Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 19 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.700 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Frankfurt ÞEGAR ég geng um stræti Kaupmannahafn-ar, þessarar gömlu höfuðborgar okkar viðEyrarsund, verður mér einatt hugsað tilþeirra áa okkar og forvera sem hingaðkomu á fyrri öldum, til að afla sér mennt- unar og prófgráðu með það að markmiði að komast í tryggt og gott embætti heima á Fróni. Þótt ekki sé farið nema kannski rúm 100 ár aftur í tímann blasir það við hvílíkur undraheimur hefur opnast þeim Íslendingum sem hingað komu fyrsta sinni með einhverju haustskipinu með eitt koffort og eitt dálítið flöktandi hjarta. Það er augljóst að í augum gestanna hefur þessi veröld hreinlega ekki virst vera af sama heimi og torfbæirnir og litlu sveitakirkjurnar. Reykjavíkurbær hlýtur að hafa orðið að lúkufylli af kofaskriflum í samanburði við glæsileik hinnar öldnu borgar með mikilúðlegum höllum, himinháum kirkjum, skínandi turnum og endalausum röðum af íbúðarhúsum upp á margar hæðir. Þrátt fyrir sáran söknuðinn eftir ættingjum og vinum hefur vart farið hjá því að aðkomumennirnir hafi talið sig dána og endurfædda í nýrri undursam- legri veröld með alvöru kóngum og drottningum í alvöru ævintýrahöllum. Svo fóru ugglaust í hönd tímar sem í senn voru spennandi og erfiðir, því menn þurftu að standa sig í skólanum auk þess að læra að fóta sig í þessum nýja heimi sem bauð upp á alls kyns mishollar lystisemd- ir á hverju horni. Og eins og við vitum öll gengu áformin stundum ekki alveg eftir, enda kannski ekki alltaf um persónuleg áform að ræða, heldur fremur áform metnaðarfullra og algerlega glýjulausra for- eldra. Íslenskt nútímafólk sem kemur hingað nú til lengri eða skemmri dvalar fær ekki ofbirtu í augun yfir því sem fyrir augu ber. Við höfum séð þetta allt saman áður og einatt miklu stærra og magnaðra, í öðrum milljónaborgum sem við höfum átt leið um á vegferð okkar um þennan heim þar sem er styttra til New York og Parísar en til Seyðisfjarðar og þar sem við vitum meira um andlega líðan Britney Spears en nánustu ættingja okkar. En höfum við ekki öll engu að síður talið okkur vera í fyllsta rétti til að hneykslast að minnsta kosti í hljóði á öllum þeim Íslendingum fyrri tíma sem urðu að aumingjum í Kaupmannahöfn. Þeim sem drösluðust heim með eitthvert skítapróf eftir eilífð- arstúdíum á Hviids Vinstue og drukku sig svo í hel með uggvænlegri stillingu og festu í einhverjum embættisbústaðnum og skildu eftir sig tilfinninga- bæklaða ástvini og misjafnlega góðan kveðskap. En ég held að við verðum að endurskoða þessa laumulegu hneykslun. Þegar ég rölti um hellulögð stræti miðborgarinnar nærri Frúarkirkju og gamla háskólanum fer ekki hjá því að ég velti fyrir mér hvernig það hefur verið að standa dag nokkurn frammi fyrir því að eiga að yfirgefa þennan stór- brotna heim og halda aftur til baka. Að eiga að snúa heim í alsnjóa fásinnið með sínum lágu dyrum og agnarlitlu frostrósóttu gluggum eftir nokkurra ára dvöl í alvöru borg. Það er hvorki ólíklegt né undarlegt að þegar vor- skipið lá þarna fullbúið við Íslandsbryggju, og allt var til reiðu til að halda heim, að þessir efnilegu menn hafi hreinlega fyllst örvæntingu við þá til- hugsun að hafa um skeið átt þess kost að upplifa veröld fulla af undrum og fjölbreyttum möguleikum, alls kyns list og menningu, til þess eins að segja svo skilið við hana nú og gerast einhvers konar borða- lagður bóndi og eiga í vændum undirspilslausan kirkjukór sem helstu tónlistarupplifun og haug- húsagerð sem merkasta framtak í byggingarlist. Er nema von að sú örvænting skyldi leiða til margra þeirra hörmulegu endalykta sem við tengj- um stundum við þessa gömlu borg og kennum við aumingjaskap? Paradísarmissir á Íslandsbryggju HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Morgunblaðið/Ómar www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.