Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Sigrún Rósa Kjartansdóttir, 463 3117 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni R EYKVÍSKIR bókaunnendur hafa löngum sett jafnaðarmerki á milli Önnu Ein- arsdóttur og Bókabúðar Máls og menningar á Laugavegi 18 og ekki að ástæðu- lausu. Anna hóf störf í bókabúðinni á unglingsaldri. Hún hefur verið deildarstjóri, framkvæmdastjóri í Bókaverslun Snæbjarnar þegar hún var í eigu Máls og menningar, séð um sölu á íslenskum bókum til útlanda fyrir Mál og menningu og verslunarstjóri á Laugaveginum. Samfylgd Önnu við Mál og menn- ingu hefur þó varað lengur en flesta grunar eða allt frá fyrstu tíð. Hjartað og heilinn „Þú getur vel sagt að ég sé fædd og uppalin í Máli og menningu,“ segir Anna kankvís þegar við nöfn- urnar erum búnar að koma okkur vel fyrir í gluggasætum á kaffihús- inu Súfistanum í húsakynnum Máls og menningar á Laugavegi 18. „Faðir minn, Einar Andrésson, var yngri bróðir Kristins E. Andrés- sonar og starfaði með honum í fyr- irtækinu frá fyrstu tíð. Kristinn var lengst af framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og pabbi umboðsmaður. Hann fór með áskriftarbækur bókaútgáfunnar til félagsmanna og seldi aðrar útgáfubækur fyrirtæk- isins. Bræðurnir voru alltaf mjög sam- rýndir og höfðu mikla samvinnu. Ég held að aldrei hafi verið tekin ákvörðun um að gefa út bók án samráðs við pabba. Kristinn var af- skaplega góður maður – greindur og hæglátur. Pabbi var léttari á brún – glaðlegur og hvers manns hugljúfi. Jóhannes úr Kötlum segir í afmælisgrein um pabba sextugan: Hafi eldri bróðirinn verið heilinn á bakvið Mál og menningu var yngri bróðirinn hjartað,“ segir Anna. „Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þessi orð. Pabbi og mamma voru orðin full- orðin þegar þau eignuðust mig – sitt eina barn. Ég fékk oft að skott- ast með föður mínum í vinnunni. Mál og menning varð fljótt stór hluti af mínu lífi eins og hún var stór hluti af lífi foreldra minna. Fyrst þegar ég man eftir mér var búðin til húsa hér handan götunnar á Laugavegi 19,“ segir Anna og bendir út um gluggann á grátt bárujárnshús þar sem veitingahús- ið Indókína er til húsa. „Húsið hef- ur lítið breyst frá því á þessum tíma. Þrepin upp á fyrstu hæðina voru þó utanhúss. Mál og menning átti báða stóru gluggana vinstra megin við innganginn. Hinum meg- in var verslun sem hét Grótta. Mál og menning var flutt upp á Skóla- vörðustíg 21 árið 1952. Það var fyrsta sumarið sem ég var í fastri sumarvinnu. Með vaxandi umsvifum Máls og menningar jókst þörfin fyrir stærra húsnæði. Faðir minn var fram- kvæmdastjóri hlutafélags um hús- bygginguna hér á Laugavegi 18. Hlutafélagið Vegamót keypti upp þrjú hús, Laugaveg 18, Vegamóta- stíg 3 og 5. Hingað flutti verslunin í aprílmánuði árið 1961.“ „Ég man ekki eftir að mér hafi verið strítt þótt vissulega hafi verið svolítið erfitt að vera kommabarn á þessum tíma,“ svarar Anna þegar hún er spurð að því hvernig hafi verið að alast upp á jafn vinstrisinn- uðu heimili og raun bar vitni í kalda stríðinu. „Heimili okkar hafði ákveðna sérstöðu, t.d. var Þjóðvilj- inn ekki keyptur á heimilum vin- kvenna minna. Inni á heimilinu bjuggu foreldrar móður minnar, Jó- fríðar Guðmundsdóttur frá Helga- vatni í Þverárhlíð. Þau keyptu Tím- ann. Foreldrar mínir keyptu líka Morgunblaðið um tíma. Pabbi sagði blaðinu upp af því að hann varð svo reiður yfir fréttaflutningnum af átökunum á Austurvelli í tengslum við inngönguna í Nato hinn 30. mars árið 1949,“ rifjar hún upp. „Auðvitað var oft heitt í kolunum á þessum tíma. Einu atviki get ég sagt þér frá,“ heldur Anna áfram. „Ég átti góða vinkonu í Kleppsholtinu. Fjölskylda hennar var gott og gilt sjálfstæð- isfólk. Foreldrarnir bjuggu á hæð- inni og amman í kjallaranum. Amman þekkti ömmu mína því að þær höfðu flutt á mölina á svip- uðum tíma. Hún reykti pípu og sat oft með pípuna í þvottahúsinu því að hún vildi ekki reykja inni í íbúð- inni. Nema hvað – einhvern tíma þegar við vorum hjá henni niður í kjallara sagði hún við mig: „Aldrei get ég skilið að hann Einar skyldi verða kommúnisti eins og hann var góður við hana mömmu sína.“ Þessi orð urðu mér algjörlega ógleyman- leg. Ég vissi auðvitað að það þætti slæmt að vera kommúnisti en að það væri svona slæmt grunaði mig ekki.“ Anna gekk í Laugarnesskóla og seinna í Kvennaskólann. „Kvenna- skólinn þótti mjög góður skóli á þeim tíma,“ segir Anna. „Á meðan ég var í skólanum vann ég í Máli og menningu í öllum fríum. Ég var ung þegar ég eignaðist börnin mín fjög- ur og vann í bókabúðinni eins og ég gat á milli barneigna. Eftir að börn- in voru komin dálítið á legg fór ég í fulla vinnu. Áður en Penninn keypti Bóka- búðir Máls og menningar hafði ég minnkað svolítið við mig vinnu. Stuttu eftir eignaskiptin var mér boðinn starfslokasamningur. Sam- kvæmt honum vinn ég hálfan dag- inn í búðinni þar til ég hætti alveg 1. september á næsta ári.“ Gagnrýnni með árunum Hefur þú aldrei íhugað að taka þér eitthvað annað fyrir hendur? „Nei, mér hefur alltaf fundist ég vera í góðu starfi. Ég hef líka unnið með mörgu mjög skemmtilegu og góðu fólki í gegnum tíðina. Mig langar sérstaklega til að nefna Esther Benediktdóttur, yndislega samstarfskonu mína í mörg, mörg ár. Hvert tímabil í bókabúðinni hef- ur sinn sjarma. Mér hefur alltaf fundist jólabókatörnin skemmtileg- ust. Það er svo gaman að fylgjast með því þegar nýju bækurnar eru að koma út. Á sama hátt hef ég notið þess að fá að hjálpa fólki að velja bækur fyrir sig sjálft eða aðra. Ég les ekki eins mikið og ég las áður þó ég lesi töluvert. Skáldsögur, ljóðabækur og ævisögur er það sem ég hef mest gaman af. Ég hef líka orðið gagn- rýnni með árunum og svo hefur maður minni tíma! Ef bók höfðar ekki til mín eftir fyrstu 20 blaðsíð- urnar hendi ég henni frá mér og gríp aðra.“ Samúð með ljóðskáldum Anna er ekki lengi að svara því hvaða rithöfund hún haldi mest upp á. „Halldór Laxness hefur alltaf verið uppáhalds rithöfundurinn minn. Ég á erfiðara með að gera upp á milli bókanna hans. Ætli mér finnist ekki Íslandsklukkan best. Heimsljós er önnur uppáhalds bók. Ég skældi yfir örlögum Ljósvík- ingsins þegar ég var ung. Núna er ég að lesa Brekkukotsannál fyrir 7 ára dótturson minn sem gistir oft hjá mér. Við erum að lesa um Álf- grím og klukkuna sem sagði „Eilíbð,“ segir Anna og brosir. „Ég kynntist Halldóri Laxness fyrst þegar ég var lítil stelpa. Ætli ég hafi ekki verið svona 12 ára þegar ég kom fyrst að Gljúfrasteini. Ég kynntist auðvitað fleiri rithöf- undum en Halldóri Laxness í gegn- um foreldra mína, t.d. Þórbergi Þórðarsyni, Guðmundi Böðvarssyni Fædd og uppalin í Máli Anna Einarsdóttir var vart komin á táningsaldur þegar hún fékk sumarvinnu í Bókabúð Máls og menningar í fyrsta sinn. Eftir áratugastarf sér hún nú fram á að hætta störfum í búðinni að ári. Anna G. Ólafsdóttir fékk nöfnu sína, Önnu Einarsdóttur, til að líta yfir farinn veg. „Ég hugsa mér gott til glóðarinnar að vera meira með fjölskyldunnni og svo má ekki gleyma því að ég á stóran og góðan vinahóp,“ segir Anna Einarsdóttir í tengslum við starfslokin í bókabúðinni að ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.