Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson ut-anríkisráðherra lauk í síð-ustu viku opinberri heim-sókn til tveggja af þróunarsamstarfsríkjum Íslands í Afríku, Úganda og Mósambík. Þetta er í annað sinn sem Halldór heimsæk- ir Mósambík, en Úganda er nýjast í hópi fjögurra þróunarsamstarfslanda Íslands í Afríku; hin tvö eru Malaví og Namibía. Aðspurður hvað sé honum efst í huga eftir ferðina segir Halldór: „Mér er auðvitað efst í huga að við Íslend- ingar gerum heilmikið gagn í þessum löndum. Við höfum smátt og smátt aukið framlög okkar til þróunarmála. Sú stefnumótun, sem ákveðin var 1997, um að auka framlagið úr u.þ.b. 0,1% af þjóðarframleiðslu í 0,15%, hefur staðizt í öllum meginatriðum. Við nálgumst nú að þróunaraðstoðin nemi 0,2% af þjóðarframleiðslunni. Nú stendur fyrir dyrum að marka stefnu til næstu ára og ég vildi end- urnýja kynni mín af starfinu í Afríku áður en við færum á fullt í þá vinnu.“ Horfið frá áherzlu á sjávarútveg eingöngu Halldór rifjar upp að í upphafi tví- hliða þróunarsamstarfs Íslands var mörkuð sú stefna að Þróunarsam- vinnustofnun (ÞSSÍ) einbeitti sér nær eingöngu að aðstoð við sjávarútveg og fiskveiðar í þeim löndum, þar sem hún starfaði. „Síðan hefur komið í ljós að sú stefna gengur ekki upp. Fé- lagslegu þarfirnar hrópa alls staðar á okkur. Það þarf að sinna grunnþörf- um í heilsugæzlu, félagsþjónustu og menntun. Við höfum í auknum mæli sett peninga í baráttuna gegn sárustu fátæktinni. Þar höfum við notið þess að vinna með öðrum íslenzkum stofn- unum og félagasamtökum, til dæmis Rauða krossi Íslands, Hjálparstarfi kirkjunnar og ABC-hjálparstarfi. Þannig hefur tekizt að gera meira úr þeim fjármunum, sem eru til ráðstöf- unar.“ Halldór nefnir að víða starfi ÞSSÍ og samstarfsaðilar hennar með mun- aðarlausum börnum, ekkjum og ein- stæðum mæðrum. „Eitt skelfilegasta vandamálið í Afríku er alnæmisfar- aldurinn, sem hefur haft gífurleg áhrif á þessi samfélög, svipt börn for- eldrunum og fjölskyldurnar fyrir- vinnunni. Alþjóðasamfélaginu ber skylda til að hjálpa Afríku í barátt- unni við þennan faraldur,“ segir Hall- dór. „Ég tek reyndar eftir því að frá því ég var á ferð í Mósambík 1998 hef- ur orðið merkjanleg breyting, sem er ekki sízt að þakka opinskárri baráttu gegn alnæmi. Rekinn er mikill áróður fyrir notkun verja, ekki sízt með tákn- rænum hætti í söng og dansi. Í Mós- ambík var á einum stað tekið á móti okkur með smokkadansinum og smokkasöngnum.“ Að hjálpa fólki til sjálfsbjargar Hvað sýnist Halldóri um val Ís- lands á samstarfsríkjum í Afríku? Úganda, Malaví, Mósambík og Namibía eru öll meðal þeirra Afríku- ríkja, þar sem frjálsræði í efnahagslífi hefur aukizt og framfarir verið tals- verðar, en stjórnarfarið er víða gjör- spillt. Þvælist útbreidd spilling ekki fyrir í þróunarsamstarfinu? „Það leikur enginn vafi á að það er veruleg spilling í Afríku almennt. Það fylgir fátæktinni og neyðinni og ég tel að það sé mjög erfitt að uppræta hana. Það hefur hins vegar ekki verið mikið vandamál hjá okkur, vegna þess að okkar framlög hafa verið í formi verkefna, en við höfum ekki af- hent fjármuni inn í fjárlög ríkisins, sem margar þjóðir gera,“ segir Hall- dór. Í nýlegri skýrslu þeirra Jónasar H. Haralz og Hermanns Ingólfssonar um þróunarsamvinnu Íslands kemur fram að þróunin sé í þá átt að vestræn ríki auki almenna fjárhagslega aðstoð til einstakra málaflokka eða verkefna. Getur slík þróun aukið hættuna á að peningarnir rati ekki þangað sem þeir eiga að fara? „Okkar reynsla er að það þurfi að vanda sig mjög í þróunarstarfi. Það er ekki nóg að hafa peninga, það þarf að skipuleggja mjög vel og langt fram í tímann. Ég get nefnt dæmi um verk- efni, sem mér finnst hafa tekizt mjög vel. Þróunarsamvinnustofnun hefur hjálpað til við uppbyggingu skóla í Úganda, sem ABC hefur jafnframt styrkt mjög mikið. Við höfum sett peninga í byggingar, skólastofur og heimavist. Íslendingar styðja þar á milli ellefu og tólf hundruð börn, sem er gífurleg hjálp. Þar vinnur Þróun- arsamvinnustofnun með samtökum, þar sem íslenzkur almenningur kem- ur líka mikið að. Þarna hrópa verk- efnin á okkur og við munum halda áfram að styðja þetta skólastarf. Annað dæmi er félagslegt verkefni í Úganda, stuðningur við fiskisam- félögin á eyjunum í Viktoríuvatni. Þar vilja heimamenn í reynd að við tökum þessi samfélög nánast í fóstur og leggjum meira til fræðslumála, heil- brigðismála og fiskveiðimála. Þarna eru líka gífurlegar þarfir. Ísland styð- ur til dæmis fullorðinsfræðslu, þar sem margir nemendurnir eru að læra að lesa og skrifa á fullorðinsaldri. Hins vegar er ánægjulegt að hitta þetta fólk, því að það á auðvelt með að tjá sig og halda ræður. Þótt ekki sé annað en að kenna fiskimönnunum að blóðga fiskinn eru það líka heilmiklar framfarir, en þarna sáum við blóð- blettina í fiskflökunum, bara af því að menn kunna ekki að blóðga almenni- lega. Enn eitt dæmi um félagslegt verk- efni, sem við erum í, er samstarf með einstæðum mæðrum og ekkjum í Maputo í Mósambík. Það hefur undið mikið upp á sig og hjálpað mjög mörgu fólki, sem bindur miklar vonir við aðstoð Íslendinga. Við sáum hvað okkar starf hafði skapað mikla ham- ingju hjá þessu bágstadda fólki. Þetta er enn eitt dæmið um verkefni, þar sem hefur tekizt mjög vel til og við munum halda starfinu áfram. Í öllum þessum tilvikum erum við að hjálpa fólki til sjálfsbjargar, að- stoða það við að byggja sig upp og skapa sér einhverja stöðu í lífinu, t.d. þannig að börn ekknanna og einstæðu mæðranna eigi sambærilega mögu- leika og jafnaldrar þeirra. Í þessum verkefnum, sem eru tiltölulega smá í sniðum og unnin með nærsamfélag- inu, er auðvelt að fylgjast með því að peningarnir fari í það sem þeim var ætlað. Íslendingarnir, sem þarna vinna, hafa lagt sig mjög mikið fram og gefa sig í þetta starf af lífi og sál. Þetta er ekki bara vinna frá klukkan níu til fimm. Okkar fólk er greinilega dýrkað af heimamönnum og við fylgd- umst með því að þegar menn sáu ís- lenzku starfsmennina kom ljómi á mörg andlit.“ Mikil fátækt þrátt fyrir framfarir Halldór heimsótti Mósambík einn- ig árið 1998. Þá var landið enn í mikl- um sárum eftir langa borgarastyrj- öld. Sér hann mun á ástandinu þar nú og þá og framfarir í þeim verkefnum, sem Íslendingar vinna að? „Það miðar heilmikið áfram í Mós- ambík. Í borgunum er til dæmis mikið Við höfum sömu sk Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er nýkominn úr opinberri heimsókn til tveggja af þróunarsamstarfsríkjum Íslands í Afríku, Úganda og Mósambík. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Hall- dór um ferðina og stefnu Íslands í þróunaraðstoð. Morgunblaðið/Elín R. Sigurðardóttir Halldór tekur við heimagerðri bastkörfu að gjöf við heilsugæzlustöðina í Hindane í Mósambík. „Þessi heilsugæzlustöð er í ungbarnaeftirliti og mæðrahjálp og þar er fæðingaraðstaða. Það er óskaplega mikil ánægja hjá heimamönnum með þessa stöð og þarna voru foringjar þorpanna saman komnir að bjóða Íslendingana velkomna.“ FRAMLÖG Íslands til þróunar- aðstoðar nema á þessu ári um 1,3 milljörðum króna, eða 0,16% af landsframleiðslu. Þar af fara 468 milljónir til svokallaðrar tvíhliða aðstoðar, starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar í fjórum Afríku- ríkjum. Afgangurinn, 839 milljónir, fer til marghliða aðstoðar, þ.e. al- þjóðastofnana sem sinna þróun- araðstoð og friðargæzlu. Starfsmenn Þróunarsam- vinnustofnunar eru 22, þar af fjórir á skrifstofunni í Reykjavík, en hinir starfa í samstarfsríkj- unum fjórum í Afríku; Malaví, Úg- anda, Mósambík og Namibíu. Mósambík Í Mósambík hefur áherzlan lengst af verið lögð á samstarf í sjávarútvegsmálum. Íslenzkir ráð- gjafar starfa í sjávarútvegsráðu- neytinu, þar sem unnið er að gæðamálum innan fiskiðnaðarins. Þá styður ÞSSÍ uppbyggingu bókasafns og fræðslumiðstöðvar fyrir ráðuneytið. Íslenzkur ráð- gjafi starfar í kvennamálaráðu- neytinu og ÞSSÍ styður auk þess ýmis félagsleg verkefni í höf- uðborginni Maputo. Stofnunin starfar enn fremur með Rauða krossi Íslands og Mósambík að verkefnum á sviði heilsugæzlu í bænum Hindane. Úganda Áherzlur í þróunarsamvinnu við Úganda eru annars vegar á sviði fiskimála og hins vegar fé- lagslegra verkefna. Tvö sam- starfsverkefni eru þegar komin í framkvæmd, annað á sviði gæða- mála í fiskiðnaði og hitt í fullorð- insfræðslu í fiskimannasam- félögum á Ssese-eyjum á Viktoríuvatni. Þriðja verkefnið, bygging heimavistar fyrir stúlkur í unglingaskólanum í Kitetikka, hófst í sumar. Verkefni tengt nýt- ingu jarðhita er langt komið í und- irbúningi og hefst síðar á árinu. Malaví Í Malaví eru umfangsmestu verkefni ÞSSÍ. Stærsta verkefnið er uppbygging heilsugæzlu í Monkey Bay-héraði, auk þess sem stofnunin tekur þátt í skipu- lagningu og framkvæmd fullorð- insfræðslu í 24 þorpum í hér- aðinu. Stofnunin styður fisk- eldisnám við landbúnaðarhá- skólann í Bunda og kennslu við sjómannaskólann í Monkey Bay. Þá styður stofnunin mælingar og gerð siglingakorta af Malavívatni. Á árinu hófst bygging barnaskóla í þorpinu Msaka fyrir um 1.200 börn, en áður hafði m.a. verið byggður skóli í þorpinu Chirombo. Auk þess styrkir ÞSSÍ fé- lagasamtök sem starfa að við- haldi sjúkrahússbygginga í höf- uðborginni Lilongwe. Namibía Í Namibíu er þróunarsam- vinnan fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs. Íslenzkir sérfræð- ingar og sjómenn hafa starfað við hafrannsóknir og namibískir líf- fræðingar hafa verið í þjálfun á Ís- landi. Íslenzkir sjómannakennarar starfa við sjómannaskóla í Walvis Bay og ráðgjafi á vegum ÞSSÍ starfar á sjávarútvegsskrifstofu Samtaka Suður-Afríkuríkja (SADC) í höfuðborginni Wind- hoek. Auk þessa leggur ÞSSÍ til fé og ráðgjafa til stuðnings fé- lagslegum verkefnum og fullorð- insfræðslu í Lüderitz, Swakop- mund, Usakos og Walvis Bay. Staðreyndir um þróunar- samstarf Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen Tómas er tenging við Afríku HALLDÓR segir að menn þurfi að að kynnast ástandinu í þróunarlöndunum og sjá það með eigin augum til að fá verulegan áhuga á málefnum þeirra. „Ég segi fyrir mig, að ferðir mínar til Afríku hafa haft mikil áhrif á mig. Við hjónin erum bæði mjög áhugasöm um Afríku. Mér er það minnisstætt, þegar við komum til Malaví í fyrri ferð okkar árið 1998. Þá heimsóttum við barna- þorp SOS, þar sem lítill drengur kom upp í fangið á konunni minni og vildi ekki sleppa henni. Það vill svo til að við höfum stutt þennan dreng alla tíð síð- an, hann er á okkar vegum. Hann heit- ir Tómas. Við vildum taka að okkur að styrkja eitt barn, og það vildi svo til að okkur var úthlutað þessum dreng.“ Þannig eru Halldór og Sigurjóna styrktarforeldrar Tómasar litla og kosta uppihald hans og skólagöngu. SOS-barnaþorpið í Malaví, sem er rétt utan við höfuðborgina Lilongwe, er að hluta fjármagnað með slíkum fram- lögum frá Íslandi, en fjöldi íslenzkra fjölskyldna styrkir börn í SOS- barnaþorpunum víða um heim. Tómas litli vildi helzt ekki sleppa Sigurjónu Sigurðardóttur, eiginkonu Halldórs, þegar þau hjón heimsóttu SOS-barnaþorp í Malaví sumarið 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.