Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VARLA hafði fyrsta vetrarfrost- ið knúð dyra fyrr en funheitur sumarglaðningur barst sunnan úr höfum að „rauðu“ tónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar á fimmtu- dagskvöld. Gat því vart hitzt betur á, einmitt þegar Kári fór loks að byrsta sig í jötunmóð. Franski hljómsveitarstjórinn Philippe Entremont leiddi þar hljómsveit allra landsmanna um tónalendur Spánar með fjórum verkum eftir jafnmarga og ólíka höfunda er spönnuðu hátt í á hálfa aðra öld. Og sem vera bar með hápunktana í seinni hlutanum. Hinn bráðþroska en sorglega skammlífi Baski Juan Arriaga (1806–26) var fyrstur á skrá með einu sinfóníunni sem hann náði að skrifa á námsárum sínum í París. Hún er d-moll, undir eðlilega sterkum áhrifum frá Mozart og jafnvel miðskeiðs-Beethoven, þótt ekki beri hún merki þess að t.a.m. Nían hafi náð hlustum hans, enda harla ólíklegt svo snemma. Miðað við 1. strengjakvartett Arriegu í sömu tóntegund, sem samnefnt fereyki flutti í Ými í febrúar 2002, stóð kannski kornungur aldur höf- undar þó mest upp úr fremur miðl- ungskenndri meðferð SÍ, og hefði sennilega þurft að koma til bæði öllu magnaðri snerpa í túlkun og hljómbetra hús til að hrífa áheyr- endur almennilega upp úr skónum. Næst var fimmþætt Goyescas- píanósvítan eftir Enrique Granad- os (1867–1916) við jafnmargar myndir eftir málarann Goya, er stjórnandi kvöldsins hafði fengið píanistann Albert Guinovart til að orkestra. Var sú gerð frumflutt í Hong Kong fyrir ári. Með fullri sanngirni hefði maður vitanlega þurft að þekkja frumverkið til samanburðar. En jafnvel þótt því væri ekki að heilsa, hljómaði út- setningin einhverra hluta vegna ekki nógu vel. Hún verkaði ýmist lapþunn eða ofhlaðin og langt frá því að virðast „frumhugsuð“ fyrir 80 manna hljómsveit. Fyrir vikið hefði maður miklu frekar kosið að heyra flinkan píanista – t.a.m. hjómsveitarstjórann sjálfan – túlka verkið í uppunalegri mynd á slag- hörpu. Eins og hefði þótt sjálfsagt fyrir 150–180 árum, þegar ein- leiks-, kammer- og hljómsveitar- verk tíðkuðust hikstalaust á einum og sömu tónleikum. Eftir þennan óvænta dragbít birtist sem betur fór sannkallaður súkkulaðimoli í formi Tíu baska- söngva eftir yngri landa Arriegas- ar, Jesús Guridi Diez (1886–1961). Um var að ræða hljómsveitarút- setningar höfundar frá 1941 á baskneskum þjóðlögum, sem ósjálfrátt kölluðu fram í huga manns litlu eldri rjómalagaðar risasinfónískar úttektir Canteloub- es á þjóðsöngvum Auvergnehéraðs fyrir norðan Pýreneufjöll, enda þótt styttri væru og gagnorðari. Í stuttu máli sagt var ómenguð unun að þessum bráðfallegu smálögum, sem nutu sín út í æsar í ótrúlega fjölbreyttum hljómsveitarbúningi tónskáldsins og ekki síður sprækri túlkun hljómsveitarinnar. Hápunktur kvöldsins var þó trú- lega flamenco-ballett Manuels de Falla frá 1914, El amor brujo (Ást- artöfrar). Misjafnt er hversu vel danstónlist nær að standa ein og óstudd fótmenntinni, en í þessu til- viki var engum vafa undirorpið að verkið tendraði hugmyndatengsl hlustenda fyrir „fullu blasti“, eins og sagt er. Söguþráðurinn fjallar um sígaunastúlku sem ásótt er af draug látins elskhuga síns. Sum sé ærið tilefni til svæsinna jafnt sem ljóðrænna tónmálverka um ást, harm, ógn og fordæðuskap, er de Falla leysir meistaralega vel af hendi með slyngri notkun sinfón- íska tónlitaspjaldsins. Er þar hinn alþekkti Elddans aðeins eitt af fjölmörgum mögnuðum atriðum. Hlutverk einsöngvarans í tón- verkinu er að vísu ekki ýkja fyr- irferðarmikið í tímaeiningum; að- eins ein fjögur innskot eða svo. En andalúsískur söngur Ginesu Ort- ega setti engu að síður afar sterk- an svip á heildina með fjarrænt ar- abískulegri raddbeitingu sinni, sem í fljótu bragði virtist óravegu frá vestrænum ritháttargrunni tónskáldsins, en léði engu að síður verkinu svo magnaða töfra, að helzt gat minnt á seið Finnkvenna í fornnorrænni sagnahefð. Vaktist þar ljóslifandi upp hljómandi karlagullseftirmynd Esmeröldu Victors Hugos, og hafa ugglaust margar sígaunadísir fyrri tíma verið brenndar fyrir minna. Spænsk brunakvæði TÓNLISTHáskólabíó Spænsk tónverk eftir Arriaga (Sinfónía í d), Granados (Goyescas-svíta (orkestrun e. A. Guinovart)), J.G. Diez (Melodias vascas) og de Falla (El amor brujo). Sin- fóníuhljómsveit Íslands u. stj. Philippes Entremont. Einsöngvari: Ginesa Ortega. Fimmtudaginn 30. október kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Félagsmiðstöðin Gullsmára Sýning Sigrúnar Sigurðar- dóttur frá Möðruvöllum er framlengd til 1. desember. Sýning framlengd Hótelsumar nefn- ist nýjasta bók Gyrðis Elíasson- ar. Bókin segir af því er sögumaður snýr aftur í fæð- ingarbæ sinn eft- ir erfiðan skiln- að. Í náttbirtu sumarsins reynir hann að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Á vegi hans verða svip- ir úr fortíð og hann þarf að takast á við tilfinningar sem eru í senn óræðar, margbrotnar og mótsagna- kenndar. „Fyrir skömmu hafði ég lesið langa sögu eftir Thomas Hardy um mann sem snýr aftur á heimaslóðir með leiðinlegum afleið- ingum, en ég lét það ekki trufla mig. Ég var ánægður með að vera aftur kominn heim. Að vísu var ég ekki kominn alveg heim. Ég bjó á nýlegu litlu hóteli yst í bænum.“ Út- gefandi er Mál og menning. Bókin er 108 bls., prentuð í Odda hf. Mynd á kápu er eftir Elías B. Hall- dórsson en kápu hannaði Anna Cynthia Leplar. Verð: 3.990 kr. Skáldsaga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.