Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þorirðu í spyrnu? Bókagerðarmenn í ASÍ? Tel okkur fá aukin áhrif NÚ STENDUR yfirallsherjarat-kvæðagreiðsla í Félagi bókagerðarmanna um það hvort félagið eigi að sækja um aðild að Al- þýðusambandi Íslands. At- kvæðaseðlar voru sendir heim til félagsmanna og atkvæðagreiðslunni lýkur 7. nóvember. Það þykja tíðindi að bókagerðarmenn skoði þessi mál hjá sér og Sæmundur Árnason, for- maður FBM, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Hvers vegna er FBM ekki í ASÍ? „Þegar félagið var stofn- að 1980 með samruna þriggja félaga, þ.e. Bók- bindarafélags Íslands, Grafíska sveinafélagsins og Hins íslenska prentarafélags, þá var það að kröfu GSF, sem stóð utan ASÍ, að viðhöfð var allsherjarat- kvæðagreiðsla um það hvort FBM ætti að vera meðal aðildarfélaga ASÍ, en HÍP og BFÍ voru meðal stofnfélaga þess. Niðurstaðan varð sú að standa utan heildar- samtaka verkalýðsfélaga hér inn- anlands og enginn ágreiningur var um það að taka þátt í nor- rænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi.“ Hvaða rök hníga að því að FBM gangi nú í ÁSÍ? „Ég tel sjálfur að FBM eigi að ganga í ASÍ. Stjórn, trúnaðarráð og aðalfundur hafa ályktað að FBM eigi að fylkja liði með öðrum verkalýðsfélögum. Við sjáum það í smáu sem stóru, að til þess að fá einhverju áorkað verðum við að eiga aðild, vera þátttakendur. Við sjáum þetta t.d. í samningum við ríkisvaldið, um skattamál, at- vinnumál og félagsleg réttlætis- mál, svo sem atvinnuleysisbætur. Félag sem stendur utan félaga- samtaka hefur engin áhrif, rödd þess og skoðanir heyrast ekki og það hefur engin áhrif á framvindu mála. Ef við viljum koma okkar áherslum að gerum við það best innan ASÍ, utan heildarsamtaka erum við áhrifalausir þiggjendur og látum önnur félög vinna að þessum málum fyrir okkur.“ Hvað fæst með aðild? „Eitt af því sem ég tel mikil- vægast er að með aðild opnast að- gangur að Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. MFA er m.a. með viðamikil námskeið til að mennta trúnaðarmenn og kosna fulltrúa verkalýðsfélaga. Við höf- um reyndar átt aðgang að nám- skeiðum MFA undanfarin ár en það er mest vegna velvilja for- ystumanna ASÍ. Í fimmtán ár var MFA-skólinn algerlega lokaður fyrir okkar fólki. Það er ákaflega mikilvægt að geta menntað það fólk sem velst til trúnaðarstarfa. Með aðild að ASÍ opnast miklir möguleikar, en utan þess er þetta erfitt og vandkvæðum bundið. Það má heldur ekki gleymast að með aðild fáum við að- gang að hagfræðingum og hagfræðiþekkingu ASÍ, sem okkur vantar sárlega í dag. Við fáum þá einnig aukna aðstoð lögfræðinga og sérfræðinga við úrlausn ýmissa mála, t.d. við túlk- un kjarasamninga. Sérfræðingar ASÍ í kjara- og vinnuréttarmálum aðstoða aðild- arfélögin á ýmsan hátt en síðasta aldarfjórðunginn hefur FBM þurft að kaupa þessa þjónustu. FBM heldur þó sínu sjálfstæði, í samningum sem og öðru, og fé- lagarnir verða ekki af neinum réttindum sem fyrir hendi eru núna hjá félaginu.“ Af hverju núna? Hvað hefur breyst? „Við sem höfum verið í kjara- samningum fyrir félagið undan- farin ár höfum ítrekað séð það að við búum ekki yfir sömu upplýs- ingum og viðsemjendur okkar, Samtök atvinnulífsins, um gang kjarasamninga við ASÍ og félög innan þess. Það sem hefur breyst frá 1980 er að þá sömdum við við Félag íslenska prentiðnaðarins. FÍP hefur síðan runnið inn í Sam- tök iðnaðarins og SI eru eitt af að- ildarfélögum Samtaka atvinnulífs- ins. Fyrir aldarfjórðungi sömdum við beint við prentsmiðjueigendur en nú setjumst við að samninga- borðinu gegnt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem sem- ur einnig við önnur félög og ASÍ. Þar sem við stöndum utan ASÍ höfum við ekki þær upplýsingar sem samningamenn SA hafa um gang mála í öðrum samningum. Með aðild tel ég ótvírætt að FBM sé betur í stakk búið til að sækja fram í kjarasamningum.“ Hvers vegna allsherjarat- kvæðagreiðsla? „Eins og ég sagði eru stjórn, trúnaðarráð og aðalfundur okkar búin að álykta um aðildina. Reyndar eru tveir síðustu aðal- fundir búnir að álykta um aðild, því aðalfund- urinn 2002 fól stjórn að hefja undirbúning og kynningu málsins. Trúnaðarráðið kaus síðan þrjá félaga úr sínum röðum og fól þeim að vinna málið áfram. Við höfum haldið félagsfundi, kynnt þetta fyrir trúnaðarmönn- um og haldið fundi á vinnustöðum. Þetta er svo stórt og viðamikið mál að okkur fannst ekki vera vit í öðru en að hafa allsherjarat- kvæðagreiðslu og ákváðum að 2⁄3 greiddra atkvæða þurfi til að sam- þykkja að sækja um aðild.“ Sæmundur Árnason  Sæmundur Árnason er for- maður Félags bókagerðar- manna. Lærði prentun í Prent- smiðjunni Odda og tók sveins- próf 1960. Framhaldsnám í Die Höhere Fachschule für das Graphische Gewerbe í Stuttgart og lauk prófi í djúpprenti 1961 og tók sveinspróf í offsetprentun 1980. Vann í ýmsum prent- smiðjum uns hann hóf störf fyrir FBM 1993. Hefur starfað að fé- lagsmálum í HÍP og FBM um árabil og formaður FBM frá ágúst 1993. Er varafulltrúi nor- rænu félaganna (NGU) í stjórn Union Network International og fastanefnd UNI. Sæmundur er kvæntur Guðrúnu Eyberg Ketils- dóttur, fulltrúa hjá RÚV, og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. … sem okkur vantar sár- lega í dag „VIÐ erum búin að stíga fyrsta skrefið inn í samstarfslíkanið,“ sagði Hjalti Hugason prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands á málstofu um samband ríkis og kirkju á Hugvís- indaþingi 2003. Hjalti skoðaði fimm líkön fyrir samband ríkis og kirkju. Í sam- starfslíkani styður ríkisvaldið við trúariðkun og starfar náið með einni eða fleiri frjálsum kirkjum. Frjáls kirkja er þá í samvinnu við ríkið, dæmi um það t.d. í Finnlandi, Sví- þjóð og Þýskalandi. Segja má að þjóðkirkjan stígi út úr ríkis- og þjóðkirkjulíkaninu þar sem ein kirkja (eða fleiri) er þá með sterk og formleg tengsl við rík- isvaldið. Þannig er það t.d. í Dan- mörku og Noregi. Til umræðu var 62. grein stjórn- arskrárinnar um að hin evangelíska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Til- efnið var m.a. þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um breytingu á stjórnarskrárákvæðum um samband ríkis og kirkju. Össur Skarphéð- insson sagði frá viðhorfum sínum um þetta efni á málstofunni og að Sam- fylkingin væri að svara orðum bisk- ups á kirkjuþingi 2002 um að ríki og kirkja hefðu þegar skilið að borði og sæng. Kirkjan þyrfti ennfremur, að mati biskups, að búa sig undir að til lögskilnaðar kæmi. Össur sagði að tillaga Samfylking- arinnar væri hófstillt tillaga að um- ræðum og að hún hefði fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Hann sagði að 62. greinin bryti ekki í bága við anda jafnræðisreglunnar (65. gr), en að samfélagið væri að breytast. „Nýir Íslendingar eiga skilið að finna samskonar skjól í stjórnarskránni og aðrir,“ sagði hann. „Kirkjan þarf að vera búin undir að sæta gagn- rýni,“ sagði hann, „því samfélagið er orðið fjölmenningarsamfélag. Gild- ismatið breytist og kirkjan verður að breytast líka.“ Össur telur rétt að af- nema 62. grein stjórnarskrárinnar og gera síðan samstarfssamning við þjóðkirkjuna. Segja má að viðhorf Össurar og Hjalta mætist í hugmyndinni um samstarfslíkanið. Hjalti lagði þó ekki til að grein 62. yrði afnumin. Hann rakti tengsl ríkis og kirkju á hinum ýmsu sviðum. Rökin fyrir tengslunum eru m.a. byggð á hefð og stærð kirkjunnar. Einnig gegnir hún mikilvægu félags- og menning- arlegu hlutverki. Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafélags Íslands, sagðist vilja að kristinn siður yrði áfram tryggður í stjórnarskránni. Þjóðkirkjan tekur fúslega á sig ábyrgð gagnvart öllum þegnum landsins. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson lagði áherslu á að lútersk kirkja væri kölluð til að fræða en ekki til að frelsa. Hann sagði að yf- irvöldum bæri að tryggja starfs- aðstöðu kirkjunnar. Þau yrðu að tryggja stöðuga umræðu um verð- mæti og gildismat samfélagsins. Í þeirri umræðu væri hlutverk þjóð- kirkjunnar óumdeilanlegt. Morgunblaðið/Þorkell „Kirkjan þarf að breyta sér í samræmi við breytta tíma,“ sagði Össur Skarphéðinsson meðal annars á málþinginu. Hjalti Hugason, Sigurjón Árni Eyjólfsson og Karítas Kristjánsdóttir fundarstjóri. Gildismat breytir kirkjunni Ef samband ríkis og kirkju yrði numið úr stjórnarskránni yrði sambandið sennilega áfram náið. Gunnar Hersveinn sat mál- þing á Hugvísinda- þingi Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.