Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 B 11 ferðalög Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Eigið þið draum um að búa í heitara landi yfir veturinn? Við erum fasteigna- og leigusalar á Benidorm sem getum gert draum ykkar að veruleika. Höfum áralanga reynslu í þjónustu við Íslendinga sem kjósa að dvelja í Albir, á Benidorm eða La Cala Finestrat á Costa Blanca-ströndinni. Fyrsta flokks íbúðir. Kynningarverð í vetur aðeins 200 evrur vikan fyrir íbúð með einu svefnherbergi. Hafið samband til að fá verð og aðrar upplýsingar í síma +34-96-683-1373 eða skrifið á netfang espis@espis.net Með hverjum fórstu? „Bróður mínum Ingvari Björgvinssyni.“ Hvað voruð þið að gera í New York? „Aðallega að leika okkur í nokkra daga. Við þekkjum borgina orðið nokkuð vel og finnst gaman að heimsækja hana af og til. En þó maður hafi farið þangað margoft þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá í hverri ferð.“ Hvar gistuð þið? „Fyrstu þrjár næturnar vorum við hjá íslenskri vinkonu sem býr í Brooklyn en síðan á hóteli í tvær nætur. Við fengum stúd- íóíbúð á þessu hóteli sem heitir Radio City Apartments og er frábærlega staðsett rétt hjá Times Square á 49. stræti.“ Hvað höfðuð þið fyrir stafni? „Það þarf ekki mikið að gera til að það sé skemmtilegt í New York, bara að labba niður Broadway er frábært. Við skruppum á hip-hop tónleika hjá hljómsveitinni Camp Lo og svo sáum við íshokkíleik í Madison Square Garden.“ Sverri finnst skemmtilegt að skreppa á frumsýningu í bíó í New York því hann segir að Bandaríkjamenn séu mun frjáls- legri í kvikmyndahúsum en við eigum að venjast. „Í kvik- myndahúsunum klappar fólk ef því sýnist, lifir sig miklu meira inn í myndina og í verslunum er starfsfólkið ófeimið við að syngja með ef það þekkir lagið í útvarpinu. Stemmningin er fyrir vikið miklu skemmtilegri og andrúmsloftið þægilegra.“ Það er ekki hægt að heimsækja New York án þess að skreppa í búðir og að sögn Sverris keyptu þeir bræður sér vinylplötur og föt. Við rákumst reyndar á mjög stórt „Outlet mall“ eða út- sölukringlu á Long Island og þar var hægt að eyða töluverðu. Síðan er ómissandi að skoða þessa frægu staði eins og Empire State, rústirnar þar sem turnarnir voru og labba yfir Brooklyn-brúna. Það er líka mjög gaman að skoða sum söfnin þarna, eins og Guggenheim-safnið og Museum of Modern Art eða MoMA.“ Fóruð þið á skemmtilegt veitingahús? Já, já og eitt þeirra, Carmine’s, er frábær ítalskur veitinga- staður. Síðan er úrval af veitingahúsum á 48. stræti sem kall- að er Restaurant Row og einnig neðar á Manhattan í Green- wich Village, en á báðum þessum stöðum geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Það er fátt sem jafnast á við New York segir Sverrir Björgvinsson sem skrapp í nokkra daga til New York þegar nemendur í MR fengu haustfrí. Morgunblaðið/Einar Falur Sjötta breiðstræti í New York. Morgunblaðið/Einar Falur Nútímalistasafnið Museum of Modern Art, MoMA, er safn sem Sverrir mælir með heimsókn á. Morgunblaðið/Einar Falur Sverrir segir að það skipti máli að finna gististað á góðum stað og þeir bræður fundu sér stúdíóíbúð við Times Square. Skemmtileg stemmning í New York  Hótelið sem Sverrir gisti á heitir Radio City Apartments og slóðin er www.radiocityapts.com Veitingahúsið Carmine’s 200 W 44th St (á milli Broadway og 8th Avenue) Museum of Modern Art (MOMA) 33 Street við Queens Blvd. Long Island City, Queens Sími: 001 212 708-9400 Tölvupóstfang: info@moma.org Slóð: www.moma.com Solomon R. Guggenheim Museum 1071 Fifth Avenue (við 89. str) New York 10128-o173 Sími: 001 212 423 3500 Morgunblaðið/Ásdís Hvaðan ertu að koma? UM hálf milljón Dana fer í skíða- ferðalag á ári hverju og æ fleiri kjósa að fara í skíðaferðalag til Noregs, samkvæmt frétt í Politiken. Ýmsar ástæður eru taldar skýra aukinn áhuga á vetrarferðum til Noregs. Það þykir þægilegra að búa í norskum vetrarhúsum en litlum hótelherbergjum í Ölpunum. Þá er einfaldara fyrir dönsku börnin að skilja skíðakennara í Noregi en í Frakklandi, Þýskalandi eða Austur- ríki. Margir Danir ferðast til Noregs á einkabíl og taka ferju yfir. Einn starfsmaður ferðaskrifstofu benti á að þótt yfir tuttugu prósent aukning væri í vetrarferðum Dana til Noregs hefði ekki orðið samsvarandi samdráttur í ferðum suður á bóginn. Hann taldi skýringuna þá að í aukn- um mæli færu Danir tvisvar á ári í skíðafrí, með fjölskylduna til Noregs en vinunum til Alpanna. Noregur er skíðaland Dana Skreytingar við öll tækifæri Laugavegi 63 • sími 551 2040 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.