Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. Með hinum hressa Seann William Scott úr „American Pie“ myndunum og harðjaxlinum The Rock úr „Mummy Returns“ og „The Scorpion King.“ Beint á topp inn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT KVIKMYNDIR.IS The Rundown er mikil rússíbanareið og hún nær þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir m.a. Indiana Jones myndirnar. H.K. DV. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV Sýnd kl. 3.30 og 10.30.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05 Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl.5.30 og 8. „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 9.05 og 10.15.Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. SV MBL Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í USA Stórmynd sem engin má missa af. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Heimsfrumsýning 5. nóv. MON ONCLE sýnd kl. 4 og 10.10. JOUR DE FETE sýnd kl. 6. HULOT´S HOLIDAY sýnd kl. 8.  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM HK.DV SV MBL KVIKMYNDIR.IS 6 Edduverðlaunl M.a. Besta mynd ársins FRUMSÝNING Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi. HLJÓMSVEITIN Brain Police hefur vakið nokkra athygli að und- anförnu fyrir skemmtilega spila- mennsku og hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir nýrri breiðskífu frá henni. „Platan heitir Brain Police. Við ákváðum að vera ekki að flækja þetta of mikið,“ seg- ir Jón Björn Ríkarðsson trommu- leikari en Brain Police hefur verið starfandi frá árinu 1998 og hefur áður gefið út breiðskífuna Glacier Sun og stuttskífuna Master Brain. „Þessi plata markar ákveðin tímamót því núna erum við komnir með nýjan söngvara, sem er SÖNGVARINNokkar. Þó við séum að megninu til sama hljómsveitin þá er þetta í raun nýtt band með nýju blóði,“ segir Jón Björn. Söngvarinn heitir Jens Ólafsson og var áður í akureyrsku sveitinni Toy Machine. „Ég hitti hann fyrir norðan og bauð honum að taka æf- ingu með okkur. Hann gerði það og þetta small svona rosalega vel saman,“ segir hann en Jens fór á fyrstu æfinguna í janúar í fyrra og var fluttur í bæinn í mars. „Við höfum alltaf verið í þessu rokki og höfum ekkert breytt um stefnu,“ segir Jón Björn, sem er ánægður með að slíkt suddarokk njóti vinsælda núna. „Okkar tími er að koma. Ég er mjög ánægður með það. Það er að lifna yfir þessu. Hljómsveitir eru að færa sig úr harðkjarnanum yfir í þetta venjulega rokk og ról,“ segir hann. Brain Police eru duglegir við spilamennskuna. „Eftirspurnin er mikil og við stöndum ekki sjálfir fyrir helmingnum af þessum tón- leikum. Það eru oft einhverjir aðr- ir sem eru að biðja okkur um að spila. Það er mjög gaman að því.“ Platan var tekin upp á nokkrum stöðum. „Bassi og trommur voru tekin upp í Grjótnámunni, söngur og gítar í Thule Studios en platan var einnig „mixuð“ þar og svo var hún „masteruð“ í Írak,“ segir Jón Björn en upptökumaður var Hrannar Ingimarsson. Nauðsynlegt að vera vel æfður „Þetta er langt og strangt pró- gramm. Það getur tekið á taug- arnar þannig að menn geta orðið pirraðir ef það gengur illa og þarf að spila sama lagið aftur og aftur,“ segir Jón Björn um upptökuferlið og segir skipta miklu máli að hljómsveitarmeðlimir séu sam- rýndir. Félagarnir eru fjórir talsins í sveitinni, á aldrinum 25 til 28 ára, en auk Jóns Björns og Jens spilar Gunnlaugur Lárusson á gítar og Hörður Stefánsson á bassa. „Það er mjög nauðsynlegt að vera vel æfður fyrir upptökur, koma vel undirbúinn og vita hvað maður ætlar að gera. Engu að síð- ur er þetta mjög gaman,“ segir Jón Björn. Jón Björn segir að þessir hljóm- sveitardraumar hafi blundað í hon- um lengi. „Ég fékk trommukjuða gefins þegar ég var sex eða sjö ára gamall. Upp frá því byrjuðu draumarnir að streyma,“ segir hann en takmarkið er auðvitað að lifa á listinni. „Þetta er ekkert sem kemur upp í hendurnar á manni. Maður verður að vinna fyrir þessu. Ég tel okkur vera búna að vinna mjög vel og markvisst,“ segir Jón Björn og játar að ákveðnar vænt- ingar séu í kringum plötuna. „Maður vonast náttúrulega til að þetta eigi eftir að seljast. Við von- um líka að þessi plata verði ákveð- inn stökkpallur fyrir okkur út í heim en við ætlum að reyna fyrir okkur erlendis með þessa plötu. Ég tel hana góðan kandídat í það.“ Kanntu brauð að baka? Þangað til er hann ánægður með að sinna einnig öðru starfi en bæði hann og Hörður eru menntaðir bakarar. Starfa þeir sem slíkir hjá Myllunni og Hagkaupum en vinnu- tíminn þar er á milli átta og fimm og er því heppilegri fyrir rokkara heldur en að þurfa að mæta um miðja nótt eins og oft er raunin með þetta starf. Platan er gefin út hjá Dennis, undirmerki Skífunnar, en alls eru þrettán lög á henni. Allt eru þetta áður óútgefin lög fyrir utan tvö sem var að finna á Master Brain en Jón Björn segir að þau hafi fengið að fljóta með vegna eft- irspurnar þar sem stuttskífan sé nú ófáanleg. Nokkrar tafir hafa verið á út- gáfu plötunnar. „Við vorum hjá Eddu en það fór allt í steik og tafði mikið fyrir,“ segir Jón Björn en platan átti upphaflega að koma út í júní. „Þetta skemmdi líka fyrir á Airwaves og það var leiðinlegt að geta ekki kynnt nýja plötu þar,“ segir hann. Áhrifavaldarnir Nafnið Brain Police er komið frá Frank Zappa, tekið úr lagi af fyrstu plötu hans, Freak Out! frá árinu 1966. Tónlistarleg áhrif sveitarinnar eru líka ættuð að hluta frá þessum tíma og er Jón Björn ekki feiminn við að nefna nokkra áhrifavalda, bæði gamla og nýja. „Af þessu gamla þá er það að sjálfsögðu Black Sabbath, Led Zeppelin og Deep Purple. Og líka minnaþekkt nöfn eins og Atomic Rooster og Mountain,“ segir hann en af þessu nýja nefnir hann til dæmis Kyuss og hljómsveitina sem var stofnuð út frá henni, Queens of the Stone Age og Soundgarden. Ekki er búið að ákveða hvenær útgáfutónleikarnir verða haldnir. „Þetta er búið að vera svo mikil törn núna að við ætlum bara að- eins að slaka á, leyfa okkur að vera smá í rólegheitunum. Um miðjan nóvember eða jafnvel í byrjun des- ember þá komum við með eitthvert útgáfugigg. Það verður gert alveg mjög grand og flott. Við erum ekki þekktir fyrir annað.“ Brain Police sendir frá sér nýja plötu Heilræði fyrir rokkara Morgunblaðið/Þorkell Frá æfingarhúsnæði Brain Police: Jón Björn Ríkarðsson trommu- leikari, Jens Ólafsson söngvari, Hörður Stefánsson bassaleikari og Gunnlaugur Lárusson gítarleikari. Hverjir eru þeir? Hvað eru þeir að gera og hvað ætla þeir sér? Ný breiðskífa með Brain Police er komin út. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Jón Björn Ríkarðsson trommuleikara. ingarun@mbl.is Platan Brain Police með Brain Police er komin út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.