Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 10
10 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 Þ ennan morgun nær Morgunblaðshúsið að dúra í á annan klukkutíma. Það er ekki alltaf svo. Stundum kemur því enginn blundur á brá; þá hefur blaðið tafizt og síð- asta fólkið kemst ekki heim úr pökkuninni fyrr en eftir að fyrstu morgunmennirnir eru mættir í húsið. En þennan morgun fara starfsmenn í pökk- uninni heim á fimmta tímanum og klukkan sex mætir starfsfólk áskriftardeildar og fyrstu starfsmenn mbl.is til vinnu. Milli þessara manna dottar húsið með engan yfir sér, nema næturvörðinn. Blaðið hins vegar er á þeytingi til þess að ná lesendum sínum. Það er áskriftardeildin, sem skipuleggur dreifingu blaðsins og heldur uppi samskiptum við blaðbera og verktaka og sinnir sölu og þjónustu við áskrifendur. Deildin annast einnig sölu á efni úr greina- og mynda- safni Morgunblaðsins og mannar móttöku blaðsins. Áskriftarfólkið, sem komið er til vinnu, tekur aðeins hluta fyrstu hæðarinnar svo þess vegna getur húsið svo sem dottað áfram. Og ekki er háreystinni fyrir að fara hjá vaktmanni mbl.is í glerbúri netritstjórnarinnar inn- ar á hæðinni. Húsvörðurinn, sem kemur til starfa klukkan hálf- átta, gætir þess líka að raska ekki ró hússins, fyrst því er nú einu sinni siginn aftur blundur á brá. Friðurinn úti um átta En um áttaleytið er friðurinn úti! Fólk flæðir inn í húsið, á allar hæðir, og fótatak þess fer hratt um flesta kima. Í prentsmiðjunni opnar pökkunardeildin augun aftur og prentarar eru mættir til pressunnar. Í prentsmiðj- unni er DV prentað og pakkað fyrir hádegi. Í anddyrinu býr starfsfólk móttökunnar sig undir gesti og gangandi; húsið er opið frá klukkan 8 til 17, þegar vaktmaður tekur við, en símaþjónusta skipti- borðsins teygir sig allar götur fram til klukkan 23:15. Með þessu áttaholli vaknar öll fyrsta hæð hússins. Inn af anddyrinu er auglýsingadeildin; þar er fram- línan að frá klukkan 8–18, en bakverðirnir vinna lengra fram á kvöldið. Auglýsingadeildin skiptist í móttöku, almennar aug- lýsingar, sérauglýsingar, netdeild, skannadeild, próf- arkalestur og framleiðsludeild. Auglýsingadeildin sinnir fjölbreyttum viðskiptavina- hópi; fólki, sem kemur með dánartilkynningar og bíla- auglýsingar, og einnig stórfyrirtækjum og auglýs- ingastofum. Nú er auglýsingadeildin að færa út kvíarnar í smáauglýsingar á laugardögum til að byrja með og áformað er að þær birtist einnig á netinu innan tíðar. Hún annast að öllu leyti útgáfu ýmissa auglýs- ingablaða og hefur sérstakur starfsmaður umsjón með þeim í nánu samstarfi við prentsmiðju og áskrift- ardeild. Og í fyrsta sinn eru starfsmenn auglýs- ingadeildar ábyrgðarmenn sérblaða, sem Árvakur hf. gefur út og er dreift með Morgunblaðinu. Með morgninum fram En morgunninn nemur ekki staðar í auglýsingadeild- inni og ekki heldur netdeildinni, þótt hún sé tvöföld í roðinu; verandi annars vegar ritstjórn mbl.is og hins vegar þróunar- og viðhaldsdeild. Síðast heilsar morgunninn tæknimönnunum. Þeir fylgjast grannt með hjartslætti tækjakosts blaðsins og grípa strax til sinna ráða, ef hann hnerrar, svo ekki sé nú talað um alvarlegri kvilla. Önnur hæð hússins er ritstjórnarinnar og sú þriðja einnig að mestum hluta. Ritstjórinn hefur aðsetur sitt á þriðju hæð. Þar hefur markaðsdeildin líka fengið inni, en hún sinnir markaðsmálum eftir orðsins hljóðan og í hennar hlut kemur að skipuleggja gestakomur í húsið. Ritstjórn Morgunblaðsins skiptist í; innlenda frétta- deild og erlenda, viðskiptadeild og sjávarútvegs, menn- ingardeild, íþróttadeild, ljósmyndadeild, kortagerð- ardeild, sérblaðaritstjórn, mynda- og greinasafn, framleiðsludeild, þróunardeild, stefnumótun og greina- móttöku, þar sem tekið er við aðsendu efni; þjóð- málagreinum og minningargreinum. Peningapúlsinn tekinn Yfirmenn ritstjórnarinnar búa sig til fundar klukkan 8:30, þar sem þeir ræða þau mál, sem eru efst á baugi, og sækja sér veganesti til vinnudagsins. Með morgunfundinum eru starfsmenn fram- leiðsludeildar farnir að vinna fastar síður í blaðið á morgun með tilbúnu efni; brjóta þær um og skila þeim lesnum og lagfærðum í ljóssetningarvél. Meðan þessu fer fram á ritstjórninni taka starfs- menn skrifstofunnar peningapúls Morgunblaðsins uppi á fjórðu hæð. Þetta er hæð hins daglega rekstrar fyr- irtækisins. Þar eru allir hlutir teknir með í reikninginn og færðir til bókar. Þarna er haldið utan um viðskipti Dagur að hætti Ekkert er eins gamalt og gærdagsins blað. Samt er það sérstakt og líka sígilt, því efni þess verður ekki aft- ur tekið. Í dagblaði er veröld lesandans sem í spegli. Bak- hlið hans eru handtök margra manna. Þessi grein er dagbók þeirra handa – og hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.