Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓHANN Georg Jóhanns- son fagnar á þessu ári fjörutíu ára tónlistarferli og að auki eru þrjátíu ár liðin síðan hann sendi frá sér sitt frægasta lag, Don’t Try to Fool Me. Upphaf tónlist- arferils síns miðar Jóhann við það þegar hann hóf nám í Sam- vinnuskólanum á Bifröst haustið 1963, fór að leika með hljómsveit skólans og semja lög. Hann var þó búinn að spá í tónlist áður en að því kom, segir að á heimili sínu hafi ver- ið orgel og móðir hans, sem var mjög músíkölsk og hafði fallega söngrödd, hafi glætt með honum áhuga á tónlist. Hann fékk því snemma tónlistaráhuga og einnig Eiríkur bróðir hans. „Eiríkur var duglegur við að reyna að pikka upp lög, læra að spila þau eftir eyranu, en mér fannst meira spennandi að búa eitthvað til,“ segir hann og á lög á snældum sem hann samdi mjög ungur. Jóhann segir að þótt þeir hafi báðir verið áhugasamir um tónlist hafi henni ekki verið haldið neitt sérstaklega að þeim og hvorugur lærði á hljóðfæri. Hann var líka ekki síður gef- inn fyrir að teikna og segir að teiknikennari hans í barnaskóla hafi lagt rækt við þá krakka sem sýndu hæfileika í teikningu og það hafi glætt með honum áhuga á myndlist. „Svo kom Presley og þá kom tónlistaráhuginn aftur hálfu meiri,“ segir Jóhann. Feiminn söngvari Jóhann gekk í Gagnfræðaskólann í Keflavík og þar var líflegt tónlistarlíf, meðal annars voru þeir samtíma honum Gunnar Þórðarson og G. Rúnar Júlíusson. Í Gagnfræðaskólanum æfði Jóhann, þá fjórtán ára gamall, um tíma með hljómsveit sem söngvari en frestaði því einatt að koma fram því hann var svo feiminn. Þess má geta að Skuggar urðu síðan söngv- aralaus gítarhljómsveit eins og mjög var í tísku á þeim árum. Veran í Gagnfræðaskólanum í Keflavík og hljómsveitareynsla þaðan, þótt ekki hafi hún verið mikil og Jóhann ekki kunnað nema tvö til þrjú grip að hann segir sjálfur, urðu til þess að þegar hann kom á Bifröst þótti mönnum svo mikið um að hann var þegar ráðinn í skóla- hljómsveitina sem gítarleikari. „Við sátum þegar við vorum að spila, vorum gítarhljóm- sveit, en eftir að hafa séð Hljóma í Krossinum í Keflavík í jólafríinu mínu var ég ekki sami maðurinn – kom fullur af hugmyndum aftur vestur, stofnaði Bítlakvartett og lagði til að við stæðum allir. Þetta þótti svakalega mikil og góð hljómsveit,“ segir Jóhann og kímir að minningunni. Jóhann var tvö ár í Samvinnuskólanum og þegar náminu lauk hélt hljómsveitin áfram, kallaði sig Straumar, og gerði út frá Borgar- nesi. Hann langaði til að feta sig inn í þyngri tónlist og svo fór að hann stofnaði nýja hljóm- sveit með Eiríki bróður sínum og kallaði hana Óðmenn. Aðrir í hljómsveitinni voru Valur Emilsson og Engilbert Jensen, Valur og Ei- ríkur léku á gítara, Jóhann á bassa og Eng- ilbert á trommur. Engilbert hætti svo í hljóm- sveitinni 1966 og fór í Hljóma. Pétur Sigurðsson kom í hans stað og svo Pétur Öst- lund vorið 1967. Fyrstu lögin Óðmenn tóku upp sín fyrstu lög fyrir Ríkis- sjónvarpið skömmu eftir að Pétur kom til liðs við sveitina og tók upp sex lög sem sýnd voru í Sjónvarpinu. Aukamenn við sjónvarpsupptök- urnar voru þeir Rúnar Georgsson saxófónleik- ari og Magnús Kjartansson trompetleikari en fjögur laganna voru svo gefin út á smáskífunni Án þín þá um haustið. Skömmu síðar hætti Eiríkur í hljómsveit- inni og reyndar hætti hann hljómsveitarstússi almennt, en Magnús Kjartansson kom í hans stað og síðar slóst Shady Owens í hópinn. Hún staldraði þó ekki lengi við, hætti til að ganga í Hljóma 1968, og í kjölfarið hættu Óðmenn að starfa um hríð en vorið 1969 endurvakti Jó- hann hljómsveitina með þeim Finni Torfa Stefánssyni gítarleik- ara og Ólafi Garðarssyni trommu- leikara. Sú gerð Óðmanna tók svo upp lög fyrir sjónvarpið um haust- ið, þar á meðal lögin Spilltur heim- ur og Komdu heim, og léku nú þungt blúsgrunnað rokk. Svavar Gests gaf út tveggja laga plötu með Spilltum heimi og Komdu heim snemma árs 1970 og svo aðra tveggja laga plötu með lögunum Bróðir og Flótti. Þegar hér var komið sögu var Ólafur genginn í Náttúru, en í hans stað kom Reynir Harðarson. Um vorið samdi Jóhann lög og texta fyrir Poppleikinn Óla sem frum- sýndur var á Listahátíð í Reykja- vík um sumarið, en Óðmenn fluttu tónlistina í söngleiknum. Þegar sýningum lauk hugðist sveitin fara í hljóðver til að taka upp plötu, en fékk engan útgefanda í bili og sum- arið fór í ballspilamennsku til að hafa í sig og á meðan beðið var eft- ir samningi. „Við vissum að hljómsveitin myndi ekki lifa lengi,“ segir Jó- hann, „en ætluðum að skilja eftir okkur bautastein og vorum til- búnir að vaða eld og brennistein til þess að ná því takmarki. Við vild- um ekki spila til að lifa, við lifðum til að spila.“ Breiðskífan langþráða var hljóð- rituð í Danmörku, enda lítið um að- stöðu til slíks hér á landi, en á skíf- unni voru lög úr söngleiknum og spunaverk sem tók heila plötuhlið. Þetta var það síðasta sem heyrðist frá Óðmönnum, því hljómsveitin hætti skömmu síðar og Jóhann gekk til liðs við Tatara, en tók einnig upp pensilinn að nýju og hélt sína fyrstu einkasýningu sum- arið 1971. Mikill metnaður Snemma árs 1972 var Jóhanni boðið að ganga í Náttúru og einnig gekk Áskell Másson í sveitina. Metnaður Náttúrumanna var mik- ill á þessum tíma og má nefna að hljómsveitin æfði upp söngleik með Leifi Þórarinssyni. „Því miður var söngleikurinn, sem hét Cesar Borgia, aldrei fluttur og ekki tek- inn upp heldur, en við lögðum gríðarlega vinnu í þetta, æfðum dag eftir dag í Tjarnarbíói,“ segir Jóhann. „Ég man ekki vel hvað Óðmenn II: Reynir Harðarson, Jóhann G. Jóhannsson og Finnur Torfi Stefánsson. Lifað til að spila Óðmenn I: Pétur Östlund, Valur Emilsson, Magnús Kjartansson, Jóhann G. Jóhannsson og Shady Owens. Morgunblaðið/Kristinn „Það hefur aldrei átt vel við mig að vera í þessu hljómsveitaharki,“ segir Jóhann G. Jóhannsson. Á þessu ári heldur Jóhann G. Jóhannsson upp á tvöfalt tónlistarafmæli; fagnar fjörutíu árum sem tónlistarmaður og þrjátíu árum sem höfundur lagsins fræga Don’t Try to Fool Me. Árni Matthíasson ræddi við hann um ferilinn langa. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.