Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 8
CATENA er líklega þekktasta og virt-asta víngerðarfyrirtæki Argentínu ogþað er því mikið fagnaðarefni að Cat-ena-vín skuli nú loks fáanleg á Ís- landi. Tvö vín fyrirtækisins koma í reynslusölu frá og með 1. nóvember. Catena-fjölskyldan á líkt og svo margar arg- entínskar fjölskyldur ættir sínar að rekja til Ítalíu og kom þaðan fyrir rúmri öld. Ættfað- irinn, Nicola Catena, flutti frá Marche-héraði á Ítalíu yfir Atlantshafið í byrjun síðustu aldar, settist að í Mendoza við rætur Andes-fjalla og gróðursetti fyrsta vínvið sinn árið 1902. Það má hins vegar segja að það hafi verið barnabarn hans, Nicolas Catena, sem gerði fyrirtækið að leiðandi vínframleiðanda í Argentínu. Hann var um stund kennari við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og heillaðist af þeirri þróun sem átti sér stað í víngerð í Napa- dalnum þar skammt frá. Þegar hann flutti aft- ur til Argentínu árið 1983 setti hann í gang mikið rannsóknarverkefni til að finna þau svæði Mendoza er hentuðu best undir þrúgur á borð við Chardonnay, Malbec og Cabernet Sauvignon. Víngerðin var tekin í gegn og hátæknivædd og það kom að því að vínin frá Catena ruddu sér braut á Bandaríkjamarkaði. Eru bestu vín fyrirtækisins nú dýrustu vín landsins. Vínin frá Catena eru framleidd í fjórum gæða- flokkum. Fyrst eru Al- amos-vínin, ung, ávaxtamikil og létt- eikuð. Þá koma Cat- ena-vínin sem eru þau vín er fyrst slógu í gegn í Bandaríkjun- um. Catena Alta og Nicolas Catena Zap- ata eru síðan dýrustu vín fyrirtækisins. Alamos Cabernet Sauvignon 2002 er bjart og þægilegt. Ferskur, djúpur ilmur af þroskuðum sólberjum og kaffi. Ungur og sprækur ávöxtur í munni, góð fylling og lengd. Hörkuvín fyrir peninginn. 1.290 krónur. 18/20 Catena Mendoza Malbec 2001 er stærra og öflugra, dökkt á lit, þungur ilmur af súkkulaði og svörtum ávöxtum í bland við þurra vanillu. Í munni mikið, stórt og sýru- mikið, þurrt og tannískt. Kraftmikið og þarf mat til að njóta sín, til dæmis góða nautasteik. 1.590 krónur. 19/20 Casa de la Ermita Jumilla 2001 er athyglisvert rauðvín frá suðurhluta Spánar unnið úr þrúg- unum Tempranillo, Monastrell og Cabernet Sauvignon er ræktaðar hafa verið í sjö hundr- uð metra hæð yfir sjávarmáli. Rauður berja- safi, rifsber, sólber, plómusulta í bland við súkkulaði úr amerískri eikinni. Megnt berja- bragð í munni, samanherpt og sýrumikið. Vín sem þarf nokkurn tíma til að opna sig. 1.590 krónur. 18/20 Monasterio de Santa Ana 2002 er rauðvín frá sama framleiðanda úr þrúgunni Monastrell sem ekki hefur farið mikið fyrir í íslenskum vínbúðum. Rammur, þungur ilmur af gerjuð- um krækiberjum og rabarbara. Létt og mjúkt í munni, fremur stutt. 1.290 krónur. 16/20 Isla Negra Rapel Merlot 2001 er ein viðbótin á markaðinn frá Chile en Isla Negra er vín frá víngerðarhúsinu Cono Sur. Hreinn og þægi- legur berjasafi einkennir stílinn. Megn angan af sólberja- og bláberja- safa. Tær og ómengaður ávöxturinn heldur áfram í bragði, þykkur og þægilegur. Vín sem kemur ágætlega út. Reynið t.d. með mildum ostum. 1.260 krónur. 14/20 Faiveley Bourgogne Blanc Chardonnay 2001 er Búrgundarvín frá einum af betri framleiðendum héraðsins, Jos- eph Faiveley. Græn ber, mildur viður, og hnetur. Þægilegt og aðlaðandi Búrgundarvín sem hefur góða þyngd í ávexti og er mjög fínt miðað við verð. Í munni þykkt, mild sýra, ekki mjög langt. Vín fyrir góða fiskrétti með mildri sósu. Góð Búrgundarvín eru því miður yfirleitt mjög dýr, þetta vín gefur manni hins vegar Búrgundar- keiminn á góðu verði. 1.390 kr. 16/20 Faiveley Bourgogne Rouge Pinot Noir 2001. Létt og örlítið krydduð angan af kirsuberjum og skóg- arberjum. Þetta er léttur og vel gerður Pinot Noir, endist hins vegar ekki mjög lengi. 1.490 krónur. 15/20 Catena, Faiveley og Casa de la Ermita Morgunblaðið/Jim Smart 8 B SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson HVERT er algengastaumkvörtunarefni gestaá íslenskum veitinga-húsum? Líklega verð-lagið. Það er dýrt að fara út að borða á Íslandi og á því er engin einhlít skýring. Smæð mark- aðarins, hráefnisverð, há opinber gjöld, gífurleg álagning á áfengi og ýmislegt annað má tína til sem ástæður fyrir verðlaginu. Hins veg- ar er hluti skýringarinnar einnig að millistigið í veitingahúsaflórunni, á milli skyndibitastaða og hágæða veitingahúsa, er vart finnanlegt hér á landi. Í flestum nágrannaríkjum okkar flokkast þorri veitingastaða undir þetta millistig. Hér eru vissu- lega margir staðir sem gæðalega séð ættu að vera í milliflokki. Þeir verð- leggja sig hins vegar oft eins og bestu og dýrustu staðirnir. Maður hefur oft velt því fyrir sér af hverju ekki séu til fleiri litlir veit- ingastaðir sem leggi áherslu á ein- faldan, góðan og ódýran mat úr öllu því fína hráefni sem hér er fáanlegt. Vissulega eru þó til á þessu nokkrar góðar undantekningar. Það er því frábært að rekast á einmitt slíkan stað, Gallerý fisk við Nethyl, sem rekinn er samhliða samnefndri fisk- búð í Ártúnsholtinu. Gallerý fiskur er eins konar hverf- isveitingastaður. Rekinn af fjöl- skyldu sem greinilega kann til verka og hefur áhuga á og ástríðu fyrir því sem hún er að gera. Staðurinn er einfaldleikinn upp- málaður en engu að síður smekk- legur, bjartur og nútímalegur. Inn- réttingarnar byggjast á mínímalisma og ljósum viði, allt smekklegt og stílhreint. Matseðillinn er ekki langur og flókinn en engu að síður á maður í vanda að velja því hver rétturinn á fætur öðru lofar góðu. Og enginn veldur vonbrigðum þegar hann kem- ur á borðið. Grillaður hlýri á grjóna- beði þar sem mér fannst ég greina smá keim af sætri chilisósu auk engifers og kóríander. Steiktur salt- fiskur með bakaðri kartöflu og sósu þar sem hvítvín og tómatar köll- uðust á. Sósuna hefði vissulega mátt sjóða lengur niður en hún var góð engu að síður. Langa var einnig með grjónum og léttsteiktum sveppum og banönum og mildri karrísósu með kókosmjólk. Eða þá einstaklega góður þorskur með þykkri sósu úr rjóma og Dijon- sinnepi ásamt kartöflugratíni. Nokkuð þungur réttur en virkilega góður. Fiskurinn var í öllum tilvikum fyrsta flokks og hárrétt eldaður, safaríkur og góður. Með öllum rétt- um var borið fram sama salatið, blandað grænt salat með papriku, rauðlauk og ristuðum furuhnetum. Hægt er að fá alla rétti í hálfum skömmtum fyrir börn en jafnframt boðið upp á soðna eða steikta ýsu með kartöflum ef yngstu matargest- irnir leggja ekki í frumlegri útgáfur af sjávarfanginu. Réttirnir eru einfaldir að því leyt- inu til að þetta er ekki flókin veit- ingahúsaeldamennska. Það er ekki verið að skera niður grænmeti í julienne, byggja upp turna, sjóða niður soð eða kjarna. Enda ekki slík- ur staður og verðleggur sig ekki sem slíkur. Hugmyndirnar að réttunum eru engu að síður frumlegar og vel útfærðar og gestir ættu að kætast þegar þeir sjá hvað þetta kostar allt saman. Vel útilátinn fyrsta flokks fiskréttur kostar nokkurn veginn hið sama og misgóður skyndibiti, ham- borgari með frönskum eða eitthvað álíka. Meðalverð aðalrétta er um 1.400 krónur ef eini dýri rétturinn, smjörsteiktir humarhalar, er ekki látinn skekkja meðaltalið. Einungis eitt rautt og eitt hvítt vín er á vínseðlinum og kostar glasið 450 krónur af víni hússins en flaskan 1.990 krónur. Geri aðrir betur. Vínið, hvítur Bergerac, mætti hins vegar vera betra, fyrst ekki er annað í boði. Af hverju ekki að bjóða upp á eitt örlítið betra vín samhliða, t.d. Chablis, sem þarf ekki að vera mörg hundruð krónum dýrara? Eða Sauv- ignon Blanc frá Chile? Maturinn á það svo sannarlega skilið að þokka- legt hvítvín sé borið fram með hon- um. Þetta er hins vegar eina umkvört- unarefnið. Gallerý fiskur er gegn- heill og góður fjölskyldustaður, rammíslenskur og nútímalegur. Það er ekki oft sem maður gengur jafn- ánægður út af veitingastað þegar tekið er tillit til þess hvað borgað var fyrir máltíðina. Ferskur, góður og ódýr fiskur Morgunblaðið/Jim Smart Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlut- falli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. LESANDI hafði samband og taldi að nú í kringum sláturtíðina væri tilvalið að gera íslenska lambakjötinu hátt undir höfði. Hún taldi hins vegar að of mikið væri gert af því að elda það með framandi hætti og benti á að nóg væri til af gömlum og góðum íslensk- um heimilisuppskriftum sem aldrei færu úr tísku. Lét hún fylgja með eina „af gamla og góða skólanum“ sem hún sagði ávallt vera jafnvinsæla á sínu heimili hjá öllum kynslóðum. 6 lambakótilettur salt pipar 1 msk paprika 1 dl rifinn ostur 1 og 1/2 dl rjómi Þerrið kótiletturnar, berjið þær of- urlítið og steikið á þurri pönnu við fremur hægan hita, þar til þær eru fallega brúnar. Hellið feitinni af pönnunni, stráið salti, pipar og papr- iku og rifnum osti yfir kótiletturnar, hellið rjómanum yfir og látið krauma í 5 mínútur. KÓTILETTUR MEÐ OSTI OG RJÓMA Lehmann fær viðurkenningu ÁSTRALSKI víngerðarmaðurinn Peter Lehmann getur verið ánægður þessa dagana því hann fékk tvöfalda við- urkenningu er hinum virtu verðlaunum International Wine & Spirit Competi- tion var úthlutað í London á dögunum. Lehmann var valinn jafnt víngerð- armaður ársins í heiminum (Wine- maker of the year) sem og ástralskur vínframleiðandi ársins (Australian producer of the year). Peter Lehmann stofnaði víngerð sína í Barossa-dalnum í Suður-Ástralíu árið 1979 og eru mörg af helstu vínum hans fáanleg hér á landi. Nethyl 2. Heimasíða: www.galleryfisk- ur.is. Opið virka daga kl. 11.30–15 og 18– 22. Laugardaga 18–22. Lokað sunnu- daga. Umhverfi: Ljós viður á gólfum, borðum og stólum, fiskitengdar grafíkmyndir á veggjum. Andrúmsloftið afslappað. Verð: Forréttir: 650–950 Salöt: 590–1.190 Smáréttir: 600–1.150 Aðalréttir: 890–1.590 Humar: 3.490 Vínlisti: Eitt vín sem kostar lítið en mætti vera betra. Þjónusta: Heimilisleg og þægileg. Gallerý fiskur Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.