Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 9 Morgunverðarfundur á vegum Sambands íslenskra prófunarstofa (SÍP) miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi. Fundarefni: Aðgangur að mörkuðum Evrópu með CE - merkingum á vörum - Tilnefndir aðilar. Fundarstaður er Grand hótel, salarheiti Dalur. Dagskrá: Kl. 8:00 - 8:30 Morgunverður Kl. 8.30 - 9.00 CE - merkingar í byggingariðnaði, tilnefndir aðilar, Hákon Ólafsson forstjóri RB. Kl. 9:00 - 9:30 Íslensk löggjöf og stefna stjórnvalda um mat á tilnefndum aðilum, Tryggvi Axelsson forstjóri Löggildingarstofu. Kl. 9:30 - 10:00 Umræður, fundarslit. Ókeypis fyrir félaga SÍP en aðrir greiða 2.500 kr. STEFÁN Jón Hafstein flutti skýrslu formanns framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar á landsfundinum í gær. Þar fór hann yfir starf flokksins í kringum síðustu alþingis- og sveit- arstjórnarkosningar, sem hann sagði að hefði tekið mikinn tíma og kraft flokksfélaga. Einnig sagði hann að spurningin um hvernig stefna flokks- ins yrði til hefði verið áleitin. „Við getum ekki ætlast til að þing- mönnum eða öðrum forystumönnum sé gefið slíkt náðarvald að þeir geti búið til stefnu fyrir stjórnmálaflokk í áleitnum deilumálum – ef svo vill til að einhver morgunútvarpsstöð hring- ir. Og jafnvel þótt svo væri er ekki víst að við vildum eiga allt okkar und- ir dagsformi hverju sinni. Og öll höf- um við einhvern tíma velt því fyrir okkur hvort lína sé gefin í málum fyr- ir flokkinn eftir því hver er fyrstur í fjölmiðla hverju sinni,“ sagði Stefán. Það væri verðugt verkefni fyrir flokk eins og Samfylkinguna að takast á við hvernig stefnan yrði til í því fárviðri sem stundum geisaði. Hraðinn og kröfuharkan í stjórnmálum dægr- anna væru slík og mikilvægi fyrstu framsagnar ríkti. „Að nokkru leyti í þessu samhengi ræddi framkvæmdastjórn mjög ítar- lega og á einkar frjóum fundum æski- legar lagabreytingar sem hér eru kynntar,“ sagði hann og fullyrti að all- ir væru mjög sammála þeim anda sem skynja mætti í tillögunum. Þá sagði hann að mótuð hafi verið sú stefna að skera niður útgjöld til að greiða niður skuldir. Tekist hefði að koma fjármálunum í viðunand horf. Stefán Jón Hafstein flutti skýrslu framkvæmdastjórnar Áleitnar spurningar um mót- un stefnu Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Jón Hafstein og Gísli S. Ein- arsson ræða saman á landsfundi. FLOSI Eiríksson, bæjarfulltrúi, sagði í málstofu um einkarekstur á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrrakvöld að það skipti máli af hverju sveitarfélög færu sífellt meira út í einkaframkvæmd á ýmsum þjón- ustuþáttum. Væri það gert til að villa um fyrir íbúum í bókhaldi, og við tækju endalausar þrætur um reikn- inga bæjarins, sé það óæskilegt. Eins ef bæjarfulltrúar vildu fara hratt í framkvæmdir á vegum bæj- arins án þess að þurfa að borga því fjárhagslegar skuldbindingar sæjust ekki í reikningum. Hins vegar sagði Flosi marga kosti við einkaframkvæmd og gott samkomulag hafa náðst um ákveðna þætti í þeim efnum í Kópavogi. Hann reyni að forðast að hrósa Gunnari Birgissyni, oddvita Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn, en nýleg samþykkt um einkaframkvæmd við leikskóla gefi tilefni til þess. Þar hafi allir bæjarfulltrúar sest niður með sérfræðingum og reiknað dæmið til enda. Tveir plús tveir verði alltaf fjórir hvar sem menn standi í pólitík. Sigfús Jónsson, framkvæmda- stjóri Nýsis, sagði fyrirtækið reka leikskóla, iðnskóla, íþróttamiðstöð, barnaskóla og menntaskólann Hrað- braut. Hann sagði einkaframkvæmd því ákjósanlega leið fyrir bæjarfélög og aðrir væru betur til þess fallnir að veita stoðþjónustu; sjá um rekstur- inn og fjárfestinguna. Sagði hann þetta bjóða upp á marga kosti. Greitt væri fyrir fjár- festingu sveitarfélagsins, eins og skólahúsnæði, á mörgum árum. Greiðslurnar dreifðust á kynslóðir sem nýttu fjárfestinguna. Hún væri ekki greidd út öll í einu. Ný þekking kæmi inn í reksturinn, hægt væri að forðast óþarfa fjárfestingu og lækka þannig kostnað, stefnumótun verði markvissari sem og áætlanagerð og innkaup batni. Þetta bjóði því upp á marga kosti. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deild- arstjóri lagadeildar, sagði að Við- skiptaháskólinn á Bifröst bjóði upp á umhverfi þar sem frumkvæði starfs- manna sé metið, stjórnskipulagið er flatt, það séu umræður áður en ákvarðanir væru teknar og vinnuum- hverfið áræðið. Hún efast um að það sama ætti við ef um hefðbundinn rík- isskóla væri að ræða. Það finni hún meðal annars út með því að bera Bif- röst saman við lagadeild Háskóla Ís- lands þar sem hún þekki til; laga- deildin sé tæplega nýjungagjörn eða framsækin og ekki þjónustudrifin. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði grundvall- aratriði að velferðarkerfið aðskilji sig með afgerandi hætti frá mark- aðsstýrðri framleiðslu. Þjónustan væri veitt eftir þörfum en ekki kaup- getu. Það væri lykilatriðið og því þjónustan fengin í nokkurs konar neyð. Gylfi sagði nei við einkavæðingu í velferðarkerfinu en var opinn fyrir einkaframkvæmd og að einkaaðilar kæmu að ákveðnum þáttum sem hið opinbera skilgreindi. Það sé óhjá- kvæmilegt til að hleypa að nýjungum en tryggja þurfi jafnan aðgang allra. Áfram verði að fylgjast með gæðum þjónustunnar og það á að vera á for- ræði pólitískra stofnana. Einkaframkvæmd er ákjósanlegri Morgunblaðið/Árni Sæberg Velferðarkerfið verður að vera trúverðugt, sagði Gylfi Arnbjörnsson. SKIPTAR skoðanir voru um kosti Evrópusambandsaðildar á málstofu á landsfundi Samfylkingarinnar á föstudagskvöld sem bar yfirskriftina Átökin um Evrópusamrunann. Veltu menn því m.a. fyrir sér í umræðun- um hvers vegna þjóðirnar í Norður- Evrópu virtust vera meira tvístíg- andi í afstöðu sinni til sambandsins en aðrar, en þar var m.a. verið að vísa til nýlegrar þjóðaratkvæða- greiðslu í Svíþjóð, þar sem mikill meirihluti kjósenda lýsti sig mótfall- inn því að taka upp evruna, sameig- inlegan gjaldmiðil ESB. Fyrsti frummælandi í málstof- unni, Árni Páll Árnason lögmaður, sagði efnislegar röksemdir ekki endilega vega þyngst hvað afstöðu þjóða varðaði til ESB. Tilfinningarn- ar réðu miklu og það ætti við bæði um evrukosninguna í Svíþjóð og um- ræðuna hér á landi. Munurinn á stöðu Íslendinga annars vegar og Svía og t.d. Breta hins vegar væri þó sá að gagnrýni Svía og Breta mark- aðist af því að þeir væru innan ESB en við ekki. Í þessum löndum tækju menn stórt upp í sig í gagnrýninni á ESB „af því að þeir hafa öryggið af því að vera inni“. Á Íslandi þyrftu menn að átta sig á því að þessi gagn- rýni tónn þýddi alls ekki að verið væri að tala fyrir úrgöngu úr ESB. Skortir praktískar ástæður Kristófer Már Kristinsson, starfs- maður Samtaka atvinnulífsins í Brussel, benti á að sambandið hefði aldrei notið sérstakrar lýðhylli með- al íbúa álfunnar. Þó hefði nánast allt sem ESB hefði tekið sér fyrir hend- ur gengið upp. Samt vildu Íslending- ar ekki ganga þar inn. Sagði Kristó- fer að þetta skýrðist af því að praktískar ástæður vantaði fyrir því að ganga í sambandið. Þær myndu ekki verða fyrir hendi fyrr en EES- samningurinn væri orðinn ónýtur. Svanborg Sigmarsdóttir, stunda- kennari við HÍ, gerði Evrópuum- ræðuna í Bretlandi að umtalsefni og kvaðst telja að þar færi nú fram inni- haldsríkari umræða en áður. Menn væru að spyrja áleitinna spurninga um það hvaða akkur væri í ESB-að- ild, hvað menn hefðu t.d. við evruna að gera og hvaða áhrif upptaka hennar myndi hafa á vaxtastigið, svo dæmi væri tekið. Spáði Svanborg því að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um evruaðild í Bretlandi innan tveggja ára. Svanborg sagði að Íslendingar gætu einna helst lært það af Bretum að mögulegt sé að þróa umræðuna þannig að hún verði innihaldsríkari. Evrópumræðan á Íslandi hefði alltaf snúist um sjávarútveg og á meðan umræðan snerist aðeins um sjávar- útveg, kvóta og það hver mætti veiða hvar, þá myndum við aldrei þróa um- ræðuna neitt áfram. „Það er ágreiningur í flokknum“ Í umræðum að afloknum framsög- um sagðist Ari Skúlason m.a. ekki vera sammála því að Norður-Evr- ópubúar væru alltaf neikvæðir í garð ESB. Benti hann á að í fimm þjóð- aratkvæðagreiðslum um Evrópumál hefðu Danir þrívegis gefið jákvætt svar. Svíar hefðu einu sinni sagt já – við aðild að sambandinu – og einu sinni nei, þ.e. um að taka upp evruna. Páll Vilhjálmsson sagði að stjórn- málaflokkur eins og Samfylkingin, sem vildi reyna að tryggja sér stuðn- ing þriðjungs allra kjósenda, væri að skjóta sig í fótinn þegar hann skil- greindi sig sem ESB-flokk. „Það er ekki nokkur einasti möguleiki á því að í fyrirsjáanlegri framtíð muni þjóðin samþykkja það að ganga þarna inn,“ sagði Páll. Annar fund- armanna, Eyjólfur Eysteinsson, hjó í sama knérunn; gagnrýndi að tals- menn Samfylkingarinnar í þingkosn- ingum í vor skyldu flestir hafa talað með aðild að ESB því ráða mætti af umræðum á þessum fundi að margir flokksmanna væru á móti ESB-aðild. „Það er ágreiningur í flokknum og hann er ekki búið að útkljá þrátt fyr- ir Evrópukosninguna,“ sagði hann. Einar Karl Haraldsson hélt því aftur á móti fram að hingað til hefðu Íslendingar grætt á Evrópusam- starfinu. Það væru varla til neikvæð- ar hliðar á EES-samningnum. Sagði Einar Karl að við Íslendingar þyrft- um því að spyrja okkur hvers vegna í ósköpunum við myndum tapa á aðild að Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir um kosti ESB-aðildar Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir að málshefjendurnir þrír höfðu lokið máli sínu í málstofu landsfund- arins um Evrópusamrunann voru almennar umræður. „ÞETTA var mjög góður fundur og gagnlegar umræður,“ sagði Guðrún Ögmundsdóttir, alþing- ismaður, sem sat í málstofu kvennahreyfingar Samfylking- arinnar á landsfundinum í gær. „Það er mikilvægt að við höldum lífi í umræðum um stöðu kynjanna í dag. Og það þarf líka karla til þess. Stefna Samfylkingarinnar í þessu máli mun endurspeglast mjög skýrt í ályktun sem sam- þykkt verður hér á landsfund- inum,“ sagði Guðrún.Morgunblaðið/Árni Sæberg Líf í kynja- umræðunni MARGRÉT Frímannsdóttir, fráfar- andi varaformaður Samfylkingar- innar, ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti formanns framkvæmda- stjórnar á landsfundi flokksins í gær. Sagði hún búið að stilla málum þann- ig upp fyrir landsfundarfulltrúum að kysu þeir hana eða Stefán Jón Haf- stein, sem hafði boðið sig fram, væru þeir að velja á milli Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, sem tekur við af henni sem varaformaður, og Össurar Skarphéðinssonar formanns. „Ég tek ekki þátt í þeim leik,“ sagði Mar- grét, sem hefur staðið þétt að baki Össuri. Margrét gaf ekki kost á sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.