Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIN 1982 til 1986 var það nýróm- antíkin sem tröllreið dægurtónlist- inni, leidd af sveitum eins og Duran Duran, Spandau Ballet, Ultravox, Human League og Kajagoogoo. Svuntuþeysarar, tölvutrommur, axla- púðar og hársprey voru þar í for- grunni. Hér á landi var ein hljómsveit sem vann alveg sérdeilis vel úr þess- ari stefnu. Íslenska sveitin Rikshaw virtist alveg vera með þetta. Frábær lög, forkunnarfögur andlit og feiki- flott föt (það má hins vegar deila tals- vert um það síðastnefnda). En Riks- haw var einfaldlega málið á þessum tíma. Hin íslenska Duran Duran. Og Dagur bassaleikari var hinn íslenski John Taylor! Rikshaw þótti standa þessum ensku andans bræðrum sín- um síst að baki, alltént að mati aðdá- enda. Þegar komið er að þessu aftur í dag kemur nokkuð merkilegt í ljós. Tónlistarlega a.m.k. er auðheyr- anlegt að Rikshaw var sannarlega með þetta. Nýrómantíkin var tekin traustatökum, Richard Scobie er sjarmerandi sem söngvari og laga- smíðarnar fyrsta flokks. Fötin þó jafn fíflaleg í dag og þau þóttu flott á sín- um tíma. Þetta var áratugurinn sem smekkvísin gleymdi í því tilliti, svo sannarlega. The Boys Brigade Ingólfur og Richard brosa yfir vangaveltum blaðamanns um tísku þessa tíma. Þeir eru jafngáttaðir og hann á öllum axlapúðunum og upp- brettu ermunum. „Þetta var ótrúlegt,“ segir Ingólfur og hlær. Upphaf Rikshaw má rekja til þess að Magnús Stefánsson trommari var án hljómsveitar eftir að hafa verið trymbill í Egó. Hann setti sig í sam- band við Ingólf og Sigurð Gröndal sem höfðu verið saman í bílskúrs- sveitum þegar þeir voru yngri. Þetta var árið 1983. „Magnús hafði svo samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki kíkja á æfingu til þeirra,“ segir Richard. „Þeir þrír voru þá að æfa í Fischer- sundi. Þar kynntist ég Golla og Sigga en ég og Golli vorum báðir í háskól- anum. Þetta átti að vera meira svona grín. Maggi tók þetta hins vegar traustari tökum og sveitin var skírð The Boys Brigade. Við héldum tón- leika í Safari árið 1984 og það var al- veg troðið. Við vorum undir miklum áhrifum frá Ultravox, enginn bassa- leikari en aftur á móti þrír hljóð- gervlar!“ Nýrómantíkin réð öllu á þessum tíma segja þeir félagar. „Japan, Classix Nouveaux og Visage,“ rifjar Scobie upp. „Mikil pælingatónlist. Melódísk en um leið nokkuð köld. Það höfðaði til okkar.“ Loks varð Rikshaw til, en þá gengu Dagur Hilmarsson bassaleikari í sveitina og Sigfús Óttarsson tromm- ari, sem áður hafði verið í Bara- flokknum. Æfingar fóru á fullt og Ingólfur segir þá hafa samið átta lög og óðar haldið tónleika. „Fyrstu tónleikarnir voru í Safari,“ segir hann. „Staðurinn var troðfullur og við spiluðum þessi átta lög fyrir hlé og síðan sömu lögin aftur eftir hlé. Það voru allir alsælir með þetta. Al- gjör snilld! (hlær).“ Og fljótlega vék háskólanámið fyrir tónlistinni. „Við tókum okkur frí,“ segir Scobie brosandi og gerir gæsalappamerki með fingrunum. Útgefendur voru nú farnir að banka á hurðina en Rikshaw-liðar voru fastir fyrir. „Okkur fannst allt svo ódýrt og lé- legt. Við áttum alveg kost á samningi en leist ekkert á neitt af þessu,“ segir Ingólfur. „Þetta varð til þess að við gáfum út fyrstu plötuna sjálfir (á merki sem þeir kölluðu Koolie Re- cords).“ Platan, fjögurra laga stuttskífa, var algerlega kostuð af meðlimum sjálf- um og unnu þeir hana á nóttunni þar sem það var ódýrasti stúdíótíminn. „Við vorum að prófa okkur áfram og vorum algerlega óreyndir,“ rifjar Scobie upp. „En ákafinn og trúin fleytti okkur áfram. Það var líka alltaf fullt á tónleikum og það hvatti mann áfram. Þar sjóuðumst við og það var mikill og góður andi í herbúðunum.“ Þessi fyrsta plata kom svo út 15. nóvember árið 1985 og sló þegar í gegn. Hremmingar Ingólfur segir að þessar miklu vin- sældir hafi komið þeim í opna skjöldu. Scobie er sammála og vill meina að þeir hafi einfaldlega ekki verið viðbúnir því sem gerðist í kjöl- farið. Sveitin vann allar vinsælda- kosningar og lögin voru spiluð grimmt í útvarpi. „Við gátum ekki farið í strætó leng- ur,“ segir Ingólfur. „Þurftum að labba allt! Það var enginn friður og við þurftum að skipta um símanúmer og svoleiðis. Þetta var mjög skrýtin upplifun.“ En í stað þess að missa máttinn efldist Rikshaw við allan þennan hamagang. „Okkur fannst eins og þetta vær- um við fimm á móti öllum. Við vorum í einhverju tómarúmi og snerum því bökum saman. Umfjöllun í blöðum var mikil á þessu tímabili, bæði nei- kvæð og jákvæð.“ Ingólfur segir að þetta hafi verið eins og að fá stóra öldu yfir sig. „Í dag er ekki verið að hnýta í klæðaburð og hárgreiðslu fólks í lesendabréfum t.d. Þetta var algjör geðveiki. Við máttum ekki hreyfa okkur án þess að penna væri stungið niður.“ En Rikshaw stefndi lengra. Strax eftir áramótin fluttu þeir sig til Lond- on og hófu aðgerðir til frekari land- vinninga. „Við vorum komnir í samband við erlenda útgefendur,“ segir Ingólfur. „Það var borgað fyrir okkur út, leigt handa okkur hús og þar dvöldum við í nokkra mánuði. Við tókum upp í flott- um hljóðverum í London. Og svo lent- um við í miklum hremmingum. Richie, nú tekur þú við …“ Scobie útskýrir. „Við lentum í því sem svo margar hljómsveitir lenda í. Við vorum ungir og óreyndir. Við unn- um baki brotnu, 12 til 14 tíma á dag við upptökur, og á meðan var lögð á okkur mikil pressa um að við yrðum að skrifa undir samning strax, annars færi allt í handaskolum. Við vorum í tengslum við lítið fyrirtæki sem var að berjast við það að framselja okkur til stærra fyrirtækis. Við létum undan pressunni og skrifuðum undir. Okkur var lofað því að ef okkur litist ekki á samninginn þá yrði hann bara rifinn. Við vorum svo grænir að trúa því. Þetta lokaði okkur algjörlega af. Við vorum orðnir þrælar.“ Scobie segir að þegar þetta hafi leg- ið fyrir hafi þeir hætt upptökum á meðan málið var skoðað nánar. „Það átti að taka nokkrar vikur en varð á endanum eitt og hálft ár. Og þá var auðvitað allt púðrið farið úr þessu. Á meðan við vorum við upp- tökur í London var mikill hiti í kring- um þetta en þegar platan loksins kom út var hún einfaldlega orðin gömul. Við vorum löngu hættir að pæla í þessari tónlist en urðum samt að klára dæmið.“ Platan kom loks út árið 1987, heitir Yellow above the Sea, og fékk fyr- irtaks dóma þrátt fyrir að nýjabrum- ið væri farið. „Við erum að hætta núna“ Rikshaw lét þó ekki bugast við þetta. Þeir sneru heim reynslunni ríkari en vissulega var þetta álag á hópinn. Ingólfur segir að nú hafi tökulagabandið Sköllótt mús orðið til, sem síðar varð Loðin rotta er Scobie slóst í hópinn. „Við þurftum að eiga í okkur og á enda tónlistin okkar aðalstarf,“ segir Ingólfur. „Við vorum alltaf niðri á jörðinni og það var það sem hélt hópnum saman. Það sem gerði þetta sérstakt var hvað þetta var skemmti- legur hópur. Það var mikið grín og gaman í kringum þetta, mikið hlegið, og við skemmtum okkur frábærlega vel saman. Það er það sem maður man í dag.“ Scobie tekur undir þetta. „Það merkilega við þetta er að við rifumst aldrei mikið,“ segir Scobie. „Í dag erum við enn miklir vinir og ég veit ekki betri menn til að skemmta mér með. Það urðu til bræðratengsl sem aldrei verða rofin.“ Rikshaw var alltaf til samhliða Rottunni en var nú komin út í meira rokk; áhrif frá Zeppelin og INXS far- in að láta á sér kræla. Platan Angels/ Devils kom út árið 1990, síðasta plat- an sem sveitin gaf út. „Við hættum aldrei,“ segir Ing- ólfur. „En við erum að hætta núna.“ Upp úr 1990 fóru menn hver í sína áttina. Dagur fór til Kaupmannahafn- ar í nám, Scobie flutti til Bandaríkj- anna og Sigurður og Ingólfur voru m.a. í Pláhnetunni með Stefáni Hilm- arssyni. Rikshawliðar starfa allir við tónlist í dag, utan Dagur. Safndiskurinn, Rikshaw 85–90, inniheldur lög frá öllum áðurnefndum plötum. Þá er þar nýtt lag, eitt nýtt tökulag og svo eitt gamalt lag frá 1986 sem aldrei hefur komið út. Þór- hallur Skúlason í Thule hefur séð um að setja það í útgáfuhæft form og í leiðinni vélaði hann um lagið. „Það hefur verið talað um að gera þessa safnplötu tvö undanfarin ár,“ segir Ingólfur. „Og með þessu viljum við binda endahnútinn á Rikshaw.“ En verða gömlu gallarnir dregnir fram á útgáfutónleikunum, sem fram fara 13. nóvember á Nasa? „Það kemur í ljós … það kemur í ljós,“ segir Scobie og brosir lymsku- lega. Rikshaw var númer eitt, tvö og þrjú í nýrómantíska poppinu á Íslandi. Nú er loksins kominn út safndiskur með helstu lögum sveitarinnar og af því tilefni ræddi Arnar Eggert Thoroddsen við þá Ingólf Guðjónsson og Richard Scobie. arnart@mbl.is Rikshaw 85–90 kemur út á morgun. Sveitin heldur veglega útgáfutónleika 13. nóvember í Nasa og í kjölfarið hættir sveitin störfum. Morgunblaðið/Þorkell Ingólfur Guðjónsson og Richard Scobie, 2003. Safnplata með Rikshaw væntanleg Máninn brennur á nýjan leik Í þá gömlu góðu daga... Föstudagur: 31. okt. kl. 20:00 - Kaplakriki Laugardagur: 01. nóv. kl. 16:30 - Ólafsvík Sunnudagur: 02. nóv. kl. 19:40 - Laugardalshöll ÍSLAND - PÓLLAND Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.