Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK LYF Í AMERÍKU Pharmaco hefur stofnað félag í Bandaríkjunum sem þýðir að fyr- irtækið getur nú skráð þar lyf og sótt um markaðsleyfi undir eigin nafni. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segir að með stofnun fé- lagsins sé hægt að sækja inn á þenn- an stærsta lyfjamarkað heims. Hann segir um 30 ný lyf í þróun fyrir Evr- ópumarkað og hluti þeirra verði jafnframt þróaður fyrir Bandaríkja- markað. Aukin þróunaraðstoð Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra segist telja raunhæft að tvöfalda á næstu árum framlag Ís- lands til þróunarsamvinnu, þannig að það verði um 0,3% af þjóðarfram- leiðslu. Aftur á móti sé óraunhæft að gera ráð fyrir að það aukist meira en það. Hann segir að farið verði yfir það á næstunni hvort fara eigi hugs- anlega í verkefni á nýjum stöðum, í Afríku, Asíu og jafnvel Suður- Ameríku. Fleiri hermenn falla í Írak Sprengja sprakk á götu í norður- írösku borginni Mosul í gærmorgun, er bandarískir herjeppar óku þar um, með þeim afleiðingum að tveir hermenn dóu og nokkrir særðust. Í höfuðborginni Bagdad var óttazt að til fleiri árása kæmi, eftir að menn hollir Saddam Hussein dreifðu dreifibréfi þar sem laugardagurinn var lýstur „andspyrnudagur“ gegn hernámsliðinu. Rétt hálft ár er nú liðið frá því George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði stríðinu í Írak lok- ið að mestu. Hver er flessi Dow Jones? Vegna aukinna umsvifa ætlar Kaupfling Búna›arbanki a› bæta vi› vi›skiptastjórum og sérfræ›ingum á Fyrirtækjasvi›i. Vi› leitum a› hæfileikaríkum, framsæknum, vel menntu›um einstaklingum me› reynslu á svi›i fjármála. Kaupfling Búna›arbanki er norrænn banki sem veitir alhli›a vi›skipta- og fjárfestingarbankafljónustu til einstaklinga, fyrirtækja og fagfjárfesta. Bankinn er lei›andi a›ili á öllum helstu svi›um íslensks fjármálamarka›ar. Kaupfling Búna›arbanki leggur áherslu á vöxt og flróun alfljó›legrar starfsemi sinnar og stefnir a› flví a› vera í hópi lei›andi fjárfestingar- banka á Nor›urlöndum. KaupflingBúna›arbanki erme› starfsemi í tíu löndum og eru höfu›stö›var bankans í Reykjavík. Nánari uppl‡singar veitir Svali H. Björgvinsson, 525 6173 (svali@bi.is), Jónas Hvannberg, 525 6376 (jonashv@bi.is) og Katrín S. Óladóttir, 520 4700 (katrin@hagvangur.is). Umsóknir berist til Starfsmannahalds Kaupflings Búna›arbanka, Austurstræti 5, fyrir 12. nóvember. Helstu dótturfélög bankans eru: Menntun og hæfniskröfur • Háskólapróf í vi›skiptafræ›i, verkfræ›i e›a tengdum greinum, framhaldsmenntun er æskileg. • Mikil reynsla í fjármálavi›skiptum og helst erlendum samskiptum. • Sta›gó› flekking á íslenskum fyrirtækjamarka›i. • Gó› tungumálakunnátta. • Hæfni og lipur› í mannlegum samskiptum. Í bo›i eru gó› laun og frábær starfsa›sta›a í n‡jum og glæsilegum höfu›stö›vum a› Borgartúni 19. Starfssvi› Alhli›a fjármálafljónusta vi› stór íslensk og erlend fyrirtæki. Áhersla er lög› á a› styrkja og sty›ja íslensk fyrirtæki í útrás. Flest verkefni eru unnin í samstarfi vi› yfirstjórn bankans. Öflugt, alfljó›legt fjármálafyrirtæki leitar a› framsæknu fólki me› mikla flekkingu og reynslu af vi›skiptalífinu www.bi.is Í lok október 2003 voru 1.204 stö›ugildi hjá Kaupflingi Búna›arbanka og dótturfélögum. Kaupthing Bank Sverige Kaupthing Bank Luxembourg Kaupthing Sofi í Finnlandi Kaupthing Bank A/S í Danmörku Kaupthing Föroyar Kaupthing New York Kaupthing Ltd í Englandi Tyren Holding AS í Noregi L‡sing og Alfljó›lega líftryggingafélagi› > > > > > > > > > • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •N O N N I O G M A N N I I Y D D A N M 1 0 5 5 7 • si a .i s Sunnudagur 2. nóvember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.007  Innlit 17.082  Flettingar 69.569  Heimild: Samræmd vefmæling Morgunblaðið/Kristinn Kristján kveður sáttur Óhætt er að segja að Kristján Ragnarsson, for- maður og framkvæmda- stjóri LÍÚ til langs tíma, hafi verið einhver ötul- asti og sterkasti foringi íslenzkra hagsmuna- samtaka fyrr og síðar. Hjörtur Gíslason ræddi við Kristján um liðna tíma og framtíðina, en gífurlegar breytingar hafa orðið á starfsum- hverfi sjávarútvegsins síð- an hann hóf störf fyrir LÍÚ árið 1958. /6 ferðalög „Mannlífið í Toscana er yndislegt, náttúrufegurðin mikil og stórkostleg saga við hvert fótmál“ /10 Feimni söngvarinn Jóhann G. Jóhannsson „Ég hef alltaf haft svolitla samúð með ungu ljóðskáld- unum.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 2. nóvember 2003 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Hugsað upphátt 19 Myndasögur 48 Listir 28/34 Bréf 48/49 Af listum 28 Dagbók 50/51 Birna Anna 28 Krossgáta 52 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 36/39 Bíó 58/61 Minningar 44/47 Sjónvarp 52/62 Þjónusta 40 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Sumarferðum. FÖST dagvinnulaun opinberra starfsmanna hafa tvöfaldast á undanförnum tæpum sjö árum eða frá því í ársbyrjun 1997. Á sama tíma hafa lífeyr- isskuldbindingar b-deildar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins rúmlega tvöfaldast, þar sem greiðslur til lífeyrisþega taka mið af dagvinnu- launum opinberra starfsmanna eins og þau eru á hverjum tíma. Skuldbinding deildarinnar, sem ríkissjóður ber ábyrgð á, nam 286 milljörðum kr. um síðastliðin áramót. Þetta kemur fram þegar vísitala lífeyrisskuld- bindinga fyrir opinbera starfsmenn er skoðuð, en vísitalan miðast við föst laun opinberra starfs- manna fyrir dagvinnu. Byrjað var að reikna vísi- töluna í ársbyrjun 1997 samkvæmt nýjum lögum um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins. Vísitalan var sett á 100 í ársbyrjun 1997 og nú tæpum sjö ár- um síðar í september 2003 er hún komin í 199,3 stig. Ástæðurnar eru fyrst og fremst launahækk- anir á tímabilinu og að ákveðið var að færa hluta heildarlauna opinberra starfsmanna inn í dag- vinnulaunin í kjarasamningum. Það hefur gert það að verkum að lífeyrisskuld- bindingar b-deildar LSR hafa vaxið jafnt og þétt á tímabilinu, auk þess sem aukin ævilengd fólks hef- ur áhrif á stöðu sjóðsins jafnt og á stöðu annarra lífeyrissjóða. Hefur hækkað um 150 milljarða Skuldbinding b-deildar LSR var 135,4 milljarð- ar króna í árslok 1996. Hún var 286,4 milljarðar króna um síðastliðin áramót og hefur því hækkað um rúma 150 milljarða króna á sex árum. Frá árinu 1999 hefur ríkissjóður greitt til LSR um- fram lagaskyldu. Hefur ríkissjóður frá þeim tíma og fram til síðustu áramóta greitt samtals rúma 45 milljarða króna með vöxtum og verðbótum inn á skuldbindingar sínar við sjóðinn í heild. Í ársskýrslu LSR vegna síðasta árs kemur fram að vísitala dagvinnulauna opinberra starfsmanna hækkaði um 7,6% á árinu 2002. Réttindi hjá b-deild séu reiknuð sem hlutfall af dagvinnulaun- um og hafi allar launabreytingar því áhrif á rétt- indi sjóðfélaga, hvort sem þeir séu í starfi með geymd réttindi eða á lífeyri. Í ársskýrslunni kemur fram að lífeyrisþegum í heild fjölgaði um 5% á árinu 2002, en lífeyris- greiðslurnar hækkuðu um 20%. „Fjárhæð lífeyr- isgreiðslna eykst hlutfallslega meira en fjöldi líf- eyrisþega og stafar það fyrst og fremst af hækkun dagvinnulauna milli ára. Meðalfjárhæð lífeyris á árinu 2002 var 982 þúsund kr. en var 860 þúsund kr. árið áður og hækkaði um 14% milli ára,“ segir í skýrslunni. Föst dagvinnulaun ríkis- starfsmanna hafa tvöfaldast Lífeyrisskuldbindingar b-deildar LSR hafa rúm- lega tvöfaldast á sex árum FÁ verkefni eru fyrir málmiðn- aðarmenn um þessar mundir og áhrifa frá stóriðjuframkvæmdum við Kárahnjúka hefur lítið gætt. Örn Friðriksson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, segir að samdráttur hafi verið í mörgum fyrirtækjum sem eru reglulega með verkefni fyrir málmiðnaðar- menn. „Við heyrum á okkar fé- lagsmönnum að yfirvinna hefur dregist saman og fyrirtæki hafa verið að fækka mönnum. Það hef- ur verið sáralítið af verkefnum fyrir málmiðnaðarmenn í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Það er verið að heimila mönnum að koma til Íslands til starfa í stuttan tíma á meðan menn standa verklitlir í fyrirtækjum hér innanlands.“ Örn bendir jafnframt á að sam- keppnin hafi verið hörð í málm- iðnaðinum og að fyrirtæki hafi boðið niður verð með von um að betri tíð sé í vændum. Nú sé svo komið að talsvert er um greiðslu- erfiðleika og jafnvel gjaldþrot fyr- irtækja og verkefnastaðan fram- undan er fremur slök. „Ef farið verður í gufuaflsvirkjanir og stækkun Norðuráls má þó gera ráð fyrir að bjartari tímar séu í vændum,“ segir Örn. Erfið verkefna- staða málmiðn- aðarmanna RÆTT er nú um að fleira sauðfé verði skorið vegna riðuveiki hér í Hrunamannahreppi, að sögn Katrín- ar Andrésdóttur héraðsdýralæknis á Suðurlandi. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var öllu sauðfé farg- að á bænum Ísabakka nú í haust vegna þess að riðuveiki greindist í einni á frá bænum. Ærin kom úr seinni leitum. Það er fjórði bærinn þar sem riðuveiki greinist í sveitar- félaginu síðan 1988. Katrín sagði að í framhaldi þessa tilfellis væri áform- að að farga öllu fé á allnokkrum bæj- um. Ekki væri búið að funda með bændunum en hún taldi meiri líkur en minni á að sauðfénu yrði slátrað. Síðastliðinn vetur voru um 1.200 kindur fóðraðar á þessum bæjum, þar sem áformað er að slátra, en í sveitinni allri voru 4.800 vetrarfóðr- aðar kindur síðastliðinn vetur. Þegar sauðfé var flest hér í Hrunamanna- hreppi, sem mun hafa verið 1978, voru vetrarfóðraðar kindur 10 til 11 þúsund. Riðuveiki á fleiri bæjum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. ÞÆR eru sérstakar morgunstundirnar á leið til náms eða vinnu, vitandi af þeim ótal verkefnum sem bíða. Hvort sem verkefnin framundan eru spennandi eða óáhugaverð þá kemur tími á að halda áfram til móts við nýjan dag. Umferðin mjakast áfram og vegfarendur fara ferða sinna og síðan má sjá sama fólkið á heimleið. Til móts við nýjan dag Morgunblaðið/Kristinn ÞENSLUTÍMABIL er nú hafið á Egilsstöðum í kjölfar ákvörðunar og upphafs framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun. Fyrirhugað er að byggja og unnið er að byggingu 400 íbúða á Egils- stöðum fram til ársins 2009. Þessar íbúðir munu rúma 1.100 manns en gert er ráð fyrir að þá muni íbúar verða 3.200 í sveitarfélaginu. Auk þess er unnið að byggingu ýmissa þjónustustofnana svo sem stækkun hótels og nýrrar verslunarmiðstöðv- ar. Þessi uppbygging kallar á þenslu hjá verktökum á svæðinu. Myllan verktakafyrirtæki er að stækka við sig í húsnæði með því að rúmlega tvöfalda núverandi húsnæði, sem hýsir verkstæði og smiðju og er um 400 fermetrar. Nú er Myllan að klára grunn undir stækkunina sem verður um 950 fermetrar svo hús- næði Myllunnar verður nær 1.400 fermetrar eftir stækkunina, sem tekin verður í notkun á næsta sumri. Að sögn Unnars Elíssonar hjá Myllunni stóð til að vinna þetta verk síðasta vetur og í sumar, en það var svo mikið að gera að þessar fram- kvæmdir frestuðust þar til nú. Myllan er nú að skila verkáfanga við veg í Víðidal á Fjöllum, þar sem umferð verður hleypt á eftir viku, en slitlag verður lagt á næsta sumar. Næsta verkefni hjá Myllunni er að leggja veg frá gangamunnum Fá- skrúðsfjarðarganga. Þensla á Egilsstöðum Fyrirhugað að byggja 400 íbúðir Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.