Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 57 HANN er önnum kafinn þessa dag- ana og vel framyfir áramót. Ekkert getur komið í veg fyrir að Atli Rafn Sigurðarson valhoppi um á sviði Þjóðleikhússins helgi hverja með gítar um öxl í hlutverki Lilla klifur- músar í Dýrunum í Hálsaskógi en uppselt er á nær allar auglýstar sýn- ingar á þessu sívinsæla barnaleik- riti. Atli Rafn leikur líka í verkinu Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjóns- son sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir við góðar undirtektir. Hvernig hefur þú það? Góður, þakka þér fyrir. Hvað ertu með í vösunum? Síma, peninga, kort, lykla, penna, vasabók, tvö skrúfjárn, vasahníf, teygju. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Ég borða hýðið, svo ætli það sé ekki uppvaskið. Hefurðu tárast í bíói? Ég tárast yfir skjáauglýsingum. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Kiss í Reiðhöllinni. Ef þú værir ekki leikari hvað vildirðu þá vera? Tónlistarmaður. Hvaða leikari fer mest í taug- arnar á þér? Einhver stelpa í Hollywood, sem ég man ekki hvað heitir. Hver er þinn helsti veikleiki? Ha? Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Vetur, sumar, vor og haust og jólin. Bítlarnir eða Stones? Ég var nú alltaf Duran-maður. Humar eða hamborgari? Humar, hverslags spurningar eru þetta eiginlega? Hver var síðasta bók sem þú last? Þetta er allt að koma, eftir Hallgrím Helgason, í annað sinn. Hvaða lag spilarðu áður en þú ferð út á laugardagskvöldi? „By the way“ með Red Hot Chili Peppers. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Brot, leikhústónlist eftir Egil Ólafs- son. Hver er unaðslegasti ilmur sem þú hefur fundið? Ilmurinn af nýfæddum börnun- um mínum og hestalykt á fjöll- um. Hvert er þitt mesta prakk- arastrik? Það er í vinnslu og ekki hægt að skýra frá því að svo stöddu. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Einhverskonar slátur- keppur sem var fullur af soðinni fitusúpu og fullt glas af vodka með. Þetta fékk ég í Azerbadsjan og smakkaðist bara vel. Trúirðu á líf eftir dauð- ann? Já, ég á vini sem ég þarf að hitta aftur. Fullur sláturkeppur af soðinni fitusúpu SOS SPURT & SVARAÐ Atli Rafn Sigurðarson s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m ÞURRIR OG HEITIR FÆTUR Í BARNASKÓM FRÁ ECCO Ecco Kids 73992-3 Stærðir: 27-40 Litir: Svart og silfur Ecco Kids 70271-3 Stærðir: 22-40 Litir: Svart, vínrautt og rautt Ecco Kids 70301-3 Stærðir: 22-40 Litir: Svart og rautt Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.