Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bróðir okkar, GUNNAR H. JÓNSSON frá Höll, Haukadal í Dýrafirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 5. nóvember kl. 15. Magnús Þ. Jónsson, Hákon Jónsson, Sigríður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Elsku drengurinn minn, bróðir okkar, mágur og frændi, ÓLAFUR PÁLL ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 3. nóvember kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1151. Erla Sch. Thorsteinsson, Magnús Ólafsson, Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Leifur Rögnvaldsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Erla Hlín, Tinna, Sigurbergur, Ólöf Sunna og Kristófer Máni. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST AUÐUNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, áður Víðimel 44, sem lést fimmtudaginn 23. október, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 3. nóv- ember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minn- ingarsjóð sjómannadagsins. Guðrún S. Pétursdóttir, Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, EMILÍA SJÖFN KRISTINSDÓTTIR, er látin í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vin- samlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Björn Hallgrímsson, Áslaug Björnsdóttir, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Kristinn Björnsson, Sólveig Pétursdóttir, Emilía Björg Björnsdóttir, Sjöfn Björnsdóttir, Sigurður Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra sambýliskona mín, uppeldisdóttir, móðir, tengdamóðir og amma, HRAFNHILDUR ODDNÝ STURLUDÓTTIR, (Odda), Krókamýri 12, Garðabæ, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð skátafélagsins Vífils í Garðabæ, kt. 530576-0439, bnr. 0318-26-4468. Gunnar Snorrason, Árni Sigurjónsson, Sigurður Bjarni Rafnsson, Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir, Ásta Krisín Sigurðardóttir, Sigurgísli Jónasson, Hermann Sigurðsson, Ósk Auðunsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, barnabörn, stjúpbörn og aðrir aðstandendur. ✝ Stefán Guð-mundsson fædd- ist 6. ágúst 1927. Hann lést 19. októ- ber síðastliðinn. Stefán kvæntist Kristjönu Ragnars- dóttur, f. 24. okt 1930, d. 6. maí 1990. Börn þeirra eru tíu, Sveinbjörn, Arnþór, Ragnheið- ur, Anna Jóhanna, Erna Dagbjört, Guðmundur Birgir, Stefán Hinrik, Hans Helgi, Hólmfríður og Hrafnhildur. Afkomendur Stefáns og Kristjönu eru 48, og eru 45 þeirra á lífi. Stefán var í siglingum erlend- is á stríðsárunum en fljótlega eftir að hann kom heim hóf hann sam- leið með æskuvin- konu sinni Krist- jönu, en þau voru fædd í sama húsi. Þau bjuggu lengst í Ásgarðinum eða í 34 ár. Stefán var leigubifreiðarstjóri lengst af en byrjaði sem vörubifreiða- rstjóri. Hann hafði vélstjóraréttindi og var um skeið á sjónum eftir sigl- ingu stríðsáranna. Síðast bjó Stefán á Skúlagötu 20. Útför Stefáns var gerð frá Bústaðakirkju 28. október, í kyrrþey að ósk hins látna. Mjög kær vinur minn kvaddi þennan heim á svipaðan hátt og haustlaufin, sem féllu hvert af öðru og fuku burt. Enginn tími til að kveðjast vel og þakka fyrir sam- veruna í gegnum árin. Við erum mörg sem hefðum viljað eiga lengri kveðjustund og betri tíma til að óska þér góðrar ferðar. Minning- arnar um þetta haust og um þig verða eftir í hjörtum okkar. Þeir eru stundum naprir vind- arnir, sem blása um landið, eins gátu þeir blásið um í mannlegum samskiptum. En alltaf lægði þá og hlýir og mildir vindar yljuðu okkur aftur á ný. Þannig er veðráttan og þannig er líf okkar allra. Stundum höldum við að hægt sé að sporna við ferðum haustsins, við viljum að það sé seinna á ferð. En þar ráðum við ekki við neitt, frekar í lífshlaupi hvers og eins. Fengum bara að vera með. Það haust, sem við núna kveðjum, kemur aldrei aftur. Það eina sem við getum núna er að þakka þér fyrir samfylgdina og óska þér góðrar heimkomu. Við vit- um að friður Guðs og kærleikur fylgja þér alltaf Dengsi minn. Guðrún Flosadóttir (Dúna). Elsku besti pabbi og besti vinur minn. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa flutt heim frá Svíþjóð fyrir þremur árum en þar hafði ég búið í ellefu ár. Þá fékk ég tækifæri til að vera nálægt þér í þrjú ár og við áttum góða og frábæra tíma saman. Þú varst mér góður stuðningur og reyndist mér ákaflega vel og þegar þú varst lasinn reyndi ég að koma oft og hjálpa þér. Mér fannst þú eiga það skilið að ég væri þér innan handar. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til þín og mikið var útsýnið yfir hafið fallegt. Það veitti sálarró að sitja á svölunum og spjalla saman. Ekki megum við gleyma því þegar við gengum í góða veðrinu síðastliðið vor frá Skúlagötu og niður í Ráðhús og settumst niður og hlustuðum á harmonikkuleik sem þú hélst svo mikið upp á. Það var svo gaman að sjá hve glaður þú varst. Við fórum oft út á Granda í göngutúr og rétt við Olísstöðina er stór steinn, þú klappaðir steininum vingjarnlega áður en við gengum af stað. Þetta kom mér á óvart en þá sagðir þú mér að í steininum byggju álfar og þá skildi ég hvað þú varst að gera því þú varst bæði hugljúfur og góð- ur og vildir að öllum liði vel. Það er sárt að missa þig og ég sakna þín mikið en ég hef góðar minningar að ylja mér við og fyrir það er ég þakklát. Pabbi minn ég veit að þér líður vel og nú ertu með mömmu sem dó fyrir þrettán árum. Þú saknaðir hennar svo mikið og nú veit ég að þið eruð saman ham- ingjusöm á ný í Paradís. Megi Guð varðveita ykkur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Ykkar dóttir Hólmfríður. Í perlubandi daganna er alltaf einn og einn sem eitthvað sérstakt hefir manni að færa. Í minningunni ljómar hann sem ekta eðalsteinn og angar eins og lambagrasið skæra. STEFÁN GUÐMUNDSSON ,,Á misjöfnu þrífast börnin best“ á við um þá Íslendinga sem fæddust í strjálbýlum sveitum landsins, við þröngan kost og knappar aðstæður. Auk þess sem óboðnir gestir svo sem berklaveikin lagði í rúst heilu heimilin. Gott dæmi um það var þegar ung móðir frá Helgustöðum í Fljótum dó frá fimm ungum börnum, yngstir voru tvíbur- ar á fyrsta ári. Þar við bættist að LÍNBERG HJÁLMARSSON ✝ Línberg Hjálm-arsson fæddist á Helgustöðum í Fljót- um í Skagafirði 8. apríl 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 9. maí síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að ósk hins látna. heimilisfaðirinn lést nokkrum mánuðum síðar. Þrátt fyrir kröpp kjör voru nágrannar og vinir alltaf tilbúnir að hlaupa undir bagga með sveitungum sínum ef þörf krafði. Það fékk Helgustaðafjölskyldan að reyna á þessari ör- lagastund í lífi þeirra. Hjálmar átti tvær upp- komnar dætur frá fyrra hjónabandi sem báðar voru giftar og búsettar í Fljótum. Þær tóku þrjú af börnunum í fóstur en hin tvö ólust upp á sitt hvorum bænum í Fljótum. Línberg fluttist úr sveitinni stuttu eftir fermingu, en á þessum tíma var ferming meira en kirkjuleg athöfn heldur jafnframt manndómsvígla og staðfesting á að viðkomandi hefði verið þrjá vetrarparta í skóla, tekið fullnaðarpróf, orðin frjáls mann- eskja og í stakk búin að takast á við lífið. Sumir hugðu á frekara nám og þá var Bændaskólinn á Hólum nær- tækastur. Stúdentshúfa var sjaldséð höfuðfat í Fljótum og orð eins og prófessor og fleiri titlar höfðu nei- kvæða merkingu. Fregnin um að er- lendur her færi að koma sér fyrir á Miðnesheiði ruglaði marga í ríminu hvað snerti framtíðardrauma, fólk þyrptist á suðvesturhornið til þjón- ustu við herinn. Fyrir það fengust krónur sem voru fáséðar í vösum ungra manna á þessum tíma. Fréttir af Línberg bárust á skot- spónum þar á meðal að hann væri orðinn búfræðingur en þó ekki einn af Hólasveinum heldur frá bænda- skólanum á Hvanneyri. Hann lærði trésmíði í Reykjavík en það varð ekki hans aðalstarf. Hamar og sög voru of gróf verkfæri fyrir hans fín- gerðu hendur, eða öllu heldur að eitt fag nægði ekki hans athafnagleði. Línberg var snjall við að gera við gamla hluti þannig að þeir fengju sitt upphaflega útlit. Hann skar út í tré og eru margir fallegir munir til eftir hann og er gestabókin sem hann færði mér á sjötugsafmælinu gott dæmi um það. Líni var hann kallaður af vinum og venslafólki. Í fari hans voru eðl- iskostir sem koma sér vel í mann- legum samskiptum, glaðsinna, hóg- vær og tillitssamur. Líni var náttúrubarn, hann ferðaðist um landið og kunni skil á mörgu sem aðrir veittu ekki eftirtekt. Sérkenni- legur steinn og fjörusprek vöktu hjá honum sköpunargleði, þar var kom- inn efniviður sem hægt var að breyta í fallegan hlut. Hann vakti einnig athygli mína á litbrigðum náttúrunnar og hinum sígildu lista- verkum sem blasa við okkur og breytast eftir árstíðum. Fjórir Fljótastrákar á áttræðis- aldri tóku upp á ýmsum kúnstum, eitt af því var svo kallað sviðamessa þar sem á boðstólum var matur framreiddur í trogi samkvæmt gam- alli hefð. Þessir gárungar voru Lín- berg frá Hring, Guðmundur frá Tungu, Hjálmar frá Húnstöðum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.