Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 4
4 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 Þ egar heimsstyrjöldin síðari lokaði Harald Sveinsson heima, hóf hann störf í fjöl- skyldufyrirtækinu Völundi; að hann hélt þar til honum gæfi byr til náttúrufræðináms í Evrópu, en reyndin varð önnur. Árin hjá Völundi urðu 23 og úr framkvæmdastjórastólnum þar fór hann í framkvæmdastjórastól Morgunblaðsins. Þegar aldurinn kom svo yfir hann stóð hann upp úr þeim stól og varð aftur stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. En bónd- inn hefur blundað í honum alla tíð og átt sitt líf í hestum og jörð á Mýrum. Faðir Haraldar; Sveinn M. Sveinsson í Völundi, var einn af stofnendum Verzl- unarráðs Íslands, þar sem hann átti m.a. gott samstarf við Hallgrím Benediktsson, formann ráðsins, en hann var einn af eig- endum Morgunblaðsins og sat í stjórn út- gáfufélagsins; Árvakurs hf. Þegar líða tók á fjórða áratuginn stóð rekstur blaðsins mjög tæpt og þegar kreppti að vildi Íslandsbanki/Útvegs- banki ekki liggja lengur með hlutabréf í Árvakri, sem viðkomandi einstaklingar höfðu ekki treyst sér til að leysa út. Þetta var um fimmtungur hlutafjárins. Hallgrímur Benediktsson lagði þá til að leitað yrði til Sveins í Völundi, en aðrir sýndu áhuga, þar á meðal Kveldúlfs- menn. En það varð úr, að Sveinn keypti bréfin, og 1938 tók hann sæti í stjórn Ár- vakurs. Haraldur Sveinsson segir, að Ólafi Thors hafi lengi verið þungt til Hall- gríms vegna þessa. „Faðir minn keypti svo fleiri bréf í Ár- vakri; ekkja Jez Siemsen seldi honum bréf og einhverjir fleiri. Hann var þá kominn upp í 25%, en þá voru sett lög um að enginn mætti greiða atkvæði fyrir stærri hlut en 20%. Þess vegna held ég að hann hafi selt Guðmundi Ásbjörnssyni hlutabréf, en hann var barnlaus og arf- leiddi Pétur Hannesson að þessum bréf- um. Þá lagði Valtýr Stefánsson til að Bjarni Benediktsson yrði fenginn til að kaupa bréfin og taka sæti í stjórninni. Hefði það gengið eftir hefðu þeir Val- týr og Bjarni verið komnir með yfir 50% í félaginu, en á það gátu menn ekki fallizt frekar en 1927, þegar mikil uppstokkun varð í Árvakri og litlu munaði að Valtýr næði meirihlutanum. Þetta voru engin átök beint, en gamli Verzlunarráðskjarn- inn; Hallgrímur Benediktsson, Ólafur Johnson og Garðar Gíslason, setti Valtý stólinn fyrir dyrnar. Þeir gerðu honum ljóst, að þeir vildu hafa meirihlutann. Nú varð það að samkomulagi, að Bjarni fékk helming bréfanna en við hinir keyptum hinn helminginn.“ Sveinn M. Sveinsson sat í stjórn Ár- vakurs til 1951. „Þegar faðir minn lá banaleguna rifjaði hann upp drengskaparheit, sem aðaleig- endur meirihlutans höfðu gefið hver öðr- um, og fól mér að bjóða meðeigendum sínum í Árvakri hlutabréf sín í fyrirtæk- inu. En þeir brugðust þá þannig við, að ef samkomulag væri innan fjölskyldunnar um að ég tæki við af föður mínum, þá væri það þeirra ósk.“ Það varð því úr, að Haraldur Sveinsson tók sæti föður síns í stjórn Árvakurs. Friðlaust hús við Aðalstræti „Þegar ég kom þarna inn voru fyrir í stjórninni Hallgrímur Benediktsson og Valtýr Stefánsson. Bergur G. Gíslason kom inn í stjórnina 1952 og Geir Hallgrímsson tók við af föð- ur sínum 1954. Ég var settur í byggingarnefnd. Árvak- ur var þá búinn að kaupa lóð við Að- alstræti og það var sérstætt við þau kaup, að Guðmundur Ásbjörnsson var allt í senn, formaður seljandans KFUM, for- seti bæjarstjórnar, sem veitti leyfin, og formaður Árvakurs, sem keypti lóðina. Faðir minn var ekki hrifinn af því að setja Morgunblaðið þarna niður, en hann var mjög veikur síðasta árið og svo fór, að það kom í minn hlut að standa að bygg- ingu hússins, þótt innst inni væri ég sam- mála föður mínum um staðarvalið. Ég fór til Sigfúsar og sagði: Hvernig eigum við að byggja húsið? Við semjum við Svein í Héðni um að borga vinnulaunin, sagði Sigfús, við Völ- und um timbrið og H. Ben um steypu- styrktarjárn og sement. Og þetta varð! Ég man að einhverju sinni sagði Björn Hallgrímsson, sem stýrði H. Ben.: Ætlar þessi Árvakur ekkert að borga? Nei, sagði ég. Hann Sigfús vill hafa þetta svona! En svo byrjaði Árvakur nú að borga og kláraði sínar byggingaskuldir fyrr en við var búist.“ En þótt húsbyggingin risi í friði þess- ara fjögurra fyrirtækja, þá ríkti enginn friður um bygginguna út á við. „Árvakur fékk byggingarleyfið, þrátt fyrir andstöðu margra; sérstaklega var Eysteinn Jónsson þversum í málinu. Til að byrja með fékkst bara fjárfesting- arleyfi fyrir tveimur hæðum. Við gerðum það af skömmum okkar að birta mynd af tólf hæða húsi á lóðinni! Þessa mynd birtum við á forsíðu 40 ára afmælisblaðs Morgunblaðsins. Og það varð allt vitlaust! En svo fékkst leyfi fyrir þriðju hæðinni, sem við gátum selt. Þá voru sett lög um að ekki þyrfti fjárfestingarleyfi fyrir íbúð- arhúsnæði. Sveinn í Héðni lét þá teikna upp efri hæðirnar sem íbúðarhæðir og hélt áfram með húsið. Það ríkti mikil eindrægni í bygging- arnefndinni; Gunnar Hansson teiknaði húsið og Valtýr og Sveinn skipuðu nefnd- ina með mér og einnig sat Sigfús alla fundi. Valtýr var orðinn heilsulítill og hafði áhyggjur af húsbyggingunni, en við yngri mennirnir í stjórninni vorum kapp- samir. Ég held að áhugi Valtýs á því að fá Bjarna Benediktsson inn í stjórn Árvak- urs hafi byggzt á því, að hann taldi hann manna bezt fallinn til þess að hafa hemil á okkur ungu mönnunum. En það gekk nú ekki, þótt Bjarni sýndi sig til þess fyrst í stað. Svo lagaðist hann og það fór vel á með okkur eftir það. En áfram með húsið! Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti 4. og 5. hæðina af Sveini, Sveinn átti sjálfur hluta af 6. hæðinni, sem Tryggingamiðstöðin keypti svo, og Árvakur átti þar húsvarðaríbúð. Sjöunda hæðin var svo sameign að hluta, en Árvakur átti framhúsið. Andstæðingar Morgunblaðsins reyndu hvað þeir gátu til þess að koma höggi á húsbygginguna og á endanum höfðaði ríkið mál á hendur Árvakri. En þeir að- gættu það ekki þeir vinstri herrar, að Ár- vakur hafði sín leyfi á hreinu, og málið endaði á þann veg, að SH borgaði tvær milljónir króna í sekt! Eykon sagði mér frá því, að hann hefði verið samferða Hannibal Valdimarssyni heim í flugvél og Hannibal þá sagt honum að nú hefði tekizt að slá Morgunblaðið út af laginu með málaferlunum. Eykon sagð- ist þá hafa sagt ráðherranum, að málið kæmi Morgunblaðinu ekkert við; Árvak- ur hefði sín leyfi á hreinu. Hvað segirðu? sagði þá Hannibal. Við sem ætluðum að ná okkur niðri á Morg- unblaðinu! Búfræðidraumurinn rættist í Haraldur Sveinsson vildi verða náttúrufræðingur og bóndi. En það var eftir heimsstyrjöld, að hann söðlaði um og gerðist blaðaútgefandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.