Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Þ AÐ má eiginlega segja að ég eigi tvo uppáhaldsstaði þó þeir séu langt í burtu frá hvor öðrum en þetta eru Skorradalur og svo hinsvegar Tosc- ana á Ítalíu,“ segir María Guð- mundsdóttir ritstjóri hjá útgáfu- félaginu Heimi. „Friðsældin er svo mikil í Skorra- dalnum og náttúrufegurðin mögnuð. Mér finnst gott og nauðsynlegt að draga mig af og til í hlé frá amstri hversdagsins með fjölskyldunni og við höfum verið svo heppin að hafa aðgang að bústað þar og förum þangað á öllum árstímum. Fram til þessa höfum við öll notið ferðanna þangað, meira að segja unglingarnir vilja fara með.“ María segir að í Skorradal noti fjölskyldan tímann til samveru- stunda, þau fara í gönguferðir, lesa, spila, elda góðan mat og hlusta á fal- lega tónlist. Búa í sveitinni En það eru fleiri staðir en Skorra- dalur sem eiga hug Maríu því hún segist fyrir nokkrum árum hafa fall- ið kylliflöt fyrir Toscana. „Ég hef farið þrisvar sinnum til Toscana í frí og það er alveg stór- kostlegt að dvelja þar. Við höfum leigt okkur hús og bíl, búið í sveitinni og síðan farið í skoðunarferðir það- an. Mannlífið í Toscana er yndislegt, náttúrufegurðin mikil, stórkostleg saga við hvert fótmál og maturinn einstaklega góður. Ítalir eru nota- lega afslappaðir, þeir gefa sér tíma til að borða þennan góða mat sem þeir búa til og hafa einhvernveginn tök á að njóta lífsins.“ María segist vera sérstaklega hrifin af svæðinu í kringum Flórens og eins landinu á mörkum Flórens og Umbríu. Er í ítölskunámi Lestu þér til áður en þú ferðast? „Já það er hluti af ferðalaginu. Það má í raun skipta ferðalögunum í þrennt, undirbúning þegar maður er að viða að sér efni og lesa sér til um staðinn sem maður ætlar að heim- sækja, svo er það ferðalagið sjálft og upplifunin og að lokum minningarn- ar sem maður eignast á ferðalaginu.“ María segir að bókaflokkurinn Eyewitness hafi reynst sér vel bæði við undirbúning og sem ferðafélagi. Hún hefur hellt sér út í ítölskunám og er nú komin í þriðja áfanga. „Mig langaði að læra ítölskuna því ég er ákveðin í að eyða meiri tíma á þess- um slóðum í framtíðinni.“ Hvernig hefur þú fundið húsin sem þú hefur leigt þér á Ítalíu? Ég hef aflað mér upplýsinga um þau á Netinu og pantað þar. Allar upplýsingar sem þar hafa komið fram hafa reynst réttar og allt stað- ist sem okkur hefur verið lofað.“ Heilsuböð og dúfnakjöt Hefur þú rekist á skemmtileg veit- ingahús í Toscana? „Já mörg en uppúr stendur líklega veitingastaðurinn Danielle í San Casciano dei Bagni. Staðurinn er rekinn af ítalskri fjöl- skyldu og maturinn engu líkur. Ég mæli með svokölluðum kodd- um eða Ravioli með pesto undir og ofan á, kartöflumjöli og dúfnahakki, sem er himneskur réttur. Þjónustan er líka frábær á þessum stað. Eitt sinn komum við þangað í nítján manna hópi þar sem stór hluti var börn. Þau fengu ekki síðri þjón- ustu en fullorðna fólkið. Ítalir hafa sérstakt lag á börnum og foreldrarn- ir þurfa ekkert að hafa áhyggjur af þeim. Við hliðina á veitingastaðnum er frábært kaffihús þar sem líka er hægt að kaupa ítalskan ís. Þorpið sjálft er líka gaman að skoða en það er þekkt fyrir heilsu- böð. Síðan held ég mikið upp á stað sem heitir Sostanza, í Flórens, sem er ekki eins fínn staður en þar eru afar ljúffengar kjúklingabringur á boð- stólum og marengsterta sem hrein- lega bráðnar í munni.“ Ferðu mikið í búðir í útlöndum? „Ég er vaxin uppúr því en það er þá helst að ég taki með mér heim eitthvað matarkyns. Við höfum verið að prófa okkur áfram með ítalska matargerð. Þegar ég er búin að ná meiri færni í ítölsku stefni ég að því að fara þangað á ítölskunámskeið og matreiðslunámskeið í leiðinni.“ Það er svo mikil friðsæld og náttúrufegurð í Skorradalnum segir María Guðmundsdóttir sem nýtir hvert tækifæri til að bregða sér þangað. Hún segist líka hafa kolfallið fyrir Toscana á Ítalíu og skellti sér í ítölskunám því hún ætlar sér að eyða meiri tíma þar í framtíðinni. Mannlífið í Toscana er yndislegt, náttúrufegurðin mikil, stórkostleg saga við hvert fótmál og maturinn einstaklega góður. María ásamt börnunum sínum á Capri í sumar. Börnin heita Jóhannes, Guðmundur og Álfheiður Marta en á myndina vantar myndasmiðinn og fjölskylduföðurinn Kjartan Jóhannesson. La Cervagliera í Suður-Toscana við landamæri Umbriu. Á myndinni eru Egill Jó- hannesson, Elín María Guðjónsdóttir og María Guðmundsdóttir.  Heimilisföng. María pantaði húsnæðið í Tosc- ana á Netinu á þessum slóðum: www.sanvito.it og á www .vacanzeincampagna.it Veitingahúsið Danielle San Casciano dei Bagni Veitingahúsið Sostanza (Il Troia) Via Del Porcellana 225r Flórens. Féll kylliflöt fyrir Toscana La Cervagliera með þorpið Trevinto í bakgrunni. Ferð til Kína KÍNAKÚBBUR Unnar stendur fyrir ferð til Kína dagana 21. maí–11. júní á næsta ári. Flogið verður um Stokkhólm til Beijing. Ferðast verður um Kína og m.a. farið til Chongqing og siglt niður eftir Jangtze-fljótinu um gljúfrin þrjú. Í Shanghai verður m.a. farið á borgarsafnið og í Yu Yuan- garðinn svo og á náttúrugripa- safn og í fjölleikahús. Í Suzhou verður gengið um Ljónagarðinn og hópurinn kynnir sér silkiiðnað. Þá verður siglt á Keisaraskurð- inum og síðan haldið frá Suzhou til Shanghai. Þar verður Torg hins himneska friðar skoðað og deginum svo varið í Forboðnu borginni. Farið verður út fyrir Beijing og Sumarhöllin skoðuð, farið verður í klaustur og á Ming- grafarsvæðið. Ferðin kostar 350.000 krónur á mann en dag- skráin er öll innifalin, gisting mið- uð við tvíbýli, og fullt fæði, skatt- ar og gjöld svo og leiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjóns- dóttur. Nánari upplýsingar um Kínaferðina veitir Unnur Guðjónsdóttir í síma 5512596 eða 8682726. Netfang: kinaklubbur@- simnet.is. Slóðin er www.simnet.is/kinaklubb- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.