugefna en fyrir unglinga og unga í anda eru þeir alveg kjörnir til að bregða á leik. |ingarun@mbl.is BLAND Í POKA PLAST LÍTUR VEL ÚT Í LITUM SEM MINNA Á NAMMIÚR- VAL Í ÍSLENSKRI SJOPPU. BLEIKT ER STELPULEGT OG GULI LITURINN SÁST VÍÐA Á NÝAF- STÖÐNUM TÍSKU- VIKUM OG KEMUR LÍKLEGA STERKUR INN Í VOR. PASSAR VEL VIÐ FALLEGT BROS OG GLAÐAN HUGA. STÍLHREINT SVART OG HVÍTT ER FLOTT FYRIR ÞÁ SEM EKKI VILJA VERA OF LITAGLAÐIR OG GEFUR PLASTINU GLÆSI- LEGRA YFIRBRAGÐ. AL- VEG Í ANDA SJÖUNDA ÁRATUGARINS ÞAR SEM SVART OG HVÍTT VAR MIKIÐ NOTAÐ. PASSAR VEL VIÐ STUTTU PILSIN SEM ERU SVO MIKIÐ Í TÍSKU. FRÁ SÝNINGU BLU- NAUTA Í MÍLANÓ Á DÖGUNUM Á TÍSK- UNNI FYRIR NÆSTA VOR OG SUMAR. ÞAÐ LÍTUR ÚT FYR- IR AÐ SKARTGRIPIR ÚR PLASTI HALDI VELLI ENN UM SINN. ALLT Í PLASTI M or gu nb la ði ð/ Ji m S m ar t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.