Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 47 PÉTUR, stofnandi ogfyrsti biskup safn-aðanna í Antíokkíu ogRóm, mun hafa veriðlíflátinn árið 64 eða 67 að flestra áliti, og telja rómversk- kaþólskir menn að Péturskirkjan sé reist á gröf hans á Vatíkan- hæð. Eldri kirkjan var reist á 4. öld (verkið hafið á árunum 326– 333 og því lokið um 30 árum síð- ar), en brotin niður árið 1506 og ný reist á staðnum, fullbyggð árið 1615. Allt þar til nýlega var hin nýja Péturskirkja í Róm stærst allra kirkna, eða þar til Frúar- kirkjan í Yamoussoukro á Fíla- beinsströndinni var reist. Í Matteusarguðspjalli (16:18– 19) segir Jesús við Pétur: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur helj- ar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum. Þessi orð meistarans eru ástæða þess, að umrædd bygging reis á Vatíkanhæð, og jafnframt grundvöllur þeirrar túlkunar rómversk-kaþólskra manna, að eftirmenn Péturs á stóli hafi tek- ið það allt í arf, sem honum var gefið. En biskupinn í Róm var frá upphafi talinn æðstur slíkra í kirkjunni. Páfaheitið kemur af gríska orðinu papas, sem merkir „faðir“. Það fór snemma að tíðk- ast sem formlegur titill biskupa og jafnvel presta og er enn notað í grísku kirkjunni yfir patríark- ann í Alexandríu. Páfinn, eða il papa eins og hann er kallaður á ítölsku, er sumsé höfuð rómversk-kaþólsku kirkjunnar og hæstráðandi í Páfagarði. Hann er jafnframt biskup Rómar með aðsetur í Jó- hannesarkirkjunni í Lateran (San Giovanni in Laterano), dóm- kirkju borgarinnar. Hann býr í Vatíkaninu, sem er minnsta ríki heims (öðlaðist sjálfstæði frá Ítalíu 11. febrúar 1929), ekki nema 0,44 ferkílómetrar að stærð, og er hans þar gætt af svissneskum varðmönnum, sem enn klæðast búningum frá því Júlíus II páfi stofnaði til mála- liðsins snemma á 16. öld. Íbúar eru um 1.000 talsins og opinbert mál latína. Páfinn er kjörinn af samkundu kardínála. Af 264 viðurkenndum páfum latnesku kirkjunnar hafa 207 ver- ið ítalskir, 19 franskir, 14 grískir, 8 sýrlenskir, 5 þýskir, 3 afrískir, 2 spænskir, 1 austurrískur, 1 enskur, 1 hollenskur, 1 palest- ínskur, 1 portúgalskur og 1 pólskur. Nöfnin sem páfarnir hafa valið sér í gegnum tíðana eru mörg, eins og gefur að skilja, en algeng- ust er þó Jóhannes (23), Gregor (16) og Benedikt (15). Merkilegt er, að enginn tók upp nöfn hinna frumpostulanna, en 6 þeirra báru nafnið Páll sem einnefni. Ein- ungis tveir páfar hafa borið tvö nöfn, Jóhannes Páll I (1978) og II (1978). Alls sáust 43 nafnanna bara í eitt skipti. Elstur til að verða kjörinn páfi var Adríanus I, þá 80 ára gamall (772), en yngstur Benedikt IX, þá 12 ára að aldri (1032), að því er fornar heimildir segja. Lengst hefur setið á páfastóli Píus IX, alls 32 ár (1846–1878), (þ.e.a.s. ef Pétur er ekki með talinn, en sum- ir hafa reiknað honum 34–37 ár), en styst Úrban VII, 13 daga (15.– 27. september 1590). Hér mætti skjóta því inn, að þegar Íslendingar tóku op- inberlega við rómversk-kaþólskri kristni, árið 999 eða 1000, var Sylvester II (999–1003) páfi í Róm, og þar af leiðandi æðsti yf- irmaður landsmanna í trúar- legum efnum. En við siðbreyt- ingu, 1550, þegar evangelísk- lútherskur siður tók yfir, var Júl- íus III (1550–1555) kominn í það sæti. Og þar á milli hafði svo ver- ið 81 páfi. Árið 2000 gerði hið víðfræga rit The Evangelist könnun á með- al nokkurra bandarískra fræði- manna, um hver væri mestur allra páfa sögunnar. Hlutskarp- astur varð Jóhannes XXIII (1958–1963) og í öðru sæti Greg- oríus mikli (590–604). Núverandi páfi er Karol Jósef Wojtyla. Hann fæddist í Wadow- ici í Póllandi 18. maí 1920, tók prestsvígslu 1. nóvember 1946, skipaður vígslubiskup í Kraká 4. júlí 1958, vígður biskup 28. sept- ember 1958, skipaður erkibiskup í Kraká 13. janúar 1964, til- nefndur kardínáli 26. júní 1967, kjörinn páfi 16. október 1978 og settur í embætti biskups í Róm 22. október 1978 og átti því 25 ára afmæli á páfastóli fyrir skemmstu. Hann er fyrstur „út- lendinga“ til að gegna þessu embætti í 455 ár. Þegar hann var kjörinn til hins mikla starfa, tók hann sér nafnið Jóhannes Páll II. Hann er afar vinæll, kann fjöldann allan af tungumálum, hefur ferðast meira og víðar en allir forverar hans, og er sagður vera þekktasti núlifandi ein- staklingur jarðarinnar. M.a. kom hann til Íslands 3. og 4. júní 1989, fyrstur allra páfa. Mun almennt viðurkennt að Jóhannes Páll II hafi lagt drjúg- an skerf að mörkum til friðar í heiminum, m.a. átt ríkan þátt í falli alræðisstjórnar kommúnista í heimalandi sínu, Póllandi, er síðan hafði óhjákvæmilega áhrif á frelsisbyltinguna í Austur- Evrópu. En íhaldssamur þykir hann, einkum í siðferðismálum. Ljóst er, að hans á eftir að verða minnst sem eins ljúfasta og ötullasta páfa rómversk-kaþólsku kirkjunnar frá upphafi. Páfinn í Róm Reuters sigurdur.aegisson@kirkjan.is Pétur Jónasson, odd- viti lærisveinanna tólf og fyrsti biskup í Rómaborg, var jafn- framt fyrsti páfi kirkjunnar og – að skilningi rómversk- kaþólskra manna – því staðgengill Krists á jörðu. Sigurður Ægisson lítur í dag á þau mál. HUGVEKJA Hinn 1. október sl. lést á Sjúkrahúsi Sauð- árkróks Rögnvaldur Jónsson, bóndi og skólastjóri frá Flugu- mýrarhvammi í Akrahreppi í Skagafirði. Rögnvaldur var fæddur 29. ágúst 1908 og var því 95 ára þegar hann lést, kona hans var Ingibjörg María f. fædd 9. júlí 1908, hún lést 1999. Börn þeirra eru tvö Sigurveig og Jón, bæði búsett í Reykjavík. Sigurveig var gift Ólafi Þórarins- syni frá Ríp í Hegranesi, börn þeirra eru 6, þau skildu. Jón er kvæntur Ásdísi Björns- dóttur frá Hólum í Hjaltadal og eiga þau 2 börn. Mörg eru nú orðin árin síðan ég kynntist þeim heiðurshjónum Ebbu og Valda í Hvammi eins og þau voru alltaf kölluð af þeim sem þau þekktu. Kynni okkar hófust þegar ég 14 ára stráklingur vann í bygginga- vinnu í vinnuflokki Sigurðar Sigfús- sonar á Sauðárkróki við að byggja nýtt íbúðarhús í Flugumýrar- hvammi. Þetta var um hásumar en fyrr á árinu hafði það gerst að bærinn í Flugumýrarhvammi brann til kaldra kola og misstu þau Ebba og Valdi þar allar eigur sínar sem í bænum voru. Mér er þessi tími í Flugumýrar- hvammi sérstaklega minnisstæður, í fyrsta lagi hversu vel mér líkaði að vera hjá þessu góða fólki og líka það að við sem unnum við bygginguna urðum að sofa í hlöðunni þar sem ekki var um annað að gera vegna brunans, en í litlum bragga sváfu hjónin og börnin og þar var líka eld- að og þar mataðist allur hópurinn, RÖGNVALDUR JÓNSSON ✝ RögnvaldurJónsson fæddist í Réttarholti í Skaga- firði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Flugumýrar- kirkju 11. október. byggingamenn og heimafólk. Ég er nú ekki frá því að sótt hafi á okkur nokkur kláði meðan við sváfum þarna í heyinu, eitthvað voru menn stundum að barma sér, en allir sættu sig nú samt ágætlega við þetta enda gleymdist þetta nú fljótt þegar við vorum búnir að fá góða morgunhressingu og farnir að vinna. Annað sem mér er sérstaklega minnis- stætt er bíllinn hans Valda en það var Dodge Cariol, herbíll sem hafði verið sjúkrabíll hjá bandaríska hernum. Á þessum bíl sótti hann bæði mat- föng og aðra aðdrætti vegna bygg- ingarinnar til Sauðárkróks eftir því sem pláss í bílnum leyfði. Mér sem var með óstöðvandi bíla- dellu þótti þetta afar merkilegur bíll enda fáir slíkir í Skagafirði á þeim tíma ef það var þá nokkur. Ein- hverjar ferðir fékk ég að fara með Valda á þessum bíl og var auðvitað alsæll. Ég minnist þess sérstaklega hvað mér fannst Valdi góður og gætinn bílstjóri, ég komst líka að því síðar þegar ævistarf mitt var orðið að gera við bíla, að hann fór afar vel með bíla og entust þeir oft betur hjá honum en öðrum. Allmörgum árum síðar lágu leiðir okkar Valda saman á ný, þegar ég fór að syngja með Karlakórnum Feyki sem starfaði í framhéraði Skagafjarðar austan Héraðsvatna og æfði á Stóru-Ökrum. Ég var settur í annan bassa en þar var Valdi ásamt fleiri góðum söngmönnum, vegna þess að ég var töluvert hærri var ég settur upp á söngpall fyrir aftan hann. Það getur verið óþægilegt að standa framan við nýja söngmenn sem eru að byrja því oft láta þeir gamminn geisa og hef ég sjálfsagt ekki verið nein undantekning í þeim efnum, aldrei varð ég var við að Valdi hefði nein orð um það, í mesta lagi að hann færði sig örlítið til þeg- ar hávaðinn var sem mestur en fljót- lega lærðist nú að samlagast félög- unum. Í öðrum bassa sungum við Valdi saman í um 30 ár fyrst í Feyki og síðar í Heimi en hann byrjaði að syngja með þeim kór árið 1939 og telst mér til að hann hafi sungið með þessum kórum í um 50 ár. Hann hafði brennandi áhuga á kórstarfinu og lét sig helst aldrei vanta á æfing- ar eða tónleika, hann var einn þess- ara manna sem alltaf mátti treysta á, hann var ákaflega hógvær maður og gaf oft ráð sem dugðu vel. Hann var einn af þessum gamla harða kjarna kórsins en þeir eru nú að hverfa á braut einn af öðrum. Þessir menn lögðu mikið á sig til þess að halda starfinu gangandi þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður oft á tíðum. Það voru einmitt þeir sem hvöttu okkur til dáða þegar verið var að leggja drög að löngum ferðum inn- anlands og til útlanda, öfugt við það sem seinna varð þegar einstaka yngri félagar gerðu stundum hvað þeir gátu til þess að slíkar ferðir yrðu ekki farnar. Valdi var gerður að heiðursfélaga Karlakórsins Heimis 25. nóv. 1968. Árið 1993 var hann sæmdur gull- merki kórsins fyrir langt og farsælt starf. Þessar viðurkenningar sýna glöggt hversu mikils störf hans voru metin innan kórsins Um 40 ára skeið var hann kirkjuorganisti í kirkjum í Akrahreppi auk þess leysti hann stundum af organista í næstu sveitum. Kennari var hann við Stóru-Akra- skóla um árabil og síðar skólastjóri, hann þótti umhyggjusamur lærifað- ir og stjórnandi. Mér hefur verið sagt af kunnug- um að Valdi hafi verið ágætur bóndi og látið sér mjög annt um allar skepnur. Ég er þess fullviss að það voru sérstök forréttindi að fá að kynnast og starfa með þessum valinkunna heiðursmanni sem Valdi var. Vertu sæll, vinur. Og hafðu bestu þakkir fyrir góð kynni. Aðstandendum færi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Útför Rögnvaldar var gerð frá Flugumýrarkirkju 11. október sl. að viðstöddu fjölmenni. Þorvaldur G. Óskarsson, fyrrverandi formaður Heimis. Ég kynntist Lillý þegar ég var barn. Ég bjó þá hjá ömmu minni Guðrúnu Benedikts- dóttur að Freyjugötu 3 í Reykjavík. Amma var þá orðin ekkja. Hjá ömmu bjó sonur hennar Ólaf- ur ásamt eiginkonu sinni Lillý Pjet- ursson og börnum þeirra þremur þeim Guðrúnu, Ósvald og Pétri. Þar sem amma var orðin gömul kona, sá Lillý um allt á þessu stóra heimili, en mikið var um góða gesti. Lillý var á fullu allan daginn að elda, baka, þrífa og taka á móti gestum með pomp og prakt. Þá saumaði hún mikið. Eitt sinn saum- aði hún sparikjóla mjög fallega á okkur Guðrúnu, sem voru alveg eins. En ekki nóg með það, þá saumaði hún eins dúkkukjóla á uppáhalds dúkkurnar, og á ég minn dúkkukjól enþá, og má þar sjá glæsilegt handbragð Lillýar. Við Guðrún dóttir Ólafs og Lillý- ar vorum á svipuðu reki og lékum við okkur saman alla daga frá LILLÝ ALBERTINE PJETURSSON ✝ Lillý AlbertinePjetursson fædd- ist í Bodö í Noregi 20. maí 1926. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 12. október síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. morgni til kvölds í frjálsum leik. Stundum vorum við nú smá óþekkar, en þá kenndi Lillý okkur að syngja á norsku, setti krullur í hárið og dúllaði við okkur. Ég flutti síðar í Kópavoginn, en Lillý, Ólafur og börn þeirra fluttu að Heiðargerði 30. Þrátt fyrir aðskilnað okkar sá Guðrún um að tengslin milli okkar alllra héldust. Þær voru ófáar ferðirnar sem Guðrún kom að heimsækja Siggu frænku í Kópavoginn, enda var vinátta okkar ávallt gagnkvæm. Við Lillý áttum eftir að kynnast betur síðar á ævinni og var hún ein af mínum góðu vinum og skipti ald- ursmunur okkar engu máli. Lillý var mikill dugnaðarforkur eins og áður er getið. Allt lék í höndunum á henni hvort sem það var matargerðarlist, kökubakstur, saumaskapur og síðast en ekki síst allir fallegu hlutirnir sem hún bjó til til styrktar Barnaspítala Hringsins. Henni féll aldrei verk úr hendi. Lillý var litríkur persónuleiki, sjarmerandi og skemmtileg. Hún var ekki skaplaus kona, og sagði hún meiningu sína hvar og hvenær sem var. Lillý varð fyrir mjög mikilli sorg þegar eina dóttir hennar Guðrún lést 6. janúar árið 2000. Sorg Lillýar var svo mikil og djúp, að hún missti heilsuna og náði sér ekki eftir það. Það var líka mikið áfall fyrir okkur hin. Ég sakna þeirra mæðgna mjög. Ég vil hér með þakka Lillý fyrir hversu vel hún reyndist móður minni Sigríði þegar hún gekk í gegnum einn erfiðasta kaflann í lífi sínu. Enginn reyndist móður minni betur. Í bréfum mínum frá móður minni talar hún oft um hve Lillý reyndist henni vel. Þá vil ég einnig þakka fyrir mig, en Lillý var sannur vinur bæði í gleði og sorg. Ég geymi vel perlurnar og perlulokkana sem Lillý gaf mér einn daginn, ásamt dúkkukjólnum góða, sendibréfunum og öðrum minningum. Blessuð sé minning hennar. Hvíl í friði. Sigríður Brynjúlfsdóttir (Sigga frænka). Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.