Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E LDHUGI er það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar rætt er við Óskar Einarsson um gospeltónlist. „Gospel er gleðigjafi,“ segir hann, „fyrir mér er hún lífsstíll og sönn lífsfylling“. Óskar ætti að vita hvað hann syng- ur þegar gospeltónlistin er annars vegar. Hann hefur um árabil verið leiðandi tónlistarmaður á þessu sviði hér á landi, bæði sem tónlistarstjóri Fíladelfíu og stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur, auk þess sem hann hef- ur ferðast um landið og haldið gosp- elnámskeið með kirkjukórum og öðru áhugafólki um sönglist og boðun fagnaðarerindisins. „Þjónið drottni með gleði og komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng,“ segir í Biblíunni og um það snýst málið, enda jafnan sungið af tilfinningu og innlifun í gospelkórum. Gospeltónlistin hefur þó víðari skír- skotun en eingöngu trúarlega því hún er heillandi tónlistarform þar sem saman koma ýmsir straumar og stefnur dægurtónlistar. Óskar sest við píanóið og gefur nokkur tóndæmi þar sem djass, blús og bandarísk sveitatónlist renna saman í eitt og úr verður gospel. Hér er greinilega ekki komið að tómum kofunum enda hefur maðurinn stúderað tónlist frá blautu barnsbeini og er með meistarapróf í útsetningum og tónsmíðum frá há- skólanum í Miami í Bandaríkjunum: „Þótt gospeltónlistin eigi rætur í ýmsum tónlistarstefnum er hún í sjálfu sér sjálfstætt tónlistarform,“ segir Óskar um leið og hann leikur lagstúf af fingrum fram með hinum ýmsu blæbrigðum. „Hljómaferlið og takturinn skera sig úr og raddsetn- ingin er öðruvísi í gospelsöng en í hefðbundnum kirkjusöng. Hún er yf- irleitt þriggja radda og þéttari en í venjulegum kórsöng og það sem skiptir sköpum auðvitað er að það er sungið af meiri innlifun og gleði.“ Átti að fara svona Óskar er fæddur og uppalinn á Ak- ureyri og ólst upp í tónlistinni með Hjálpræðishernum þar nyrðra. Amma hans og afi, Ingibjörg Jóns- dóttir og Óskar Jónsson og foreldrar hans, Rannveig Óskarsdóttir og Ein- ar Björnsson, hafa alla tíð verið virk í starfinu og því má segja að Óskar hafi drukkið í sig trúræknina með móð- urmjólkinni. Á barnaskólaárunum var hann í tónmennt hjá Ingimar heitnum Eydal og söng í barnakórnum hjá honum. „Ingimar hafði mikil áhrif mig og minn tónlistaráhuga,“ segir Óskar þegar hann rifjar upp bernskuárin fyrir norðan. „Ég byrjaði sex ára að læra á blokkflautu og píanó og hélt því sleitulaust áfram þar til ég varð þrettán ára. Þá tók ég mér hvíld frá tónlistarnámi í fjögur ár og hellti mér út í íþróttir, spilaði fótbolta, hand- bolta og badminton. Ég var á tímabili að hugsa um að leggja fótboltann fyr- ir mig, en þá slasaðist ég. Liðþófinn rifnaði mjög illa og ég hef stundum velt því fyrir mér hvort guð hafi þarna gripið inn í, þótt það sé kannski ljótt að segja það, að hann hafi beinlínis komið því svo fyrir að ég slasaðist. En ég er sannfærður um að þetta átti að fara svona. Ég þjóna guði miklu betur sem tónlistarmaður en ég hefði gert sem íþróttamaður.“ Óskar kveðst um svipað leyti hafa farið að spila eftir eyranu í sunnu- dagaskólum og á samkomum hjá Hjálpræðishernum. „Ég gerðist þar kórstjórnandi fjórtán ára gamall. Þetta var lítill unglingakór og ég spil- aði undir og stjórnaði kórnum, undir handleiðslu ýmissa foringja í Hjálp- ræðishernum, sem héldu mér við efn- ið. Afi og amma, Imma og Óskar, eru vel þekkt innan Hjálpræðishersins og mamma leiðir nú starfið fyrir norðan. Afi er nýlátinn, en hann fékk meðal annars Fálkaorðuna fyrir nokkrum árum fyrir störf sín að líknarmálum. Amma er hins vegar hin hressasta og gerir mikið af því að heimsækja „gamla fólkið“, sem hún kallar svo, þótt sjálf sé hún eldri en þetta fólk. Þessi andi sem ríkti á heimilinu hafði auðvitað mikil áhrif á mig og öll mín lífsviðhorf og hefur sjálfsagt átt mik- inn þátt í að leiða mig inn á þá braut sem ég hef gengið eftir að ég varð fullorðinn,“ segir Óskar. „Ég var þrettán ára gamall þegar ég kynntist fyrst gospeltónlist,“ segir Óskar þegar við beinum talinu að ör- lagavöldum hans á tónlistarsviðinu. „Það var maður í Hjálpræðishernum á Akureyri sem gaf mér kasettu sem á var gospeltónlist með Andrae Crouch. Segja má að með þessu hafi opnast fyrir mér nýr tónlistarheimur, sem ég hef síðan lifað og hrærst í. Það skemmtilega við þetta er að ég átti síðar eftir að kynnast Andrea Crouch, hann kom hingað til lands árið 1997, og þá rættist langþráður draumur. Ég spilaði þá með honum og valdi með stuttum fyrirvara í blandaðan kór, sem söng með og segja má að það hafi verið upphafið að stofnun Gosp- elkórs Reykjavíkur. Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum, á árunum 1997 til 1999, fór ég í tónleikaferð til Los Angeles, með norskum gospelkór, og spilaði þá fyrir Andrea Crouch. Í þeirri tónleikaferð spilaði ég á saxó- fón og þverflautu.“ Spilað fyrir Ingimar Óskar stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri, á tónlistarbraut, og lauk stúdentsprófi árið 1987. Ári síðar endurvakti hann kór MA og stjórnaði honum í fjögur ár, þar til hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1991. Jafnframt stjórnaði Óskar ung- lingakór Hjálpræðishersins á Akur- eyri og fór meðal annars í tónleika- ferð með kórinn til Noregs, þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Bente, en þau eiga þrjú börn, Björn Inga, 11 ára, Bryndísi Rut, 8 ára og Óskar Andreas, 3 ára. „Ég tók þátt í uppfærslu Leik- félags Akureyrar á söngleiknum Kysstu mig Kata, stjórnaði þar æf- ingum á tónlistinni og spilaði á sýn- ingum, en Jakob Magnússon, Stuð- maður, var tónlistarstjóri. Tíu árum síðar tók ég svo þátt í sama verkefni hjá Leikfélagi Reykjavíkur og útsetti og stjórnaði tónlistinni í þeirri upp- færslu.“ Sem píanóleikari er Óskar jafnvíg- ur á ýmsum ólíkum sviðum tónlistar- Óskar Einarsson er jafnvígur á ýmsum ólíkum sviðum tónlistarinnar þótt hann taki gospeltónlist fram yfir allt annað. Óskar Einarsson hefur víða komið við á tónlistarsviðinu, en tekur þó gospeltón- listina fram yfir allt annað. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig sú tónlist náði tökum á honum og hefur síðan veitt honum sanna lífsfyllingu. Gospeler lífsstíll PABBASTELPUR takið eftir: Feður vonast í laumieftir sonum, var fyrirsögn í The Sunday Times ný-verið, þar sem greint var frá niðurstöðum rann- sókna, er sýna að karlar sæki síður um skilnað ef þeir eiga syni og giftist frekar barnsmóður sinni beri hún dreng undir belti. Vesturlandabúar líta þær þjóðir, sem taka drengi fram yfir stúlkur, oft hornauga. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknar tveggja bandarískra hagfræðinga er þó ekki allt sem sýnist í löndum, þar sem jafnrétti hefur verið tal- ið í hávegum haft. Sýndu þeir fram á að því fleiri stelpur sem eru í fjölskyldu því meiri líkur eru á skilnaði. Jafnvel rannsakendurnir sjálfir, þeir Enrico Moretti frá Kaliforníuháskóla og Gordon Dahl frá Rochester-háskóla í New York eru hneykslaðir á niðurstöðunum, enda á Dahl sjálfur dætur. Samt fara niðurstöður þeirra saman við bandarískar kannanir frá 1944–2000, sem sýna að foreldrar vilja fremur stráka en stelpur. Nokkrar ástæður hafa verið nefndar, t.d. að feður telji syni sína þurfa karlfyrirmynd. Einnig eru dætur sagðar betri félagsskapur fyrir móðurina en synir og slíkt geri skilnað auðveldari. Þá er einnig talið að í óhamingju- sömum hjónaböndum dragi faðirinn oft úr samskiptum við dætur sínar, svo og að þær taki málstað móðurinnar, auk þess sem feðrunum finnist þeir ekki geta gert eins margt með dætrum sínum og sonum. Dahl hefur líkt nið- urstöðunum við „Henry VIII“-heilkenni, en hann skildi við fyrstu konu sína og lét aflífa aðra konu sína því báðar báru honum dætur. Sú þriðja fékk réttar tölur í fæðing- arbingóinu og fékk að lifa. Til stuðnings niðurstöðunum tók The Sunday Times sem dæmi skilnað Kate Winslet eftir fæðingu dóttur sinnar og skilnað Bruce Willis og Demi Moore, sem eiga þrjár dætur. Rannsókn hagfræðinganna leiddi í ljós að foreldrar sem eiga eina dóttur eru 4,44% líklegri til að skilja en þeir sem eiga einn son. Hjón sem eiga þrjár dætur eru 8,6% líklegri að hætta saman en þau sem eiga jafn marga drengi. Ógiftar, ófrískar konur, sem vita að þær ganga með dreng, eru þá 0,55% líklegri til að giftast föðurnum. Pabbastelpur ávísun á skilnað Reuters Fráskilda parið Demi Moore og Bruce Willis ásamt dætrum sínum. Nýleg rannsókn bendir til þess að karl- menn sæki síður um skilnað ef þeir eiga syni en dætur. s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m ÞURRIR OG HEITIR FÆTUR Í BARNASKÓM FRÁ ECCO Ecco Kids 73992-3 Stærðir: 27-40 Litir: Svart og silfur Ecco Kids 70271-3 Stærðir: 22-40 Litir: Svart, vínrautt og rautt Ecco Kids 70301-3 Stærðir: 22-40 Litir: Blátt, silfur, svart og rautt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.