Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ K NATTSPYRNUMENNIRNIR eru um og yfir fertugt. Það er aðalfundur hjá Lunch United, félagi sem stofnað var árið 1973 og fagnar 30 ára afmæli sínu. Einn af öðrum tínast menn inn í rútuna. – Ég heilsa bara þeim sem ég þekki, hinum þegar ég verð orðinn fullur, segir gáskafullur maður sem mætir í fyrsta skipti í áratug. Förinni er heitið til Keflavíkur. Á innanfélagsmót. Menn á öllum aldri reyna með sér í knattspyrnu. Þeir yngstu ekki endilega þeir bestu. Sem kemur í ljós þegar boltinn rúllar. Friðrik Þór gefur tóninn. Og skorar. Friðrik Sophusson hreyfir sig með hægð um völlinn. Hann lætur sér nægja að koma einu sinni við boltann. Og skorar. Einar Kárason rekur hælinn í. Og skorar. Eyjólfur Sverrisson spilar að mestu í vörninni, en lallar einu sinni fram. Klobbar blaðamann. Og skorar. Stúlkan í afgreiðslunni fær blóm. Hún stóð vaktina þegar virtur lög- fræðingur gleymdi skónum sínum í fyrra. Nú gleymir hann úri og veski. Stendur samt keikur í Bláa lóninu. – Ég var að passa mig svo vandlega á því að gleyma ekki skónum mínum aftur, segir hann. Ég get ekki munað tvo hluti í einu. – Þú ert sem sagt karlmaður, segir félagi hans skiln- ingsríkur. – Já, það er munurinn á mér og ykkur, svarar hann. Aðalfundur er að hefjast. Skyndilega er stundin alvarleg. Minnst er fallins félaga og þagað honum til heiðurs. Síðan eru venjuleg aðalfund- arstörf kláruð. Á einni mínútu og þrjátíu og fimm sekúndum, lýsir einn fundarmanna yfir. Heiðursgesturinn stígur í pontuna. Hann er tvístígandi í fyrstu og veltir fyrir sér hvað sé við hæfi að segja. Það er óþarft. Þetta eru bara karlar. – Það eru engin mörk, heyrist kallað úr salnum. – En það voru mörk áðan, er bent á. Fljótlega sýnir sig að mörkin voru skilin eftir á knattspyrnuvellinum. Brandararnir eru af þeim toga. „Vitið þið hver er algengasta skilnaðar- orsök hjóna?“ Ekki vita menn það. „Þegar þau hætta að ná endum sam- an.“ En karlarnir sýna að þeir hafa líka hjarta. Sum augnablik eru þrung- in tilfinningum. „Ég er gjörsamlega orðlaus,“ segir sá sem valinn er knattspyrnumaður ársins. Þegar fyrirliði Ógnarbranda tekur við verð- launum fyrir sigur í mótinu fyrr um daginn kyssir hann bikarinn, engin kona hefur verið kysst af meiri ástúð. Og formaður félagsins endar borðhaldið á því að lýsa yfir: „Ég ætla bara að segja að félagið, það er- um við og engir aðrir!“ En það grætur enginn. Karlar gráta bara heima hjá sér. Þess í stað stígur rithöfundur í pontu og segir: „Strákar, við erum búnir að hlýða á svo mikið af kjaftæði að það eina sem gengur er að syngja!“ Svo hefur hann upp raust sína: Híf opp eftir karlinn. Inn með trollið inn. Hann er að gera haugasjó. Inn með trollið inn. Samkoman er með þeim líflegri. „Þegar bara karlmenn koma saman er það alltaf spes,“ segir barstúlkan. „Þannig er það alltaf þegar aðeins annað kynið er í veislunni. Stemmningin verður hávær og gróf. En líka voða yndisleg. Þessi gráhærði þarna,“ segir hún og bendir, „söng fyrir mig Happy Birthday Mr. President. Ég og þessi,“ segir hún og bendir á annan, „vorum að ræða saman um kýr. Hann vill frekar veiða einn hval en drepa áttatíu kýr.“ Og munurinn á karla- og kvennahófum ku vera hvað keypt er á barnum. „Konur drekka meira af kokkteilum og líkjör- um, en karlarnir vilja sterk vín og koníak.“ Á heimleið lýsir einn af stofnendum tilurð félagsins fyrir blaðamanni. „Árið 1973 ákvað hópur Framara að fara í hálfan mánuð til Noregs á skíði. Við ákváðum að koma okkur í form, en fannst leiðinlegt að skokka á Meló. Allt í einu kom einhver með bolta og við fórum að sparka í hann.“ Flóknara var það ekki. Félag varð til. Og þrjátíu árum síðar stendur hópur miðaldra karlmanna með veifur um miðja nótt á bílastæði í Laug- ardal. Aldrei langt frá fótboltavellinum. Enda er það í fótboltaleik sem karlmenn opna sig. Er til einlægari vinarkveðja en sending til sam- herja, sem skorar? Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson Fótbolti og tilfinningar SKISSA Pétur Blöndal fór í afmæli ÞAÐ hefur stundum verið sagt að tungumál okkar sé helsta ástæða þess að íslenskar bókmenntir hljóti ekki náð fyrir eyrum erlendra útgef- enda og lesenda. Engu að síður eru höfundar á borð við Halldór Laxness og Einar Má Guðmunds- son býsna þekktir víða um lönd og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. Málið snýst ekki um það tungumál sem bók- menntir eru skrifaðar á, heldur það sam- mannlega tungumál sem reynsla af lífinu felur í sér og er eitt – um allan heim. En það þarf átak til þess að láta heiminn skilja að við hér á litla Íslandi tölum það tungumál, engu síður en aðrar þjóðir. Á síðustu árum hefur miklu grettistaki verið lyft í þeim efnum meðal íslenskra útgefenda – og í dag eru fleiri höfundar en Laxness og Einar Már þekktir í Evrópu og víð- ar. Sem dæmi má nefna að Fyrirgefn- ing syndanna, eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, var fyrsta íslenska skáld- sagan til þess að vera gefin út eftir fimmtíu ára útgáfuhlé á íslenskum bókmenntum þar í landi. Margir kepptu um réttinn Í nokkur ár hafði verið reynt að selja réttinn á skáldsögu Hallgríms Helgasonar 101 Reykjavík með þokkalegum árangri en árið 2000 var hún rétt bók á réttum tíma og skyndilega buðu útgefendur í ýms- um löndum hver í kapp við annan í réttinn á henni. Eftir að rétt forlag fannst í Þýskalandi fyrir skáldsögur Kristínar Marju Baldursdóttur er hún orðin þekkt nafn þar í landi. Þá hafa viðbrögð lesenda og gagnrýn- enda í Danmörku og Hollandi verið mjög góð. Þetta kom fram á ráðstefnunni Með hug- myndir að vopni, sem Ímark stóð fyrir í gær, en þar hélt Pétur Már Ólafsson, for- stöðumaður útgáfu- sviðs Eddu, erindi sem bar heitið „Útrás ís- lenskra bókmennta“. Þar sagði hann frá því að Réttindastofa Eddu hefði gengið frá samn- ingum við íslenska höf- unda um útgáfu á skáldverkum þeirra er- lendis fyrir upphæð sem nemur yfir hundrað milljónum króna frá því að hún var sett á laggirnar árið 2000. „Við höfum gert vel á fjórða hundrað samninga fyrir meira en þrjátíu höfunda í yfir þrjátíu lönd- um, í fimm heimsálfum,“ sagði Pét- ur Már. Tekjur sífellt vaxandi „Tekjur af þessari starfsemi fara vaxandi ár frá ári og eru farnar að skipta marga íslenska höfunda veru- legu máli. Þetta þýðir að sæmilega upplýstur lesandi í Evrópu getur nú fylgst með því helsta sem er að ger- ast í íslenskum bókmenntum, með því að fara út í næstu bókabúð og kynna sér það sem þar er á boð- stólum. Þetta var ekki hægt fyrir tíu til fimmtán árum.“ „Markmið okkar er að geta stuðl- að að því að íslenskur skáldskapur sé gjaldgengur hluti af menningu heimsins. Þetta starf er unnið með mjög markvissri þátttöku á Bóka- stefnunni í Frankfurt, þar sem við fundum með áttatíu til hundrað for- lögum á hverju ári, ásamt því að vera í stöðugum samskiptum allt ár- ið. Nú gerist það hvað eftir annað að við þurfum einfaldlega að halda uppboð á útgáfurétti á íslenskum skáldsögum í hinum ýmsu löndum. Til dæmis hafa menn verið að kaupa óskrifaða skáldsögu eftir óþekktan höfund fyrir mjög háar upphæðir. Þá er ég að vísa í það þeg- ar við seldum skáldsöguna Dís til Þýskalands. Til að ná bókinni örugg- lega keypti útgáfan útgáfuréttinn á óskrifaðri skáldsögu Birnu Önnu Björnsdóttur, einnar af þremur höf- undum Dísar. Síðan gerðist það í Frankfurt síðast að hinn þýski út- gefandi Arnalds Indriðasonar gerði mjög hátt tilboð í næstu þrjár skáld- sögur Arnaldar. Ein þeirra kemur út hér á landi núna í haust og næstu tvær koma út á næstu tveimur ár- um.“ Meira í ætt við viðskipti „Þetta sýnir það að menn líta á ís- lenska höfunda sem alvöru rithöf- unda, með alvöru möguleika á er- lendum bókamarkaði – og það er ekki þannig að íslenskir höfundar séu einhvers konar skrautblóm í út- gáfu erlendis, heldur er þetta farið að vera miklu meira í ætt við við- skipti en menningarkynningu. Að öllu samanlögðu teljum við að nú sé gullið tækifæri til þess að ná veru- legum landvinningum erlendis – ekki síst ef menn bera gæfu til þess að leggja saman kraftana, bæði op- inberir aðilar, einkaaðilar og fé- lagasamtök. Það er kominn tími til að við tökum bókmenntir okkar og lítum á þær sem mjög vænlegan hlut til útflutnings, því ef allt gengur upp getur þessi útflutningur skilað til baka verulegum fjármunum í þjóð- arbúið.“ Íslenskur skáldskapur – gjaldgengur hluti af menningu heimsins Pétur Már Ólafsson Pétur Már Ólafsson, forstöðumaður útgáfu- sviðs Eddu, segir íslenska höfunda ekki lengur skrautblóm í útgáfu erlendis, heldur sé núna tækifæri til að ná landvinningum. AÐ sögn Birnu Þórarinsdóttur, starfsmanns kvennaslóða, sem starf- rækir Kvennagagnabankann, hefur gagnabankinn farið vel af stað. Eru nú komnar í kringum 600 skráningar og segir Birna viðtökurnar gríðar- lega góðar og að fólk hafi haft sam- band og lýst yfir ánægju sinni með gagnabankann. „Nú erum við búnar að koma ensku leitinni í gang. Þá geta erlend- ir aðilar leitað eftir íslenskum kon- um. Þegar konurnar skrá sig skrá þær starfsheiti sín og þekkingarsvið á ensku líka. Við vonumst til að þetta verði til að byggja upp grunninn enn frekar gagnvart löndunum í kring- um okkur,“ segir Birna. Kvennagagna- bankinn fer vel af stað KVIKMYNDAMIÐSTÖÐ Íslands hefur úthlutað handrits- og þróun- arstyrkjum vegna bíómynda og sjón- varpsverka, alls rúmum 44 milljón- um króna. Alls fær 31 verkefni styrk að þessu sinni, 20 handritsverkefni vegna bíómynda, 3 handritsverkefni vegna sjónvarpsmynda, 7 bíómyndir vegna þróunar. Ein bíómynd fær 10 milljóna kr. framleiðslustyrk, Dark Horse eftir Dag Kára Pétursson. 44 milljónir í kvikmyndastyrki ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.