Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 3
kom upp á, en hætt var við að flytja söngleikinn á sínum tíma og svo fór Leifur út og þegar við ætluðum að taka upp þráðinn vorum við búin að gleyma þessu að mestu leyti. Það eina sem til er af honum mér vit- anlega er lag sem ég á á bandi sem Shady syngur, afskaplega fallegt og gott lag.“ Eftir þetta hætti Jóhann í sveit- inni og fór til Englands 1972 að hitta Derek Wadsworth sem hafði verið upptökustjóri við upptökur Óð- manna á litlu plötunum tveimur sem Svavar Gests gaf út. Jóhann var þá að kanna möguleika á að Derek myndi aðstoða hann við upptökur á eigin lögum, sem Ámundi Ámunda- son hugðist gefa út, og ganga um leið frá pressun á hinni frægu fram- úrstefnusmáskífu Brotinn gítar – Þögnin rofin er vakti furðu manna hér heima haustið 1972. Jóhann hélt svo aftur út til Englands 1973 til að taka upp og þá meðal annars lagið fræga Don’t Try to Fool Me. Það lag var gefið út á smáskífu hér á landi og síðan á plötunni Langspili sem gefin var út haustið 1974. Þótt Langspil hafi fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og Don’t Try to Fool Me vaktið athygli á Jóhanni erlendis helgaði hann sig málara- listinni næstu mánuði og það var ekki fyrr en vorið 1976 að hann sneri aftur í hljóðver, að þessu sinni til að taka upp plötuna Mannlíf. Sú plata seldist ekki ýkja vel og eftir þetta lét Jóhann sér nægja að semja lög fyrir aðra, var ekki virkur sem tónlist- armaður sjálfur. Hann sló þó til þeg- ar félagarnir í Póker buðu honum að ganga í sveitina, enda hugðust þeir freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Áður en af því varð hætti Jóhann í sveitinni, enda segist hann hafa átt- að sig á því að hann langaði ekki til að verða frægur poppari. „Það hefur aldrei átt vel við mig að vera í þessu hljómsveitaharki og þegar ég sá hvert stefndi var ég viss um að þetta var ekki það sem ég vildi gera.“ Áður í svipuðum sporum „Ég hafði áður staðið í svipuðum sporum þegar ég var í Bretlandi 1973 og var meðal annars kominn með samning við umboðsmenn í Bretlandi sem kynntu mig á Midem- tónlistarkaupstefnunni í Frakklandi, kynntu Don’t Try to Fool Me. Þá sýndu tíu eða ellefu fyrirtæki áhuga á að vinna með mér. Hjá Phono- gram, sem var meðal annars með hollensku hljómsveitina Focus á sín- um snærum, var ég spurður hvort ég væri viss um að ég vildi syngja Don’t Try to Fool Me næstu tíu árin og þvælast um alla Evrópu í nokkur ár með hljómsveit. Ég vissi að ég gæti það ekki og því varð ekkert úr því,“ segir Jóhann og segir aðspurður að hann sjái ekki eftir því í dag, það sé svo margt í lífinu sem skipti meira máli en frægð og peningar. Þótt Jóhann hefði lagt draum um frægð í útlöndum á hilluna um tíma að minnsta kosti var hann þó ekki al- veg hættur í músíkinni og setti sam- an eins konar rokkóperu, Íslenska kjötsúpu, sem gekk ekki sem skyldi og aftur dró Jóhann sig í hlé frá tón- listinni að mestu. Næstu ár var hann í ýmsu stússi, rak Gallery Lækjartorg, síðar Lista- miðstöðin, og tók virkan þátt í fé- lagsstarfi tónlistarmanna, stofnaði meðal annars Samtök alþýðu- tónskálda og textahöfunda, SATT, til að tryggja stöðu tónlistarmanna innan STEFs, stofnaði ásamt fleir- um Púlsinn-tónlistarbar, sem var um tíma eins konar miðstöð lifandi tónlistar, og svo má telja, en einnig hefur hann sífellt verið að semja lög fyrir hina og þessa og verið tíður gestur á vinsældalistum sem höf- undur þótt hann sjáist þar ekki leng- ur sem flytjandi. Ríflega 200 lög Þótt Jóhann sé þekkur fyrir laga- smíðar sínar, á ríflega 200 lög á eigin plötum og annarra, segist hann ekki vinna skipulega að þeim, ekki síst þar sem hann sé ekki virkur í tónlist. Hann hefur þó samið hundruð laga um dagana sem fæst hafa heyrst op- inberlega eða komið út. Hann á þannig tugi af snældum með lögum og lagahugmyndum sem hann hefur samið í gegnum árin, en segist ekki reikna með að þau eigi nokkurn tím- ann eftir að heyrast, hann leitar til að mynda ekki í bunkann þegar hann er beðinn um lag. „Það er nú oft þannig að það er minna mál að semja nýtt lag en að leita að gömlu,“ segir hann, „og svo tengjast þessi lög oft tímabilum í ævinni sem getur verið erfitt að rifja upp. Þetta er eins og fara að róta í kjallara sem er full- ur af drasli sem er tengt minningum, góðum og slæmum, það er ekki hægt að fara í gegnum slíkt á klukkutíma og ekki á einum degi, það tekur mann mánuði og ég get varla sinnt öðru á meðan.“ Fyrir nokkrum árum fór Jóhann þó nokkuð skipulega í gegnum hluta af lagasafninu og úr varð platan Asking for Love fyrir tilstuðlan Jóns Ólafssonar. „Jón kom þá til mín og spurði hvort ég ætti ekki einhver lög frá Langspilstímanum, einhver demó. Ég tíndi saman handa honum hundrað lög og þá bara lög sem voru þokkalega unnin, og svo valdi hann úr því,“ segir Jóhann og bætir svo við að frá þessum tíma sé mikið af lögum sem hann hefði gaman af að vinna meira með, „prógressíf lög“ eins og hann kallar það. „Ef ég ætti gott einkastúdíó væri ég sjálfsagt alla daga að taka upp og ganga frá lögum.“ Í framhaldi af útgáfu plöt- unnar tók Jóhann sig til og setti slatta af lögum inn á MiniDisk, enda voru þeir þá að spá í að setja á stofn eins konar lagabanka. „Það má segja að við höfum farið of seint af stað, því þegar við vorum að undirbúa fyr- irtækið leist öllum voða vel á hug- myndina, en þegar við síðan ætl- uðum að fá fé til að hrinda henni í framkvæmd var hlutabréfamark- aðurinn hruninn og enginn átti áhættufé.“ Eins og getið er í upphafi kom út á dögunum safnplata með nokkrum helstu lögum Jóhanns í gegnum tíð- ina, átján lög alls með fjölda flytj- enda og kallast Gullkorn Jóhanns G. Jóhannssonar. Frumkvöðlar þeirrar útgáfu voru Sölvi Blöndal Quarashi- bóndi og Kári Sturluson. Jóhann segist hafa orðið undrandi þegar Sölvi leitaði til hans að fyrra bragði og bað um að fá að setja saman safn- plötu, en þegar hann sá að Sölva var alvara var það auðsótt. Jóhann seg- ist ekki hafa valið lögin, „ég skrifaði bara niður fyrir þá hvaða lög hefðu náð vinsældum á sínum tíma eða hefðu lifað í gegnum árin og svo völdu þeir úr því. Mér finnst það af- skaplega skemmtilegt að þeir skyldu stinga upp á þessu og ekki síst að ungir tónlistarmenn skuli þekkja til þess sem ég hef gert í gegnum tíð- ina.“ Póker: Pétur W. Kristjánsson, Pétur Hjaltested, Jóhann G. Jóhannsson, Björg- vin Gíslason, Jóhann Helgason, Ásgeir Óskarsson og Kristján Guðmundsson. arnim@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 B 3 Auglýsing um sveinspróf í matvæla- og framreiðslugreinum Sveinspróf verða haldin í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu 6.- 8. janúar 2004 í Hótel – og matvælaskólanum í Kópavogi Umsóknarfrestur er til 1. desember 2003 Upplýsingar og umsóknir Fræðsluráð hótel – og matvælagreina, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. S: 580 5254. Fax 580 5255. http://www.fhm.is og í Hótel- og matvælaskólanum Fræðsluráð áskilur sér rétt til fresta prófi í einstökum greinum ef næg þátttaka fæst ekki. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og brautskráningarskírteini eða námsferilsblað iðnmenntaskóla. Greiða þarf leyfisgjald sveinsbréfa kr. 5000 við innritun. Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Japis, Laugavegi , sími 511 1185 og á midi.is Ath! Sæti eru númeruð. Fyrstir koma fyrstir fá. í Austubæ kl. 21 fimmtudaginn 6. nóvember Á hljómleikunum mun Ríó ásamt úrvals hljóðfæraleikurum flytja lög af nýútkominni plötu sinni „Utan af landi“ auk þess að klæða mörg sín þekktustu lög í nýjan búning. Ómissandi tækifæri til að kynnast eða rifja upp óborganlega Austurbæjar- stemningu með Ríó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.