Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 33 fást við þessi tvö mál samtímis, því að þjóðin var í miklu tilfinningalegu uppnámi og skildi ekki hvers vegna bandalagsþjóð í Atlantshafsbanda- laginu sendi herskip hingað til lands, sem stofn- uðu lífi varðskipsmanna okkar í augljósa hættu á fiskimiðunum, þegar þessi stóru og öflugu her- skip flota hennar hátignar, Bretadrottningar, sigldu á litlu íslenzku varðskipin. Uppreisnin í Búdapest árið 1956, þegar ung- versk alþýða reis upp gegn kúgurum sínum, Sovétríkjunum, og barðist nánast með berum höndum gegn sovézkum skriðdrekum á götum þessarar fögru borgar átti hins vegar ríkan þátt í því, að vinstri stjórnin 1956–1958 fann að það var enginn jarðvegur fyrir því í landinu að segja varnarsamningnum við Bandaríkin upp. Staðreynd er hins vegar, að það var miklum erfiðleikum bundið að takast á við vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar um varnarmálin vegna reiði þjóðarinnar í garð Breta eftir útfærsluna í 200 sjómílur 1972. Andstæðingar varnarliðsins gerðu sér þetta vel ljóst. Þegar Ólafur Jóhannesson kom heim frá Bretlandi með samning í vasanum um landhelgisdeiluna snerust Alþýðubandalags- menn harkalega gegn samningnum m.a. vegna þess, að þeir vissu, að yrði hann samþykktur hefðu þeir tapað orustunni um varnarliðið. Morg- unblaðið studdi samningsgerð Ólafs Jóhannes- sonar eindregið á þeim tíma og það gerði Sjálf- stæðisflokkurinn einnig, sem þá var í stjórnar- andstöðu. Eftir þær málalyktir var eftirleikurinn auð- veldari og Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum 1974 undir forystu Geirs Hall- grímssonar, sem þá var einnig stjórnarformaður útgáfufélags Morgunblaðsins en í þeirri kosn- ingabaráttu var áframhaldandi varnarsamstarf við Bandaríkin og útfærsla í 200 mílur sett á odd- inn. Fyrir skömmu var hér á ferð einn helzti and- stæðingur okkar í þorskastríðinu 1975–1976, Roy Hattersley, lávarður, sem varð síðar einn helzti forystumaður Verkamannaflokksins. Hattersley var gagnrýndur harkalega á síðum Morgunblaðs- ins á þeim árum fyrir framgöngu sína og las þá gagnrýni alla fyrir milligöngu brezka sendiherr- ans hér á þeim tíma. Í samtölum við Morgun- blaðsmenn nú um liðinn tíma kvaðst Hattersley hafa gert sér vel ljóst, að þetta stríð gætu Bretar ekki unnið og hann hefði sagt bæði Wilson for- sætisráðherra og Callaghan utanríkisráðherra þá skoðun sína. Pólitískar aðstæður í Bretlandi hefðu hins vegar kallað á þær aðgerðir, sem þeir hefðu beitt sér fyrir. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar var framhald af sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga. Þess vegna má færa rök að því, að þeirri baráttu hafi ekki lokið formlega fyrr en á fullveldisdaginn, 1. des- ember 1976, þegar síðasti brezki togarinn sigldi frá Íslandsmiðum. Þá öðluðumst við Íslendingar full yfirráð yfir auðlindum okkar. Þessi samtvinnuðu átök um sjálfstæði, öryggi og yfirráð yfir auðlindum eru tvímælalaust harkalegustu átök, sem Morgunblaðið hefur tek- ið þátt í síðustu hálfa öld. Þegar litið er yfir farinn veg getur Morgunblaðið verið stolt af þátttöku sinni og málefnalegu framlagi í þessum átökum. Sú afstaða, sem blaðið hefur tekið til þeirra umræðna, sem fram hafa farið á þessu ári um stöðu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er í fullu samræmi við skrif blaðsins um þessi mál á und- anförnum áratugum. Ný kynslóð embættismanna og stjórnmála- manna í Bandaríkjunum hefur ýjað að því að Ís- lendingar vilji halda í varnarliðið hér af fjárhags- legum ástæðum. Þær skoðanir eru nánast móðgun við okkur Íslendinga. Þegar farið er í gegnum skrif Morgunblaðsins um þessi málefni í hálfa öld kemur skýrt í ljós að blaðið hefur alla tíð snúizt hart gegn sjónarmiðum þeirra Íslendinga, sem hafa haft uppi slíkan málflutning og jafn- framt gagnrýnt harkalega þá, sem sannanlega hafa hagnazt mikið á dvöl varnarliðsins. Þetta má m.a. sjá í umfjöllun Morgunblaðsins fyrir rúmum áratug þegar í ljós kom, að fámennur hópur manna innan Íslenzkra aðalverktaka og Samein- aðra verktaka hafði haft mikinn hagnað af starf- semi á Keflavíkurflugvelli. Óhætt er að fullyrða að í þeim efnum hefur blaðið endurspeglað sjón- armið þorra landsmanna. Þessi viðhorf voru ítrekuð í forystugrein Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum í tilefni af uppsögnum á Kefla- víkurflugvelli. Þjóðareignin Annað baráttumál Morgunblaðsins, sem ástæða er til að nefna á þessum tímamótum í sögu blaðsins er barátta blaðsins í rúman áratug fyrir því, að íslenzka þjóðin fengi viðunandi afrakstur af eignum sínum og að þær yrðu ekki afhentar endurgjaldslaust fámennum hópi manna. Kannski má segja að í þeim efnum hafi blaðið farið í herferð en það var herferð í þágu almannahagsmuna. Þau harkalegu átök, sem við Íslendingar stóð- um í fram til ársins 1976 til þess að tryggja end- anleg yfirráð yfir auðlindum okkar beindust ekki að því að ná þeim auðlindum úr klóm gamalla ný- lenduþjóða til þess eins að afhenda þær auðlindir fámennum hópi Íslendinga. Í sögulegu samhengi má segja, að hin evrópsku stórveldi hafi arðrænt okkur Íslendinga með sama hætti og þau arðrændu aðrar þjóðir víða um heim. Hér voru erlendir togarar uppi í landstein- um að veiða okkar fisk. Þetta voru hörð átök og þótt þau eigi sér lengri sögu stóð lokaorustan í aldarfjórðung. Tæpum áratug eftir að fullur sigur vannst voru sett lög á Alþingi Íslendinga, sem fullyrða má, að fæstir alþingismenn eða aðrir hafi gert sér grein fyrir til hvers mundu leiða. Smátt og smátt vökn- uðu menn þó upp við að kvótalögin þýddu, að fá- mennur hópur útgerðarmanna hafði fengið þjóðarauðinn í hendur og gat ráðstafað honum að vild. Þá hófst öld milljarðamæringanna á Íslandi. Smátt og smátt hófst umfjöllun í ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins og þunginn í þeim um- ræðum óx jafnt og þétt af hálfu blaðsins. Um tíma heyrðist úr mörgum áttum, að sósíalistar væru við stjórn á Morgunblaðinu. Að sjálfsögðu var ekki um það að ræða heldur tók Morgunblaðið upp harða baráttu fyrir hags- munum almennings á Íslandi. Það er ekki sósíal- ismi að berjast fyrir hagsmunum alþýðu manna. Í lögunum stóð og stendur að fiskimiðin við Íslands strendur væru sameign þjóðarinnar. Við það skyldi staðið. Þessi barátta var hörð, erfið og persónuleg. Henni lauk með málamiðlun. Sú málamiðlun byggðist á því grundvallaratriði, sem Morgun- blaðið barðist fyrir allan síðasta áratug 20. ald- arinnar, að þjóðin skyldi fá greiðslu fyrir afnot af auðlindinni. Um þetta hafa verið sett lög á Al- þingi og á næsta ári, þegar þjóðin fagnar 100 ára afmæli heimastjórnar, fyrsta stóra skrefinu í átt til fulls sjálfstæðis hefjast greiðslur í sameigin- legan sjóð þjóðarinnar fyrir þau afnot. Það má deila um upphæðir en um það verður ekki deilt að grundvallaratriðið, sem barizt var fyrir er orðið að lögum. Hér skal fullyrt, að þegar saga Morgunblaðs- ins á þessum árum verður skrifuð verði þessi málefnabarátta blaðsins talin meðal stærstu stunda í sögu þess. Athafnafrelsi Allt frá upphafi útgáfu Morgunblaðsins hefur barátta fyrir frelsi til orðs og athafna verið grundvallarþáttur í stefnu þess. Raunar er markmiðið um frelsi í verzlun og viðskiptum að finna í lögum Árvakurs hf., útgáfu- félags Morgunblaðsins. Framan af 20. öldinni einkenndist málefnabarátta Morgunblaðsins mjög af þeim aðstæðum, sem þá voru í verzlun og viðskiptum. Einkareksturinn í landinu átti í sam- keppni við erfiðan andstæðing, þar sem sam- vinnuhreyfingin var. Starfsemi hennar, sem átti sér sögulegar og merkilegar forsendur, fór fram í skjóli pólitískrar valdastöðu Framsóknarflokks- ins. Áhrif Framsóknarflokksins voru langtum meiri en kjörfylgi hans gaf tilefni til vegna rangr- ar kjördæmaskipunar. Smátt og smátt tóku Sam- band ísl. samvinnufélaga og kaupfélögin á sig mynd einokunarfyrirtækja. Morgunblaðið tók upp hanskann fyrir einkareksturinn og pólitísk átök þeirra tíma mótuðust mjög af þessari sam- keppni. Á tíma innflutningshafta og fjárfestingarhafta urðu þessi átök enn hatrammari en þá var svo komið, að möguleikar fyrirtækja á að lifa af byggðust að verulegu leyti á pólitískum tengslum. Smátt og smátt urðu þau sjónarmið um frelsi í viðskiptum og athöfnum, sem Morgunblaðið og margir fleiri höfðu barizt fyrir ofan á. Þó má segja, að hugsunarháttur haftanna hafi verið svo sterkur í íslenzku þjóðfélagi að síðustu leifar haftatímabilsins hafi ekki horfið fyrr en á tíunda áratug 20. aldarinnar. En allt getur snúizt upp í andhverfu sína. Það á ekkert síður við um markaðinn sjálfan en annað. Svo var komið undir lok níunda áratugar síðustu aldar, þegar Samband ísl. samvinnufélaga var að líða undir lok og samvinnuhreyfingin á fallanda fæti, að Morgunblaðið sá ástæðu til að minna á, að einokun einkafyrirtækja væri ekkert betri en einokun samvinnufyrirtækja. Þeim athugasemd- um var ekki vel tekið meðal einkarekstrarmanna. En þær voru settar fram í þágu almannahags- muna ekkert síður en sjónarmið blaðsins um kvótakerfið. Ísland er lítið land og fámennt. Í svo litlu sam- félagi þarf ákveðið jafnvægi að ríkja. Það getur ekki verið æskilegt markmið, að allir helztu þætt- ir viðskipta og verzlunar færist í hendur tveggja til þriggja öflugra viðskiptasamsteypna. Ráðandi staða slíkra aðila á hinum litla íslenzka markaði getur leitt til einokunar, sem hefur að sjálfsögðu neikvæð áhrif fyrir almenning. Í áratugi var barátta fyrir frelsi í viðskiptum og athöfnum eitt helzta verkefni Morgunblaðs- ins. Nú þegar þeim markmiðum hefur verið náð fer tæpast á milli mála, að það hlýtur að vera ein helzta skylda dagblaðs að standa vörð um al- mannahagsmuni og veita aðilum viðskiptalífs að- hald til þess að hið mikla og eftirsóknarverða frelsi sem nú ríkir á Íslandi snúist ekki upp í and- hverfu sína og einokun hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Þessi samtvinnuðu átök um sjálfstæði, öryggi og yfirráð yf- ir auðlindum eru tvímælalaust harka- legustu átök, sem Morgunblaðið hefur tekið þátt í síðustu hálfa öld. Þegar litið er yfir farinn veg getur Morgunblaðið verið stolt af þátt- töku sinni og mál- efnalegu framlagi í þessum átökum.“ Laugardagur 1. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.