Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 41 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Grandavegur 4 Rúmgóð og björt 99 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) íbúð 0302, ásamt 7,7 fm geymslu í kjallara á þessum eftirsótta stað. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús með uppgerðri innréttingu, tvö rúm- góð herbergi og baðherbergi. Parket og flís- ar á gólfum. Suðursvalir. Húsið allt nýlega tekið í gegn að utan. Gler endurnýjað. Áhv. húsbr./lífsj. 5,6 millj. Verð 13,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Skaftahlíð 8 Góð 109 fm 5 herbergja íbúð á 2. hæð, íbúð 0205, auk 8 fm geymslu í kjallara. Stórar samliggjandi skiptanlegar stofur með út- gangi á vestursvalir, tvö góð svefnherbergi auk herbergis við forstofu og gott eldhús með uppgerðum innréttingum. Sameign til fyrirmyndar og hús að utan í góðu ástandi. Sameiginlegt gufubað í kjallara. Verð 14,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. Hamraborg 38 - Kópavogi Björt og vel skipulögð 72 fm íbúð, íbúð 2c, á 2. hæð í góðu fjölbýli. Þvottaaðstaða og geymsla í íbúð. Nýleg innrétting í eldhúsi og nýlegt parket á gólfum. Vestursvalir út af stofu. Stutt í alla þjónustu og almennar samgöngur. Húsið er í góðu ástandi að ut- an, nýviðgert og málað. Nýtt gler í gluggum. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 10,9 millj. Verið velkomin í dag milli kl. 14-16. OPIN HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Öll eignin við Álftamýri 1-3 er til sölu/leigu, samtals ca 1.600 fm. 706 fm á tveimur hæðum, innréttað sem aðgerða- og læknastofur. 264 fm á annarri hæð, innréttað fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. 602 fm verslun og lager innréttað sem apótek. Mjög góð staðsetning. Mjög góð aðkoma. Næg bílastæði. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Fallegt og vandað einbýli, tæp- lega 300 fm, ásamt sérstandandi 28 fm bílskúr með gryfju. Í ca 100 fm rými á jarðhæð hússins má auðveldlega innrétta séríbúð með sérinngangi. Húsið getur losnað fljótlega. Eignaskipti möguleg. 4734 JÓRUSEL - GÓÐ KAUP Íbúð á efri hæð ásamt risi (gólf- flötur í risi ca 140 fm) og ca 24 fm bílskúr í þríbýli. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, eitt svefn- herbergi og eldhús og í risi þrjú herbergi og geymslur. Teikning- ar til fyrir hækkun á risi. Miklir möguleikar til að auka verðmæti eignarinnar. V. 13,9 millj. 5779 TÆKIFÆRI - BORGARGERÐI SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-17 AUSTURSTRÖND 4 - m/bílskýli/lyftu ÍBÚÐ 3-5 Mjög snyrtileg og góð 74 fm íbúð á 3. hæð auk stæði í bílageymslu. Frábært útsýni. Þvottahús á hæðinni. Góð sameign. Verið velkomin. Verð 11. millj. Eitt besta verslunarhorn borgarinnar. Stærð 185 fm. Næg bílastæði. Einnig til leigu lagerhúsnæði, 300 fm og 400 fm. Upplýsingar í síma 894 3121. Til leigu í Fákafeni 11 Um er að ræða Hárhús Önnu Silfu í Mosfellsbæ sem er 5 ára hár- greiðslustofa sem haft hefur góða og mikla viðskiptavild. Stofan er vel tækjum búin, innréttingar og aðstaða er góð, 6 stólar, þar af 3 í útleigu. Fyrirtækið er staðsettt í 70 fm leiguhúsnæði í mið- bæ Mosfellsbæjar. Allar nánari upplýsingar gefur Einar Páll hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar í síma 586 8080. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali TIL SÖLU HÁRGREIÐSLUSTOFA Í MOSFELLSBÆ HANN var einu sinni með frægrierlendri söngkonu, svo með módeli og síðan með fegurðardrottn- ingu,“ romsaði ég upp úr mér. „Hvers vegna þurfa allir að vita með hvaða konum þessi maður er?“ „Það veit ég ekki, kannski finnst blaðinu að fólki þyki gaman að vita þetta,“ sagði ég. „Gaman – þetta er nú samkvæmt minni skoðun „prívatmál“, það hefur hingað til þótt til siðs að menn hefðu kvennamálin sín í friði,“ sagði kunn- igi minn og horfði hneykslaður á mig. „Ég veit ekkert um þetta, get ekk- ert að þessu gert,“ svaraði ég afsak- andi. „Hvað hefur þessi umræddi mað- ur gert annað en vera með þessum konum, – hvað vinnur hann?“ „Það veit ég ekki, ég hef ekkert séð um það,“ sagði ég „Veistu þá hverrar ættar hann er?“ Nei, það hef ég ekki hugmynd um, það hefur heldur ekkert staðið um það? „Nú, þetta gengur þvert á allar góðar hefðir Íslendinga. Það er nú oftast það sem maður veit helst um nágungann – hverrar ættar hann er,“ sagði kunningi minn. „Það eru allir hættir að hafa áhuga á ættfræðigrúski síðan það var gert svona auðvelt með tölvuforriti,“ svara ég. „Kannski að það verði þá næst bú- ið til forrit um kvennamál ungra manna hér í borg,“ sagði kunningi minn háðslega. „Ættrakningar eru nú strangt tekið ekkert annað en upptalning á kvennamálum landsmanna frá örófi alda,“ segi ég og hlæ. „Þetta finnst þér hlægilegt, en sérðu ekki að þarna er grundvallar mismunur á. Ættfræðin segir frá þeim kvennamálum sem leiddu til getnaðar en frásagnir af sambandi manna við konur eru bara hnýsni í einkamál þeirra.“ „Jú, það er munur þarna á,“ svara ég. „Kaupir þú þessi blöð yfirleitt?“ „Nei, ég les þau oftast á hár- greiðslustofum. Í þeim stendur ýmislegt um giftingar, afmælisveisl- ur, hver sé með hverjum og hver sé að kaupa hús, eða þá að einhver hafi eignast barn, hafi grennst um 30 kíló og fleira þannig.“ „Og líður þér ekki mikið betur þegar þú kemur heim af hárgreiðslu- stofunni og veist þetta allt saman,“ „Ætli mér sé ekki bara alveg sama,“ svara ég svolítið afundin og hef auga með yfirfullum innkaupa- grindum fyrir framan okkur. Þeim hefur farið ört fækkandi meðan á þessum umræðum hefur staðið og nú var aðeins ein eftir. „Fólk ætti að hafa aðeins háleitari umhugsunarefni en kvennamál náungans,“ hélt kunningi minn áfram. „Þetta selur líklega,“ svara ég. „Það er nefnilega meinið. Við lif- um í samfélagi þar sem allt er til sölu, meira að segja gera menn að söluvöru einkalíf blásaklauss og óviðkomandi fólks. Það er ótrúlegt að hægt sé að lifa á því að selja sög- ur, jafnvel í leyfisleysi, af ástamál- um, peningamálum og heimilislífi fólks og komast upp með það bóta- laust. Við lifum á tímum hnignandi siðferðis, það hlýtur þú að sjá,“ segir kunningi minn og tínir upp á færi- bandsborðið tómatsósuflösku, lýsi, niðursuðudósir, frosinn fisk og fjöldamargt annað. „Heimur versnandi fer,“ tauta ég og fer að huga að dótinu í minni inn- kaupakerru. „Gaman að hitta þig,“ sagði kunn- ingi minn litlu síðar þegar hann hafði borgað og komið vörum sínum fyrir í plastpokum. „Sömuleiðis,“ sagði ég og brosti. Kunninginn hafði þegar snúið við mér baki með pokana sína í kerru en í blaðarekkanum hélt ungi ljóshærði maðurinn áfram að brosa blíðlega á litríkri forsíðumyndinni. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Hver er eiginlega þessi náungi? Forrit um kvennamál „Hver er eiginlega þessi náungi, það eru svo oft myndir af honum á forsíðu,“ sagði kunningi minn við mig fyrir nokkru, þar sem við stóðum í biðröð við kassa í stórmarkaði, með góða yfirsýn yfir glansmyndaútgáfu samfélagsins. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.