Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.2003, Side 1
Laugardagur 1. nóvember 2003 Prentsmiðja Árvakurs hf. ÞEIR sem umgangast mikið dýr læra smám sam- an að lesa ýmislegt úr hegðun þeirra og hreyf- ingum. Þannig geta hestamenn til dæmis séð það á eyrum hesta, þegar þeir eru á hestbaki, hvernig skapi hesturinn er í og hvort hann sé pirraður eða áhugalaus. Þeir sem þekkja vel til páfagauka segja að það sé líka hægt að lesa ýmislegt úr hreyfingum þeirra og látbragði. Hér eru nokkrar ábendingar um táknmál þeirra:  Það merkir ekkert sérstakt þótt páfagaukar klóri sér í kollinum.  Þegar fuglarnir teygja fæturna aftur á bak og sperra klærnar og þegar þeir teygja vængina út í loftið eru þeir að teygja sig. Þetta er merki um að þeim líði vel.  Þegar þeir standa á einum fæti og kurra lágt er það merki um að þeim líði vel.  Þegar páfagaukar snúa höfðinu í hálfhring og fela höfuðuð undir vængnum líður þeim mjög vel.  Þegar fuglarnir bíta í fjaðrirnar eru þeir að snyrta sig.  Þegar páfagaukar hjúfra sig saman með úfnar fjaðrir eru þeir annaðhvort veikir eða mjög hræddir. Táknmál páfagaukanna Þ AÐ dreymir örugglega marga krakka um að eiga fullt af alls konar gælu- dýrum. Fæstir eru þó jafnheppnir og hún Ingibjörg Kristín Valsdóttir sem á bæði páfagauka, sem vilja helst af öllu sitja á öxlinni á henni, og mjúkan hund til að tala við og kúra hjá. Við hittum Ingibjörgu þar sem hún var með páfagaukana sína í Kringlunni og báðum hana um að sýna okkur gæludýrin sín og segja okkur frá þeim. „Ég á tvo fugla, hund, humra, fisk og snigla,“ sagði Ingibjörg þegar við vorum komin heim til hennar. Af hverju ertu með svona mörg dýr? „Það er bara svo gaman að hugsa um þau og kúra með þau. Svo er ég með humrana, fiskana og sniglana svo ég geti selt afkvæm- in.“ Hefurðu alltaf átt dýr? „Nei, ekki alltaf en oft. Við fengum fyrsta hundinn okkar þegar ég kom heim af fæðing- ardeildinni og svo áttum við hamstur, naggrís og fugla þegar ég var lítil. Ég fékk svo fyrsta dýrið, sem ég átti ein, þegar ég var þrettán ára.“ Hvaða dýr eru í mestu uppáhaldi hjá þér? „Hundurinn Rocco og ástargaukarnir sem heita Freyr og Matta. Ég fékk Frey í sept- ember eða október í fyrra og Möttu í sumar.“ Karlinn er miklu gáfaðari „Fyrst hélt ég að Freyr væri karl og kallaði hann Seif, svo hélt ég að hann væri kerling og kallaði hana Freyju. Ég komst svo loksins að því að hann er karl og nú kalla ég hann Frey. Þegar ég var orðin alveg viss um að hann væri karl ákvað ég að fá mér kvenfugl en fugl- inn sem ég fékk dó nokkrum dögum eftir að ég fékk hann. Ég fékk svo Möttu gefins í dýrabúðinni þar sem ég hafði keypt fuglinn sem dó.“ Ertu alltaf með fuglana á öxlinni? „Nei, ekki alltaf. Stundum eru þau í búr- unum sínum en þau eiga sitt hvort búrið. Ef þau eru saman í búri er bæði hætt við að þau verði leið hvort á öðru og að þau verði stygg- ari. Ég set þau stundum í sama búrið en það endar alltaf með þvílíkum slagsmálum ef ég hef þau lengi saman. Þegar þau eru hvort í sínu búrinu eru þau hins vegar glöð að hittast þegar þau fá að koma út. Annars er Freyr miklu gáfaðri en Matta og því er búrið hans alltaf opið þannig að hann getur farið út þegar hann vill. Hann fer samt aldrei út á næturnar en stundum á daginn þegar hann heyrir að það er einhver frammi.“ Lætur klippa flugfjaðrirnar Ingibjörg er oft með fuglana sína úti og þannig rákumst við einmitt á hana í Kringl- unni. Hún segir að það sé ekkert mál á sumrin og að þá fari hún oft með þá til vinkonu sinnar og á dýrarölt en það kallar hún það þegar hún fer í dýrabúðir, eða til dýralæknis eða hundasnyrtis. Á veturna fer hún þó bara með fuglana eitthvað stutt en þá þarf hún að hafa þá undir úlpunni sinni og passa vel að þeim verði ekki kalt. Ertu ekkert hrædd um að þau strjúki? „Nei, það er búið að klippa af þeim flugfjaðrirnar þannig að þau geta ekki flogið.“ Er ekki slæmt fyrir páfagauka að hafa ekki flugfjaðrir? „Nei, flugfjaðrirnar vaxa alltaf aftur og því þarf að snyrta þær reglulega til að halda fuglunum ófleygum. Annars vil ég hafa þá ófleyga af því að fuglinn sem bjó einu sinni á móti okkur var alltaf að fljúga út um gluggann. Við björguðum honum nokkrum sinum en einn daginn slapp hann út og kom aldrei aftur.“ En hvernig kemur hundinum og fugl- unum saman? „Ég fékk Rocco í vor þegar hann var níu mánaða. Fyrst gelti hann á Frey en svo var hann skammaður fyrir það og þá hætti hann því.“ Eru fuglarnir ekkert hræddir við hann? „Nei, alls ekki! Þeir halda að þeir séu stærri en hann.“ Er mikil vinna að hugsa um dýrin? „Já, svolítið! Það þarf að viðra hundinn mörgum sinnum á dag, gefa honum að borða og greiða honum. Svo þarf að gefa hinum dýr- unum að borða og þrífa búrin þeirra. Ég var líka með annan hund í sumar en varð að láta hann þar sem hann þurfti svo mikla hreyf- ingu. Ég hafði ekki tíma til að hugsa um hann.“ Hugsarðu alveg um dýrin sjálf? „Ég hugsa mest um þau sjálf en fæ stund- um hjálp frá foreldrum mínum.“ Hvar lærðirðu að hugsa um dýrin? „Bara af reynslunni. Bara með því að eiga dýr. Svo hef ég aðeins verið að lesa dýrabæk- ur en þó ekki mikið. Ég er líka mikið í dýra- búðum að skoða og fylgjast með.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg segir að hundinum Rocco og páfagaukunum komi vel saman. Ingibjörg með fuglana Frey og Möttu. Dýrastelpa í Grafarholti VIÐ fengum ábendingu frá barnalækni vegna umfjöllunar okkar um hjólabretti í síðasta blaði. Læknirinn sagði að það væri mjög mik- ilvægt að krakkar væru með hjálma og hlífar þegar þeir væru að renna sér á hjólabrettum þar sem það geti komið í veg fyrir að þeir meiði sig alvarlega þegar þeir detta eða verða fyrir öðrum óhöppum eins og alltaf getur gerst í íþróttum. Við hvetjum því alla hjóla- brettakrakka til að fara að ráðum læknisins og fá sér hjálma og hlífar. Vel varinn hjólabrettakappi. Öryggishlífar Svar: Þegar þeir eru ringlaðir. Hundar geispa ekki bara þegar þeir eru syfjaðir. Hvenær geispa þeir líka?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.