Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 B 3 innar og leikur jöfnum höndum klass- ísk píanóverk, djass, blús eða jafnvel rokktónlist þegar svo ber undir. Hann er spurður um hvort það hafi aldrei togað í hann að fara út í hljóm- sveitabransann. „Jú, það voru mikil innri átök. Finnur Eydal gekk á eftir mér í tvö ár, að koma í hljómsveitna sína fyrir norðan. Ég þótti líklega álitlegur liðs- maður þar sem ég spila einnig á saxó- fón og get sungið. Ég viðurkenni að mig dauðlangaði að prófa þetta, en einhverra hluta vegna streittist ég alltaf á móti. Foreldrar mínir löttu mig frekar en hvöttu í þessum efnum, þau bönnuðu mér það ekki, en þeirra orð höfðu líklega þau áhrif að ég hef aldrei spilað í danshljómsveit. Ég hef þrisvar á ævinni spilað á böllum og það var þegar Ingimar Eydal hringdi í mig og bað mig um að leysa sig af. Ég leysti hann líka stundum af á jóla- böllum, þegar hann var búinn að tví- bóka sig. Við Ingimar vorum mjög nánir vinir og hann hafði alla tíð mikla trú á mér sem tónlistarmanni. Ég heimsótti hann nokkrum dögum áður en hann dó og spilaði þá fyrir hann Over The Rainbow. Hann var þá orð- inn mjög veikur og komst ekki niður þar sem píanóið var, en bað mig samt um að spila fyrir sig. Þegar ég hafði lokið við lagið sagði hann: „Þú spilar þetta eins og Guðmundur Ingólfsson, kannski örlítið of djassað fyrir minn smekk. Ég vil hafa þetta einfaldara.“ Hvaðan koma djassáhrifin í spila- mennskunni hjá þér? „Þegar ég var sautján ára kynntist ég Edward Fredriksen, sem stjórnar núna Stórsveit FÍH og spilar á bás- únu í Stórsveit Reykjavíkur. Hann kveikti í mér með djassinn og kenndi mér djasshljóma. Þá uppgötvaði ég hversu djass og gospeltónlist eru ná- tengd, bæði hljómasamsetningin og sveiflan.“ Hefðbundin messa og létt gospelsveifla Óskar hefur verið tónlistarstjóri Fíladelfíu frá árinu 1992, að undan- skildum þeim tveimur árum sem hann stundaði tónlistarnám í Banda- ríkjunum. „Samhliða starfinu hjá Fíladelfíu starfaði ég í Borgarleikhúsinu, spilaði þar í anddyrinu fyrir sýningar og í hléum, þrjú til fjögur kvöld í viku, og aðstoðaði við æfingar á söngatriðum, greip þá í píanóið þegar á þurfti að halda.“ Fljótlega eftir að Óskar kom heim frá Bandaríkjunum fór hann að ferðast um landið til að halda nám- skeið í gospeltónlist og hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig sam- eina má gospeltónlist og hefðbundna messugjörð: „Ég hef stundum viðrað þá skoðun mína opinberlega að þjóðkirkjan þurfi nauðsynlega að fara að létta svo- lítið á messugjörðinni, og raunar heyrast þær raddir víða meðal leik- manna og gerast sífellt háværari. Nú er líka svo komið að í flestum kirkjum er farið að halda svokallaðar „létt- messur“, en krafan um að gera léttari tónlist að föstum lið í messum eykst stöðugt. Með þessu námskeiðahaldi vil ég leggja mitt lóð á vogarskálina með leiðbeiningum um hvernig gosp- eltónlist getur nýst í þessum efnum, því það er ekki sjálfgefið að menn viti hvernig þessi tónlist virkar. Menn þurfa að læra þetta eins og flest ann- að. Menn verða að læra hvernig hægt er að túlka þessa tónlist með tilfinn- ingu og af innlifun. Eins og ég sagði þá er gospeltón- listin gleðigjafi og fyrir mér sönn lífs- fylling. Þetta er bara mín lofgjörð. Allir sem taka þátt í að flytja þessa tónlist upplifa þetta sama, því hún er svo sönn og fyllir hjartað af kærleika og gleði. Ég hef líka fundið, hvar sem ég hef komið, að þessi tónlist gefur fólki geysilega mikið, hvort heldur menn eru beinir þátttakendur í söngnum eða bara með því að hlusta á hana. Í flestum tilvikum hafa prest- arnir verið mjög jákvæðir gagnvart þessu og jafnvel organistarnir líka, en auðvitað má finna dæmi um að menn hafi tekið þessu með varúð og fundist jafnvel að verið sé að hrófla við göml- um gildum. En þetta tvennt getur vel farið saman, hefðbundin messugjörð og létt gospelsveifla. Auðvitað eigum við að halda í gömlu fallegu sálmana okkar, en það má vel hafa léttari tónlist með í bland, án þess að hátíðleikinn raskist. Gosp- elið er tilvalið til að létta aðeins and- rúmloftið í kirkjunum og fá fólk til að taka virkari þátt í söngnum. Ég er viss um að tónlistin á sinn þátt í því hversu fjölsóttar samkomurnar hjá Fíladelfíu eru, en þar er yfirleitt troð- fullur salur, 300 til 400 manns, á hverjum sunnudegi.“ Hápunktur starfsins Óskar hefur komið víða við á tón- listarsviðinu. Hann lauk blásarakenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1995 og hefur undanfarin ár kennt við tónlistarskóla FÍH. Hann hefur útsett og stjórnað upp- tökum á geisladiskum, meðal annars þremur síðustu sólódiskum Páls Rós- inkranz. Óskar hefur ennfremur unn- ið tónlist fyrir útvarp og sjónvarp, þar á meðal áramótaskaupin 1995 og 1996, og samið tónlist við barnaleik- ritið Móglí, svo fátt eitt sé nefnt. Sem tónlistarstjóri Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík og stjórnandi Gospelkórs Fíladelfíu hefur hann sett upp fjölda tónleika, sem meðal annars hafa verið sýndir í Ríkissjónvarpinu. Óskar er stofnandi og stjórnandi Gospelkórs Reykjavíkur sem hann segir vera eitt mesta „ævintýri“ sem fyrir hann hafi borið á lífsleiðinni. „Ákveðið var að halda mikla gosp- eltónleika á Kristnihátíðinni á Þing- völlum árið 2000 og ég var beðinn um að skipuleggja og stjórna þessum tón- leikum. Þá stofnaði ég formlega Gospelkór Reykjavíkur og kjarninn var fólkið sem ég hafði hóað saman til að syngja með Andrae Crouch á sín- um tíma, auk nokkurra fleiri, en kór- inn samanstendur af fólki úr hinum ýmsu kirkjudeildum á höfuðborgar- svæðinu. Þessi kór hefur æft og sungið sam- an síðan og nú er komið að hápunkti starfs okkar, tónleikunum í Háskóla- bíói (í dag, laugardag), sem haldnir eru til styrktar starfi Samhjálpar. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og teknir upp á mynddisk (DVD), með útgáfu í huga, ef guð lofar, en slík út- gáfa kostar auðvitað mikla peninga, sem við höfum ekki yfir að ráða. Þess vegna höfum við sótt um styrk í Kristnihátíðarsjóð, til að standa straum af útgáfu mynddisks og jafn- vel hljóðdisks. Ef af þessari útgáfu verður er ekki óhugsandi að koma þessum diskum á markað erlendis, en ágóðinn, ef einhver verður, mun allur renna til líknarmála. Í Gospelkór Reykjavíkur eru tæp- lega þrjátíu mjög reyndir söngvarar, fólk sem hefur áralanga reynslu af söng,“ segir Óskar ennfremur. „Auk þess koma fram landskunnir gesta- söngvarar og hljómsveitina skipa val- inkunnir hljómlistarmenn, sem allir hafa verið áberandi í tónlistarlífinu á Íslandi og eru að mínu mati þeir bestu sem völ er á hér á landi í þessari teg- und tónlistar. Og það þurfti ekki að ganga á eftir þeim að vera með, enda finnst þeim öllum þessi tónlist skemmtileg og gefandi. Tónlistin er sambland af svo mörgum tónlistar- stefnum, sem gaman er að fást við, og sameinast í gospelinu. Ekki má held- ur gleyma því að boðskapurinn í þess- um lögum fjallar um það sem er já- kvætt og skemmtilegt og þess vegna uppörvandi fyrir sálarlífið. Við erum því afar bjartsýn á þetta verkefni og göngum til leiks með gleði í hjarta.“ svg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Stjórnað af innlifun. Gospelkór Reykjavíkur á æfingu fyrir tónleikana í Háskólabíói. Snemma beygist krókurinn. Óskar við píanóið á öðru aldursári. Það var maður í Hjálpræð- ishernum á Akureyri sem gaf mér kasettu sem á var gosp- eltónlist með Andrae Crouch. Segja má að með þessu hafi opnast fyrir mér nýr tónlistar- heimur, sem ég hef síðan lifað og hrærst í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.