Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 17
er vitnað í tilfinningaþrungið sjón- varpsviðtal við Mende aðeins þremur dögum eftir að hún slapp úr húsi Als Koronkys í London. Þar er hún m.a. spurð að því hvernig sé að vera frjáls. „Þó að ég hafi sloppið get ég ekki enn trúað því að ég sé frjáls. Ég er svo hrædd um að þau komi og nái mér aftur. Ég trúi því ekki að ég sé orðin frjáls, þó að ég finni svo sannarlega fyrir því. Mér finnst að þetta hljóti að vera draumur og ég muni vakna til raunveruleikans þar sem ég sé enn í ánauð. Og ég er svo hrædd um að eitthvað komi fyrir fjölskyldu mína – að þau verði látin gjalda þess sem ég hef gert.“ (bls. 247) Mende segist enn vera að læra að fóta sig í frelsinu. „Eftir að ég öðlaðist frelsi hef ég þurft að læra að lifa alveg upp á nýtt. Ég hef þurft að læra að hugsa um mig sjálfa eins og frjáls manneskja, t.d. hef ég þurft að læra að fara með peninga og næra mig reglulega þrisvar sinnum á dag. Á meðan ég var þræll tók ég engar ákvarðanir. Húsbændur mínir réðu því hvenær ég vaknaði, hvað ég gerði og í hverju ég var frá degi til dags. Enn kemur fyrir að ég á erfitt með að taka einföldustu ákvarðanir. Anna, veistu – frelsið getur stundum verið svo ógnvænlegt,“ segir Mende og tek- ur sér stutta málhvíld áður en hún heldur áfram. „Ég get haldið áfram að telja upp hvað ég hef þurft að læra, t.d. hef ég þurft að læra að liggja ekki á hleri eins og ég tamdi mér að gera í Khart- úm til að fá einhverja vitneskju um hvað húsbændur mínir hygðust fyrir. Ég hef líka þurft að læra að treysta fólki og binda vinabönd. Núna er ég búin að eignast nokkra góða kunn- ingja og eina nána vinkonu frá Erítreu.“ Mende er spurð að því hvað henni finnist jákvæðast við frelsið. „Best þykir mér að fá loksins tækifæri til að hafa samband við fjölskylduna mína í Súdan. Þau hafa hringt í mig frá borginni því að þau eru ekki með síma í þorpinu. Vonandi verður mér einhvern tíma óhætt að heimsækja þau til Súdan. Þau þjáð- ust mjög mikið á meðan þau vissu ekki hvort ég væri lífs eða liðin. Ég er líka ánægð með að fá loksins tækifæri til að læra ensku og fara í frekara nám. Ég efast reyndar um að ég geti nokkurn tíma komist í gegn- um erfitt læknanám vegna tungu- málsins. Hugsanlega væri hjúkrun raunhæfara markmið.“ Brast oft í grát – Hvernig gekk ykkur Damien Lewis að skrifa bókina? „Vinnan við bókina tók langan tíma af því að ég talaði svo litla ensku. Við vorum ekki með túlk okkur til aðstoðar – bara orðabækur og rissblöð. Ef mig mis- minnir ekki vorum við um fjóra mán- uði að skrifa bókina. Sumt reyndist mér ótrúlega erfitt að rifja upp. Ég brast oft í grát og átti erfitt með að halda frásögninni áfram. Stundum hef ég lent í því sama þegar ég hef verið fengin til að rifja upp sögu mína í tengslum við útkomu bókarinnar ut- an Bretlands. Ambátt hefur verið gef- in út í sex eða sjö löndum samtals. Mende er að lokum spurð að því hvort rétt sé að henni hafi verið boðið að verða sérstakur heiðurssendiherra Sameinuðu þjóðanna gegn þrældómi með svipuðum hætti og fyrirsætan Waris Dire er heiðurssendiherra Sameinuðu þjóðanna gegn umskurði kvenna. „Þessi hugmynd var nefnd við mig fyrir nokkru. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn. Ég veit satt best að segja ekki hvort ég treysti mér til að ferðast um og endurtaka sögu mína svo árum skiptir. Ég vil svo gjarnan beita mér gegn þrælahaldi í heim- inum, rétt eins og ég tel mig vera að gera með bókinni, en frekar með því að segja sögur annarra og tala al- mennt gegn þrælahaldi í heiminum,“ svarar Mende. Sameinuðu þjóðirnar ætla að helga árið 2004 baráttunni gegn þrælahaldi í heiminum. Þess má geta að Mende voru veitt spænsku CECERA-mannúðar- verðlaunin fyrir spænsku útgáfuna af Ambáttinni seint á síðasta ári. Eftir að bókin kom út hafa Al Koronky og fjölskylda hans hrakist aftur til Súd- ans. ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.