Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 11
Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 11 Morgunblaðsins; reikningar sendir út og skuldir greiddar. Það er á þessari hæð sem borgað er út. Og þarna er starfsmannahaldið til húsa, en þar koma m.a. inn allar umsóknir um störf hjá Morgunblaðinu og ráðið er fram úr ýmsum málum, sem upp koma varðandi vinnu- tilhögun og fleira. Á fjórðu hæðinni ríkir framkvæmdastjórinn og með meiru, því til hans heyra aðrar deildir blaðsins að rit- stjórninni undanskilinni, nema hvað fjárhagslega rekstrarumgjörð hennar varðar. Handagangur við háborðið En þótt línur ritstjórnarinnar séu lagðar á morg- unfundum taka mál oft miklum stakkaskiptum, þegar líður á daginn. Því þurfa menn að hittast á ný til að tí- unda heimtur og fara yfir stöðuna. Með deginum eykst spennan á annarri hæð. Á öllum deildum ritstjórnarinnar eru blaðamenn að fást við verkefni dagsins og senda frá sér fréttir og greinar inn í samtengt tölvukerfi. Þar geta yfirmenn þeirra fylgzt með texta og myndum, sem ljósmyndarar blaðsins taka, eða eru stöðugt sendar frá öðrum löndum inn í myndbanka blaðsins. Á meðan keppast prófarkalesarar við að lesa og leið- rétta og háborðsfólkið heldur áfram að loka innsíðum blaðsins. Framan af morgni er unnið eftir grófu plani frá deginum áður, en nú tekur planið á sig æ fastari mynd í dagsins rás. Starfsmenn einstakra deilda rit- stjórnarinnar koma svo að „háborðinu“ og loka sínum síðum í blaðinu. Síðdegis lygnir í þeim hlutum hússins, þar sem fólkið fjarar út. Hamagangur dagsins hefur haldið húsinu við efnið, en það nær vart nokkrum svefni, þótt um hægist á sumum hæðum. Til þess er spennan á annarri hæð- inni orðin of mikil. Þar hefur framleiðslufólkið vaktaskipti og venjuleg- um vinnudegi sumra blaðamanna og ljósmyndara lýk- ur. En alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Netrit- stjórnin vakir allajafna til klukkan 22 og ljósmyndadeildin og fréttadeildirnar; sú innlenda og erlenda, viðskiptin og íþróttirnar halda úti vaktmönn- um blaðið á enda. Seinni partinn hefjast menn handa við að loka frétta- síðum og um sjöleytið er stuttur fundur, þar sem for- síðuteymið og fréttastjórar bera saman bækur sínar. Venjulega lýkur fréttaskrifum um tíuleytið og þá er búið að ganga frá síðustu síðunum til plötugerðar á tólfta tímanum. Við hrynjandi pressunnar Plöturnar eru skrifaðar út og fara yfir í prentsmiðj- una, þar sem þeim er raðað inn á valsa prentvélarinnar og pappírinn þræddur í gegnum hana. Pressan er á við fjögurra hæða hús og vinnur sitt verk langt í frá þegj- andi og hljóðalaust. Hún er gangsett upp úr miðnættinu og er tvo til þrjá tíma að prenta upplag blaðsins. Þótt blaðhúsið geti nú lygnt aftur augunum, þegar blaðið er komið í prentsmiðjuna, er það líka á valdi taktfastrar hrynjandi pressunnar. Hún lætur hátt hin- um megin við vegginn, en virkar svæfandi, þegar fjær dregur. Það færist því ákveðin ró yfir þá hluta hússins, sem frá pressunni snúa, en þó ekki meiri en svo, að húsið getur ekki tekið á sig náðir. Því prentsmiðjan er glaðvakandi. Frá prentvélinni fara blöðin yfir í pökkunarsalinn, þar sem þau eru sett í pakka, merkta blaðberum og hverfum. Pakkarnir eru bornir út í bíla jafnóðum og fara fyrstu bílarnir norður, austur fyrir fjall og á Suðurnesin. Þegar fyrstu bílarnir eru farnir eru þeir fermdir sem flytja blaðið til blað- bera og seljenda á höfuðborgarsvæðinu. Þannig eiga lesendur á svæðinu frá Hvolsvelli til Húsavíkur að fá blaðið sitt ekki síðar en klukkan sjö að morgni og aðrir fá það eins fljótt og flug og aðrar aðstæður leyfa. Eins og húsið Loks þegar ysinn frá síðasta starfsmanninum leggur og þys blaðbílanna þagnar getur húsið snúið sér á hina hliðina og lagt augun aftur. Það hefur séð 328 starfs- menn koma og fara. Húsið er fegið hvíldinni, en veit, að það er stutt í að annar dagur og annað blað taki völdin. En þau eru allt öðru vísi. Því þótt margt sé unnið keimlíkum handtökum frá degi til dags eru engir tveir dagar eins í lífi Morgunblaðsins. Það er vegna þess, að það sem um er vélað er allt annað í dag en í gær. Efni blaðsins er alltaf nýtt. En sál þess er söm við sig. Eins og húsið.  hússins ’ Þennan morgun nærMorgunblaðshúsið að dúra í á annan klukku- tíma. Það er ekki alltaf svo. Stundum kemur því enginn blundur á brá; þá hefur blaðið tafizt og síð- asta fólkið kemst ekki heim úr pökkuninni fyrr en eftir að fyrstu morg- unmennirnir eru mættir í húsið. En þennan morgun fara starfsmenn í pökk- uninni heim á fimmta tím- anum og klukkan sex mætir starfsfólk áskrift- ardeildar og fyrstu starfsmenn mbl.is til vinnu. Milli þessara manna dottar húsið með engan yfir sér, nema næt- urvörðinn. ‘ freysteinn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.