Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það var í heimabæ sínum Keflavík sem barnastjarnan Ruth steig sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. Færri vita að áður en hún tók til við að skemmta fólki bjó hún með fjöl- skyldu sinni um hríð í Brooklyn í New York og þaðan á hún margar sínar bestu bernskuminningar. Í NEW York bjuggum við ímiðri Brooklyn, á East-85thStreet, svokölluðum hvítumbletti þar sem einvörðungubjó hvítt fólk. Konurnar í hverfinu voru flestar af gyðingaætt- um og héldu að mamma væri þýsk. Mamma hafði áhyggjur af því hvað hún var lengi að ná sér í vinkonur af þessum sökum, þangað til ég leið- rétti þennan misskilning og gekk hús úr húsi til þess að segja þeim að mamma væri ekki frá Þýskalandi, hún kynni bara ekkert að tala ensku. Þegar þær komust að því að hún væri frá Íslandi önduðu þær léttar, þó að þær vissu ekki einu sinni hvar Ísland var staðsett á jarð- arkúlunni. Örfáar húsaraðir skildu að velsæld þeirra sem höfðu húðlit- inn með sér og svörtu fátækrahverf- in þar sem örvænting eiturlyfja og glæpa lá yfir íbúunum eins og lang- dregin martröð. Konurnar í hverf- inu okkar hjálpuðust að við að gera okkur skiljanlegt að það borgaði sig ekki að leggja leið sína inn í svörtu hverfin. Þær virtust lifa samkvæmt mjög skýrri aðskilnaðarstefnu sem gat tekið á sig ansi óhuggulegar myndir. Pabba var hins vegar alveg sama um þetta og spilaði alltaf fótbolta niðri í svartasta Harlem. Einhvern tíma fór mamma með okkur Barb- öru systur mína þangað þegar hann var að spila. Við mæðgurnar ákváðum að bregða okkur í sund á meðan en leist ekki á blikuna þegar við komum inn í sundlaugarbygg- inguna. Það komu aðeins örfáir dropar úr sturtunum er við reynd- um að þvo okkur og þegar að laug- inni var komið flutu þar hár- flyksurnar og franskbrauðsbréfin ofan á. Til að bæta gráu ofan á svart sat maður þar í mestu makindum og þvoði strigaskóna sína upp úr sund- laugarvatninu. Við mamma snerum við á punktinum en Barbara var komin í sundbol og fleygði sér út í laugina. Það varð heilmikil reki- stefna við að ná henni upp úr og þar nutum við aðstoðar nærstaddra. Þetta hefur eflaust verið spaugileg sjón; við þrjár næpuhvítar og ljós- hærðar en allir aðrir svartir svo langt sem augað eygði. Stuttu seinna frétti mamma að viku áður en við gerðum þessa misheppnuðu til- raun til þess að fara í sund hafði ver- ið framið morð í einum sturtuklef- anum. Á sumrin vorum við á Long Is- land á sumrin hjá Siggu systur pabba og dóttur hennar sem bjuggu í einbýlishúsahverfi rétt hjá yndis- legri baðströnd. Þar lék ég mér glöð í glampandi sólinni og í minninu finnast varla fegurri dagar. Ég hugsa alltaf með hlýhug til tímans sem við bjuggum í Bandaríkjunum og óska þess stundum að við hefðum aldrei flutt heim aftur. Þegar ég lít yfir æsku mína sé ég annars vegar áhyggjulausa bernskudaga en hins vegar glímu við kvíðafulla tilveru sem á stundum varð nær óbærileg. Himinn og heilt Atlantshaf á milli. Ekki við hæfi barna Ruth varð fræg á augabragði eftir að hún söng inn á hljómplöturnar um Róbert bangsa og lengi á eftir fór hún um og skemmti, klædd heimasaumuðum Róbertsbangsa- búningi. Árið 1976, þegar hún var ellefu ára gömul, kom út fyrsta sóló- plata hennar „Simsalabimm“ og eft- ir það fylgdu tvær aðrar plötur í kjölfarið. Ruth sogaðist inn í hring- iðu tónlistarinnar og var nánast á stöðugum þeytingi að skemmta og dvaldi langdvölum í stúdíói. Á þessum tíma var engu líkara en að ég lifði á tveimur plánetum. Ann- ars vegar var það skólinn, hins veg- ar söngurinn og vinir mínir tónlist- armennirnir. Þegar plöturnar mínar voru teknar upp má segja að mitt annað heimili hafi verið í Hljóðrita í Hafnarfirði. Ég tók oftast rútuna úr Keflavík eftir skóla en stundum sótti Maggi Kjartans mig á flotta Chevr- olet Nova kagganum sínum. Við borðuðum iðulega hádegismat á Gaflinum, unnum síðan allan daginn í stúdíóinu og ég tók rútuna aftur heim á kvöldin, ef ég gisti ekki heima hjá Magga. Stundum var mjög mikið að gera hjá okkur og þá fékk ég frí úr skólanum til þess að syngja. Það þótti mér allra skemmtilegast. Hljómplötuútgáfufólkið var sam- heldinn hópur og ég naut góðs af því. Margir af færustu söngvurum landsins létu ekki sitt eftir liggja þegar platan „Ruth Reginalds“ var tekin upp og ýmist sungu þeir með mér dúetta eða tóku að sér bakradd- ir. Snemma á árinu 1978, þegar ég var á þrettánda ári, kom út platan „Úr öskunni í eldinn“ sem gerði Brunaliðið umsvifalaust að vinsæl- ustu hljómsveit á Íslandi. Brunaliðið hlaut nafn sitt vegna þess að því var ætlað að „koma öllu í bál og brand“ – og það tókst svo um munaði. Vin- sældir stjörnuhljómsveitarinnar voru gríðarlegar, hringsólað var um landið og samkomuhúsin á hverjum stað troðfyllt út úr dyrum. Jón Ólafsson og Maggi Kjartans voru duglegir við að útvega mér verkefni með Brunaliðinu, enda þótti mér fátt skemmtilegra en að vera í slag- togi við það. Við ókum í sérstökum hljómsveitarbíl, sem var allur fóðr- aður með plakötum af Brunaliðinu, og mörg okkar gengu í bolum merktum hljómsveitinni. Þegar út- kallið kom var brunað á fjölskyldu- skemmtanir sem voru flestar með svipuðu sniði: Um miðjan dag var leikin tónlist og flutt skemmtiatriði sem höfðað gátu til allra aldurshópa. Þá söng ég, Halli og Laddi skemmtu og Brunaliðið kom fram með nokkra helstu smellina. En þetta var aðeins lognið á undan storminum. Á kvöld- in voru haldin böll – og þau voru ekki við hæfi barna. Ein af þessum skemmtunum var Rauðhettumótið, sem var fjölmenn útihátíð sem Skátahreyfingin hélt við Úlfljótsvatn. Fólk kom á mótið með tjald og prímus og eins og gjarnt er um útihátíðir upphófst strax mikið fyllirí og mikil læti. Þarna sá ég Megas í fyrsta skipti á sviði og það er sjón sem ég gleymi ekki auðveldlega. Maggi Kjartans kynnti hann með áhrifaríkum hætti og að því loknu steig Megas á svið, fremur illa til reika eins og hann var á þessum árum, og hóf sinn söng. Tveir strákar, annar grænhærður og hinn bláhærður, höfðu plantað sér beint fyrir framan sviðið og létu dólgslega. Þetta voru sennilega ein- hvers konar nýpönkarar sem vildu láta að sér kveða og lætin í þeim stigmögnuðust eftir því sem á tón- leikana leið. Þegar Megas var að taka sinn hæsta tón, með galopið ginið, misstu pönkararnir stjórn á sér í látunum og köstuðu í hann stóreflis torfu- snepli. Ekki veit ég hvort þeir höfðu miðað lengi en þeir hittu beint í and- litið á honum og þar sem söngvarinn var opinmynntur þegar atlagan var gerð fór talsvert af mold upp í hann. Þeir sem enn höfðu einhverja rænu gripu andann á lofti en Megas var svo mikill töffari að hann hrækti bara og spýtti, þurrkaði sér síðan um munninn og sagði með sinni sér- stæðu röddu: „Strákar mínir, ég ætla að láta ykkur vita að ég er bú- inn að borða!“ Í klóm eiturlyfjanna Á unglingsárum lauk barna- stjörnuferli Ruthar jafn skyndilega og hann hafði hafist. Ruth var reið og bitur og ósátt við lífið og lenti fljótt í slagtogi við fólk sem var á kafi í eiturlyfjum. Við taka mörg ár í erfiðri sambúð sem einkenndist af fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Þetta var tímabil sem einkenndist af mikilli dópneyslu, barsmíðum og ótta. Við bjuggum aldrei lengi á sama stað. Við flæktumst úr her- bergi í herbergi og fórum þaðan þegar við höfðum safnað svo háum leiguskuldum að þolinmæði leigusal- anna var á þrotum. Þar kom að við ákváðum að líf okkar yrði áreiðan- lega miklu auðveldara ef við flyttum út á land. Við fórum á Hellissand til þess að vinna í fiski og bjuggum á stað sem var kallaður Hóllinn – en það var gamall timburkofi uppi á hól. Þrátt fyrir að ekkert gæfi tilefni til þess hafði ég þróað með mér draum um að við yrðum fjölskylda og að við gætum hætt öllu ruglinu. Ég lagði mig fram um að gera fínt í kringum okkur þó að ástandið væri ekki beint björgulegt. Við áttum ekki neitt og enga peninga til að kaupa neitt fyrir. Við höfðum striga- poka fyrir gluggunum og ég varð mér úti um gyllt bönd til þess að búa til úr þeim gardínur. Svefnherbergið var tómt, fyrir utan tvær dýnur á gólfinu og tvær sængur. Það eina sem ég hafði haldið í af mínum eig- um voru græjurnar sem ég hafði fengið í fermingargjöf og tvær plöt- ur með Janis Joplin og Pink Floyd. Í bjartsýniskasti yfir þessari nýju byrjun ákváðum við að trúlofa okk- ur. Við fengum senda trúlofunar- hringa að sunnan ásamt fullt af brennivíni. Mér fannst eins og nú myndi allt breytast. Við ætluðum að trúlofa okkur, hætta bráðum að drekka og dópa og eignast síðan barn. Þá yrðum við fjölskylda og þá gætum við eignast fallegt heimili. Trúlofunarkvöldið fórum við á sveitaball og drukkum auðvitað bæði ótæpilega. Á miðju balli tók ég eftir því að sambýlismaður minn var farinn að daðra við einhverja stelpu og ég varð ofsalega hrædd um hann, eins og svo oft áður. Ég lét afbrýði- semina í ljósi og hann brást við með því að kýla mig fyrir framan alla. Ég hljóp heim grátandi með nýja trúlof- unarhringinn. Ég hélt áfram að drekka þegar ég kom heim, settist fyrir framan græj- urnar mínar og hlustaði á „Dark Side of the Moon“ og „Not afraid of dying“ með Pink Floyd. Þegar draumurinn um betra líf var úti fannst mér allt vera vonlaust. Ég saknaði fjölskyldunnar minnar úr Keflavík, saknaði pabba og mömmu og systra minna. Ég hafði ekki haft samband við þau svo lengi að ég var hætt að þora það. Ég trúði líka að öllum væri sama um mig. Þetta var ein af hrikalegustu nótt- um lífs míns og hún lifir mér lengi í minni. Ég vissi að sambýlismaður minn hafði farið heim með stelpunni vegna þess að ekki kom hann heim til mín. Mér fannst ég vera alein í heiminum og ég drakk og grét og grét og drakk þar til ég var orðin ör- magna og lagðist á dýnuna og sofn- aði. Þegar ég vaknaði var búið að kveikja í dýnunni við hliðina á mér. „Þú gafst þjóðinni barnæsku þína“ Margir urðu til að hjálpa Ruth að ná sér upp úr vítahring eiturlyfja- neyslunnar, meðal annars Albert Guðmundsson. Ég reyndi að leita mér að vinnu en sjálfstraustið var í lágmarki. Ég vissi ekki hvað ég gæti starfað við vegna þess að það eina sem ég hafði gert af einhverju viti var að syngja og ég hafði ekki sungið í mörg ár. Mér þótti ég líka hafa misst alla vini mína í bransanum og það var ekki beinlínis eins og atvinnutækifærin biðu mín í hrönnum. Ég var mjög hrædd og óörugg og hafði ekki hugmynd um hvernig þetta færi allt saman. Um þessar mundir höfðu þeir sem vildu mér vel sagt við mig að það væri til maður sem gæti hjálpað mér. Góður maður sem ég ætti að tala við og hann gæti greitt götu mína til þess að að fá íbúð. Ég hafði enga trú á því að einhver maður sem ég þekkti ekki neitt vildi hjálpa mér. En ég var að verða brjáluð á hús- næðisleysinu og barnið mitt var í húfi. Við þessar aðstæður gerir mað- ur allt til að klóra í bakkann svo ég fór og heimsótti þennan góða mann sem hét Albert Guðmundsson. Ég gleymi því aldrei hvað ég var taugaóstyrk og hvernig ég skalf eins og hrísla þegar ég nálgaðist skrif- stofuna hans. Ég óttaðist svo hvað hann myndi halda um mig. Að ég skyldi voga mér að ætlast til þess að hann, ráðherrann, færi að hjálpa mér! Ég gekk inn á ráðherraskrifstof- una þar sem hann sat við stórt skrif- borð og ég vissi ekkert hvernig ég átti að byrja eða hvað ég átti að segja. Albert vísaði mér til sætis fyr- ir framan sig og spurði: „Jæja vinan, hvað get ég gert fyrir þig?“ Þá var eins og opnaðist fyrir flóðgátt og ég romsaði upp úr mér öllum mínum raunum. Ég væri búin að vera lengi á biðlista eftir íbúð hjá Reykjavík- urborg, ég væri í miklum vanda stödd með dóttur mína sem ætti jafnvel að taka af mér ef ég fengi ekki íbúð og vinnu, ég yrði að koma undir mig fótunum en ætti ekki neitt og gæti hvergi verið, hvort hann vissi um einhverja leið. Hvort hann gæti hugsanlega mögulega hjálpað mér? Albert horfði lengi á mig þegar ég hafði loksins þagnað eftir romsuna. Ég skalf og nötraði í sætinu og bjóst allt eins við að hann myndi vísa mér á dyr. Hann vísaði mér ekki á dyr, heldur sagði hann nokkuð sem ég hef aldrei gleymt vegna þess að ég hafði aldrei heyrt neitt þvíumlíkt áð- ur. Hann sagði: „Þú varst okkar ást- sælasta söngkona og þú gafst þjóð- inni barnæsku þína. Þú hefur gefið okkur svo mikið af þér. Hvers vegna ættir þú ekki að fá eitthvað í stað- inn? Bókarkafli Ruth Reginalds var stærsta barnastjarna sem Ísland hefur átt og hljómplötur hennar voru til á flestum heimilum. En ferillinn tók snöggan enda og á unglingsárum missti hún fótanna, missti tengslin við samstarfsfólk og við tók barátta við eiturlyf, drykkju, ofbeldi og átröskun. Hér er gripið niður í frásögn Þórunnar Hrefnu Sigurjónsdóttur. Frægð og fallvaltleiki Um er að ræða stytta útgáfu af köflum í bókinni Ruth Reginalds eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur sem kemur út hjá Forlaginu. Bókin er 253 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Hálft líf Ruthar Reginalds er söngurinn. Átta ára barnastjarna með vin sinn Róbert bangsa í fanginu. Ruth með dóttur sinni Sæbjörgu árið 1987, á leiðinni aftur á réttan kjöl eft- ir mörg erfiðleikaár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.