Morgunblaðið - 02.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 02.11.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Gallerý fiskur Máninn brennur á ný Safnplata með Rikshaw væntanleg Fólk 56 Með ferskan, góðan og ódýran fisk Sælkerinn 8 Hlýt að vera brjálaður Jónas R. Jónsson er umboðsmaður íslenska hestsins með meiru 24 ALLIR 23 nemendurnir úr 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Siglufjarðar sem tóku þátt í undan- keppni fatahönnunarkeppni grunnskólanna komust í úrslit í keppninni, en alls komust 68 í lokakeppnina af öllu landinu. Siglfirðingar munu því eiga þriðja hvern keppanda í úrslitunum. Grunnskólar af öllu landinu taka þátt í hönnunar- keppninni, sem byggist á því að hanna og teikna föt. Fyrir úrslitakeppnina, sem verður í Kringlunni næsta laugardag, eiga nemendur svo að sauma fötin. Að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, sem stendur fyrir keppninni, bárust mörg hundruð teikningar að fötum frá skólum hvaðanæva af landinu. „Það er greinilega mikil gróska í fatahönnun á Siglufirði,“ sagði Kolbrún um þetta háa hlutfall teikninga frá Siglufirði í úrslitum. Hún sagði að teikningarnar þaðan hefðu almennt verið það góðar að ekki hefði verið hægt annað en nota þær allar. Það er Guðný Fanndal, kennari á Siglufirði, sem stóð að framlagi nemenda þaðan. Guðný sagði að mikill áhugi hefði verið á þessari keppni en þema hennar nú er málshátturinn „nýta þú mátt þótt nóg hafir“. Það eru því reglur varðandi saumaskapinn á fötunum að engin aðkeypt efni séu notuð. „Við erum þess vegna að sauma úr sturtuhengjum, gömlum gallabuxum og öðru sem okkur dettur í hug að nýta,“ sagði Guðný. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi keppni er haldin en hún er m.a. styrkt af menntamálaráðu- neytinu og ÍTR. Allir Siglfirðingarnir fóru í úrslit í fatahönnunarkeppni Ljósmynd/Steingrímur Þær Hafey, Helen, Birgitta og Stefanía eru byrj- aðar að sauma fyrir úrslitakeppnina. LIÐSMAÐUR sprengjusérfræð- ingasveitar úr Bandaríkjaher nýtur fulltingis fjarstýrðs vélmennis við að gera meinta sprengju skaðlausa á götu í Shaab-hverfinu í Bagdad í gær. Í borginni gekk sá orðrómur í gær að fleiri sprengingar og aðrar aðgerðir herskárra andstæðinga hernámsins væru í vændum. Í dreifibréfi frá mönnum hollum Saddam Hussein var laugar- dagurinn lýstur „andspyrnudagur“ og kallað eftir allsherjarverkfalli. SPRENGJA, sem komið hafði verið fyrir við veg í Mosul í norð- urhluta Íraks, var sprengd í gær er bandarískur herbíll átti þar leið hjá. Tveir hermenn féllu. Rétt hálft ár er nú síðan George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri að mestu lokið. Á því hálfs árs tíma- bili hafa alls 122 bandarískir her- menn fallið í Írak, en 114 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í meginátök- um innrásarinnar, sem stóðu yfir í sex vikur fram til 1. maí í vor. Margir foreldrar héldu börnum sínum heima í höfuðborginni Bagdad í gær eftir að dreift hafði verið dreifibréfi, sem talið er að viða eins og vega- og fjarskipta- kerfis Íraks hafa hamlað viðleitni til að koma hjólum olíuiðnaðarins og þar með efnahagslífsins í gang. Powell vísar því á bug að Saddam stjórni aðgerðum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að engar traustar heimildir væru fyrir því að Saddam Hussein sjálf- ur ætti þátt í að samræma árásir á bandaríska hermenn í Írak, eins og fullyrt var í The New York Times í fyrradag. Þó hafa banda- rískar sérsveitir haldið fæðing- arbæ Saddams, Ouja við borgina Tikrit, í herkví síðustu daga. menn úr Baath-flokki Saddams Husseins standi á bak við, en í því var boðað að laugardagurinn yrði virkur „andspyrnudagur“ gegn hernámi Bandaríkjamanna. Snemma í gærmorgun sögðu vitni frá því að eldur hefði kviknað í olíuleiðslu um 15 km norður af Tikrit, heimaborg Saddams Huss- eins, en á þeim slóðum hefur and- staða við hernám bandamanna verið hörðust. Báru vitni að sprenging hefði heyrzt áður en lekinn kom að leiðslunni, sem benti mjög sterklega til þess að skemmdarverkamenn hefðu verið hér að verki. Skemmdarverk á olíuleiðslum og bágt ástand inn- Reuters Sprengju- hætta Fleiri setuliðs- menn falla í Írak Reuters Bandarískur hermaður hefur gætur á vettvangi í Bagdad í gær, með hríðskotafallbyssuna í skotstöðu. Árásum linnir ekki á setuliðið. Bagdad. AP, AFP. MORGUNBLAÐIÐ er 90 ára; það kom fyrst út hinn 2. nóvember 1913. Af því tilefni fylgir Morgunblaðinu í dag sérstakt 32 síðna afmælisblað. Í aðfaraorðum sínum segir Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs hf., m.a.: „Morgunblaðið byggir á hverjum tíma á þeirri arfleifð sem saga þess er. Saga blaðsins hefur verið bæði útgefendum og starfsfólki drifkraftur og hvatning og sagan geymir reynslu sem kynslóðir þeirra sem að blaðinu hafa staðið hafa byggt á. Útgáfa Morgunblaðsins í 90 ár endur- speglar ekki aðeins þjóðfélagsmynd hvers tíma heldur einnig metnað starfsfólks í störfum sínum sem og þróun við gerð blaðsins, vinnslu, dreifingu og sölu.“ Þar segir einnig: „Morgunblaðið hefur síðasta áratug sem fyrr þróast og tekið breytingum til að bæta aðgengi lesenda og auglýsenda og auka þjónustuna við þá. Þannig hafa bæði ýmis sérblöð séð dags- ins ljós, svo og dreifing eigin blaða og ann- arra með Morgunblaðinu farið vaxandi. Á síðastliðnu ári var útgáfudögum fjölg- að og í upphafi afmælisársins hófst útgáfa Morgunblaðsins á mánudögum. Samhliða tók blaðið nokkrum útlits- breytingum, ekki síst hvað varðar efnis- skipan innlendra og erlendra frétta á út- síðum. Á afmælisárinu hefur hafið göngu sína „Fólkið“, blað fyrir ungt fólk, sem fylgir Morgunblaðinu og síðast en ekki síst er fyr- irhuguð breyting á sunnudagsútgáfunni í nóvember með tímariti sem fylgja mun aðalblaði Morgunblaðsins.“ Í afmælisblaðinu eru samtöl við nokkra af forystumönnum í eigendahópi blaðsins og einnig nokkra starfsmenn þess, þar sem farið er vítt og breitt yfir starfsemi ein- stakra deilda. Einnig eru í blaðinu birt fá- ein brot úr samtölum eftir Matthías Jo- hannessen, ritstjóra og skáld, sem birtust í Morgunblaðinu á u.þ.b. 30 ára tímabili. Lýst er starfsdegi að hætti hússins á Morgunblaðinu. Í miðju afmælisblaðsins er átta síðna blaðauki þar sem gripið er niður í ævisögu Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins og stærsta eiganda þess á árunum 1924 til 1963, eftir Jakob F. Ásgeirsson rit- höfund, en bókin kemur út hjá Almenna bókafélaginu á næstunni. Þá eru einnig gamlar og nýjar ljós- myndir úr starfsemi blaðsins. Í Reykjavíkurbréfi er fjallað um þjóð- málabaráttu Morgunblaðsins, sem hefur jafnan verið ríkur þáttur í útgáfu þess. Mánudagsblað, Fólkið og tímarit á afmælisári Morgunblaðið 90 ára í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.