Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 1
Júgíó frá Japan LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 mennskuna og nú er kennt að spila með Yu- gi-oh á laugardögum í NEXUS og haldin eru mót á föstudögum og stundum á sunnudög- um. Til stendur að NEXUS setji upp netsíðu með spilareglum Yu-gi-oh á íslensku. Vinirnir Ægir James og Þór Örn Flygen- ring eru spenntir fyrir spilunum og eru sam- an í að safna þeim. Þeir hafa komið sér upp vænu safni og fara oft með strætó til að verða sér úti um spilin góðu. Stundum liggur leiðin í Kolaportið því þar fæst spænska útgáfan af Yu–gi–oh sem er ódýrari en sú enska. Ægir fer stundum í NEXUS til að spila en Þór er að læra kúnstina. Morgunblaðið/Sverrir Vinirnir Ægir James og Þór Örn Flygenring. eru gædd töframætti. Aðrir sækjast eftir djásnunum og því er þetta eilíf barátta og auðvitað stefnir aðalhetjan að því að verða besti spilarinn. Spilin fást m.a. í NEXUS og þar fengust þær upplýsingar að fleiri og eldri krakkar spiluðu Yu-gi- oh heldur en t.d. Pókemon. Eftir að Stöð 2 hóf að sýna teiknimyndirnar um Yu-gi-oh kom kippur í spila- Nýjasta æðið í spilaheiminum eru kortaspilin Yu-gi-oh (borið fram júgíó). Spilin eru fram- leidd af tölvuleikjarisa í Japan og sama grunnhugmyndin liggur að baki: Teiknimyndir eru sýndar í sjón- varpi með þeim persónum sem eru á kortaspilunum og einnig eru framleiddir tölvuleikir með þeim. Aðalsöguhetjan í myndinni kemst yfir forn spil sem eru dýrmæt því þau  TÓMSTUNDIR H EKLUNÁLIN lék í höndunum á Pétri Guðmundssyni þegar hann var fimm ára og síðan hefur handavinna verið honum hugleik- in. Hann er þrjár vikur með eina ullarpeysu með norsku mynstri, snarar fram nokkurra fermetra bútasaumsteppi á nokkrum dögum og grípur í útsauminn þess á milli. Þetta er þó bara tómstundagaman því Pétur er í fullri vinnu sem tæknimaður hjá Ríkissjón- varpinu en hann er rafeindavirki og vélfræð- ingur að mennt. Hann hefur ekki tíma til að grípa í handavinnuna í vinnunni en tekur til við hana að loknum vinnudegi. Í vinnunni kemur hann m.a. að beinum útsendingum og tekur á móti öllum fréttasendingum utan af landi og einnig utan úr heimi. Pétur þarf því að skoða fréttaefni sem oft getur verið ógeðfellt og jafn- vel ekki sýningarhæft í sjónvarpi. „Ég reyni að taka vinnuna ekki með mér heim en handavinnan dreifir huganum þegar heim er komið,“ segir sá afkastamikli og smeygir sér í nýjustu ullarpeysuna sem er árgerð 2004 frá norska merkinu Dala. Alls hefur Pétur prjónað 24 ullarpeysur, bæði með norsku mynstri og annars konar, eins og eftir handavinnumanninn fræga Kaffe Fassett. Sjónminni en ekki námskeið Upphafið að handavinnuáhuga Péturs má rekja til saumaklúbbs hjá móður hans fyrir 46 árum þegar Pétur var 5 ára. Þar sátu konurnar og hekluðu og Pétur fylgdist grannt með. Þegar þær voru farnar greip hann heklunál og garn og byrjaði og hefur ekki hætt í handavinnu síðan. „Ég hef lært þetta með sjón- og heyrnarminni og svo síðar af blöðum og bæklingum,“ segir Pétur sem á síðari árum hefur þó farið á sauma- námskeið og hellt sér út í bútasaum. Þegar hann byrjar á stykki eins og peysu, bútasaumsteppi eða útsaumi, hefur hann ekki ákveðið hvert það fer, nema í undantekning- artilfellum. Peysurnar hafa margar farið til ætt- ingja og vina, sem og útsaumur og bútasaums- teppi. „Þetta verður sextugsafmælisgjöf,“ segir hann og bendir á fallegt bútasaumsteppi sem er greinilega vel sniðið og vandað. Sjö fermetra bútasaumsteppi Saumavélin hans Péturs er heldur ekkert slor, tölvustýrð vél sem hann notaði föðurarfinn til að kaupa fyrir fimm árum. „Hún er algjör vinnuþjarkur og ég get næstum því skilið hana eftir með saumaskapinn.“ Hægt er að tengja saumavélina við tölvu, hanna mynstur og láta hana sauma. Hún hefur a.m.k. gert sitt gagn við að sauma saman teppið sem Pétur vinnur að um þessar mundir og verður að lokum 7,01 fm að stærð enda er stofan hans undirlögð þegar hús- ráðandi situr við saumaskapinn þar sem sófinn og sófaborðið er vinnuaðstaðan. „Ég þekki ekk- ert annað,“ segir hann glaðbeittur. Pétur segir þetta áhugamál ekki endilega dýrt miðað við margt annað. „En maður má heldur ekki horfa bara í peningana.“ Hann segir að handavinnan gefi sér mikið. „Það léttir lífið að setjast niður og búa eitthvað til, fá útrás fyrir sköpunargleðina.“ Hann segist bara líta á handavinnuna sem áhugamál en hún er samt bara eitt af mörgum. Pétur lærði ballett í æsku og var lengi í dansi. Hann er líka áhugaljós- myndari og með einkaflugmannspróf og því ábyggilegt að hann skortir ekki verkefni í tóm- stundum. Handavinna dreifir huganum Morgunblaðið/Ásdís Afslöppun: Vestið prjónaði Pétur eftir mynstri Kaffe Fassett og hér situr hann við að sauma út. Það dreifir huganum. Morgunblaðið/Ásdís 24 peysur: Nýjasta peysan úr smiðju Péturs, 2004 árgerðin af ull- arpeysu með norsku mynstri. Mynstur: Pétur hefur saumað all- mörg bútasaumsteppi með mismun- andi mynstrum. Upphafið að handavinnuáhug- anum má rekja til saumaklúbbs móð- ur Péturs þegar hann var 5 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.