Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 6
6 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 asnalegu verkföllum. Ég lét skila því til Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra 1984 að við myndum hafa verðlagshöftin hans að engu! Við yrðum að fá að ráða þessu sjálfir, ef við ættum að komast aft- ur á flot eftir verkfallsátökin. Hann lét þetta afskiptalaust, enda hygg ég að höft- in hafi bitnað verr á Tímanum en okkur.“ En ný öld heilsaði Morgunblaðinu ekki vel. Árið 2001 varð rekstrinum þungt; 20% rýrnun auglýsinga setti strik í reikn- inginn og Morgunblaðið varð að bregðast við með sparnaði á öllum sviðum. Í fyrra varð útkoman skárri, 49 millj- óna króna hagnaður á móti 57 milljóna króna tapi árið 2001. Þessi bati segir Haraldur að hafi breytt blaðinu úr vörn í sókn; mánudagsútgáfa leit dagsins ljós 6. janúar sl. og fyrir liggur ákvörðun um kaup á prentvél og pökkunarbúnaði og bygging nýrrar prentsmiðju og papp- írsgeymslu er hafin. Þótt auglýsingar séu í rýrara lagi það sem af er þessu ári segist Haraldur telja að þessi sókn Morgunblaðsins verði ekki stöðvuð. Blað fyrir lesendur Haraldur Sveinsson hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar farið með þuluna um það, að Morgunblaðið sé ekki gefið út fyrir eigendur, ekki ritstjóra, ekki Sjálf- stæðisflokkinn og ekki starfsfólkið, held- ur vegna lesenda blaðsins. En mönnum hefur gengið misvel að til- einka sér efni þessarar þulu og Haraldur segir, að oft hafi verið tekizt á um sjálf- stæði blaðsins. „Það hefur verið hart sótt að Morg- unblaðinu, en ritstjórar, framkvæmda- stjóri og útgefendur hafa alltaf snúið bökum saman fyrir blaðið. Það var svolítill fyrirgangur í Bjarna Benediktssyni fyrst eftir að hann kom að blaðinu, en svo breyttist hann nú og reyndist okkur ákaflega hliðhollur, þegar flokksmenn hans vildu fá greiðari og gagnrýnislausari aðgang að blaðinu, sumir vildu nú beinlínis að blaðið yrði málpípa þeirra. Sigríður kona Bjarna sagði, að hann hefði ætlað að breyta Morgunblaðinu, en raunin varð sú að Morgunblaðið breytti honum. Því miður var nú ekki tóm til að gera alla gagnrýnendur blaðsins að ritstjórum og vígja þá þannig inn í Morgunblaðs- mennskuna eins og Bjarna! En allt hafð- ist þetta með festu og lipurð. Ég vil nú meina, að þrátt fyrir tengsl við Sjálfstæðisflokkinn hafi Morg- unblaðið alltaf haldið sjálfstæði sínu. En tengslin voru til trafala fyrir blaðið og það var vandasamt verk að skera á þau svo vel færi. Ritstjórarnir Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson voru ákaflega ein- arðir og við útgefendur stóðum fast við bakið á þeim. Það kom svo í hlut Eykons að verða fyrsta „fórnarlamb“ þeirrar reglu, að ekki fari saman að vera alþingismaður og ritstjóri Morgunblaðsins. Eykon átti sinn þátt í þessari reglu, en hann hafði líka pólitískan metnað og þegar hann stóð uppi sem kjörinn þingmaður stóð hann sjálfur upp úr ritstjórastólnum á Morg- unblaðinu.“ Haraldur Sveinsson setur hér loka- punktinn með kafla úr samtali hans og Jónínu Michaelsdóttur í bókinni Áhrifa- mönnum. Þar segir Haraldur: „Ég tel að okkur hafi tekist vel að reka Morgunblaðið sem fyrirtæki. Að mínu mati er það ekki síst vegna þess að því var breytt í þá veru að gera ekki grein- armun á pólitískum lit þeirra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri á síð- um blaðsins. Stjórn Árvakurs, fram- kvæmdastjóri og ritstjórar Morg- unblaðsins voru einhuga um þessa ákvörðun. Smám saman hefur fólk áttað sig á að hér er ekki á ferðinni flokksblað, heldur vandaður fréttamiðill sem allir geta treyst. Þetta hefur snúist á þann veg að í dag eru forystumenn Sjálfstæð- isflokksins og áhrifamenn í innsta kjarna kannski hörðustu gagnrýnendur Morg- unblaðsins. Telja að blaðið sé ekki nógu hlýðið. Það hriktir í ýmsu, en við kveink- um okkur ekki undan því. Ég fyrir mitt leyti sætti mig mjög vel við þessa tegund af gagnrýni.“ Þ að er mikill Morgunblaðsandi, sem gestur á heimili Huldu Valtýsdóttur finnur fyrir. Húsið er teiknað af höfundi Morgunblaðshúsanna; Gunn- ari Hanssyni, eiginmanni Huldu, og þessa dagana var hún mjög með hugann við bók, sem er í smíðum um föður hennar; Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins og stærsta hluthafa í Árvakri hf. 1924 - 1963. Sjálf hefur hún svo komið við sögu blaðs- ins; fyrst sem sendill og skrifstofumaður og síðar blaðamaður og ritari ritstjórans og sem eigandi, varaformaður og stjórn- armaður í Árvakri hf.; útgáfufélagi Morg- unblaðsins. „Morgunblaðið hefur fylgt mér alla tíð,“ segir hún. „Ég byrjaði að sendast hjá Aðalsteini Ottesen í afgreiðslunni í Austurstræti, ætli ég hafi ekki verið um 10 eða 12 ára, og þá fékk ég fyrstu launin mín. Það voru fimmtíu krónur fyrir vikuna og ég man, hvað ég var stolt, þegar ég kom með þær heim. Seinna skrifaði ég út reikninga fyrir Ísafold og Vörð. Umsvif blaðsins voru ekki meiri en svo að mér, nýstúdentinum, var einni falið að taka við og afgreiða auglýs- ingar í sumarafleysingum fyrir Árna Óla. Árin eftir stúdentspróf fékkst ég við þýðingar fyrir blaðið í lausamennsku. Eftir að faðir minn fór að vinna meira heima var ég ritari hans; vélritaði per- sónuleg bréfaskipti, viðtalsgreinar og vikuleg Reykjavíkurbréf. Ég fékk þá tækifæri til að fylgjast með því, sem efst var á baugi, bæði hér heima og erlendis. Þetta voru stóryrtir tímar. Seinna varð ég fastur starfsmaður við Morgunblaðið, sem þá var komið í Að- alstræti. Skrifaði þá helzt greinar og viðtöl í Lesbókina. Morgunblaðið hefur því verið ríkur þáttur í mínu lífi, tengslin við blaðið og starfsfólk þess, og ég hef látið mér annt um hvorttveggja.“ Hún segist aldrei hafa fengið að finna fyrir því að vera dóttir ritstjórans, Valtýs Stefánssonar. „Nei, aldrei! Menn litu á það sem sam- eiginlegt verkefni að sinna Morg- unblaðinu og ég var þar í góðum fé- lagsskap.“ Hulda sat um skeið í borgarstjórn Reykjavíkur sem fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og hafði aðallega afskipti af fé- lags-, menningar- og umhverfismálum. Hún var formaður umhverfismálaráðs og fyrsti formaður menningarmálanefndar, auk þess að starfa við Kvikmyndaeftirlit ríkisins um árabil. Hulda var formaður Skógræktarfélags Íslands um tveggja áratuga skeið. „Ég skrifaði um umhverfis- og menn- ingarmál í Morgunblaðið á þessum tíma og hafði mikla ánægju af. Síðustu árin annaðist ég fasta pistla um umhverfismál.“ Morgunblaðið Hulda Valtýsdóttir byrjaði barn að aldri að starfa hjá Morgunblaðinu. Hún var vara- formaður stjórnar Árvakurs hf. um árabil og situr áfram í stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.