Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. MEÐ SAMNINGI milli Landsbókasafns og Morgunblaðsins verður landsmönnum von bráðar gefinn kostur á ókeypis aðgangi að efni í gagnasafni Morgunblaðsins sem er þriggja ára og eldra. Áfram verður seldur aðgangur að nýjasta efni blaðsins. Í greinasafninu er allt efni sem birst hefur í Morgunblaðinu frá árinu 1994 en valdar fréttir og greinar frá 1987. Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri Morgunblaðsins, segir samninginn marka tíma- mót. „Í greinasafninu er gríðarlegt magn af upplýsingum, þar eru samtals hátt í 800.000 greinar, þar af um 90.000 minningargreinar.“ Skanna 700 þúsund síður Jafnframt þessari breytingu hafa Lands- bókasafn og Morgunblaðið gert með sér sam- komulag um að á bókasafninu verði skönnuð inn og skráð öll tölublöð Morgunblaðsins frá upphafi útgáfu þess, 2. nóvember 1913, alveg fram í október 2000, en frá þeim tíma eru allar síður blaðsins til á stafrænu sniði. Samtals eru það um 700 þúsund blaðsíður, segir Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður. Hún segir að áætlaður tími sem taki að skanna öll blöðin frá upphafi sé um þrjú ár, og vill ekki gefa upp kostnaðinn við verkið, sem deilist á samningsaðilana. „Byrjað var að skanna elstu blöðin og er núna búið að skanna um fimmtán fyrstu ár- gangana, sem þegar eru aðgengilegir,“ útskýr- ir Guðbrandur. Hann segir að með þessu verk- efni verði hægt að skoða gamlar síður Morgunblaðsins á skjá og prenta þær út. Vef- viðmótið gefur notendum kost á að leita að ein- stökum tölublöðum eða árgöngum Morgun- blaðsins og síðar einnig að ákveðnu leitarorði með textaleit. Sigrún Klara segir að ekki sé langt að bíða þess að hægt verði að leita að ákveðnum texta í því sem búið er að skanna. „Ég held að þetta breyti mestu fyrir hinn al- menna íslenska notanda sem hefur áhuga á bæði skemmtun og fróðleik sem hefur verið í Morgunblaðinu alla tíð,“ segir Sigrún Klara. „Í raun og veru er þetta Íslandssagan í hnotskurn alla tuttugustu öldina.“ Sigrún segir þetta gríðarlegt framfaraskref varðandi aðgengi að íslenskum heimildum og muni nýtast almenningi sem vilji finna eitthvað frá fyrri tíð, t.d. minningargrein, heimildir fyr- ir ritgerðir nemenda o.fl. Sá aðgangur sem hefur verið mögulegur hingað til hefur verið að lesa filmur eða fletta blöðunum á bókasafni, en með þessum samn- ingi getur fólk skoðað gömul blöð hvar sem það er statt í heiminum, segir Sigrún Klara. „Útgáfa Morgunblaðsins spannar merkileg- an tíma í sögu íslenskrar þjóðar og í blaðinu er hægt að lesa þá sögu frá degi til dags og líta forvitnilegan og fróðlegan aldarspegil. Sömu- leiðis er það mjög algengt að fólk vilji eiga blaðið sem kom út á fæðingardegi þess,“ segir Guðbrandur. Samningur Landsbókasafns og Morgunblaðsins um aðgang að gagnasafni blaðsins Ókeypis aðgangur að þriggja ára efni og eldra „Töluverð samlegð er í þróun á samheitalyfjum fyrir Bandaríkja- markað og Evrópu,“ segir Róbert. „Í dag er Pharmaco með um 30 ný lyf í þróun fyrir Evrópu og mun hluti þeirra lyfja jafnframt verða þróaður fyrir Bandaríkjamarkað. Með því móti skapast góð tækifæri á verð- mætaaukningu við sölu á lyfjahugviti og fullunninni vöru.“ Pharmaco samdi á síðasta ári við eitt af stærstu samheitalyfjafyrir- tækjum í Bandaríkjunum, Alpharma. Samkvæmt þeim samningi framleiðir og markaðssetur Alpharma lyf, sem þróuð eru af Delta, dótturfélagi Pharmaco. „Með stofnun félagsins í Bandaríkjunum leggur Pharmaco ríkari áherslu á sókn sína inn á þenn- an stærsta lyfjamarkað heims. Tæki- færin fyrir Pharmaco þar eru mikil.“ Stærsti markaður í heimi Sigurður Óli Ólafsson, lyfjafræð- ingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hins nýja félags. Hann segir að öflug þróun Pharmaco und- anfarin ár sé lykilþáttur í góðri stöðu Pharmaco í dag og segir félagið vera með fjölda lyfja í þróun sem mögulegt sé að skrá og selja á markaðnum án mikils viðbótarkostnaðar af hálfu fé- lagsins. Hann segir ennfremur að Pharmaco muni ekki selja eigin vöru- merki í Bandaríkjunum, a.m.k. ekki fyrst í stað, heldur lyfjahugvitið og í sumum tilvikum fullbúin lyf, sem framleidd verði af undirverktökum. Að sögn Sigurðar Óla er lyfjamark- aðurinn í Bandaríkjunum sá lang- stærsti í heiminum, eða um 46% af heimsmarkaði og helmingi stærri en allur Evrópumarkaður. Hann segir að áætluð heildarvelta markaðarins sé um 215 milljarðar dollara á ári og hlutfall samheitalyfja sé um 47% af lyfjaávísunum. Þá sé verðmæti sam- heitalyfjamarkaðarins um 17 millj- arðar Bandaríkjadala, sem svarar til um 1.300 milljarða íslenskra króna. Spáð miklum vexti Sigurður Óli segir að spáð sé mikl- um vexti markaðarins á næstu árum og að ákjósanlegt sé að sækja inn á markaðinn nú. Neytendur í Banda- ríkjunum séu til að mynda mun opn- ari fyrir notkun samheitalyfja en áð- ur, þrýstingur á kostnaðaraðhald í heilbrigðisgeiranum hafi aukist auk þess sem mörg af söluhæstu lyfjunum í dag muni fara af einkaleyfi á næstu árum, eða um 120 lyf fram til ársins 2010. „Þetta allt ásamt því að Banda- ríkin eru eitt markaðssvæði, sem ein- faldar alla skráningu og sölu á nýjum lyfjum þar í landi, gerir að verkum að þessi markaður er mjög áhugaverður fyrir Pharmaco,“ segir Sigurður Óli. Skrifstofa hins nýja félags er í Connecticut og verða um fjögur stöðugildi hjá Pharmaco sem sinna sérstaklega verkefnum tengdum Bandaríkjamarkaði. Stefnt er að því að fyrstu lyfin fari á markað þar 2005. Pharmaco hf. stofnar félag í Bandaríkjunum PHARMACO hefur stofnað félag í Bandaríkjunum. Þetta gerir að verkum að Pharmaco getur nú skráð lyf og sótt um markaðsleyfi þar í landi undir eigin nafni, sem fyrirtækið hefur ekki getað hingað til. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segir að með stofnun félags- ins í Bandaríkjunum sé ætlunin að styrkja enn frekar þau viðskipta- sambönd sem Pharmaco hefur nú þegar stofnað til á Bandaríkja- markaði og leggja áherslu á frekari sókn félagsins á svæðinu. FERFÆTLINGAR þurfa sína hreyfingu ekki síður en tvífætlingar og hundurinn Maurer skemmti sér prýðilega í boltaleik með eiganda sínum í gær, þótt kuldinn hafi verið napur í byrjun vetrar. Hundar voru áberandi í miðbæ Reykjavíkur, Keflavíkur og Akureyrar um miðjan dag í gær þegar Hundaræktarfélag Íslands hélt árlega göngu hunda og manna. Gengið var niður Laugaveginn í Reykjavík, og þurfti til þess sérstakt leyfi, enda venjulega bannað að taka ferfættu vinina með sér á búðaröltið á Laugaveginum. Félagið reiknaði með að fjölmargir hundar myndu nýta þetta sjaldséða tækifæri til að líta í búðarglugga á Laugaveg- inum, enda aldrei að vita hvenær tækifæri til þess gefst næst. Morgunblaðið/Árni Torfason Í boltaleik í byrjun vetrar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist telja raunhæft að tvöfalda á næstu árum framlag Ís- lands til þróunarsamvinnu, þannig að það verði um 0,3% af þjóðar- framleiðslu. Aftur á móti sé óraun- sætt að gera ráð fyrir að það aukist meira en það. „Við þurfum hins vegar að fara mjög vel yfir það, þegar við förum út í frekari aukningu á tvíhliða þró- unarsamvinnu, hvar við berum nið- ur, hvort við eigum að fara inn í fleiri ríki í Afríku eða hvort við lít- um til Asíu og jafnvel Suður-Am- eríku. Það er hlutur, sem við þurf- um að fara vandlega yfir,“ segir Halldór í viðtali við Morgunblaðið í dag. Áhugi á samstarfi í Íran Hann segir koma til greina að auka aðstoð við núverandi fjögur samstarfsríki Íslands í Afríku þeg- ar fjárveitingar aukast, „en mér finnst koma til greina að horfa eitthvað í aðrar áttir, til dæmis til Suður-Ameríku. Eins þurfum við að líta til samvinnu í Mið-Aust- urlöndum.“ Utanríkisráðherra er á leið til Írans í byrjun desember, ásamt aðilum úr viðskiptalífinu. Hann segir að Íranar hafi áhuga á sam- starfi við Ísland á sviði orku- og sjávarútvegsmála. „Norðmenn hafa komið inn í þeirra sjávar- útveg, en þeir vilja fá okkur líka og segja að þarna séu miklir möguleikar,“ segir Halldór. „Þeir vilja líka fá okkur til samstarfs í sambandi við jarðhita. Íran er mjög stórt land og í raun auðugt, þannig að þar er ekki beint verið að hugsa um þróunarhjálp, heldur samstarf og viðskipti,“ segir ráð- herra ennfremur. Íhuga að- stoð í Asíu og Suður- Ameríku  Við höfum sömu/10 Þróunarsamvinna FYRSTA verkefni Kristjáns Ragn- arssonar hjá LÍÚ var að flytja inn Færeyinga til að manna íslenzka fiskiskipaflotann. Síðan tóku kjara- samningar við og það voru hans leiðinlegustu stundir. Vegna þeirra kom hann ekki heim sjö nætur í röð eftir brúð- kaupsdaginn sjöunda janúar 1961. Kristján hefur nú látið af for- mennsku LÍÚ eftir 33 ára samfellt skeið. Hann rifjar upp ýmislegt af ferlinum í viðtali í Morgunblaðinu í dag og meðal annars segir hann þetta um kjaramálin: „Það verð ég líka að segja að mér finnst hafa orð- ið minnstar framfarir í samskiptum okkar og forystumanna samtaka sjómanna. Með þessu er ég að segja að þeir séu ekki nógu framsýnir og raunsæir, en sjálfsagt finnst þeim það sama um mig.“ Kom ekki heim í sjö nætur  Sunnudagur/6 Kristján Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.