Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 2003 C 3 Framkvæmdastjóra vantar Nánari uppl‡singar á starf.is e›a í s. 820 3799 Umskónir flurfa a› berast fyrir 20. okt. n.k. Verktakafyrirtæki, sem sérhæfir sig í jar›vinnu, vill rá›a kröftugan framkvæmda- stjóra me› tæknimenntun og reynslu í verktakastarfsemi. Fyrirtæki› er me› 30-40 starfsmenn og verkefnasta›an gó›. w w w .s ta rf .i s Kirkjubæjarskóli Kennari óskast! Okkur vantar kennara, kennslugreinar eru heimilisfræði, smíðar, sérkennsla og kennsla á miðstigi. Við skólann starfar metnaðarfullur og samhentur hópur kennara og starfsfólks. Í skólanum er nýtt tölvuver og sérlega vel búið bóka- safn. Kirkjubæjarskóli er grunnskóli á Kirkju- bæjarklaustri með um 70 nemendur. Aðbúnaður nemenda og starfsfólks er ágætur. Við skólann er gott bókasafn og við skólann er starfræktur tónlistarskóli. Önnur þjónusta á staðnum er m.a. heilsugæslustöð, leikskóli, verslun, banki, bifreiðaverkstæði, hárgreiðslu- stofa og ferðaþjónusta. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember nk. Starfið er laust 1. desember en starfs- byrjun er eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veita Stella Á. Kristjánsdótt- ir skólastjóri í síma 487 4633 eða 865 7440 og Kjartan H. Kjartansson að- stoðarskólastjóri í síma 487 4633. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á stellak@ismennt.is. Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, 104 Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á morg- un- og kvöldvöktum, starfshlutfall samkomu- lag. Starfsfólk í aðhlynningu Sarfsfólk vantar í hlutastörf við umönnun aldraðra. Skjól er hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er veitt í hlýlegu umhverfi. Góð starfsaðstaða. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 522 5600. Sjá einnig www.skjol.is Krefjandi starf á lagnasviði VGK hf., á Selfossi Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. óskar eftir starfsmanni á lagnasvið fyrirtækisins í útibúi sínu á Selfossi. Úti- bú VGK á Selfossi er ungt og þarf á góðri leiðsögn að halda í uppvextinum. Starfssvið: Hönnun og eftirlit með lagnakerfum. Koma fram fyrir hönd VGK og leiða upp- byggingarstarfið á Suðurlandi. Hæfniskröfur:  Tæknifræði eða verkfræðimenntun.  Reynsla æskileg. VGK býður starfsfólki sínu metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi í samhentum hópi starfsfólks. Runólfur Maack, framkvæmdastjóri VGK, og Guðjón Sigfússon, fram- kvæmdastjóri VGS, veita upplýsingar um starfið í síma 540 0109, 482 2805 eða netföngunum runolfur@vgk.is eða gudjon@vgs.is Sölumaður - útkeyrsla Hollt & Gott ehf. óskar eftir að ráða sölumann/ bifreiðastjóra til starfa hjá fyrirtækinu sem fyrst. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera röskur, snyrtilegur, samviskusamur og hafa ríka þjónustulund. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 575 6051. Röskur og áreiðanlegur bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum óskast til starfa. Umsóknir sendist á netfangið vinna@visir.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.