Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 B 7 hönnunarsýningunni „Salone Satel- ite“ í Mílanó á Ítalíu. „Ég og Gaby vinkona mín sýndum þarna „her- bergi“ sem við höfðum hannað. Þetta var dýrt ævintýri sem kostaði mig töluvert og að baki því lá mikil vinna. Við fengum mjög jákvæð viðbrögð frá stúdentum og öðrum sem hafa djúpan og einlægan áhuga á hönnun og list. Hins vegar gengu kaupendur stóru fyrirtækjanna framhjá okkur, en það var þeirra athygli sem við þurftum að ná. Þarna áttaði ég mig á að það geng- ur ekki að vera í hönnun eingöngu út frá listrænu sjónarmiði. Það er margt sem liggur að baki hönnunar, eins og húmor og jafnvel saga, og það er ljóst að hönnuðir nálgast viðfangsefnin með ólíku hugarfari. Ég vil hanna húsgögn, heimilistæki og hvers konar nytjavöru en ég ætla samt ekki að gleyma gleðinni sem þarf alltaf að vera til staðar í hönnun.“ Vill stofna eigið fyrirtæki í New York Hlynur veit vel hvað hann vill og hefur sótt um landvistarleyfi fyrir af- burðafólk til að geta starfað sjálfstætt í New York. „Þegar það er í höfn, sem ég á von á að verði fljótlega eftir ára- mót, stefni ég að því að stofna mitt eigið fyrirtæki. Ég tel að nú sé lag því mér virðist áhugi Bandaríkjamanna á hönnun vera að vakna aftur, en hann hefur verið í ládeyðu frá því þeir tóku ástfóstri við straumlínuna. Mikill áhugi fyrir hönnun lætur nú aftur á sér kræla og Bandaríkjamenn virðast einnig mjög uppteknir af merkjavör- um núna og það kemur sér líka vel.“ Hlynur er ákveðinn í að notfæra sér stöðuna og selja hugvitið sem hann býr yfir. „Það er ekkert lakara að vera frá Íslandi, ég sker mig úr fjöld- anum fyrir vikið og það skiptir máli þegar maður er að koma sér á fram- færi. Ég hef líka verið heppinn því ég hef fengið töluverða umfjöllun í blöð- um, bókum og tímaritum. Ég var til dæmis einn af fimmtán sem „Wall- paper“ valdi sem „People to look out for“, þ.e.a.s. þeir sem veðjað er á í framtíðinni og vert þykir að gefa gaum og fylgjast með. Allt kemur þetta sér vel í baráttunni, en það sem ég vil er að hanna hluti sem fara í fjöldaframleiðslu,“ segir Hlynur og heldur ótrauður í átt til framtíðar. Fataskápur Bandaríkin, heilsuþjóð. Mynstur hauslausra kvenna með fullkominn líkama minnir á netasokkabuxur. Þjóð sem er upptekin af heilsu og fegurð býður upp á stærstu matarskammtana á sama tíma og hún var fyrst til að bjóða sykurlausa gosdrykki, „cookie dough ice cream“ og heilsusamlegri sígarettur. TENGLAR ..................................................... www.atlason@atlason.com khk@mbl.is Bílskúrshurð Bandaríkin, bíla- þjóðin. Sameinar þær einstöku skreytingar sem einkenna amerískar bifreiðar. Viðarklæddan skutbíl og málaðar eldglæringar á amerískum „hot-rod“-kagga. Viðarlíki prentað á „formica“ var líka eitt einkenni bandarískra heimila sjöunda áratug- arins. "X hilla" Um 180 cm há frístandandi hilla úr ryðfríu stáli. Sýnd í Mílanó 2002. Hin hefðbundna hilla er brotin upp í marga fleti sem mynda eitt form. Hægt er að setja hluti á hana jafnt frá tveimur hliðum. Bókahilla Bandaríkin, sjón- varpsþjóðin. Fljót- andi í lausu lofti, stílfært, amerískt sjónvarpstæki. Hin slæmu áhrif sjón- varpsins eru ávallt í umræðunni, og þá ekki síst í sjón- varpinu. OPTI L- ZINC H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugt gæðazink FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.